Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 58

Morgunblaðið - 07.05.2006, Page 58
58 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Helgi vinur minn. Ég vil gjarnan fá að þakka þér fyrir alla góða og SIGURÐUR HELGI SVEINSSON ✝ Sigurður HelgiSveinsson fædd- ist á Lundi í Stíflu í Fljótum í Skagafirði 29. ágúst 1911. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðarkirkju 1. apríl. trúfasta vináttu sem þú hefur veitt mér alla tíð. Ég man vel eftir því þegar þú varst að vinna í gaggó. Þar var móðir mín að vinna við þrif og þú komst oft þegar ég var með móður minni i vinnu og spjallaðir við mig. Alltaf þegar ég hitti þig, hvar sem það var, hafðir þú alltaf svo góðan tíma, allavega gafst þú þér alltaf tíma til að spjalla við mig. Þó svo að ég flytti frá Ólafsfirði til Noregs sem barn, höfum við alltaf haft samband. Allan tímann hef ég reynt að passa upp á það að láta þig vita af öllu sem gerðist hjá mér í Noregi. Ég lét þig meira að segja að vita þegar ég eignaðist minn fyrsta kærasta! Ef það leið of langur tími á milli bréfanna frá mér, (sem þú varst nú ekki alltaf ánægður með orðaval og íslensku stafsetningu mína í) hringdir þú í mig, og það var alltaf jafngaman að heyra rödd þína á hinum endanum. Þegar ég kom í heimsókn til Ólafsfjarðar lá leið mín ævinlega til þín. Alltaf komst þú með kökur og kaffi handa mér og síðustu skiptin með djús handa börnunum mínum, þú hugsaðir alltaf vel um alla. Þegar ég hugsa til baka er þetta svolítið skrítið, hvað ég og þú náð- um góðu sambandi. Maður hefði kannski heldur haldið að þú og mamma munduð halda sambandi, en nei, það vorum ég og þú. Og góða vináttu hef ég átt í þér, karl- inn minn. Því miður kynntist ég aldrei konu þinni né dætrum. Ég hugsa til dætra þinna og fjölskyldna á þessari sorgarstund og vona að allt gangi vel hjá þeim, þrátt fyrir mikinn missi í yndislegum og hjartgóðum manni. Það verður tómlegt að koma til Ólafsfjarðar næst, því miður er maður alltaf að missa einhvern sem stendur manni nær. Jæja, karlinn minn, njóttu þess að hitta konu þína aftur og njótið friðar hjá Guði okkar. Takk fyrir allt, kæri vinur. Þín vinkona, Sandra Sigurjónsdóttir, Bergen. Elskuleg kona mín, móðir okkar og tengdamóðir, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Ægisíðu 44, Reykjavík, sem andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 2. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju miðviku- daginn 10. maí kl 15:00. Einar Baldvin Pálsson, Sigríður Einarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Páll Einarsson, Ingibjörg Briem, Baldvin Einarsson, Sigrún Steingrímsdóttir, Árni Einarsson, Unnur Þóra Jökulsdóttir. Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og sonur. AXEL BJÖRNSSON, Lindarhvammi 2, Hafnarfirði lést á krabbameinsdeild Landspítalans að morgni föstudagsins 5. maí Jarðarförin auglýst síðar. Helga María Ólafsdóttir, Ólafur Ágúst Axelsson, Hólmfríður Karlsdóttir, Anna María Axelsdóttir, Gunnar Freyr Jónsson, Axel Breki Eydal, Kaja Gunnarsdóttir, Fanney Dagmar Arthúrsdóttir, Ólafur Helgi Grímsson. Elskuleg dóttir mín, systir okkar og mágkona ÞURÍÐUR BÁRA SIGURÐARDÓTTIR Lækjasmára 58, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 3 maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 15. maí kl 13.00. Guðmunda Halldóra Gestsdóttir, Kristín Erla Sigurðardóttir, Jóhann Helgason, Rafn Sigurðsson, Björg Kristjánsdóttir. ✝ Margrét Sigurð-ardóttir fæddist á Fit undir Eyja- fjöllum 7. október 1902. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði, 13. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hall- dóra Hjörleifsdóttir og Sigurjón Árna- son. Kjörfaðir var Sigurður Hróbjarts- son. Margrét átti einn albróður, Árna, f. 1903, ólst þar upp. Átján ára gömul flutti hún svo til Reykjavíkur þar sem hún kynntist eiginmanni sín- um, Árna Guðmundssyni, vél- stjóra, f. 1904, d. 1988. Þau giftust 19. júlí 1930. Börn þeirra eru: Sig- ríður Dóra, f. 1931, d. 2003, mað- ur Markús Pálsson, d. 1974, Guð- veig, f. 1932, gift Kristjáni Ragnarssyni, Árni Grétar, f. 1934, Gunnar Jón., f. 1940, kvæntur Jó- hönnu Sigurðardóttur, Rannveig, f. 1942, gift Victori Melsted, drengur, f. 1949, d. 1949. Dótt- urdóttir og uppeldisbarn, Margrét Reynisdóttir, f. 1952, í sambúð með Gylfa Þorsteinsyni. Ömmu- börn, langömmubörn og langa- langaömmubörn eru fjörutíu tals- ins. Útför Margrétar var gerð í kyrrþey. d.1971, systkini hennar sammæðra voru Karl Kjartan, f. 1905, d.1959, Kristín Dagbjört, f. 1910, d. 1942, Guðmunda Guðrún, f. 1916, d. 1992, og Bernódía Sigríður, f. 1920, d. 1991. Hálfbróðir Margrétar samfeðra var Einar, f. 1908, d. 1993. Margrét flutti tveggja ára gömul til Vestmannaeyja og Magga frænka kemur til með að hafa áframhaldandi áhrif á jólin hjá okkur. Við eigum ætíð eftir að minn- ast þess þegar jólin ganga í garð hvað það skipti miklu máli fyrir okkur að heimsækja Möggu á Þorláksmessu eða aðfangadag. Þessi hefð byrjaði fyrir um aldarfjórðungi þegar við vor- um í jólaheimsókn frá Svíþjóð og hélt síðan áfram hver jól, eftir að við flutt- um heim, síðustu 20 árin eða svo. Það byrjaði á Sundlaugarveginum. MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GÍSLASON, Faxabraut 13, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju miðviku- daginn 10. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Hjarta- heill. Hallmann S. Sigurðarson, Aðalheiður H. Júlíusdóttir, Margrét R. Sigurðardóttir, Þorsteinn V. Konráðsson, Ráðhildur Á. Sigurðardóttir, Einar Magnús Sigurbjörnsson, Gísli Sigurðsson, Árný Dalrós Njálsdóttir, Sigurlaug Sigurðardóttir, Snæbjörn Kristjánsson, Sigurður Sigurðarson, Halldóra K. Guðjónsdóttir, barnabörn og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, fósturfaðir, afi og bróðir, HAFSTEINN HERMANNÍUSSON, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu þriðjudag- inn 9. maí kl. 15.00. Sóley Hafsteinsdóttir, Sigurbjörn Hilmarsson, Hreinn Marinó Hafsteinsson, Hafdís Björk Jónsdóttir, Ásbjörn Skarphéðinsson, Valgeir Reynisson, Karen Lind Þrastardóttir, barnabörn og systkini. Okkar ástkæra HREFNA MAGNÚSDÓTTIR, Fannborg 8, áður Melgerði 16, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánu- daginn 8. maí klukkan 13:00. Rögnvaldur Ólafsson, Sigríður Júlíusdóttir, Lára Ingibjörg Ólafsdóttir, Fríður Ólafsdóttir, Sigrún Ólafsdóttir, Halldór Jónsson, Sigríður Ólafsdóttir, Þórður Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og afi, FERDINAND RÍKHARD EYFELD ÓMARSSON, (Bói), lést föstudaginn 21. apríl sl. Útförin fór fram í kyrrþey fimmtudaginn 27. apríl síðastliðinn. Gunnhildur Edda Eyfeld Ferdinandsdóttir, Jóhann Eyfeld Ferdinandsson, Edda Eyfeld, Ómar Konráðsson, Hafdís Huld Haakansson, Ásta Ómarsdóttir, Hrund Ómarsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSÍNU GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Gnoðarvogi 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki á gjör- gæsludeild Landspítala við Hringbraut. Tómas Ólafur Ingimundarson, Sólveig Svana Tómasdóttir, Ragnar Jón Pétursson, Ingimundur Tómasson, Elín Hansen, Guðrún Björk Tómasdóttir, Hjalti Þórisson, Sveinn Tómasson, barnabörn og barnabarnabarn. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.