Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 60
60 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Tony Blair forsætis-ráðherra
Bret-lands stokkaði upp í
ríkis-stjórn sinni á
föstu-daginn, eftir að
flokkur hans,
Verka-manna-flokkurinn,
beið mikinn ó-sigur í
sveita-stjórnar-kosningum
daginn áður. Charles Clarke
innanríkis-ráðherra og
menntamála-ráðherrann
Ruth Kelly hverfa úr
stjórninni, en Jack Straw
utanríkis-ráðherra og John
Prescott að
stoðarforsætis-ráðherra
verða lækkaðir í tign.
Margaret Beckett er nýr
utanríkis-ráðherra, og er
hún fyrsta konan til að
gegna því em-bætti í
Bret-landi.
Þetta er mesta
upp-stokkun sem Blair hefur
gert á stjórn sinni frá því að
Verka-manna-flokkurinn
komst til valda fyrir 9 árum.
Erfið mál innan flokksins
hafa veikt ríkis-stjórn hans
og skýra að hluta til ó-sigur
flokksins í kosn-ingunum.
Íhalds-flokkurinn fékk mest
fylgi í kosn-ingunum, eða
40%, frjáls-lyndir
demó-kratar fengu 27% og
Verka-manna-flokkurinn
aðeins 26%.
Blair stokkar upp
Reuters
Margaret Beckett nýr utanríkis-ráðherra Bret-lands.
Árbæjarsafn út í Viðey?
sagði að þetta væri ekki
alveg ný hug-mynd en
spennandi. Húsin yrðu þá
flutt á austur-enda Við-eyjar,
en þar stóð þorpið í gamla
daga. Þau myndu mynda nýtt
safn um sögu Reykja-víkur.
Dagur sagði að fara þyrfti
yfir hug-myndirnar, hvort þær
væru raun-hæfar, hver
kostn-aðurinn við flutn-inginn
auk ýmissa skipulags-atriða.
Form-legt erindi hefur borist
Reykjavíkur-borg um að flytja
Árbæjar-safn út í Við-ey.
Þá er gert ráð fyrir að
torf-bærinn og kirkjan verði
áfram á sama stað, en síðan
á að byggja upp
íbúðarhúsa-hverfi þar sem
safnið stendur á
Ártúns-holtinu.
Dagur B. Eggertsson,
for-maður skipulags-nefndar,
Moussaoui í lífs-tíðar-fangelsi
að taka þátt í að ræna
flug-vél og fljúga henni í
á-rásunum, en hann var
hand-tekinn nokkrum vikum
fyrir hryðju-verkin. Var hann
fundinn sekur um að hafa
ekki sagt frá því sem til stóð,
og bæri hann því sína ábyrgð
á harm-leiknum.
Á fimmtu-daginn dæmdi
dóm-stóll í Banda-ríkjunum
Zacarias Moussaoui í
lífstíðar-fangelsi fyrir hans
hlut í hryðju-verkunum þar í
landi 11. september 2001.
Náðun kemur ekki til greina.
Þetta er fyrsti dómurinn, sem
kveðinn er upp vegna
hryðju-verkanna 11.
september 2001 en þá týndu
nærri 3000 manns lífi.
Moussaoui var fundinn sekur
um að vera félagi í
al-Qaeda-hryðjuverka-
samtökunum og hafa ætlað
að taka þátt í árásinni.
Moussaoui segist hafa átt
Banda-ríski tónlistar-maðurinn
Iggy Pop og hljóm-sveit hans
The Stooges héldu tón-leika í
Lista-safni Reykja-víkur á
miðviku-daginn. Iggy hélt uppi
góðri stemningu, að
sjálf-sögðu ber að ofan, enda
vel þekkt vöru-merki hans.
Iggy Pop á langan feril að
baki, sem hann lagði grunninn
að með hljóm-sveitinni The
Stooges á árunum í kringum
1970. Um leið og sveitin steig
á svið brutust út mikil
fagnaðar-læti meðal
áhorf-enda sem voru á öllum
aldri. Þegar röðin kom að einu
frægasta lagi „I Wanna Be
Your Dog“, stökk Iggy út í
salinn og lét
áhorfenda-skarann bera sig.
Seinna dró hann nokkra
áhorf-endur upp á svið, lét
öllum illum látum, dansaði og
leyfði þeim að æpa í
hljóð-nemann.
Morgunblaðið/Ómar
Iggy í góðu stuði með áhorf-endum.
Stemning hjá Iggy
200 manns fóru í
kröfu-göngu niður
Lauga-veginn á
verkalýðs-deginum 1. maí, en
helmingi fleiri hlustuðu á
ræðu-höldin á Ingólfs-torgi.
Þátt-takendum í
kröfu-göngum og úti-fundum
hefur farið fækkandi síðustu
ár og sums staðar hefur
kröfu-gangan verið lögð niður.
Því hafa komið fram
hug-myndir um breytta
hátíðar-dagskrá á
verkalýðs-daginn.
Guðmundur Gunnarsson,
for-maður
Rafiðnaðar-sambands
Íslands, segir
verkalýðs-félögin halda
há-tíðir sínar hvert fyrir sig og
finnst þau ættu frekar að
sam-einast um að halda eina
stóra fjölskyldu-hátíð. Hann
segir engan ganga lengur
með steytta hnefa niður
Lauga-veginn. Tímarnir séu
breyttir.
Margrét Ingþórsdóttir,
for-maður
Verslunarmanna-félags
Suður-lands, segir að
for-sendur séu breyttar og
á-gæt sátt hafi til að mynda
ríkt um kjara-mál. Hún kveðst
þó ekki verða hissa þótt
ástandið á
atvinnu-markaðinum muni
breytast á ný þannig að aftur
verði þörf fyrir
verkalýðs-baráttu í anda fyrri
tíma.
Morgunblaðið/ÞÖK
Frá hátíðar-höldum 1. maí.
Breytist 1. maí?
Valur varð
deilda-bikar-meistari kvenna í
hand-knatt-leik á
fimmtudags-kvöld þegar
Vals-dömur unnu kvenna-lið
ÍBV 26:24 í Laugar-dals-höll.
Eyja-stúlkur höfðu ágætt
for-skot fram eftir síðari
hálf-leik en misstu þá móðinn
gegn mjög baráttu-glöðum
Vals-konum, sem unnu upp 7
marka for-skot á
loka-mínútum.
„Ég er virki-lega ánægður
með að geta fært
stuðnings-mönnum þennan
titil,“ sagði Ágúst
Jóhannsson þjálfari Vals eftir
leikinn.
Berglind Hansdóttir
mark-vörður varði 24 skot en
hún er á förum til Dan-merkur
til að leika þar og þetta var
síðasti leikur hennar með
Val. „Mig langaði heitast af
öllu að kveðja liðið með titli
eftir sigur á heima-velli og
það gekk eftir.“
Morgunblaðið/Ómar
Nýir deilda-bikar-meistarar.
Vals-dömur unnu bikarinn