Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 64

Morgunblaðið - 07.05.2006, Síða 64
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes FINNST ÞÉR AÐ MAÐUR ÆTTI AÐ LIFA Í FULLKOMNU ÖRYGGI... EÐA TAKA ÁHÆTTUR Í LÍFINU TIL ÞESS AÐ FÁ MEIRA ÚT ÚR ÞV? SJÁLFUR VIL ÉG HORFAST Í AUGU VIÐ HÆTTURNAR OG HLÆJA FRAMAN Í ÞÆR AF ÞÖGN ÞINNI AÐ DÆMA GERI ÉG RÁÐ FYRIR ÞVÍ AÐ ÞÚ SÉRT SAMMÁLA... Risaeðlugrín SVONA BÝFLUGA, SESTU HÉR Á TRJÁBOLINN © DARGAUD NEI! EKKI Á ANDLITIÐ Á MÉR. ÉG SAGÐI Á TRJÁBOLINN!! Í HVAÐA LEIK ER HANN? HANN ER AÐ REYNA AÐ ÞJÁLFA BÝFLUGU TIL AÐ SETJAST Á TRJÁBOL EN ÉG HELD AÐ ... FLUGAN SÉ AÐ KENNA HONUM AÐ SLÁ SJÁLFAN SIG ÞEGAR HÚN VILL Dagbók Í dag er sunnudagur 7. maí, 127. dagur ársins 2006 Slysagildrur eruvíða á höfuðborg- arsvæðinu, jafnt sem í hinum ýmsu bæjum um landið. Víkverji gekk um Vallargerði í Kópavogi sl. fimmtu- dagskvöld og sá þar afar hættulega slysa- gildru, sem gæti hæg- lega skaðað börn – steinvegg sem er að falli kominn og slútir fram á gangstétt. Veggir, sem þannig er komið fyrir, eru stór- hættulegir og geta hrunið eins og hendi væri veifað. Víkverji telur að borgar- og bæjaryfirvöld um allt land ættu að gera átak í því að láta eigendur lagfæra þannig veggi, áður en óbæt- anleg slys verða. x x x Það kom Víkverja ekki á óvart aðgagnrýnandi Morgunblaðsins, sem fór á tónleika Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands; Manstu gamla daga, þar sem gamalkunnar dægurperlur voru fluttar ásamt söngkonunum Ragnheiði Gröndal og Eivör Páls- dóttur. hafi orðið hrifinn. Gagnrýn- andi sagði að söngelsk kynslóð – fólk á öllum aldri hafi troðfyllt Há- skólabíó. Hrósaði hann hljómsveit, stjórnanda og söngkonum. Víkverji var á tónleikunum og skemmti sér vel eins og aðrir gestir. Það hefði verið skemmtilegt ef tónleikarnir hefðu ver- ið teknir upp og gefnir út á diski, þannig að Íslendingar gætu not- ið. Víkverji er einn af fjölmörgum aðdáend- um hljómsveitarinnar og hefur bent á að það sé löngu tímabært að hljómsveitin fari að senda frá sér diska af ýmsu tagi – með göml- um góðum dæg- urperlum, með róm- antískum lögum, með léttri Vínartónlist, með frægum lögum frá ýmsum stöðum víðs vegar um heiminn – jafnvel und- ir nafninu Sigling um heimsins höf, með ljúfri tónlist til að hlusta á við matarborðið. Leikur á fiðlu yrði að sjálfsögðu í hávegum hafður á disk- unum, ásamt öðrum strok- hljóðfærum, ásláttar- og blást- urshljóðfærum. Tilvalið væri fyrir hljómsveitina að fá kunna einstaklinga til að leika með á ýmis hljóðfæri og syngja – og ekki myndi það skemma að blandaður kórsöngur ómaði í sumum laganna. Víkverji er viss um að hljómdiskar með hljómsveitinni myndu fá góðar viðtökur. Víkverja heldur áfram að láta sig dreyma um að eignast létta og skemmtilega diska með Sinfón- íuhljómsveit Íslands, flaggskipi ís- lenskrar fagurtónlistar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Ráðhús Reykjavíkur | Í Tjarnarsal Ráðhússins var í gær opnuð sýning á sérstæðum ungverskum teppum. Þau eru unnin með ásaumi, bútasaumi og vattstungu og eru flest stór í sniðum. Myndefnið á teppunum er sótt í sögu og menningu Ungverjalands, en efnin í teppunum eru ungversk og lituð blá samkvæmt aldagamalli tækni. Sýningin stendur fram til 14. maí. Morgunblaðið/Ómar Blámi ungverskra teppa MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Sýnið hver öðrum bróðurkærleika og ástúð og verið hver yðar fyrri til að veita öðrum virðing. (Rómv. 12, 10.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.