Morgunblaðið - 07.05.2006, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 65
DAGBÓK
Glæsileg gjöf
– stórbrotinn menningararfur
Tilboðsverð
Fullt verð: 24.900 kr.
19.900 kr.
Bókin fæst einnig í enskri útgáfu
Til sölu hárgreiðslustofan
SALON REYKJAVÍK í hjarta Århusborgar
í Danmörku. Frábært tækifæri fyrir
duglegan aðila. Góðir tekjumöguleikar.
Upplýsingar í síma 0045 8637 9702.
Málverk til sölu
Ásgrímur Jónsson 2 verk, Þorvaldur Skúlason 3 verk,
Gunnlaugur Blöndal 1 verk, Bragi Ásgeirsson 1 verk,
Eyjólfur I. Eyfelds 1 verk.
Upplýsingar í síma 897 3306 og 895 0153.
Ámorgun hefst á Hótel Nordica kl. 8.15fundur um evruna í tilefni Evrópudags. „Það er Fastanefnd framkvæmda-stjórnar ESB gagnvart Íslandi og Nor-
egi sem býður til fundarins í samstarfi við Euro
Info-skrifstofuna, Samtök atvinnulífsins og Sam-
tök iðnaðarins,“ segir Erna Björnsdóttir, for-
stöðumaður Euro Info-skrifstofunnar.
„Á fundinum á að fjalla um stöðu evrunnar og
hlutverk hennar í alþjóðavæðingunni. Að-
alræðumaður verður Hervé Carré, aðstoð-
arframkvæmdastjóri stjórnarskrifstofu efnahags-
mála ESB.
„Hervé Carré er einn af hugmyndasmiðum
evrunnar, hann hefur verið að vinna að þessu
málefni meira og minna frá árinu 1973, þegar
hann kom fyrst til starfa hjá framkvæmdastjórn-
inni. Hann er um þessar mundir að taka við
starfi sem yfirmaður EUROSTAT, sem er hag-
stofa Evrópusambandsins.“
Verður rætt um hugsanlega upptöku evrunnar
á Íslandi?
„Aðalræðan mun ekki fjalla um það efni beint
heldur um evruna í víðara samhengi. En við von-
umst til að fundarmenn verði duglegir að spyrja í
lok fundar því við vitum að Carré er tilbúinn að
svara spurningum sem varða Ísland. Það gefst
ágætis tími til umræðna í lok fundarins, sem gert
er ráð fyrir að ljúki um kl. 10 árdegis. Við sem
sjáum um þennan fund lítum á hann sem lið í að
halda hér uppi opinni og upplýstri umræðu um
evruna.“
Þetta er mjög heitt í umræðu núna?
„Já, við finnum fyrir í starfi okkar að útflytj-
endur eru orðnir þreyttir á hinu óstöðuga gengi
krónunnar sem verið hefur undanfarið og eru
margir áhugasamir um upptöku evrunnar hér á
landi eða einhvers konar tengingu krónunnar við
evruna.“
Hvað er Evrópudeginum annars ætlað að
standa fyrir?
„Á þessum degi minnast menn þess þegar
grunnurinn var lagður að stofnun Evrópu-
bandalagsins, eins og það hét lengi. Hugmyndin
að Evrópusamstarfi í einhverri mynd kviknaði í
lok síðari heimsstyrjaldar, mönnum þótti nauð-
synlegt til að viðhalda friði í Evrópu að Frakk-
land og Þýskaland yrðu tengd í stjórnmála- og
efnahagssamstarfi. Árið 1951 var svo Kola- og
stálbandalagið stofnað formlega, það er forveri
Evrópusambandsins, sem nú nær til nær til 25
landa og fleiri lönd hafa hug á að sameinast því á
næstu árum. Við Íslendingar erum sem kunnugt
er með aðild að evrópsku efnahagssvæði, sá
samningur tók gildi árið 1994. Mjög margar til-
skipanir ESB eru innleiddar í íslensk lög. Það
auðveldar mjög samskipti milli Evrópusam-
bandslanda hve viðskiptaumhverfið er orðið svip-
að í þeim.“
Fræðslumál | Fundur á Hótel Nordica um evruna á Evrópudegi
Áhugi mikill á evrunni
Erna Björnsdóttir
fæddist 1967 í Reykja-
vík. Hún er for-
stöðumaður upplýs-
ingasviðs
Útflutningsráðs. Hún
lauk prófi í alþjóða-
samskiptum frá Við-
skiptaháskólanum í
Kaupmannahöfn. Hún
starfaði við þýðingar í
Kaupmannahöfn og hjá
Fjárfestingarstofu eftir að heim til Íslands
kom. Hún er í sambúð og á tvö börn.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. Bg5
Bb4 5. e5 h6 6. Be3 Re4 7. Dg4 Kf8 8.
a3 Bxc3+ 9. bxc3 c5 10. Bd3 Rxc3 11.
dxc5 Rc6 12. Rf3 f5 13. Dh5 d4 14.
Bd2 Da5 15. 0-0 Bd7 16. Hab1 Hb8
17. Hb3 Dxc5 18. Rxd4 Rxd4 19. Hxc3
Dxe5 20. He1 Df6 21. Bf4
Staðan kom upp í SM-flokki Fyrsta
laugardagsmótsins í Búdapest í Ung-
verjalandi sem lauk fyrir skömmu. Al-
þjóðlegi meistarinn Hoang Thang
Trang (2.487) frá Víetnam hafði svart
gegn kolleska kollega sínum Krisztian
Szabo (2.469). 21. … Rf3+! 22. gxf3
Dxc3 23. He3 He8 24. Be5 Dxa3 25.
f4 Bc6 svartur stendur til vinnings
þar sem hann er skiptamuni og
nokkrum peðum yfir. Á hinn bóginn
hefur hvítur nokkur praktísk færi en
þó fóru út um veður og vind þegar
hann vann peð og skiptamun til baka
en lét af hendi svartreita biskup sinn.
26. Bf1 Dc5 27. Dg6 De7 28. Hg3 Df7
29. Dxg7+ Dxg7 30. Bxg7+ Ke7 31.
Bxh8 Hxh8 32. Bg2 Bxg2 33. Kxg2
Kf6 svartur stendur nú örugglega til
vinnings. 34. Hc3 a6 35. Hb3 b5 36.
Ha3 Ha8 37. Hh3 a5 38. Hxh6+ Ke7
39. Hh3 a4 40. Ha3 b4 41. Ha2 a3 42.
h4 Hc8 43. Kf3 Hxc2 44. Hxc2 b3 45.
Hc3 b2 46. Hxa3 b1=D 47. Kg2 De4+
48. Hf3 Da8 49. Kg3 Dg8+ og hvítur
gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Svartur á leik.
Frábær hjóna-
og sambúðarmessa
ÉG má til að lýsa ánægju minni
með hjóna- og sambúðarmessu
sem ég og minn maður ásamt góð-
um vinahjónum okkar fórum á í
Bessastaðakirkju 30. apríl s.l. Ég
hafði ekki heyrt um þessar mess-
ur fyrr en rak augun í þetta í Mbl.
á laugardeginum og ákváðum við
að fara til að skoða þetta nánar.
Nú, í stuttu máli var þetta ynd-
isleg kvöldstund sem snart mig og
þau sem með mér voru djúpt, í
fyrsta lagi er Bessastaðakirkja
falleg kirkja, messunni stjórnuðu
prestarnir sr. Jóna Hrönn Bolla-
dóttir sem er frábær prestur og
það geislar af henni langar leiðir
og sr. Friðrik J. Hjartar. Í stað
hefðbundinnar predikunar fór Sæ-
mundur Hafsteinsson, sálfræð-
ingur með nokkur orð um hjóna-
bandið og ekki var það af verri
endandum, ekki eitt einasta orð
sem hann sagði fór framhjá manni
og þetta var í einu orði sagt frá-
bært hjá honum, ég held að hann
hafi talað í einar 15–20 mínútur og
sagði ég nú við mitt samferðafólk
eftir messuna að mér fyndist ég
hafa verið á 1 dags námskeiði hjá
honum. Ekki spilltu fyrir frábærir
listamenn sem fluttu tónlistina,
sem var í anda messunnar, ást-
arljóð og fallegir sálmar en það
voru þau Ómar Guðjónsson, Ey-
þór Gunnarsson og hin einstaka
listakona Ragnheiður Gröndal.
Allavega var þetta sérstakt
kvöld fyrir mig og ég segi nú eins
og afi minn heitinn sagði svo oft:
Guð launi þessu yndislega fólki
fyrir.
Ánægður kirkjugestur.
Ómakleg gagnrýni
ÉG las í Velvakanda Morg-
unblaðsins sl. fimmtudag pistil þar
sem framhaldssagan í útvarpinu
var gagnrýnd. Finnst mér ómak-
legt að vera að gagnrýna þessa
sögu því þetta er mjög gott rit-
verk.
Eins hef ég séð að margir eru
óhressir með sjónvarpsþáttinn
Runaway og skil ég það ekki því
mér finnst þetta góðir þættir og
ég má ekki missa af einum einasta
þætti.
Ingibjörg.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
80 ÁRA afmæli. Í dag, sunnudag-inn 7. maí, er áttræður Hreinn
Óskarsson, múrarameistari, Mýr-
arvegi 13 á Akureyri. Hann er að
heiman í dag, ásamt fjölskyldu sinni.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Félagsstarf
Árskógar 4 | Handverkssýning í dag.
Opið frá kl. 13.30–16.30. Fallegir
munir. Kaffi og gott meðlæti.
Breiðfirðingabúð | Fundur verður í
Breiðfirðingabúð 8. maí kl. 20.
Dalbraut 18–20 | Fastir liðir. Átta
konur í Þjóðleikhúsinu föstudag 12.
maí kl. 20. Vorhátíð 19. maí. Uppl. í
síma 588 9533.
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur kl. 20. Klassík leikur. Ferð
að Gljúfrasteini 10. maí, brottför frá
Stangarhyl 4 kl. 13.30. Uppl. og
skráning í síma 588-2111. Laus sæti í
Færeyjaferð 31. maí. Uppl og skrán-
ing í síma 588 2111. Baldvin Tryggva-
son verður með ráðgjöf v. fjármála 11.
maí uppl. og skráning í síma
588 2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Seinni
dagur Vorsýningar í Gjábakka, opin
frá kl. 14–18. Vöfflukaffi. Á morgun,
mánudag 8. maí kl. 20, verður Hag-
yrðingakvöld í Gjábakka.
Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 |
Vorsýning. Handverki eldra fólks í
Gullsmára frá kl. 14–18. Myndlist-
arsýning barna á leikskólanum Arn-
arsmára. Vöfflukaffi. Mynd-
listaklúbbur Gullsmára verður með
sölusýningu.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga kl. 9–16.30 er fjölbreytt dag-
skrá fyrir fólk á öllum aldri. Veitingar
í Kaffi Berg. Strætisvagnar S4, 12 og
17.
Hæðargarður 31 | Hæðargarður 31
er félagsmiðstöð opin alla virka daga
milli kl. 9–16. Kíktu við og skoðaðu
dagskrána. Sími 568 3132. Átta kon-
ur 12. maí.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
mánudag, er ganga kl. 10, frá Graf-
arvogskirkju.
Lífeyrisþegadeild Landssambands
lögreglumanna | Síðasti fundur vetr-
arins 10. maí kl. 10 í Brautarholti 30.
Norðurbrún 1, | Handavinnusýning
verður 14. og 15. maí. Opið frá kl. 14–
17 báða dagana.
Vesturgata 7 | Handverkssýning
verður föstud. 12. maí, laugard. 13.
maí og mánud. 15. maí frá kl. 13–17
alla dagana, veislukaffi.
Þvottalaugarnar í Laugardal |
Sunnudaginn 7. maí er hláturdagur
haldinn hátíðlegur um allan heim.
Hláturkætiklúbburinn gengur í Laug-
ardalnum klukkan 13 frá þvottalaug-
unum.
Kirkjustarf
Aglow | Fundur verður hjá Aglow í
Reykjavík í Kristniboðsalnum að
Háaleitisbraut 58–60 mánudaginn 8.
maí nk. kl. 20. Þátttökugjald 700 kr.
Bústaðakirkja | Kvenfélag Bústaða-
sóknar heldur félags- og skemmti-
fund í safnaðarheimilinu mánudaginn
8. maí kl. 20. Kaffiveitingar.
Bústaðakirkja | Vorhátíð barna- og
æskulýðsstarfs Bústaðakirkju.
Sunnudaginn 7. maí verður loka-
samvera í barnastarfi Bústaðakirkju
og hefst hún kl. 11.
Ellimálaráð Reykjavíkurprófasts-
dæma | og Ellimálanefnd Þjóðkirkj-
unnar efna til sumardvalar fyrir eldri
borgara á Löngumýri í sumar. 5 daga
dvöl. Tveir hópar í júní og einn í júlí.
Uppl. á skrifstofu Ellimálaráðs f.h.
virka daga í síma 557 1666.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos