Morgunblaðið - 07.05.2006, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 69
MENNING
Sjálfstæð bókaforlög hafa áundaförnum misserum veriðdugleg að skjóta upp koll-
inum og hasla sér völl í hérlendri
bókaútgáfu. Þessi þróun er mikið
gleðiefni fyrir bókaþjóðina þar
sem þessi forlög bjóða gjarnan les-
endum upp á athyglisverðar bæk-
ur, og oft annars konar bækur,
sem hugsanlega fá ekki útgáfu
annars staðar. Þannig sinna þau
afar mikilvægu starfi með því að
fylla upp í ýmsar eyður í bókaút-
gáfu á landinu og stuðla á sama
tíma að virku og fjörugu bók-
menntalífi. Augljóslega er óþarfi
að tíunda mikilvægi sjálfstæðu for-
laganna en aftur á móti er vöxtur
þeirra og aukning á síðustu árum
mjög eftirtektarverð, sérstaklega í
ljósi þess hve samkeppnin er hörð
og markaðurinn agnarsmár.
Eflaust hefur tæknin mikið meðþetta að gera þar sem hönn-
un og uppsetning og önnur tækni-
leg vinnsla er töluvert ódýrari enn
áður. Í rauninni þarf lítið meira en
eina tölvu til að koma upp forlagi.
Kannski hefur einnig skort djarf-
hug í íslenskri bókaútgáfu, þar
sem bókaútgáfa er vissulega mikið
áhættuspil, og óháðir bókaútgef-
endur hafi þá látið vaða á meðan
önnur forlög hafa haldið að sér
höndum. Markaðslögmálið um eft-
irspurnina hlýtur einnig að koma
við sögu hér. Það hefur vænt-
anlega orðið einhver vöntun í
bókaútgáfunni sem hefur kallað á
óháð bókaforlög og kannski ekki
bara í tengslum við efni heldur
alla umgjörðina. Óháðu forlögin
hafa t.d. verið að gera ýmsar til-
raunir með form bókarinnar og
gert tilraunir til að víkka umfang
þess. Þannig er t.d. gjarnan lagt
mikið í útlit og hönnun bókanna
þar sem hönnuðurinn fær að fara
algjörlega frjálsum höndum um
verkið. Nýhilútgáfa hefur t.d.
fengið mikið lof fyrir útlitshönnun
sinna bóka.
Umrædd forlög hafa sprottiðupp af ýmsum og ólíkum for-
sendum og lagt upp með ólíkar
áherslur í bókaútgáfu. Bókaútgáf-
an Salka var stofnuð með það fyrir
augum að gefa út bækur sem
höfða til kvenna en forlagið hefur
auk þess gert mikið fyrir flóru
barna- og unglingabókmennta.
Starfsemi Nýhil-útgáfunnar hefur
færst í vöxt að undanförnu og
staðið fyrir metnaðarfullum út-
gáfum á skáldverkum og ljóðabók-
um þar sem grasrótinni er sinnt.
Ari-útgáfa kynnti þjóðinni fyrir
sænska glæpasagnahöfundinum
Lisu Marklund sem hafði ekki
hlotið náð stóru forlaganna sem
töldu markaðinn mettan af sænsk-
um krimmum. Eins hafa þýddum
fagurbókmenntum verið gerð góð
skil hjá nokkrum þessara forlaga
en þær hafa löngum átt á brattann
að sækja. Óháðu forlögin gegna
þannig mikilvægu hlutverki við að
kynna þjóðinni fyrir hvers kyns
bókmenntum sem hljóta ekki náð
annars staðar. En eins og áður
sagði þá er óþarfi að tíunda mik-
ilvægi óháðu forlaganna því þau
eru nokkuð augljós.
Fyllt upp í eyðurnar
’Kannski hefureinnig skort
djarfhug í ís-
lenskri bókaút-
gáfu og að óháðir
bókaútgefendur
hafi látið vaða á
meðan önnur for-
lög hafa haldið að
sér höndum.‘
Morgunblaðið/Arnaldur
Nyhil-útgáfan hugar að grasrótinni.
thorri@mbl.is
AF LISTUM
Þormóður Dagsson
ÞÁ HEFUR Daniel Nålgaard
komið enn og aftur og sé hann
ávallt velkominn. Stórsveitin var
þétt og kröftug undir stjórn hans
og sterk sveifla í hrynsveitinni.
Fyrsta verkið var eftir Daniel,
skrifað fyrir sveitina, Snowboard
eða Á snjóbretti í Skálafelli. Þetta
var svingari af Basie-ættinni og
hefði eflaust orðið enn kröftugri
seinna í dagskránni. Fleiri ópusar
eftir Daniel voru á dagskránni og
skal nefna andstæðurnar Moon-
showers og The Fastest Gun
Alive. Fyrrnefnda verkið var gætt
fegurð nafnsins, norrænt á svip en
eitt augnablik lá við að Clyderman
læddist inn í útsetninguna, en
Agnar Már rak hann snarlega á
braut í glæstum sóló sínum. Síð-
arnefnda verkið byggðist á vestra
með Glen Ford, sem Daniel heldur
mjög upp á, en í stað káboj-
tónlistar var sveiflan allsráðandi
og blúsinn stundum svo jarðbund-
inn, eins og í einleikskafla Sig-
urðar Flosasonar að gleðikonurnar
í Storyville hefðu þakkað pent fyr-
ir. Aldrei þessu vant fengu fjórir
einleikarar litlar konsertútsetn-
ingar til að spreyta sig á. Stefán
S. Stefánsson það var gaman að
heyra tilfinningaríka túlkun hans
á A Remark was made. Eiríkur
Orri glímdi við Ellington klass-
íkina It Don’t Mean a Thing og
var hvorki blástur hans né útsetn-
ing Daniels í þeim þyngdarflokki
sem verkið krefst, aftur á móti var
flutningurinn á Work Song Nat
Adderleys ansi skemmtilegur, bás-
únurnar fínar og þá ekki síst sóló
Samma Jagúars. Snorri Sigurð-
arson blés It’s You Or No One
glaðlega og tókst vel upp á tromp-
etinn þótt yfirleitt sé ég hrifnari
af honum sem flygilhornsleikara.
Kristjana Stefánsdóttir var gesta-
söngvari og söng ágætlega fimm
söngdansa. Útsetningar Daniels á
þessum dönsum voru heldur lit-
lausar, þó bar ein af: It newer
Entered My Mind og fluttu Aggi
og Kristjana versið í upphafi ynd-
islega.
Þetta voru hinir skemmtilegustu
tónleikar þótt ég hafi haft mun
meira gaman af Basie-tónleikum
Daniels með Stórsveitinni í fyrra.
Fyrsta flokks
handverk
DJASS
Tjarnarsalur Ráðhúss
Reykjavíkur
Einar Jónsson, Snorri Sigurðarson, Eirík-
ur Orri Ólafsson og Ari Bragi Kárason á
trompeta og flygilhorn; Oddur Björnsson,
Edward Ferderiksen og Samúel Jón Sam-
úelsson básúnur; David Bobroff bassa-
básúnu; Sigurður Flosason, Stefán S.
Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jóel Pálsson
og Steinar Sigurðarson á saxófóna; Agn-
ar Már Magnússon á píanó, Eðvarð Lár-
usson gítar, Gunnar Hrafnsson bassa og
Jóhann Hjörleifsson trommur. Kristjana
Stefánsdóttir, söngur.
Stjórnandi: Daniel Nolgard.
Miðvikudagskvöldið 26. apríl.
Stórsveit Reykjavíkur
Vernharður Linnet
63. Skáldaspírukvöldið verður
haldið á þriðjudagskvöldið kl. 20 í
Iðu. Kvöldið er tileinkað skáldinu
Andra Snæ Magnasyni og nýrri bók
hans, Draumalandið – sjálfshjálp-
arbók handa hræddri þjóð. Að sögn
skipuleggjanda kvöldsins hefur
bókin vakið upp líflegar umræður
sem snerta við sjálfsvitund flestra.
Andri Snær mun lesa upp úr bók-
inni, svara fyrirspurnum áheyr-
enda og árita bækur að því loknu.
Aðgangur er ókeypis og mega
gestir taka með sér hressingu að of-
an. Þess má geta að í hléi mun
Skáldaspíran og Edda útgáfan
bjóða gestum upp á sushi-rétti að
ofan, þeim að kostnaðarlausu.
Skáldaspírukvöld
með Andra Snæ
Bókaforlagið Bjartur hefur gefið út í
kilju spennusöguna Næturvaktina
eftir Kirino Natsuo í íslenskri þýðingu
Jóns Halls Stefánssonar.
Ung kona, sem bú-
sett er í úthverfi Tókíó,
slysast til þess að
drepa eiginmann sinn í
bræðiskasti. Til að
losna við líkið leitar
hún aðstoðar hjá
þremur konum sem
starfa með henni á
næturvöktum í skyndiréttaverk-
smiðju. Fram undan er ófyrirsjáanleg
atburðarás þar sem konurnar leita
allra leiða til að koma sér hjá refs-
ingu.
Prentun var í höndum Odda hf.,
Ásta S. Guðbjartsdóttir annaðist
kápuhönnun, verð kr. 1.890.
Nýjar bækur
Nýi söngskólinn
Innritun fyrir 15. maí
Einsöngsdeild
Ljóðadeild og óperudeild
Áhugadeild
Blönduð deild
Jazz-, popp-, söngleikja-,
kvikmynda- og klassísk tónlist.
Umsjón: Björk Jónsdóttir og
Jóhanna Linnet
Unglingadeild
Hallveig Rúnarsdóttir tekur
við deildinni í vetur
„Ljóðameðleikur“
Píanóleikur með söngvurum.
Umsjón: Gerrit Schuil
Inntökupróf verða 29. maí
Upplýsingar
Sími 552 0600 - 893 7914
Veffang: www.songskoli.is
Póstfang: songskoli@vortex.is
NÝ
TT
NÝ
TT
NÝ
TT
Miðasala Bankastræti 2
Sími 552 8588
og á www.listahatid.is
Listamenn Listahátíðar í sjónvarpinu
í kvöld og annað kvöld
– fjöldi spennandi atriða
Ársfundur Vaxtarsamnings Eyjafjar›ar ver›ur haldinn í Alfl‡›uhúsinu,
Skipagötu14, 4 hæ›, fimmtudaginn 11. maí kl. 12-14
Dagskrá:
Ávarp Valger›ar Sverrisdóttur, i›na›ar- og vi›skiptará›herra
Sk‡rsla stjórnar
fiorsteinn Gunnarsson forma›ur stjórnar Vaxtarsamnings Eyjafjar›ar
„A› hleypa heimdraganum”
Geir Gunnlaugsson, stjórnarforma›ur Promens
Ifor Williams, alfljó›legur rá›gjafi um klasa
Ifor mun fjalla um alfljó›leg verkefni á svi›i klasa og hvernig einstaklingar, íslenskt atvinnulíf
og opinberir a›ilar geta n‡tt sér alfljó›legar n‡jungar og áherslur á flessu svi›i. Ifor hefur
m.a. unni› fyrir fjölda landa, OECD, Alfljó›abankann o.fl.
Alfljó›legar áherslur
Jón Ingi Benediktsson, forstö›uma›ur matvælaseturs HA og klasastjóri matvælaklasa
Verkefni Vaxtarsamnings Eyjafjar›ar
Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri Vaxtarsamnings Eyjafjar›ar og klasastjóri heilsuklasa
Fundurinn er öllum opinn.
Léttar veitingar.
Ársfundur
Vaxtarsamnings
Eyjafjar›ar