Morgunblaðið - 07.05.2006, Qupperneq 72
72 SUNNUDAGUR 7. MAÍ 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Söngvarinn George Michael ogsambýlismaður hans Kenny
Goss eru nú að undirbúa boð fyrir
vinkonu sína Geri Halliwell, sem á
von á barni í næsta mánuði.
Kryddpían Halliwell og Michael
hafa nú sæst að nýju en upp úr vin-
áttu þeirra slitnaði fyrir fimm árum
er Michael sakaði Halliwell um að
notfæra sér frægð hans til að koma
sér á framfæri.
Michael og Goss munu vera að
undirbúa teboð fyrir Halliwell og
nánustu fjölskyldu hennar á heimili
sínu í London auk þess sem hinum
kryddpíunum fjórum hefur verið
boðið til veislunnar.
„Kenny mun ganga úr skugga um
að það verði glæsilegt úrval af
súkkulaði og kökum á boðstólnum,
auk grænmetisrétta og fleiri léttra
veitinga, segir ónefndur vinur þeirra
í viðtali við breska dagblaðið Daily
Mirror. „Hann mun fylla heimili
þeirra af ferskum blómum og blöðr-
um. Hann vill að allt verði fullkomið.
Þá segir vinurinn að kryddpíurnar
Emma Bunton og Mel C hafi boðað
komu sína í veisluna, en að Victoria
Beckham hafi þegar sent gjöf þar
sem hún komist ekki til veislunnar.
Fólk folk@mbl.is
AP
ÞAÐ er erfitt að lýsa húmornum
sem ræður í ríkjum í þessari fjórðu
gamanmynd í Scary Movie-seríunni,
það er að segja ef húmor skal kalla.
Hugmyndaþurrðin er a.m.k. alger
og gamanatriðin eftir því. Í stað
raunverulegrar kómedíu byggist
Hrollur 4 upp á því að herma eftir
og vísa í atriði úr vinsælum Holly-
wood-kvikmyndum frá síðustu
tveimur árum og vonast til þess að
það veki hlátur í sjálfu sér. Stöku
sinnum er reyndar sýnd viðleitni til
þess að snúa út úr og paródera við-
komandi myndir með hörmulegum
afleiðingum – Brokeback Mountain-
skopstælingin er líklega besta
dæmið um það. Aðeins einn þráður
í myndinni ber vott um einhvers
konar alvöru kómedíu, og það er
túlkun Leslies Nielsens á við-
brögðum forseta Bandaríkjanna við
árás geimvera á jörðina. Gegnum-
gangandi grín myndarinnar sam-
anstendur þó fyrst og fremst af úr-
gangsbröndurum, kynferðislegum
bröndurum og atriðum þar sem
barið er á sögupersónum eða þær
undirseldar einhvers konar nið-
urlægjandi eða sársaukafullum
skakkaföllum, eins og að verða fyrir
eldingu eða fá tennisbolta í hausinn.
Þegar nánar er að gáð er myndin
einkar iðin við að setja kven-
persónur gamanleiksins í þessar
aðstæður. Barið er miskunnarlaust
á konum, barnungum sem öldnum, í
nafni gamansemi, með tilheyrandi
ýktum áhrifahljóðum. Að þetta virki
sem afþreying er í raun áhyggju-
efni.
Vondur húmor
Kvikmyndir
Háskólabíó
Leikstjórn: David Zucker. Aðalhlutverk:
Anna Faris, Regina Hall og Craig Bierko.
Bandaríkin, 83 mín.
Hrollur 4 (Scary Movie 4) „Gegnumgangandi grín myndarinnar samanstendur þó fyrst og fremst af
úrgangsbröndurum, kynferðislegum bröndurum.“
Heiða Jóhannsdóttir
SAMBÍÓ AKUREYRI SAMBÍÓ KEFLAVÍK
400 KR MIÐAVERÐ Á ALLAR MHÁDEGISBÍÓ
3 BÍÓ 400 KR. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR KL. 3 UM HELGAR Í HÁSKÓLABÍÓI.Laugardag & Sunnudag
Ekkert er hættu-
legra en maður
sem er um það
bil að missa allt SÝND Í SAMBÍÓUNUM
KRINGLUNNI
ÞETTA VIRTIST VERA
HIÐ FULLKOMNA
BANKARÁN ÞAR TIL
ANNAÐ KOM Í LJÓS
Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum
Það fyndnasta sem þú hefur nokkurn tímann sagað!
MYND SEM FÆR ÞIG TIL AÐ TRYLLAST AF HLÁTRI
VINSÆLASTA MYNDIN
Á ÍSLANDI Í DAG
FRÁ J.J.ABRAMS, HÖFUNDI LOST OG ALIAS
Fjórði og síðasti kaflinn af þríleiknum
FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS ER KOMIN
MI : 3 kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.I. 14 ÁRA
SCARY MOVIE 4 kl. 2 - 6 - 8 - 10 B.I. 10 ÁRA
FAILURE TO LAUNCH kl. 6
ICE AGE 2 M/- Ísl tal. kl. 2 - 3:50
„...einn útsmognasti, frumlegasti
og vitrænasti spennutryllir ársins“
eeee- SV, MBL
„Pottþétt skemmtun“
eeee-LIB, Topp5.is
„...gleðitíðindi fyrir unnendur
góðra trylla.“ - FGG, Fréttablaðið
POWER SÝNING
KL. 10
„MISSION: IMPOSSIBLE III BYRJAR
SUMARIÐ MEÐ POMP OG PRAKT OG
INNIHELDUR ALLT SEM GÓÐUR SUMAR-
SMELLUR HEFUR UPPÁ AÐ BJÓÐA,
ÞRÆLGÓÐAN HASAR OG FANTAGÓÐA
SKEMMTUN.“
eeee
VJV, Topp5.is
MI : 3 kl. 2 - 5 - 8 - 10:20 B.I. 14 ÁRA
SCARY MOVIE 4 kl. 4 - 8 B.I. 10 ÁRA
FAILURE TO LAUNCH kl. 6
EIGHT BELOW kl. 2
MI:3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 og 10 B.I. 14 ÁRA
SCARY MOVIE 4 kl. 3 - 6 - 8 og 10 B.I. 10 ÁRA
FIREWALL kl. 5:45 - 8 og 10.10 B.I. 16 ÁRA
V FOR VENDETTA kl. 6 og 8.30 B.I. 16 ÁRA
LITLI KJÚLLIN M/- ÍSL TAL. kl. 3
LASSIE kl. 3