Morgunblaðið - 25.08.2006, Side 6

Morgunblaðið - 25.08.2006, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, 31. ágúst. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku, 31. ágúst. RÍKISSJÓÐUR var rekinn með 113 milljarða króna afgangi á síðasta ári sem er betri útkoma á rekstri rík- issjóðs en dæmi eru um áður og um 22 milljarða króna betri útkoma en reiknað var með við afgreiðslu fjár- aukalaga vegna ársins 2005 í lok nóvember í vetur. Um helming af- gangsins má rekja til sölu Landsím- ans í fyrra, en hinn helminginn til mikillar aukningar á skatttekjum vegna uppsveiflunnar í efnahagslíf- inu, auk þess sem gjöld ríkissjóðs urðu minni þegar upp var staðið en reiknað var með við afgreiðslu fjár- aukalaga. Tekjur ríkissjóðs af sölu Land- símans í fyrra námu 56 milljörðum króna og sé horft framhjá áhrifum sölunnar á afkomu ríkissjóðs var tekjuafgangur af rekstri ríkissjóðs tæpir 57 milljarðar króna, en sam- bærilegur afgangur á árinu 2004 samkvæmt ríkisreikningi þá var tæpir tveir milljarðar króna. Tekj- urnar hækka um 18,6% milli ára og um 14,1% að raungildi. Gjöldin hækka hins vegar einungis um 1,6 milljarð kr. milli ára eða um 0,5% sem jafngildir því að þau hafi dreg- ist saman um 3,3% að raungildi. Í ríkisreikningi kemur fram að tekjuaukningin endurspegli mikil umsvif í hagkerfinu en hagvöxturinn á mælikvarða landsframleiðslu hafi verið 5,5% í fyrra. Mest aukist tekj- urnar af virðisaukaskatti eða um 17,7 milljarða en það svari til 13,9% raunhækkunar. Þá hækkaði tekju- skattur lögaðila um 11,8 milljarða króna, tekjuskattur einstaklinga um 8,6 milljarða, tryggingargjald um 4,4 milljarða og vörugjald af öku- tækjum um 4,1 milljarð króna. Þá hækkuðu arðgreiðslur einnig um 4,1 milljarð króna og tekjur af stimp- ilgjöldum hækkuðu um 2,6 milljarða kr. Að raungildi jukust tekjur af tekjuskatti lögaðila um 94,3%, tekju- skatti einstaklinga um 8,9%, trygg- ingagjaldi um 11,1%, vörugjaldi af ökutækjum um 58,1%, arðgreiðslum um 89,5% og stimpilgjöldum um 34,8%. Útgjöld ríkissjóðs námu 302 millj- örðu króna í fyrra þegar horft er framhjá liðum sem tengdust sölu Landsímans, en það jafngildir lækk- un útgjalda að raungildi um 3,3%. Af einstökum liðum sem hækka mest á milli ára eru framlög til landbún- aðarmála um 2,6 milljarðar króna, lífeyristrygginga um 1,7 milljarða króna og Landspítala – háskóla- sjúkrahúss um 1,1 milljarð króna. Framlög til landbúnaðarmála hækka vegna ráðstöfunar á söluand- virði Lánasjóðs landbúnaðarins til Lífeyrissjóðs bænda, samkvæmt ákvörðun Alþingis. Þá lækkar gjald- færsla lífeyrisskuldbindinga um 9,3 milljarða króna, framkvæmdir hjá Vegagerðinni um 2,4 milljarða króna og framlög til Atvinnuleysistrygg- ingasjóðs um 1,3 milljarða króna. 60 milljarðar í hreinar skuldir Fram kemur að lánsfjárafgangur samkvæmt ríkisreikningi nam 77 milljörðum króna í fyrra. Að auki var 32 milljörðum af söluandvirði Landssímans veitt til Seðlabanka Ís- lands með sérstökum lánssamningi. Nýtti ríkissjóður lánsfjárafganginn til að greiða niður skuldir og bæta stöðu sína hjá Seðlabanka.. 50 millj- örðum var varið til að greiða niður erlend lán og handbært fé jókst um 27 milljarða. Samanlagt ráðstafaði ríkissjóður 109 milljörðum af bættri afkomu sinni til Seðlabankans og til að greiða niður erlendar skuldir. Staða tekinna lána lækkaði úr 253 milljörðum í 196 milljarða í árslok 2005. Þar af voru erlend lán 85 millj- arðar samanborið við 141 milljarð árið áður. Hrein skuldastaða ríkis- sjóðs, þ.e. skuldir að frádregnum veittum lánum, var í árslok 60 millj- arðar í stað 156 milljarða króna í ársbyrjun, að því er fram kemur. Þá kemur fram að á árinu voru greiddir sex milljarðar króna vegna lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Uppsafnaðar innborganir frá árinu 1999 nema nú 101 milljarði króna.. Þegar innborganirnar hófust var hlutfall eigna hjá sjóðunum 15,9% af skuldbindingum A-hluta ríkissjóðs en um síðustu áramót var hlutfallið komið í 41,4%. 113 milljarða afgangur                                 ! Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is »Tekjur ríkissjóðs af sölu Land-símans 56 milljarðar. »Tekjuafgangur þar til viðbótar57 milljarðar kr. »Gjöld drógust saman um 3.3%að raungildi. »Erlend lán greidd niður um 50milljarða króna. » 101 milljarður króna greiddurtil LSR frá árinu 1999. Í HNOTSKURN FIMMTÁN krakkar, úr áttunda bekk Patreksskóla á Patreksfirði, héldu til Kaupmannahafnar í morg- un, en ferðin er verðlaun í sam- keppni sem haldin var á vegum sam- takanna Landsbyggðarvinir í Reykjavík og nágrenni og nefnist „Unglingalýðræði í sveit og bæ“. Verkefnið sem krakkarnir tóku þátt í skiptist í tvo hluta. Fyrri hlut- inn var einstaklingsverkefni sem fólst í ritgerðarvinnu og átti að lýsa hvaða augum krakkarnir líta sína heimabyggð og hvað þeim finnst þurfa að bæta til að þau vilji setjast þar að. Síðari hlutinn var hópverk- efni þar sem vinna átti úr þeim úr- lausnum sem krakkarnir komu með. Fríða Lára Ásbjörnsdóttir, kenn- ari í Réttarholtsskóla í Reykjavík og formaður Landsbyggðarvina, segir að markmið samtakanna sé að efla byggðina úti á landi með fólkinu sem býr þar. „Við vinnum með það í huga að allt landið lifi. Verkefnið sem krakkarnir tókust á við skilaði mjög góðum niðurstöðum um árangur samtakanna. Það var unnið í mjög góðri sátt við sveitarstjóra, skóla- stjóra og flestir nemendur sem tóku þátt í því voru mjög ánægðir, enda reyndi það m.a. á hugmyndaflug og sköpunargáfu,“ segir Fríða Lára. Flytja verkefni á dönsku „Þetta kom fram í ritgerðunum, en þær voru yfirleitt settar fram blátt áfram og á einlægan hátt. Jafn- vel kennararnir urðu snortnir af hugrekki krakkanna. Sú úrlausn sem fékk svo fyrstu verðlaun var frá grunnskóla Patreksfjarðar og voru það allir nemendur 8. bekkja skólans sem tóku þátt í henni,“ segir Fríða Lára og tekur fram að hápunkturinn sé verðlaunaferðin til Kaup- mannahafnar sem krakkarnir fari í ásamt sér og einum kennara. „Tillaga krakkanna var að koma á fót skólabúðum og nýta til þess hús- næði sem til er. Þau útfærðu þetta mjög nákvæmlega, plönuðu hvað yrði gert á hverjum degi og hugsuðu út í kostnaðarhliðina. Þetta var mjög álitleg tillaga,“ segir Fríða Lára sem segist spennt að sjá hvort og hvenær búðirnar verða að veruleika. En hvað hyggjast krakkarnir gera í Danmörku? „Hápunktur ferð- arinnar verður að kynna verkefnið í dönskum grunnskóla, en það munu þeir gera á dönsku,“ segir Fríða Lára og telur að krakkarnir fari létt með það. „Svo munum við heim- sækja Tívolí og Strikið og ganga á Íslendingaslóðir, kíkja í búðir og fleira,“ segir hún. Næsta vetur mun nýtt verkefni hefjast, „Unglingar, lýðræði og heimabyggðin“. „Félagsvísindadeild Háskóla Íslands kemur að þessu en auk þess hafa ýmis fyrirtæki styrkt verkefnið,“ segir Fríða Lára. Unglingar úr Patreksskóla fengu Danmerkurferð í verðlaun Morgunblaðið/Eyþór Reyndi á hugmyndaflug og sköpunargáfu Verðlaunaferð Krakkarnir úr áttunda bekk Patreksskóla voru fullir tilhlökkunar þegar þeir héldu utan til Kaupmannahafnar. Helming afgangsins má rekja til sölu Landsímans en hinn helminginn til stóraukinna skatttekna vegna umsvifa í efnahagslífinu og minni útgjalda. ÁHEIT frá starfsmönnum Glitnis að upphæð 22,2 millj- ónir króna söfnuðust í Reykja- víkurmaraþoni Glitnis síðast- liðinn laugardag. Voru áheitin afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær þar sem Bjarni Ármannsson, for- stjóri Glitnis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, fluttu ávörp. Alls tóku 502 starfsmenn Glitnis þátt í maraþoninu og hét bankinn á þá með því að greiða 3 þúsund krónur til góð- gerðamála fyrir hvern hlaup- inn kílómetra. Starfsmennirnir ákváðu sjálfir vegalengdina og hvaða góðgerðasamtök skyldu njóta framlagsins. Námu áheit bankans alls 13,6 milljónum króna en starfs- mennirnir skoruðu ennfremur á al- menning, vini og vandamenn, að leggja sitt af mörkum með því að heita á þá og söfnuðust þannig 8,6 milljónir króna til viðbótar. Hlupu starfsmenn bankans samtals 4.380 kílómetra. Stærsti styrkurinn Vilhelm Már Þor- steinsson, starfsmaður Glitnis, afhenti Sigurði Björnssyni hjá Krabbameins- félagi Íslands ávísun vegna áheitanna. Rúmlega 22 milljónir söfnuðust á hlaupum Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.