Morgunblaðið - 25.08.2006, Page 13
– á hverjum degi
Breytt blað
og engu öðru líkt, lifandi heimild um það sem er að gerast í kringum okkur. Frá upphafi
hefur Morgunblaðið verið að breytast og mun gera það áfram, á hverjum einasta degi.
Morgunblaðið kynnir breyttar áherslur og útlit
Útgáfa Morgunblaðsins hefur verið endurskipulögð til þess að gera blaðið aðgengilegra og
notendavænna fyrir lesendur. Heildarsvipur blaðsins hefur verið samræmdur og blaðið fær
léttara yfirbragð. Í bland við dýpri umfjöllun á ýmsum sviðum verður meira af styttra, aðgengilegra
efni sem höfðar til breiðari hóps. Framsetning blaðsins verður myndrænni og munu útdrættir,
samantektir og skýringarmyndir hraða yfirferð og dýpka skilning.
Hluti blaðsins sem heitir Daglegt líf verður með mismunandi áherslum á hverjum degi, heimilið á
mánudögum, börn og fjölskylda á þriðjudögum, heilsa og líkamsækt á miðvikudögum, ferðlög og
neytendur á fimmtudögum, matur og vín á föstudögum ásamt ítarlegum helgarinngangi, tíska og
hönnun á laugardögum og vikuspegill á sunnudögum. Sérblöð Morgunblaðsins hafa fengið andlits-
lyftingu og efnistökin breytast lítillega en tímaritin þrjú, M-ið, Lifun og Tímarit Morgunblaðins,
færast inn í Daglegt líf.
Núna hefur þú nýjustu útgáfu Morgunblaðsins í höndunum. Starfsfólk Morgunblaðsins vonar að
breytingarnar mælist vel fyrir og mun áfram leggja metnað í að tryggja að blaðið verði á hverjum
degi eins gott og hugsast getur.