Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 25.08.2006, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 2006 39 Í VOR ákvað Skipulagsstofnun að lagning tengibrautar úr Helga- fellslandi um Álafosskvos að Vest- urlandsvegi í Mosfellsbæ skyldi ekki háð mati á um- hverfisáhrifum. Varmársamtökin sem láta sér annt um umhverfi gömlu Ála- fossverksmiðjunnar kærðu ákvörðunina til umhverfisráðherra og bíða nú eftir úrskurði hans. Byggist kæran m.a. á því að Skipu- lagsstofnun hafi ekki haft fullnægjandi gögn frá skipulags- yfirvöldum í Mos- fellsbæ til að taka svo afdrifaríka ákvörðun Tengibrautin á að þjóna verðandi íbúum Helgafellslands og er hönn- uð til að geta annað 20.000 bílum á sólarhring. Mikil óánægja er meðal íbúa í Mosfellsbæ vegna staðsetn- ingar og fyrirferðar tengibraut- arinnar í landslaginu. Undirbúningsvinnu ábótavant Umhverfisstofnun leggur lögum samkvæmt mat á framkvæmdina. Í umsögn um tengibrautina gerir stofnunin alvarlegar athugasemdir við undirbúningsvinnu skipulags- yfirvalda í Mosfellsbæ og sömu sögu er að segja um Heilbrigðiseft- irlit Kjósarsvæðis. Í kæru Var- mársamtakanna er Skipulags- stofnun gagnrýnd fyrir að taka ekki tillit til afgerandi nei- kvæðra athugasemda umsagnaraðila og sleppa þannig bæj- aryfirvöldum við þá lögbundnu skyldu að framvísa fullnægjandi gögnum um fram- kvæmdina og áhrif hennar á umhverfi og velferð íbúa. Í kær- unni kemur ennfremur fram að umhverfis- áhrif tengibraut- arinnar séu af þeirri stærðargráðu að þau séu með öllu óviðunandi og stríði í veigamiklum atriðum gegn mark- miðum laga um mat á umhverfis- áhrifum. Í fjölmiðlum hafa bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ ekki kannast við að gerðar hafi verið alvarlegar at- hugasemdir við deiliskipulag vegna lagningar tengibrautarinnar sem hlýtur að vekja furðu þeirra sem kynnt hafa sér umsagnir og bréfa- skipti bæjarverkfræðings við um- sagnaraðila. Allt eru þetta opinber plögg sem auðvelt er að fá aðgang að. Fyrirferð úr takt við umhverfið Mikil ábyrgð hvílir á herðum fólks sem tekur ákvarðanir um skipulagningu umhverfisins og mis- tök sem oft má rekja til ófullnægj- andi undirbúnings geta haft af- drifarík áhrif á velferð fólks og umhverfi. Þetta á við um lagningu tengibrautar um Álafosskvos sem er mannvirki, sem vegna fyr- irferðar sinnar og áhrifa frá bílaum- ferð, kollvarpar ásýnd kvosarinnar og lífsskilyrðum íbúa. Vegna hall- ans í hlíðinni verður að setja allt að 4 m háa vegfyllingu undir brautina sem m.a. leiðir af sér að gamla ull- arverksmiðjan hverfur að stórum hluta sjónum vegfarenda um Vest- urlandsveg. Auk þess munu íbúar neðan tengibrautar ekki hafa annað útsýni til Helgafells en áðurnefnda vegfyllingu sem liggja mun í nokk- urra metra fjarlægð frá húsunum næst brautinni. Íbúar í Brekkulandi ofan kvosarinnar sjá m.a. fram á að reistar verði 4–6 m háar hljóðvarnir á lóðarmörkum sunnan byggð- arinnar. Ljóst er því að fyrirferð þessa mannvirkis í landslaginu verður mikil. Atvinnuuppbyggingu stofnað í hættu Íbúar óttast að tengibrautin muni skaða frekari atvinnuuppbyggingu í kvosinni. Bæjaryfirvöld hafa legið undir ámæli fyrir að standa sig illa í að fá fyrirtæki til að festa rætur í Mosfellsbæ og bæta þar með at- vinnumöguleika íbúa á svæðinu og tekjur sveitarfélagsins. Þess vegna er óskiljanlegt að gerð sé slík at- laga að þeim gróskumikla vinnustað sem kvosin er. Á þeim stutta tíma sem liðinn er síðan fólk fór að setj- ast að í Álafosskvos hefur átt sér stað mikil uppbygging sem öll mið- ar að því að bæta umhverfið og skapa mönnum lífsviðurværi í takt við náttúruleg gæði Varmársvæð- isins. Í dag er Álafosskvos helsti viðkomustaður ferðamanna í Mos- fellsbæ. Jarðhiti – lífæð ferðaþjónustu á Íslandi Vonir eru bundnar við að í fram- tíðinni megi nýta einstæð nátt- úrugæði Varmársvæðisins til að ýta undir atvinnusköpun í sveitarfé- laginu. Enn liggja ótal möguleikar vannýttir í tengslum við útivist á vatnasviði Varmár sem er á nátt- úruminjaskrá sem ein af fáum var- mám landsins. Áður en Hitaveita Reykjavíkur hóf að flytja vatn af svæðinu til Reykjavíkur voru heitir hverir í ánni og um hana rann heitt vatn. Fyrir ofan fossinn Álafoss var m.a. útbúin stífla þar sem notalegt var að baða sig. Í kjölfar virkjanaframkvæmda OR á Hellisheiði munu borgarbúar eignast gnægð upphitaðs vatns. Jarðhitavatnið af Varmársvæðinu inniheldur úrfellingar sem tæra rör og hækka viðhaldskostnað og er því lakari kostur. Í framtíðinni mætti endurheimta að einhverju leyti náttúruleg gæði Varmár sem leitt gæti til uppbyggingar í ferðaþjón- ustu. Það er hlutverk sveitarstjórna að gæta velferðar íbúa og skapa þeim sem best skilyrði til að byggja af- komu sína á. Sveitarstjórnir hljóta að bera hag komandi kynslóða fyrir brjósti. Lagning tengibrautar um Álafosskvos samræmist illa þessum markmiðum auk þess að valda óaft- urkræfum umhverfisspjöllum í hjarta Mosfellsbæjar. Álafosskvos er náttúruperla og sögulegur kjarni Mosfellsbæjar sem Varmársamtökin vilja byggja upp og varðveita. Samtökin skora því á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að staðsetja tengibrautina með velferð íbúa, sögu Mosfellsbæjar og nátt- úru að leiðarljósi. Tengibraut skaðar ásýnd og vegur að atvinnuuppbyggingu í Mosfellsbæ Sigrún Pálsdóttir skrifar um tengibrautarlagningu í Mosfellsbæ ’Mikil óánægja er meðalíbúa í Mosfellsbæ vegna staðsetningar og fyr- irferðar tengibraut- arinnar í landslaginu. ‘ Sigrún Pálsdóttir Höfundur er í stjórn Varmársamtakanna. MYNDLESTUR eða PhotoRead- ing er öflug lestrar- og námstækni sem getur gjörbreytt vinnu með mikinn texta. Með myndlestri er leshrað- inn meiri en ella og tæknin bætir einnig til muna einbeitingu les- andans og auðveldar leit að aðalatriðum textans. Þetta er að- ferð sem hentar bæði þeim sem eru í námi og öllum sem þurfa að lesa mikið og vilja fá góða yfirsýn yfir mik- inn texta á skömmum tíma. Þetta er athygl- isverð aðferð sem hef- ur gjörbreytt afstöðu margra til lestrar og hentar bæði flug- læsum og leshægum. Tæknin getur auðveld- að mjög lestur t.d. námsbóka og fræði- efnis og skipt sköpum varðandi árangur, sér- staklega þegar tíminn er naumur. Heilhuga aðferð Bandaríkjamaðurinn Paul R. Scheele hafði lengi haft áhuga á því að kenna fólki á öllum aldri að nýta betur hugann og færni heilans til þekkingaröflunar þegar hann þróaði lestrar- og námstæknina Photo- Reading, sem nefnd hefur verið myndlestur á íslensku. Scheele talar um myndlestur sem heilhuga aðferð því hér er lögð áhersla á að örva sem best virkni heilans við vinnu með hvers konar texta. Kennsla í mynd- lestri hófst í Bandaríkjunum 1985 og hefur nú náð útbreiðslu til yfir 30 landa. Hér á landi hófst kennsla í myndlestri í lok ársins 2004 þegar Jóna Björg Sætran, M.Ed., uppeld- is- og menntunarfræðingur hjá Námstækni ehf. (www.namsta- ekni.is), öðlaðist réttindi sem mynd- lestrarkennari. Grunntæknin við myndlesturinn er kennd þar á stutt- um námskeiðum þar sem þátttak- endur vinna með eigið lesefni. Eftir námskeiðin eiga þeir svo kost á áframhaldandi þjálfun og stuðningi. Hentar á alla texta Myndlestraraðferðin hentar fyrir allan lest- ur, svo sem bækur, ljós- rit, tímarit, dagblöð og einnig efni á tölvuskjá. Nokkuð hefur borið á þeim misskilningi að hér væri á ferðinni að- ferð til að túlka myndir eða málverk, en svo er ekki. Myndlesturinn miðar að því að veita skjóta yfirsýn yfir mik- ið textamagn og finna þau atriði sem skipta lesandann mestu máli hverju sinni. Sá sem nýtir sér myndlestr- artæknina þarf því að vera læs. Það hefur hins vegar sýnt sig að þessi tækni nýtist vel óháð lestrarfærni við- komandi. Þannig hafa leshægir einstaklingar svo og fólk greint með lesblindu (dyslexíu) fundið fyrir miklum fram- förum við það að ná tökum á og nýta sér myndlestur. Slökun og einbeiting Í myndlestri er unnið með textann í stærri áföngum en almennt tíðkast. Jafnvel heil bók eða skýrsla er myndlesin í einu, en síðan er unnið með textann í smærri einingum. Oft er farið fimm til sjö sinnum yfir allan textann en þó á mun skemmri tíma í heildina en með hefðbundnum lestr- araðferðum. Tilgangurinn með textavinnunni þarf að vera skýr, les- andinn skoðar uppsetningu textans lítillega í upphafi og notar síðan ein- falda slökunartækni til að festa ein- beitinguna áður en myndlesturinn hefst. Lesandinn útvíkkar sjónsvið sitt í svonefndan myndafókus, horfir á textann með ákveðnum hætti og flettir blaðsíðunum síðan taktfast. Fyrst á eftir veit lesandinn lítið með- vitað um efnið sem var myndlesið, en eftir ákveðinn biðtíma er mun auðveldara en annars að fara hratt yfir textann og átta sig á innihaldi hans, með betri skilningi en ella. Skammur undirbúningur Myndlestur hentar vel þegar þarf að fara yfir tiltekið lesefni á skömm- um tíma við ýmsan undirbúning, s.s. fyrir fundi, ráðstefnur eða kynn- ingar, til að ná að vinsa þau atriði úr textanum sem máli skipta. Hér er mikilvægast að finna aðalatriði text- ans, en talið er að um 4%–11% les- efnis innihaldi aðalinntak þess og skipti mestu máli fyrir merkingu hans. Hugarkort Þegar um námsefni er að ræða er samhliða lestrinum gert svokallað hugarkort yfir aðalatriðin. Nemand- inn útbýr jafnvel eitt hugarkort fyrir hvern kafla kennslubókarinnar og fær þannig góða yfirsýn yfir allt innihald hennar. Nemendur geta einnig nýtt sér myndlestur í upphafi kennsluannar til að myndlesa allt námsefni annarinnar á skömmum tíma og náð þannig góðri yfirsýn yfir námsefnið strax á fyrstu dögunum áður en kennarinn fer yfir náms- efnið í kennslustundum. Gjörbreytt viðhorf Segja má að myndlestrartæknin hafi gjörbreytt viðhorfi margra til lesturs. Myndlesturinn sjálfur tekur aðeins um 10–15 mínútur fyrir með- alstóra bók og síðan er hægt að vinna áfram með efnið síðar. Fólk í viðskiptalífinu, jafnt sem nemendur í framhaldsskólum og háskólum, þarf ekki lengur að skjóta lestrinum á frest sökum tímaskorts. Kennarar geta auðveldað sér undirbúning kennslu, o.s.frv. Ólesnir bókastaflar lækka hratt og ólesin gögn í bunkum á skrifborðinu geta nú heyrt sögunni til. Myndlestur getur gjörbreytt að- stöðu þeirra sem þurfa að lesa mik- inn texta, hvort heldur sem um er að ræða námsefni, fræðiefni, vísinda- rannsóknarefni eða samanburð upp- lýsinga og óháð því hvort um er að ræða bækur, ljósrit eða jafnvel efni á tölvuskjá. Öflug lestrar- og námstækni Jóna Björg Sætran fjallar um myndlestur Jóna Björg Sætran ’Myndlesturgetur gjörbreytt aðstöðu þeirra sem þurfa að lesa mikinn texta... ‘ Höfundur er uppeldis- og menntunarfræðingur og stofnandi Námstækni ehf. ÉG ER einn af mörgum þegnum þjóð- arinnar sem svíður mjög undan stefnu stjórnvalda. Á und- anförnum árum hefur allt mátt víkja fyrir eyðingu náttúrunnar svo að byggja megi ál- ver. Þessi grein er ekki um það stórslys. Komið hefur á dag- inn að peningarnir í þjóðfélaginu eru ekki endalausir og stefna stjórnvalda undanfarin ár hefur kallað á nið- urskurð. En nið- urskurðurinn á sér ekki stað hjá und- irliggjandi rót vandans. Nei, ákveðið hefur ver- ið að fresta byggingu tónlistarhúss. Þrátt fyrir fjölda rannsókna sem sýna fram á það að menningin gefur marg- falt til baka. Það vekur furðu mína að tónlistarfólk hafi ekki risið upp á afturlappirnar og mótmælt harkalega þessum áformum. Hvað ætli myndi gerast ef stjórnvöld myndu ákveða að allir leikir Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu yrðu spilaðir á möl, af kostnaðarástæðum? Málið er nefnilega að tónleikar í Háskólabíói eru eins og fótboltaleikur á lélegum malarvelli. Meiðslahættan meiri og minna um falleg tilþrif. Meðlimir Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands hafa þurft að leika tónlist sína við ömurlegar aðstæður í allt of lang- an tíma. Ímyndið ykkur skurðaðgerð þar sem notast er við ryðguð tól og skurðlæknirinn hefur ekki aðstöðu til að sótthreinsa á sér hendurnar. Eng- inn hugsandi maður myndi líða slíkt en samt fresta stjórnvöld byggingu tónlistarhúss. Er ekki allt í lagi? Mér taldist að á næsta starfsári Sinfóníuhljómsveitar Íslands væru um fjörutíu tónleikar auk tónleika- ferðar til Þýskalands og Færeyja. Það er ansi mikið miðað við að- stæður. Af óbilandi þreki og virðingu fyrir unnendum tónlistar þrælar listafólkið sér út til að færa okkur tónlist- arbókmenntirnar. Fær- ustu stjórnendur og ein- leikarar stíga á svið vitandi að aðeins helm- ingur af því sem þeir búa til mun ná til þeirra sem á hlusta, vegna öm- urlegs hljómburðar. En þessir listamenn koma aftur og aftur. Af hverju? spyr maður sig. Það er greinilegt að stjórnvöld hafa lítinn áhuga, þá hefði verið bú- ið að reisa tónlistarhús fyrir hálfri öld. Stundum dettur mér í hug að listamennirnir komi af vorkunnsemi við okkur Íslendinga sem byggja álver í stað menningar. Nú biðla ég til stjórn- valda að vinsamlegast byrja að hugsa sinn gang. Ísland á að vera í fremstu röð en samt eru aðstæður til tónleika- halds á við það sem gerist í þróun- arlöndunum. Tónlistarhús mun skila sér margfalt til baka. Frægir lista- menn munu eflaust berjast um að fá að koma og spila með Sinfón- íuhljómsveitinni. Hljómsveitin sjálf mun eingöngu batna og fólkinu í land- inu mun líða betur vitandi það að hugsað er til þess. Ekki bæta fyrir mistök með öðrum mistökum, það sýnir fram á vanhæfni. Áfram Ísland! Mistök fást ekki bætt með öðrum mistökum Sigurbjörn Ari Hróðmarsson skrifar um frestun byggingar tónlistarhúss Sigurbjörn Ari Hróðmarsson ’Það vekurfurðu mína að tónlistarfólk hafi ekki risið upp á afturlappirnar og mótmælt harka- lega þessum áformum.‘ Höfundur er tónlistarnemi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.