Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 6
6 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fast- mark@fastmark.is - heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. VERSLUN FYRIR ÞIG! Einstök perla Nú er tækifærið Verslunin Flex, Bankastræti 11, er til sölu. Flex hefur frá árinu 1984 skapað sér einstakan sess sem verslun með hágæða fatnað og fylgihluti fyrir konur með persónulegan stíl. Frábær staðsetning, langtíma leigusamningur. Upplýsingar gefur Jón Guðmundsson. FASTEIGNA- MARKAÐURINN „Ef búnaðurinn í Hvalfirði stenst skoðun erum við tilbúnir að hefja hvalveiðar í lok september,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmda- stjóri Hvals hf. „Ef það reynist of tímafrekt að koma búnaðinum í lag stefnum við að því að hefja veiðar næsta vor.“ Hann telur að ekki sé eftir neinu að bíða; hvalirnir bíði eftir skutlunum. Ekki spillir fyrir að Hvalur 9 var settur niður úr slipp í vikunni, en það er stærsti og og yngsti hvalveiðibáturinn, smíðaður 1962. „Það var verið að yfirfara skip- ið og skrokkurinn er eins og á korna- barni – hann lítur svo vel út. Ástand- ið var mun betra en við þorðum að vona.“ Unnið er að því að yfirfara búnað Hvalstöðvarinnar í Hvalfirði, að sögn Kristjáns. „Það hefur aðeins verið masað í áratugi og allt er því í lamasessi. Nú þurfum við að fara yfir búnaðinn í Hvalfirði og einnig skoða að hvaða leyti kröfur hafa breyst til vinnslunnar. Það er ekki mikill tími til stefnu og lítið má út af bregða til að við komumst ekki á veiðar í haust, en það er deginum ljósara að við verðum klárir í slaginn í vor.“ Réttur til hvalveiða fyrir hendi Ekkert virðist vera því til fyrir- stöðu að Íslendingar hefji hvalveiðar í atvinnuskyni aftur eftir 20 ára hlé. Við endurinngöngu í Alþjóðahval- veiðiráðið árið 2002 setti Ísland fyr- irvara við bann við hvalveiðum í at- vinnuskyni. Þrátt fyrir fyrirvarann skuldbundu íslensk stjórnvöld sig til að heimila ekki íslenskum skipum hvalveiðar í atvinnuskyni fyrir 2006 og að þau myndu ekki heimila slíkar veiðar á meðan framgangur væri í samningaviðræðum innan Alþjóða- hvalveiðiráðsins um endurskoðað stjórnkerfi hvalveiða í atvinnuskyni. „Ástæðan fyrir því að við gengum aftur inn var sú að ákveðinn fram- gangur hafði orðið og við höfðum trú á að menn næðu saman um endur- skoðað stjórnkerfi hvalveiða í at- vinnuskyni,“ segir Ásta Einarsdótt- ir, lögfræðingur samgönguráðu- neytisins. „En það kom mikið bakslag í þetta ferli fyrir tveimur ár- um. Þar var nánast jarðsett sú trú okkar að þetta markmið næðist.“ Á ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðs- ins í Kóreu í fyrra lagði Ísland fram yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að enginn framgangur ætti sér stað við endurskoðun stjórnkerfis fyrir atvinnuveiðar og ljóst væri að enginn framgangur væri fyrirsjáanlegur. Túlkun Íslands var ekki mótmælt. „Þessi skilningur Íslands var stað- festur enn frekar á síðasta ársfundi í St. Kitts og Nevis, þar sem ljóst var að enginn framgangur ætti sér stað og frekari vinnu var frestað ótíma- bundið. Af þessu er ljóst að fyrirvari Íslands hefur tekið gildi frá síðustu áramótum og Ísland hefur því þjóð- réttarlegan rétt til að stunda hval- veiðar í atvinnuskyni,“ segir Ásta. Hvalveiðar rökrétt framhald Einar Kr. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir ljóst að Íslend- ingar hafi lögformlegar heimildir til að hefja hvalveiðar. „En pólitísk ákvörðun þarf að vera tekin af rík- isstjórninni og hún hefur ekki verið tekin ennþá. Ég hef hins vegar alltaf talið það rökrétt framhald af okkar nýtingarstefnu að stunda hvalveiðar með sjálfbærum hætti og þær vís- indalegu veiðar sem staðið hafa yfir undanfarin þrjú ár hafa verið liður í því að varpa ljósi á stöðu hvalastofn- anna. Aðrar ákvarðanir um vísinda- veiðar hafa ekki verið teknar.“ Hann bendir á að 2005 hafi verið ákveðið að auka vísindaveiðar á hrefnu um 50% eða úr 39 upp í 60. „Í ljósi þess að margir eru hræddir um neikvæð áhrif hvalveiða á annan rekstur, s.s. ferðaþjónustu, held ég að reynslan af þessum veiðum sýni að sá ótti er ástæðulaus.“ Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort hvalveiðar geti hafist í haust, en Einar minnir á að vísinda- veiðarnar hafi einnig gengið út á að veiða stórhveli, þær veiðar séu ekki hafnar og ekkert ákveðið um þær enn. Um stuðning við hvalveiðar á þingi segir hann að þingsályktunar- tillaga þar að lútandi hafi fengið yf- irgnæfandi stuðning og yfirleitt hafi þingmenn hvatt til hvalveiða, til dæmis í umræðum síðastliðinn vet- ur. „Ég held að þar sé stuðningur við þá sjálfsögðu nýtingarstefnu sem miðar að því að nýta hval eins og aðra stofna í hafinu. En það verður að taka ákvörðun með tilliti til ann- arra þátta og þess vegna liggur það ekki fyrir ennþá.“ – Gæti slík ákvörðun legið fyrir í haust? „Ég vil ekkert um það segja. En það er í sjálfu sér ekki flókið að taka afstöðu til málsins og ákvarðanatak- an þarf ekki að taka langan tíma. Við vitum að Hafrannsóknastofnun hef- ur gefið út í ástandsskýrslu sinni að óhætt sé að veiða þessar tegundir, þannig að við þekkjum vel ástandið. Vissulega þarf að taka tillit til ann- arra þátta, en við höfum farið það oft í gegnum þá umræðu að það á ekki að lengja ákvarðanatökuferlið mik- ið.“ Hvalastofnar við Ísland sterkir „Við höfum rekið mjög umfangs- miklar hvalarannsóknir síðan hval- veiðibannið tók gildi árið 1986,“ segir Gísli A. Víkingsson, sérfræðingur Hafrannsóknastofnunar í hvölum. „Bannið átti upphaflega aðeins að standa í fjögur ár og koma til endur- skoðunar 1990. Ástæðan fyrir bann- inu var fyrst og fremst skortur á gögnum um hvalveiðar og aðildar- þjóðir voru beðnar um að afla þeirra. Síðan þá höfum við ráðist í viðamikl- ar rannsóknir og talningar, þannig að staða okkar er allt önnur en þegar bannið var sett á.“ Hann segir að ef líffræðileg staða nytjastofnanna sé skoðuð, langreyð- ar, sandreyðar og hrefnu, þá sé hún mjög góð. Samkvæmt síðustu tölum þoli stofnarnir af sjálfbærum veiðum 150 langreyðar og allt að 400 hrefn- ur. „Ekki hefur verið gerð úttekt á sandreyðum, því hún kemur á öðrum og óreglulegri tíma til landsins, og við höfum aðeins eina góða talningu frá árinu 1989. En almennt er við- urkennt að stofnarnir við Ísland eru mjög sterkir og myndu þola sjálf- bærar veiðar. Ég held að enginn vís- indamaður með sjálfsvirðingu í þess- um geira neiti því.“ Hefjast hvalveiðar í atvinnuskyni í september? Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilbúinn Kristján Loftsson við Hval 9 nýkominn úr slipp við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Fréttaskýring | Tveir áratugir eru frá því að Íslendingar hættu hvalveiðum í ágóðaskyni. Nú segir Kirstján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf., tímabært að snúa blaðinu við. Hvalur 9 er kominn úr slipp og verið er að kanna ástand hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Ef aðstæður leyfa hyggst hann hefja hvalveiðar í lok september. Pétur Blöndal kynnti sér áformin og forsendurnar fyrir að hefja hvalveiðar á ný. „ÞAÐ er nánast engin þjónusta við blind börn á Íslandi. Það er ekki lagt uppúr því að þau verði læs og það er engin ráðgjafarþjónusta við kennara úti í skólunum.“ Þetta segir Bryndís Snæbjörnsdóttir en hún er móðir tveggja daufblindra stúlkna á grunnskólaaldri. Þjónusta við blind og sjónskert börn hér á landi stend- ur þjónustu á öðrum Norðurlöndum langt að baki. Í vikunni kynntu fulltrúar frá þekkingarmiðstöðvum fyrir blinda og sjónskerta í Dan- mörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hvernig þar er staðið að málum á opnum fundi á vegum Blindrafélags- ins. Bryndís segir að það hafi verið mjög áhugavert að hlusta á norrænu fulltrúana. Þeir hafi kynnt sér stöðu mála hér á landi og ekki litist á blik- una. Einn fulltrúanna á sæti í þróun- arráði Evrópusambandsins fyrir blinda, en það hefur með höndum aðstoð til þróunarlanda. „Hann sagðist ætla að taka þetta upp á næsta fundi og leggja til að Íslend- ingum yrði veitt þróunaraðstoð. Við værum það illa stödd.“ Engin þekkingarmiðstöð Spurð um ástand þessara mála hér samanborið við hin Norð- urlöndin segir Bryndís: ,,Kennarar [hér á landi] sem taka við blindu eða sjónskertu barni standa aleinir og ráðþrota. Á öðrum Norðurlöndum eru hins vegar þekkingarmiðstöðvar sem búa yfir þekkingunni og þar er fagfólk til staðar. Nemendurnir eru svo teknir inn tíma og tíma í senn til þjálfunar og mats. Þessar þekking- armiðstöðvar sjá fyrir námsefni og útbúa það við hæfi en hér á landi heldur enginn utan um slíkt. Náms- gagnastofnun gefur út námsefni sem er oft á tíðum algerlega ólæsilegt fyrir þá sem eru sjónskertir. Þeir eru því oft á tíðum að vinna gegn þessum hópi, þó ljótt sé að segja það, en þannig er það,“ segir Bryndís. Að sögn hennar hefur ekkert þok- ast hér á landi til úrbóta á umliðnum árum, ástandið hafi frekar versnað. Hún bendir á að í eina tíð hafi verið rekinn blindraskóli hér á landi sem lagðist af og síðar var stofnuð sér- stök blindradeild í Álftamýrarskóla, en sú deild hafi verið lögð niður fyrir einu eða tveimur árum. Bryndís segir brýnast að koma á fót þekkingarmiðstöð sem yrði þjón- ustumiðstöð fyrir blinda og aðstand- endur þeirra. Þessi málaflokkur hafi lent í djúpa gryfju á milli þriggja ráðuneyta, þ.e. heilbrigðis- mennta- og félagsmálaráðuneyta. „Á öðrum Norðurlöndum voru blindraskólar lagðir niður og þekkingarmiðstöðvar settar á fót. Við lögðum niður blindraskólann og gerðum ekki neitt. Það er svolítið íslenska leiðin.“ „Nánast engin þjónusta við blind börn á Íslandi“ »Hvalveiðar á norðurhvelijarðar hófust að ráði á mið- öldum. »Elstu heimildir um hval-veiðar við Ísland eru frá 1615 og áttu Hollendingar í hlut. »Á 17. öld veiddu franskir ogspænskir baskar hvali við Íslandsstrendur. » 1915 kom fram frumvarpum bann við hvalveiðum við Ísland í 10 ár. »Bannið var ekki afnumiðfyrr en 1949 þegar Hvalur hf tók til starfa. Í HNOTSKURN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.