Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 17
er látið eins og útlendingum komi þessi náttúra ekki við vegna þess að hún er íslensk. Það er hins veg- ar mótsögn í svona málflutningi vegna þess að þess er ekki getið að virkjunin er byggð til að selja útlendu fyrirtæki orkuna. Þá skiptir það ekki máli að það eru útlendingar sem fá landið gefins!“ Sigríður segir ennfremur að þessi aðgreining innlendra og út- lendra sé yfirfærð á virkjanasinna og andstæðinga virkjunarinnar. „Andstæðingarnir eru gerðir út- lendingslegir með að kalla þá „kaffihúsafólk“ og þeim stillt upp sem andstæðu við fólkið á lands- byggðinni sem vill virkja orkulind- ir okkar. Í því samhengi er gjarn- an vitnað í Einar Benediktsson eins og gerðist nýverið í með- mælagöngu nokkurra Húsvíkinga með álveri. Í raun er búið að kljúfa þjóðina í tvennt með þessu vegna þess að það er látið líta svo út að málið snúist um kaffi- húsafólk í 101 Reykjavík gegn landsbyggðarfólki. Það beinir at- hygli frá því að það eru erlend stórfyrirtæki sem sitja um að fá ódýran aðgang að orkulindum okkar.“ Baráttunni ekki lokið Sigríður segir baráttu umhverf- isverndarsinna hvergi nærri lokið á Íslandi. „Það er vissulega við ramman reip að draga en við gef- umst ekki upp. Það hlýtur að vera önnur leið til að ræða um hálendi Íslands en út frá virkjunum og stóriðju. Landsvirkjun hefur fram að þessu ákveðið hvernig ræða á þessi mál, þannig að þeim sem er annt um landið er alltaf stillt upp við vegg. Talsmenn Landsvirkj- unar segja náttúruverndara vera með tilfinningasemi en virkjana- sinna vera með efnahagsleg rök. Þá gleymist að ein helstu rök gegn virkjuninni eru einmitt efnahags- leg, nefnilega að arðsemin sé lítil. Það eru tilfinningar á báða bóga og hægt að færa rök fyrir þeim þannig að um upplýstar tilfinn- ingar en ekki blinda tilfinn- ingasemi sé að ræða. Ástin á land- inu er ekki blind heldur byggist hún á viðhorfi til gildis landsins fyrir mann sjálfan og komandi kynslóðir. Ef einhver hefur verið með tilfinningasemi eru það bráð- látir framkvæmdaaðilar virkjunar- innar sem fóru af stað án nægra undirbúningsrannsókna.“ Sigríður segir vont að spá um framtíðina, hvort stóriðjustefnan haldi velli eða hvort þjóðin hafi fengið nóg. „Það fer eftir því hvort okkur tekst að koma upp með fleiri framtíðarmöguleika en stóriðjuna. Ein forsenda fyrir því er að líta ekki á stóriðjuna sem helstu lausn fyrir landsbyggðina. Það viðheldur klofningi lands- byggðar og Reykjavíkur. við verð- um að líta á Ísland sem eina heild í alþjóðlegu samhengi. Umhverfis- vernd er lærdómsrík vegna þess að hún kennir manni að hugsa hnattrænt. Kárahnjúkamálið sýnir manni að það eru ekki bara Íslend- ingar sem vilja vernda þessa nátt- úru og gera tilkall til hennar. Önn- ur hnattræn hlið á málinu sem hefur lítið verið rædd er sú að með því að setja álver hér í mennt- að og þróað land erum við að taka möguleika frá fátækara landi þar sem menntunarstig er lægra og því meiri þörf á svona atvinnu- sköpun en hér. Við eigum að byggja hér upp þekkingarsam- félag frekar en stóriðju og við ætt- um að hafa efni á að varðveita öræfin fyrir sjálf okkur og heim- inn í stað þess að henda þeim í brotajárn.“ ekki tilbúnir til að virkja hann á næstunni. Og hvað þá með Gull- foss? Jakob Björnsson, þá verk- fræðingur á Orkustofnun, sagði þannig í grein árið 1969 að það væri ekki spurning um hvort heldur hve- nær Gullfoss yrði virkjaður. Kæra menn sig um það í dag?“ Ósættanleg sjónarmið Guðmundur telur sátt ekki lík- lega niðurstöðu í virkjanamálum þjóðarinnar. Hér sé einfaldlega um tvö ósættanleg sjónarmið að ræða. „Auðvitað getur stór hluti þjóðar- innar sætt sig við virkjunarfram- kvæmdir upp að vissu marki, en ef við lítum á þá sem eru hvorir á sín- um pólnum, annars vegar þá sem vilja ganga mjög langt í því að virkja og hins vegar þá sem vilja umfram allt vernda náttúruna, þá eru þeirra sjónarmið í eðli sínu ósættanleg og fyrir þá er á end- anum engin millileið möguleg. Fyrir vikið verður náttúruvernd áfram pólitískt baráttumál sem þýðir að náttúran verður áfram snar þáttur í þjóðernissköpuninni.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 17 SJÁ NÁNAR - www.urvalutsyn.is Skíðaferð til Aspen og Vail BEINT LEIGUFLUG TIL DENVER 21. FEB. - 2. MARS ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S U RV 3 40 86 Kynningarfundur 11. sept. kl. 20:00 Bob Bayless frá Aspen og Alan Palmer frá Vail segja frá þessum stórkostlegu skíðasvæðum og svara fyrirspurnum á fundi í Þingsal I-III á Hótel Loftleiðum á morgun, mánudaginn 11. sept., kl. 20:00. Veglegir vinningar fyrir heppna skíðakappa. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aspen í Colorado er frægasti skíðastaður í heimi og sumir segja að þar séu bestu skíðabrekkur veraldar. Aspen iðar af mannlífi og hefur allt að bjóða, t.d. óteljandi „aprés ski“ krár með gleði og glaum fram eftir kvöldi. Vail í Colorado er eitt stærsta og besta samfellda skíðasvæðið í Bandaríkjunum. Bærinn sjálfur er skemmtilegur og lifandi með heimsborgarlegum blæ. ÞAÐ ER FARIÐ AÐ SNJÓA Í KLETTAFJÖLLUNUM                                                                  !          "                   !  "  ! ! #$ %%$  #$ %%$  " &&&                                                                            !          "              Jógakennaranám með Ásmundi Gunnlaugssyni. Stig 1 kennsluhelgar: 29. sept.-1. okt., 20.-22. okt., 3.-4. nóv., 24.-26. nóv., 8.-10. des. og 12.-14. jan. 2007. Kennt fös. kl. 20-22, lau. og sun. kl. 9-15. Námið í Jógaskólanum er viðurkennt af International Yoga Federation. Stig 2 kennsluhelgar: 16.-17. sept., 14.-15. okt. og 11.-12. nóv. Kennt lau. og sun. kl. 10-15. Allar nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu Jógaskólans: www.jogaskolinn.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.