Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 24
Þ ó að áhuginn sé mikill á rímnakveðskap og þjóð- legum fróðleik, þá er ekkert fornt við eldhúsið á heimili rímnamannsins Steindórs Andersens, formanns Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Smjörið verður ekki til þegar rjóm- inn er skekinn í strokki heldur liðast úr fernu og engar eru hlóðirnar, – matur ýmist eldaður á eldavél eða í örbylgjuofni. En tvær bækur á eld- húsborðinu koma upp um áhuga Steindórs á fornum fræðum. Þjóðsögurnar fjársjóður „Ég er að lesa Valtý á grænni treyju, skáldsögu Jóns Björnssonar, og bera hana saman við þjóðsöguna eins og hún var rituð af Magnúsi Bjarnasyni frá Hnappavöllum,“ seg- ir hann áhugasamur. „Mér finnst þetta afar skemmtilegt viðfangs. Fólk áttar sig ekki á þessum fjár- sjóði. Ef það rannsakaði eina stutta þjóðsögu ofan í kjölinn í öllum sínum birtingarmyndum, þá væri það kom- ið á sporið með heilmikið verk. Það er synd og skömm að fleiri skuli ekki leika sér að þessu, því ekki þarf fræðimann til. Alltof mikið er til af þjóðsögum uppi í hillu sem aldrei eru lesnar, þó að sjálfsagt og heimilislegt þyki að hafa þær þarna.“ Steindór treður sér í pípu og opn- ar vindlahylki fyrir öskuna. „Æv- inlega þegar ég hef ætlað að minnka reykingarnar hef ég farið að reykja pípu og stundum til að spara. En ég hef alltaf gefist upp á pípunni því mig hefur sviðið í kjaftinn. Svo var mér skipað að hætta að reykja af læknum eftir að ég fékk krans- æðastíflu, þannig að ég tók upp píp- una og sveið ekkert, því ég fann svo gott tóbak,“ segir hann ánægður og lokar vindlahylkinu „til að losna við öskubakkalyktina“. Maður á ekki að klára allt Steindór hefur búið við Hlíð- arbraut í Hafnarfirði síðan vorið 1976. „Ef maður finnur góða þúfu til að sitja á, þá vill maður ekki fara þaðan. Ég keypti lítið hús sem hefur stækkað með tímanum. Um leið og ég hef byggt við það hef ég þó reynt að viðhalda gamla bygging- arstílnum. Þetta hefur verið mikil vinna og kostnaður og ég hef ekki klárað það enn. En það má ekki klára alla hluti,“ segir Steindór og fussar. „Vandamálið er að ef menn klára, þá finna þeir annað til að hafa áhyggjur af, þá vantar nýja innrétt- ingu eða þvottavél, – menn hafa lag á að vera óánægðir.“ Steindór fær sér slurk af kaffi. Og tottar pípuna. Hann er fæddur árið 1954 og bjó í Þingholtunum þar til hann flutti í Hafnarfjörðinn. „Ég bjó hjá foreldrum mínum á Nönnugötu 6 og keypti svo lítið hús á Bragagötu.“ Og hann kynntist einnig eiginkon- unni, Hrefnu Ársælsdóttur, í Þing- holtunum. „Hún kom inn í líf mitt árið 1973,“ segir Steindór. „Ég var í heimsókn hjá kunningja mínum og hún bjó uppi á lofti. Þetta var leiguhúsnæði á Grundarstíg í eigu Sumarliða Betú- elssonar, sem átti húseignir um allan bæ, en lifði sjálfur einlífi og fór spart með. Það vildi þannig til að þessi fagra mær kom niður til kunningja míns og bað um aðstoð við að búa til ljósakrónu úr stórum rauðvínskúti. Það átti að vera til aðferð til að ná botninum úr án þess að brjóta kút- inn og skemma. Ég þóttist auðvitað geta lagt eitthvað til málanna, sem ég að sjálfsögðu gat ekki. En allt fór vel að lokum.“ Steindór á ágætt safn af ljóðabók- um, einkum frá því fyrir 1940, og þjóðlegum fróðleik. Sumar bæk- urnar eru bundnar inn af Hrefnu, sem hefur verið í bókbandsnámi og var að byrja sem nemi í þjóðdeildinni á Þjóðarbókhlöðunni. „Þar er hún nýbyrjuð að vinna sér inn sveins- prófið, – eða á maður ekki bara að segja meyjarpróf?“ Síminn hringir. „Nú hefur hún lent í árekstri aft- ur,“ segir Steindór kíminn, svarar og segir við Hrefnu: „Við vorum einmitt að tala um þig.“ Eftir að þau kveðjast segir hann við blaðamann: „Hún lenti í árekstri í gær.“ – Var hún í rétti? „Nei, nei, hún var að skipta um ak- rein. Svo virðist sem sendibílstjóri á hinni akreininni hafi gefið í er hann sá að það stóð til,“ segir hann og hristir höfuðið. „Mér finnst vera spenna í loftinu. Þegar ég ók framhjá Umferðarmiðstöðinni í gær var umferðin þannig að það lá við árekstrum aftur og aftur. Ég nefndi það við samferðamann minn sem taldi stressið vera út af fullu tungli, sem stendur óvenju nærri jörðu. Ég gæti vel trúað því.“ – Trúirðu á slíkt? „Mér finnst það ekki vera trú heldur til þess að gera augljóst. Fólk sem vinnur næturstörf hefur sagt vaxandi læti á fullu tungli, þá hefur lögreglan meira að gera, barir fyllast og það myndast kraðak á slysavarð- stofunni. Þó að ég hafi engar tölur, þá hefur mér verið sagt þetta og hef enga ástæðu til að bera brigður á það.“ Fjör á dansgólfinu Umferðin er öllu friðvænlegri á Tálknafirði, þar sem Steindór var með fjölskyldunni um síðustu helgi. „Við vorum að halda upp á afmæli föður Hrefnu, Ársæls Egilssonar [skipstjóra og útgerðarmanns]. Hann varð 75 ára sama dag og ég varð 52 ára. Þangað fórum við með hljómsveit sonar míns og slegið var upp balli í litlu félagsheimili, Dun- haga. Ég var dubbaður upp í að vera veislustjóri, sem voru náttúrlega mistök því þarna voru margir skemmtilegri,“ segir hann og brosir. Ingimar, nítján ára sonur Stein- dórs, spilar í hljómsveitinni ásamt fimm félögum sínum og spiluðu þeir einnig á þorrablóti Iðunnar í vetur. „Það var í fyrsta skipti sem þorra- blótinu lýkur ekki klukkan eitt að nóttu og allir fara þreyttir heim,“ segir Steindór. „Okkur var vísað heim af hótelinu klukkan tvö vegna þess að hávaðinn þótti of mikill. Þá var allt enn í fullu fjöri á dansgólfinu og það verður að teljast nýlunda að Iðunn sé farin að vera svona hávaða- söm.“ Og hljómsveitin hét Alzheimer á þorrablótinu. „Ég stakk upp á því fyrst spilað væri fyrir Kvæðamanna- félagið,“ segir Steindór og hlær góð- látlega. „Þegar við auglýstum þorra- blótið í Fréttabréfi Iðunnar sögðum við að þeir myndu spila þau lög sem þeir myndu í það og það skiptið. Ég held að flestir hafi átt von á gömlum skörfum. En þá voru þeir allir undir tvítugu.“ Steindór segist snemma hafa farið að sjá um sig sjálfur. „Ég fór til sjós um sextán ára aldur og var lítið hjá foreldrum mínum eftir það. Ég vann fyrst á dýpkunarskipi og svo á alls- kyns bátum og togurum. Stundum bjó ég í verbúðum úti á landi. Mér finnst sjómennska þægileg vinna, þó að hún sé stundum erfið. Þá á vel við mig að vinna í skorpum og mér líkar vel að vera nokkurn veginn sjálfs mín herra í landi.“ Eftir rúmlega tuttugu ára sjó- mennsku fór Steindóri fyrst að finn- ast gaman á sjónum eftir að hann keypti sér trillu árið 1992. „En þá þýddi ekkert annað en að stunda þetta. Þótt menn geti alveg haft hlutina eftir sínu höfði, þá ráða menn ekki meiru en því að þeir verða að fara á sjó þegar viðrar. Þannig að veðurspáin ræður meiru um hvenær er farið út en maður sjálfur.“ – Áttirðu kvóta? „Það vannst inn einhver kvóti. Við höfðum barist gegn því í sjö ár að kvóti yrði settur á trillurnar, vildum hafa kerfið opið og að frekar yrði fækkað dögum sem mætti veiða. Engu að síður var kvótakerfinu þröngvað upp á okkur og sé ég ekki betur en flestir hafi verið ánægðir með það þegar upp var staðið. Þor- steinn Pálsson sjávarútvegsráðherra gerði vel, því kvótinn stórjókst á trillunum ef miðað er við aflareynslu. Og það þarf enginn að kvarta undan því. Þetta er ekki eins og þegar Sverrir [Hermannsson] rak hundrað manns úr Landsbankanum, sem fóru bara heim til sín og máttu éta það sem úti frýs. Þarna var þó afkoman tryggð þegar menn hættu.“ – Hvað tók við eftir að þú hættir sjómennsku fyrir fjórum árum? „Bara svartnættið,“ svarar Stein- dór og hlær. „Ekkert hefur tekið við ennþá, þó að ég hafi leitt hugann að ýmsu. Ég var að ljúka við að koma iðnaðarhúsnæði sem ég keypti í stand og er óráðinn í hvernig ég nýti Það eru tímamót í starfi Kvæðamannafélagsins Iðunnar, til stendur að víkka út starfsemina og félagið er í fyrsta skipti komið með þak yfir höfuðið. Pétur Blöndal talaði við Steindór Andersen um rímur og sléttubönd, sjómennsku, pípu og fagra mey. Verður maður ekki að fara að fly kvæðamaður 24 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.