Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 26

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 26
kvæðamaður 26 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ hægt að fletta upp Kvæðamanna- félaginu Iðunni og það var ekki einu sinni skráð í símaskrá. En það hefur breyst og nú er Iðunn meira að segja með vefsíðu, þar sem menn geta m.a. fundið Bragfræði og háttatal Svein- bjarnar Beinteinssonar. Sú bók hef- ur ekki verið endurprentuð lengi og ég fékk leyfi hjá Hörpuútgáfunni og sonum Sveinbjarnar til að hafa hana á síðunni, því þetta er höfuðrit í bragfræði og tilvalið fyrir þá sem vilja læra að yrkja.“ Allir fengu klukku Steindór segist hafa verið ófær um að hnoða saman vísu þar til hann fór að lesa rímur í óhófi. „Ég las ekkert nema rímur og eftir að hafa lesið svona … ja … milljón vísur, hvað eigum við að segja, í belg og biðu, þá fannst mér orðið óþægilegt að lesa Moggann, því ég fór ósjálfrátt að leita að stuðlum í fréttum,“ segir Steindór. „En þá tók ég eftir því að mér lék létt að gera vísu og gilti þá einu í hvaða bragarhætti. Ég er farinn að stirðna aftur, því ég hef minnkað lesturinn á rímunum. Það má því segja að þetta sé þjálfun, en menn verða að hafa brageyra, sem svipar til þess að hafa tóneyra, – hafi menn það ekki eru þeir vonlausir í þessu.“ Steindór rifjar upp vísu sem hann gerði fyrir áttræðisafmæli Björns Loftssonar, félaga í Kvæðamanna- félaginu Iðunni. „Ég lýsti honum í sléttuböndum. Björn hafði fallegan málróm og hljómmikla rödd og kunni utanbókar ókjör af kveðskap. Á einum fundi flutti hann vísur um konur í hálftíma, þurfti ekki blað til og fipaðist aldrei. Ég hef ekki kynnst mörgum svona minnisgóðum mönn- um um dagana. Vísan var þannig: Þylur frómur ljóðin löng lyftir fræðum hæða; bylur rómur, streymir ströng stuðla ræðan gæða. Hann var svo ánægður með vísuna að eftir þetta var ég alltaf besti vinur hans. En það voru nú hvort sem er allir, því þetta var svoddan öðlingur, hann Björn. Og afmælið er öllum minnisstætt, því í stað þess að þiggja gjafir af gestum, þá gaf hann öllum klukku sem hann hafði skorið út sjálfur. Mín hangir frammi í for- stofu. Þær voru í allskyns útgáfum og engar tvær eins. Hann bauð mönnum niður í smíðastofu að velja sér klukku og ef þeir yrðu óánægðir þegar heim kæmi gætu þeir komið aftur og skipt.“ Tónleikar víða um heim Við endann á iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði er bátur Steindórs, sem heitir Iðunn eins og aðrir bátar sem hann hefur átt í gegnum tíðina. Og raunar heitir dóttir hans líka Iðunn. „Allt sem ég tek mér fyrir hendur og tengist nafninu Iðunni gengur vel hjá mér,“ segir hann mildilega. Í húsinu er skemma sem Steindór Andersen hefur gert upp og nýtir að hluta sem æfingahúsnæði. Á veggn- um hangir auglýsingaplakat um tón- leika hans og Hilmars Arnar Hilm- arssonar í Belgrad í Serbíu síðastliðið vor. „Við höfum ferðast vítt og breitt og haldið rímna- tónleika,“ segir hann. „Við fórum á þessu ári til Bretlands og héldum tónleika í Oxford og Cardigan í Wales. Áður hafði ég farið til Cannes í Frakklandi.“ – Og viðtökurnar? „Menn hrista bara hausinn,“ segir Steindór og hlær. „Nei, viðtökurnar hafa iðulega verið góðar og menn lýst áhuga á að heyra meira, enda frábrugðið öllu því sem áður hefur verið borið á borð fyrir þá. Rímna- kveðskapur hefur fest sig í sessi sem angi af heimstónlist, sem er ný og vaxandi tónlistargrein. Þar spilar meðal annars inn í að árið 2003 var mér boðið að syngja á geisladiskinum Rímur af Naxos, einu stærsta útgáfufyrirtæki heims. Það hefur orðið til þess að ég hef fengið boð um að fara utan og flytja rímur. Það má því segja að hagur rímna- kveðskapar sé að vænkast eftir skeið, þar sem Íslendingar hafa skammast sín fyrir og breitt yfir rímnakveðskapinn, þannig að ekkert heyrðist nema inni í fámennu félagi. Það er óttalega slæmt og má líkja því við að menn útilokuðu aðrar tón- listarstefnur, til dæmis kletschmer- tónlist.“ Elti Eliseus inn í rímurnar Það sem vakti áhuga Steindórs á rímum var forvitni. „Í upphafi var ég að eltast við til- urð nafnsins Eliseus. Ég hafði verið á trillu með karli sem hét þessu nafni, Eliseusi Marís Sölvasyni. Eft- ir að hann dó fór ég að grennslast fyrir um tildrög nafnsins. Ég þóttist vita að það væri úr Biblíunni, en fann það ekki þar. Þá talaði ég við fjóra presta og enginn þeirra kannaðist við nafnið. Einn þeirra ráðlagði mér að tala við Þóri Kr. Þórðarson, prófessor í guðfræði í Háskólanum. Þórir var undrandi á því að tog- arasjómaður væri að velta þessu fyr- ir sér, en jafnframt ánægður. Hann sagðist ætla að athuga málið og hringdi daginn eftir, hafði fundið nafnið og sagði það sama nafn og á Elísa spámanni í eldri útgáfum Bibl- íunnar, Steinsbiblíu og Guð- brandsbiblíu. Í millitíðinni hafði ég fundið kvæði eftir Einar Sigurðsson í Eydölum, sem sagt er að hann hafi mælt af munni fram í Tyrkjaráninu. Þar biður hann Guð að veita sér þann styrk sem Eliseus spámaður hafði þegar hann blindaði her Sýr- lendinga. Þetta er fallegt dróttkvæði sem byrjar svona: Ræningja þungri þraut þú nú, drottinn snúir undur yfir þá sendir af ótta snúir á flótta, verði svo vitinu firrðir, í vindi að augun blindist, brátt við boða og kletta brjóti skip á hnjóti. Og Eliseus kemur fyrir í síðasta erindi rímunnar: Eliseus sæli sendimann gerði blindan, þénara sýndi sínum sinn her miklu fleira. Mitt hús mun svo drottinn með herskildi verja fyrir þeim ógnaárum … Svo vantar lokahendinguna í handritið. Sagt er að þegar ræningj- arnir hafi komið fyrir Streiti, sunnan við Breiðdalsvíkina, þá hafi þeir aldrei séð bæinn, farið framhjá og því aldrei rænt Heydali. Einar á að hafa staðið úti á hlaði, orðinn blindur, og kveðið þetta fram.“ Þórir sendi Steindóri bréf og merkti inn í kvæðið ýmsar tilvitnanir í apókrýf rit Biblíunnar, m.a. Rut- arbók og Esterarbók. Steindór fletti svo upp í Rímnatali Finns Sig- mundssonar og rakst á Rímur af Eliseusi spámanni eftir Guðmund Erlendsson, prest á Felli í Sléttuhlíð, sem var mikilvirkastur þeirra skálda sem fengust við að yrkja úr Biblíunni. „Grúskið vatt utan á sig og þar sem rímurnar voru aðeins til í hand- ritum á Landsbókasafninu útvegaði Ögmundur Helgason mér þær í ljós- riti. Af því að ég átti bágt með að lesa handritin, því ég kunni ekki ritunar- aðferðina, þá fór ég að iðka brag- fræði til að einfalda mér hand- ritalesturinn, því að þá gat maður ráðið í orðin út frá stuðlasetningu og rími. Eitt sinn þegar ég var í þessu basli sagði Ögmundur við mig að þetta væri ekki nema helmingurinn, menn yrðu að heyra rímurnar kveðnar. Næst þegar ég fór út úr húsi gekk ég í norður í staðinn fyrir suður, spurði Hauk Sigtryggsson, formann Kvæðamannafélags Hafnarfjarðar, hvort ég mætti mæta og það var upphafið að því sem seinna varð.“ Trúi á Hallgrím Pétursson Brátt var Steindór farinn að sækja Iðunnarfundi, enda hitti hann þar fyrir gamla félaga, Magneu Hall- dórsdóttur og Grím Lárusson. „Ég hafði verið heimagangur hjá þeim og félagi barna þeirra sem unglingur. Þetta var því aldrei fjarri manni og áhuginn alltaf fyrir hendi. Seinna kom í ljós að þegar ég var ungbarn hafði afi róið með mig á hné sér kveðandi rímur. Þetta kom í ljós þegar móðir mín spurði mig hvort ég myndi ekki eftir laginu sem afi kvað alltaf. Hún fór með lagið og þá var það sama lag og Ása Ketilsdóttir kveður á geisladisk- inum Raddir, sem Árnastofnun gaf út og unninn var af félögum í Iðunni, Andra Snæ og Rósu Þorsteins- dóttur. Þetta er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að Ása segist hafa lært öll sín lög í sinni heimasveit, Þingeyjarsýslu, en afi var frá Hóli í Bolungarvík. Lagið er nákvæmlega eins og sýnir hvað þessi lög eru ábyggileg; þau hafa þvælst á milli landshluta og ekkert breyst svo heit- ið geti, að minnsta kosti mörg hver.“ Hrynjandi Steindór Andersen með bókina Hrynjandi íslenskrar tungu eftir Sigurð Kristófer Pétursson, sem innbundin var af Hrefnu eiginkonu hans. Þetta voru rímur og rapp, þar sem hann rappaði texta sem ég hef aldrei skilið og ég kvað hestavísur inn á milli.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.