Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 35

Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 35
labba rólegar nokkra daga á eftir. Svona ganga byggist á þessu að ein- blína á líkamann og passa sig að fara ekki of geyst.“ Hvaða leið var erfiðust? „Tæknilega séð voru það Vest- firðirnir, frá Ísafjarðarkaupstað inn á Patreksfjörð, sex fjöll á sex dög- um. Að vísu var einn dagur fjall- vegalaus og annar með tveimur. Landslagið þarna er mjög skemmti- legt og ég mæli með því að fólk gangi um landið, það er meiriháttar upplifun. Næsti sem reynir við það, gæti kannski farið á einu ári.“ Skakkaði 300 kílómetrum Hvernig á reynslan af þessu verkefni eftir að nýtast þér? „Aðallega er lærdómurinn sá, að geta tekið óhugsandi stórt verkefni að sér og brotið það niður í einingar og skipulagt lið fyrir lið. Líkaminn þarf að vera í lagi og maður þarf að lesa sér til um hvernig maður tryggir það. Svo er að útvega sér gistingu og skipta gönguleiðinni niður í einingar, svo fleiri dæmi séu nefnd. Ég notaði Vegahandbókina sem viðmið fyrst, til þess að skipta leiðinni niður í 25 kílómetra bil, en síðan kom í ljós að einhver brenglun væri í reikningunum hjá mér og þá fékk ég nákvæmari gögn frá Vega- gerðinni, því ég hafði á tilfinning- unni að upplýsingarnar í bókinni væru ekki réttar. Ég tók mér frí aukadag til þess að reikna út heild- arvegalengdina, en þá kom í ljós að hún var 300 kílómetrum lengri en ég hélt og þá þurfti ég að fara 30 kílómetra á dag í staðinn fyrir 25. En á þeim tíma var ég kominn í svo góða æfingu að ég gat það.“ Og nú hefurðu fengið þá flugu í höfuðið, að synda í kringum landið? „Já, það er ein hugmyndin. En í augnablikinu einbeiti ég mér að leit- inni að Goðafossi og hún mun klár- ast, ég er viss um það. Ég hef ein- beitt mér að verkefnisstjórn í því, þótt ég sé kafari, þeir sem kafa eru mun lengra komnir en ég. Margir sérfræðingar koma að leitinni að Goðafossi, sagnfræðingar og fleiri. Við höfum verið í sambandi við eft- irlifendur og þeir eru með hugmynd um staðsetningu flaksins og svo byggjum við á upplýsingum frá manni sem var við stýrið þegar skipið sökk. Þar að auki erum við búnir að grafa upp upplýsingar frá flutningaskipinu sem var í lest með Goðafossi og um þýska kafbátinn sem skaut hann niður. Það liggur mikil heimildavinna að baki. Þetta er verkefni sem hefur byrjað og hætt í áratugi, Goðafoss er okkar Titanic. Við tókum einfaldlega sam- an þessar upplýsingar og byrjuðum af fullum krafti í október á síðasta ári. Við höfum kafað niður á svæði sem búið er að marka og reikna út, við Garðsskagavita, og ef við fáum góða veðurdaga erum við kannski að tala um tíu daga.“ Synda til Skotlands? Hin hugdettan er að synda frá Reykjavík til Skotlands, er það hægt? „Já, það væri erfiðara að synda í kringum landið, þá myndi maður lenda í sömu erfiðleikum og Kjartan Hauksson þegar hann reri í kring- um landið. Hringurinn sem maður færi er ekki venjulegur hringur, meira eins og spaghettí út af haf- straumunum. Það er styttra frá Reykjavík til Skotlands og svo er leiðin miklu beinni, þótt hún sé frek- ar bogadregin. Ef ég myndi synda frá Íslandi til Færeyja og þaðan til Skotlands, færi ég um 20 kílómetra á dag. Vegalengdin er 1.300 kíló- metrar og 1.600 ef tillit er tekið til strauma og þá er maður að tala um tvo mánuði á sundi, eða 60 daga. En þetta yrði ekki fyrir en eftir 2–3 ár.“ Þú hefur fleiri áhugamál en köf- un, líka viðskipti, ekki satt? „Já, viðskipti eru áhugamál og hafa verið síðastliðin þrjú ár. Ég er líffræðingur og kerfisfræðingur og kafari, en viðskiptaáhuginn er meira tómstundagaman. Ég hef fjárfest á alþjóðavettvangi og ef áhugavert viðskiptaverkefni rekur á fjörurnar reyni ég að fara með það alla leið. Aðalatriðið er að fylgja ekki hjarð- hegðun, að kaupa þegar hæsta verð- ið er og selja þegar það er lægst og til þess að losna út úr hjarðhegð- uninni þarf maður að hugsa út á hlið. Ég hef áhuga á hvaða fyr- irtækjum sem er og mér hefur gengið ágætlega. Ég hef gaman af því að velta fyrir mér vandamálum sem eru til og ekki er búið að finna lausn á og hugsa kannski meira í mengjum en 0 og 1 og reyni að sjá hlutina í víðu ljósi, og forðast baunatalningu. En reyndar er þörf á hvoru tveggja í öllum kerfum, að hugsa smátt og stórt.“ Hefur viðhorf þitt til landsins breyst eftir þetta afrek? „Ég las bókina hans Andra Snæs Magnasonar, Draumalandið, til þess að fóðra hugann á leiðinni og hún opnaði nýjar víddir fyrir mér, þó ég sé hvorki virkjanasinni né -and- stæðingur. Annars held ég að öll reynsla hafi áhrif á sýn manna, meira að segja reynsla eins og þessi og þá líka í starfi mínu hjá Reikni- stofnun og í viðskiptum.“ Veðurbarinn Jón Eggert í Öxar- firði, rétt utan við Tjörnes, þar sem hann varð veðurtepptur. helga@mbl.is Strandvegaganga Jóns Eggerts Guðmundssonar. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 35 SIGFÚS Austfjörð var Jóni Eggerti til fulltingis á göngunni nú og í fyrra. „Ég keyrði á undan honum og svo var stoppað með fimm kílómetra millibili. Þá fékk hann sér eitthvað að drekka og ávexti og gróft brauð. Það var gaman að fá að kynnast alls konar ólíku fólki og sjá land- ið svona vel. Ég hef farið hringinn en strandvegahringurinn er allt annar hringur og uppfinning Jóns Eggerts. Mesta upplifunin í sumar var að sjá hina eiginlegu Vestfirði, ekki síst milli Pat- reksfjarðar og Ísafjarðar. Og líka gaman að koma í allar þær sundlaugar sem við prófuðum, borða á öllum þeim mat- sölustöðum sem við gerðum og fá að gista á öllum þeim stöðum sem við gistum á.“ Sigfús á sinn þátt í strandvegagöngunni og segir það hafa verið nauð- synlegt fyrir Jón Eggert að fá hvatningu og hrós á leiðinni til þess að halda dampi. Meðhjálparinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.