Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 36

Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 36
PS Ísland, ný ljós-myndabók PálsStefánssonar, opinberar náið ástarsam- band höfundar við birtu. Raunar hefur sambandið verið einkar kært í hartnær þrjá áratugi og því hefur áð- ur verið gerð góð skil á fjöl- mörgum blaðsíðum í tíu bókum, síðast fyrir sex ár- um, að ógleymdum blöðum og tímaritum heima og heiman. Páll minntist á ástarsam- bandið að fyrra bragði, sagði það vera orðið nánara og persónulegra en áður, rétt eins og bókin sjálf, en vissulega þyrfti að hafa mikið fyrir því. Þannig tala aðeins þeir þroskuðu. „Ég hlýt að hafa lært eitthvað á ferlinum,“ segir Páll. „Svo má ekki vanmeta að maður er orð- inn mjög góður veðurfræð- ingur,“ bætir hann við og kinkar kolli þegar getum er að því leitt að hann hljóti að bera óvenjulega gott skyn- bragð á liti. Galdurinn í draumalandinu Leikmanni dylst ekki að birtan leikur aðalhlutverkið í landslags- myndunum 130, sem prýða bókina. Hún er galdurinn. Og landið virðist vera draumalandið, hvort sem það birtist friðsælt og fagurt eða hrika- legt og ólgandi. Svo óraunverulegt á stundum að það jaðrar við að vera súrrealískt. Fleiri lýsingarorð mætti viðhafa. Kynngimagnað til að mynda. Páll vekur athygli á að einungis örfáar myndanna í bókinni sýna him- ininn heiðan og bláan. „Ég leita ekki uppi stillur og gott veður, oft kýs ég frekar að mynda í vondu veðri og endurspegla þannig kraftinn í nátt- úrunni. Aftur á móti gildir einu hvort heitt eða kalt er í veðri, hitastigið sést ekki á mynd,“ segir hann bros- andi. Gagnstætt flestum finnst honum hann oft vera lukkunnar pamfíll þeg- ar gerir aftakaveður á ferðalögum. Allt frá því að hann var ráðinn ljós- myndari og myndritstjóri hjá Ice- land Review/Atlantica árið 1982 hef- ur hann ferðast um landið þvert og endilangt. Hann gjörþekkir fleiri gil og gljúfur, læki, vötn, hraun og fossa en flestir kunna að nefna, og er nokkuð glöggur að spá fyrir um veðrið á hverjum stað á nóttu sem degi, vetri sem sumri. Gæðin meiri með filmu Páll segist aldrei fara út fyrir borgarmörkin án myndavélarinnar, fyrir honum sé slíkt hluti af því að vera til, landslagið sé alltaf til staðar – tilbúið í myndatöku. Myndavélin sem hann hefur mest dálæti á um þessar mundir, og tók flestar mynd- anna í bókinni á, er áratug eldri en hann sjálfur, Hasselblad V frá árinu 1948. „Tæknin er ekkert flókin eða öðruvísi en að læra stafsetningu; til dæmis að það er ypsilon í yfir. Ég tek allar mínar myndir á filmu vegna þess að þannig verða gæðin margfalt meiri. Stafræna tæknin er ekki orðin nógu þróuð og verður trúlega ekki næstu árin. Filmumyndavélar hafa hins vegar lítið breyst í áranna rás utan þess að linsurnar hafa batnað. Akrafjall Mér finnst skemmtilegt að mynda á dögum sem hafa merkingu og eru sérstakir fyrir einhverjar sakir. Þessi mynd er tekin á lengsta degi ársins og ég fór á stjá til að taka myndir af þeirri ástæðu einni. Myndin er tekin frá Seltjarnarnesi í áttina að Akrafjalli því þótt Reykvíkingar sjái því miður ekki miðnætursólina við sjóndeildarhring eins og þeir fyrir norðan er náttbirtan ekkert ófegurri fyrir það. Á korti sé ég að hafsvæðið á milli Seltjarnarness og Akraness heitir Svið. Ætli megi ekki segja að hér sé horft yfir Sviðið. Morgunblaðið/Einar Falur Páll Stefánsson ljósmyndari hefur lag á að taka mynd af því sem öllum öðrum yfirsést segir inni á bókarkápu PS Ísland, sem er nýkomin út á íslensku og ensku. Valgerður Þ. Jónsdóttir fletti bókinni með höfundinum, sem er í stöðugri leit að blæbrigðum birtunnar í íslenskri náttúru, og hlýddi á nokkrar örsögur um tilurð myndanna.  Brúará Sagan segir að það hafi verið náttúruleg brú á Brúará en að bryti Odds Ein- arssonar biskups í Skálholti hafi brotið hana til að varna förufólki að komast yfir ána og þannig heim til biskupssetursins í mat- arleit. Það varð honum að sjálf- sögðu ekki til gæfu. Seinna var plönkum skotið yfir mjóa rennuna svo áin varð sannkölluð Brúará. Mér gekk það eitt til að fanga þennan sérkennilega fagra foss sem maður heyrir í langar leiðir þótt hann sé ekki stór. PS: með kveðju frá manni ljóss og lita Grímsey Ég var að reyna að ná mynd af fuglabjargi í Grímsey og niðurstaðan af þeirri ferð var þessi mynd. Ég held að fá myndefni lýsi landinu betur en svona staurar og ryðgaðar girðingarnar sem þeir halda uppi. Þessar girðingar má sjá um allt land og ekki síst þegar gengið er um eyðibyggðir. Þessir staurar eru líka gott dæmi um toll- frjálsan innflutning. Það borgar enginn aðflutningsgjöld af rekaviði. Ljósmyndabók er svipuð skáldsögu þar sem ein setn- ing tekur við af annarri. Hverri opnu er ætlað að koma á óvart og ríma við það sem á undan er komið og það sem á eftir kemur. Páll Stefánsson ljósmyndari. náttúrumyndir 36 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.