Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 37
Fréttir á SMS
Jökulgil Hið þjóðsagnakennda Jökulgil teygir sig frá Landmannalaugum
inn í Torfajökul. Eftir þessu gili á Torfi, sem Torfajökull er kenndur við, að
hafa farið með fólki sínu meðan svarti dauði geisaði og fundið huldudal þar
sem hann lifði góðu lífi á meðan almenningur niðri í sveitunum féll eins og
flugur. Myndin er tekin úr lofti fremur innarlega í gilinu þar sem það er
hvað þrengst og litadýrðin mest.
Undanfarið hef ég hrifist æ meira af
þessum gömlu vélum, sem eru stærri
og þyngri eftir því sem þær eru eldri.
Þær eru óþjálar að burðast með upp
um fjöll og firnindi, en kostirnir eru
margir, ég vil sjálfur stilla ljósopið
og þess háttar, ekki hafa allt sjálf-
virkt,“ segir Páll.
Fróðleikur og örsögur
Fremst í PS er stuttur inngangur
höfundar og aftarlega nokkrir fróð-
leiksmolar um Ísland; stærð lands-
ins, íbúafjölda, landslagið og tungu-
málið. Brotið er 25x33 og á hverri
opnu er ein mynd, stundum tvær og
einstaka mynd spannar þrjár, fjórar
síður og þá með innanbroti. Mynd-
irnar eru númeraðar, enginn texti er
á hvítu flötunum, til hliðar, neðan eða
ofan við þær, enda vildi Páll hafa
bókina stílhreina; ekkert mátti trufla
augað. „Hver mynd á sér sjálfstætt
líf,“ segir hann.
Aftast í bókinni eru nokkrar síður
með númeruðum, smækkuðum
myndunum og skýringatextum, því
þrátt fyrir sjálfstæði myndanna seg-
ir Páll nauðsynlegt að lesandinn viti
hvar myndirnar eru teknar, við
hvaða aðstæður og jafnvel söguna að
baki. „Skáldið Tómas Guðmundsson
sagði líka að landslag væri lítils virði
ef það héti ekki neitt,“ upplýsir hann.
„Kristján B. Jónasson, þróunarstjóri
Máls og menningar/Eddu-útgáfu hf.,
stakk upp á því að við settumst niður
dagstund – ég blaðraði, hann skrifaði
og afraksturinn yrði nokkurs konar
örsögur.“
Eins og skáldsaga
Páll segir bók af þessu tagi aldrei
eins manns verk og lýkur lofsyrði á
Helgu Guðnýju, hönnuð hennar, og
fyrrnefndan Kristján, sem hjálpuðu
honum að velja myndirnar. „Sjálfur
stendur maður of nálægt sínum eigin
myndum og því er gott að fá ut-
anaðkomandi sýn.
Ljósmyndabók er svipuð skáld-
sögu þar sem ein setning tekur við af
annarri. Hverri opnu er ætlað að
koma á óvart og ríma við það sem á
undan er komið og það sem á eftir
kemur. Maður setur ekki 130 bestu
myndir sínar handahófskennt inn í
bók,“ segir hann.
Verðlaun og viðurkenningar
Að sögn Páls er fjarri því að hann
hafi fæðst með ljósmyndabakteríuna
í blóðinu, enda var hann orðinn tví-
tugur þegar hann tók fyrstu ljós-
myndina. Eins og títt er um fólk á
þeim aldri stóð hann á krossgötum,
vissi þó að hann vildi vinna við fjöl-
miðil „af því að mér fannst það vera
langmest töff,“ viðurkennir hann „og
mér fannst ljósmyndun eiga betur
við mig en blaðamennska og fór ein-
faldlega til Svíþjóðar í ljósmynda-
nám.“
Síðan þá hefur Páll unnið til fjölda
verðlauna og viðurkenninga. Nýj-
ustu fregnir af þeim vettvangi er til-
nefning hans í hóp tuttugu ljósmynd-
ara, sem fengið hafa það verkefni að
skrásetja þá 830 staði sem eru á
heimsminjaskrá UNESCO. Áður
mun hann þó fylgja bókinni úr hlaði.
Persónuleg sýn á landið
„Hún er mín persónulega sýn á
landið. Ég fór nýjar leiðir, í stað
víðra yfirlitsmynda, bútaði ég sjón-
deildarhringinn í smáar einingar, bjó
til afar þröngt sjónarhorn. Þetta ein-
falda er svo magnað,“ segir Páll.
Þetta síðasta skilst betur þegar rýnt
er t.d. í myndir frá Breiðamerkur-
sandi og Hrafntinnuskerjum (sem
birtar eru hér á opnunni), en þær eru
af afmörkuðu svæði sem hreinlega lá
við fætur hans, jörðinni sjálfri. Út-
koman er abstrakt.
„Það hefur skipt sköpum fyrir mig
sem ljósmyndari að hafa aldrei
hermt eftir öðrum og kappkostað að
halda mínum stíl,“ segir Páll. Hann á
sér sína uppáhaldsljósmyndara en
þeir hafa tileinkað sér stíl, sem er
gjörólíkur hans, t.d. taki þeir gjarn-
an svart/hvítar myndir. Sjálfur er
hann maður litanna og segist ekki
myndi sýna nokkrum manni svart/
hvítu landslagsmyndirnar, sem hann
spreytti sig á að taka á tímabili.
Ekki verður sagt skilið við Pál án
þess að spyrja hann hver sé lykillinn
að farsælu sambandi hans við birtu
sem hann vék að í upphafi. Hann
upplýsir að kúnstin sé að mynda í
vondu veðri og lítilli birtu svo að ljós-
opið geti verið opið í nokkrar mín-
útur eins og t.d. þegar hann tók
mynd númer 46 af Brúará. Svo
ljóstrar hann ekki upp fleiru.
vjon@mbl.is
Breiðamerkursandur Landslagsljósmyndun á Íslandi býður upp á ótal
tækifæri til að takast á við hið ómögulega. Þessi mynd er tekin í blábyrjun
janúar í úrhellisrigningu og roki. Birtan var í raun engin, varla nema óljós
skíma, og ég átti í brasi með myndavélina sem fylltist af vatni. Margra alda
gömlum ísmola úr Breiðamerkurjökli hafði skolað aftur upp í fjörusandinn
eftir að hafa borist til hafs með affallinu. Hann líkist helst dularfullri
stjörnu langt úti í kolsvörtum geimi.
Hrafntinnusker Myndir frá einum af mínum uppáhaldsstöðum, há-
hitasvæðinu við Hrafntinnusker. Þarna er oft ógurlega rysjótt veður auk
þess sem staðurinn er einfaldlega hátt yfir sjávarmáli. Ófáum sinnum hef
ég komið þarna og ekki séð handa minna skil fyrir þoku og úrkomu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 37
M
IX
A
•
fí
t
•
60
47
0
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is
www.utflutningsrad.is
Útflutningsráð heldur fræðslufund fimmtudaginn 14. september
kl. 8.30-10.00 í Borgartúni 35, Húsi atvinnulífsins, 6. hæð.
Fundurinn ber yfirskriftina Húmor í alþjóðaviðskiptum.
Fyrirlesari verður Rafn Kjartansson frá Háskólanum á Akureyri.
Fundurinn er öllum opinn og þátttaka ókeypis.
Skráning fer fram í síma 511 4000 eða á
www.utflutningsrad.is.
14. september
kl. 8.30-10.00
Húmor í
alþjóðaviðskiptum
!
" ## $% & % $%
'( )
"
* (
" (
+++
,
- * . % % &
#&&/
0 % % &/1