Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 38
íslenskar rætur 38 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Y firleitt má gera ráð fyrir því að níu tíma flug taki svolítið á fólk en Tom Torlakson, öldunga- deildarþingmaður á rík- isþingi Kaliforníu í Bandaríkjunum, sýnir engin merki þreytu eftir flug frá San Francisco til Keflavíkur. Þvert á móti er mikill kraftur í hon- um, hann svífur um ganga Leifs- stöðvar og það er sérstakt blik í augum hans. „Það er undarleg til- finning að vera á Íslandi í fyrsta sinn,“ segir hann skömmu eftir lendingu. „Ég finn þegar fyrir sér- stökum tilfinningalegum tengslum. Eftir að hafa flogið yfir miðin í ná- grenni flugvallarins sé ég fyrir mér fiskimiðin þar sem afi sótti sjóinn.“ Íslensk kennslumál áhugaverð Sendinefnd frá ríkisþingi Kali- forníu kom til landsins fyrir helgi og verður í opinberri heimsókn á Ís- landi í boði Alþingis fram á miðviku- dag. Demókratinn Tom Torlakson, þriðji æðsti maður ríkisþingsins á eftir þingforseta og þingflokks- formanni, fer fyrir nefndinni. „Við höfum sérstakan áhuga á að kynna okkur íslensk orkumál en persónulegur áhugi minn beinist sérstaklega að sjávarútvegsmálum. Ástæðan er fyrst og fremst sú að ég tengist sjómennsku. Afi var fiski- maður á Vestfjörðum áður en hann lagðist í siglingar á flutningaskipum um heimsins höf og settist svo að í San Francisco. Pabbi var kennari og skólastjóri en vann líka fyrir sér sem sjómaður í Kyrrahafinu og þeg- ar ég var 15 til 17 ára unglingur fór ég oft með honum á sjóinn. Í þriðja lagi beinist áhugi okkar allra að kennslumálum. Læsi á sér langa hefð hér á landi og við viljum kynna okkur hvernig fría kennslu- kerfið og lestrarkennslan eru byggð upp. Þar sem áhuginn fer saman varðandi rannsóknir og fleira viljum við koma á samskiptum milli Íslands og Kaliforníu og í því sambandi má nefna nemendaskipti á há- skólastigi.“ Í stjórnmálum í 30 ár Menntamál eru ofarlega í huga Toms enda kennari að mennt og reyndar var það kennslan sem dró hann út í stjórnmálin fyrir 30 árum. Frá 1976 til 1996 sinnti Tom sveit- arstjórnarmálum en hann hefur ver- ið þingmaður frá þeim tíma og þar af öldungadeildarþingmaður frá árinu 2000. Diana, kona hans, er kennari, þau eiga tvær dætur og búa í Antioch, á milli San Francisco og Sacramento. Móðir hans, Caterine Agnes Leary, er 82 ára en faðir hans, Allenby Daniel Christian Torlakson, féll frá 1995. Faðir Allenbys var Karvel Helgi Kristján Einarsson og er saga hans rakin í hliðargrein hér á síðunni. Vinnuþjarkur og ævintýri Tom Torlakson segir að afi sinn hafi oft talað um föðurland sitt og faðir sinn hafi sagt sér margar sög- ur af honum, ekki síst frá siglingaár- unum. Eins og fram kemur í hliðargrein- inni rofnaði allt samband Karvels við fjölskylduna á Íslandi skömmu eftir að hann kom til Kaliforníu. Hann var talinn af en Tom segir að afi sinn hafi hætt við að fara með nefndu flutningaskipi til Kína vegna frétta um mikinn gullfund í Alaska og þangað hafi hann farið. Næstu árin hafi hann unnið við gullgröft í og við Nome í Alaska. Hann og fé- lagi hans hafi verið ánægðir með fenginn hlut en eina nóttina hafi nær öllu gulli þeirra verið stolið. Í kjölfarið hafi hann fengið starf hjá landhelgisgæslunni og fengið bandarískan ríkisborgararétt. Tom segir að hann hafi reynt að kynnast afa sínum eftir megni og meðal annars siglt til Alaska til að setja sig í spor hans. „Afi var æv- intýramaður og vinnuþjarkur. Hann var mjög sterkur og ég man að þeg- ar hann var á áttræðisaldri var hann eins handsterkur og tvítugur strák- ur. Hann og faðir minn kunnu vel við sig á sjónum og mér fannst gam- an að fylgja í fótspor þeirra en ég sá sjómennskuna ekki sem atvinnu til framtíðar.“ Karvel átti tvö börn, Allenby og Joan Vivian. Allenby fór tvisvar til Íslands og Vivian nokkrum sinnum. Christopher, yngri bróðir Toms, fór líka til Íslands og lærði málið. „Ég hef heyrt svo mikið um þetta land og nú hef ég loks fengið tækifæri til að kynnast því,“ segir Tom og legg- ur áherslu á að hann hafi tekið hlaupaskóna með sér. „En þetta er bara byrjunin, kynning. Ég kem aft- ur.“ Krafturinn kemur að vestan Morgunblaðið/Kristinn Ákveðinn Tom Torlakson, öldungadeildarþingmaður á ríkisþingi Kaliforníu í Bandaríkjunum. Vestfirðingurinn Karvel Helgi Kristján Einarsson fór frá Íslandi fyrir rúmri öld og settist að í Bandaríkj- unum en Alþingishátíðin 1930 tengdi hann aftur við ættingjana á Íslandi. Steinþór Guðbjartsson hitti son- arson hans, Tom Torlakson, öldungadeildarþingmann á ríkisþingi Kaliforníu, sem er í fyrsta sinn á Íslandi, og enn kemur Alþingi við sögu. steinthor@mbl.is KARVEL Helgi Kristján Einarsson, afi Toms Torlaksons, er frá Skálavík ytri, skammt frá Bolungarvík. Foreldrar hans voru Einar Elías Þorláksson og Guðrún Jónína Ísleifsdóttir. Systkini hans voru Bjarney Jóna, Þorlákur Bjarni og Kristján Guðmundur. Karvel fæddist 18. september 1878 og féll frá 2. maí 1965. Sam- kvæmt frásögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, sem hún hefur eftir Bjarneyju Jónu móður sinni og Guðrúnu Jónínu ömmu sinni, réð Karvel sig á vertíðarbát frá Hnífsdal 1897. Á næsta bæ var vinnukona, Margrét, og einhvern daginn þegar ekki gaf á sjó mönuðu félagar Karvels hann til að biðja stúlkunnar sem og hann gerði. Í frá- sögninni kemur ekki fram hvort þau hafi op- inberað trúlofun sína en Tom Torlakson hefur eftir föður sínum að þau hafi verið trúlofuð. Sambandsslit Öðru sinni gaf ekki á sjó og eyddu piltarnir tímanum með því að skjóta úr verbúðunum út á sjóinn og varð Karvel fyrir því að hitta æð- arfugl. Æðarfuglinn var stranglega friðaður og voru uppi tilkynningar frá sýslumanni þess efn- is að hver sá sem gæti staðið annan að æðar- fugladrápi fengi 10 krónur fyrir uppljóstrunina. Á þessum tíma voru árslaun vinnukvenna um 30 til 40 krónur og þegar Margrét varð vör við að skotið væri á fuglinn úr verbúðunum var henni ljóst að hún gæti fengið margra mánaða laun með því að tilkynna um verknaðinn. Hún vissi ekki hver hafði drepið fuglinn en sagði hús- bændum sínum frá því sem hún hafði séð og bað um leyfi til þess að skreppa til Ísafjarðar. Valdi- mar Björn Valdimarsson segir í bókinni Ef lið- sinnt ég gæti eftir Valgeir Sigurðsson að for- eldrar sínir hafi verið tregir til að leyfa henni að fara enda grunað hvað undir hafi búið. Þau hafi samt látið undan með því skilyrði að hún færi ekki að skeggræða um æðarfugladráp. „Stelpa lofar þessu, en með semingi þó. Þegar hún kem- ur heim aftur, er hún auðvitað undir eins spurð að því, hvort hún hafi nokkuð farið á fund sýslu- manns. „Nei. En ég mætti honum á götu.“ Dag- inn eftir mætti sýslumaður í Hnífsdal og komst að hinu sanna. Karvel viðurkenndi verknaðinn, greiddi sína sekt, sem rann óskert til Mar- grétar, og sleit sambandinu við hana við það sama. Að vertíðinni lokinni fór Karvel til Ísafjarðar og réð sig sem kokk á einn af „Árnapungum“ Árna Jónssonar. Einhverju sinni drógu þeir upp lóðir annars báts og sagðist eigandi þess báts ætla að kæra Árna og áhöfn hans. Árni sá sér leik á borði og ráðlagði skip- verjunum að fara utan með norsku skipi, sem var á förum frá Ísafirði, því án þeirra yrði ekki höfðað mál. Þeir gerðu það og Karvel kom aldr- ei aftur til Íslands. Undarlegur draumur Næstu fjögur árin sigldi Karvel um Evrópu og sendi fjölskyldunni bréf af og til. Það síðasta kom 1902 frá Kaliforníu. Þá sagðist hann vera að fara með flutningaskipi til Indlands og biður þess vegna um að bréf til sín verði send til sænsku ræðismannsskrifstofunnar í San Franc- isco. Systir hans og móðir gerðu það en meira en ári síðar fékk móðir Karvels öll bréfin end- ursend í stóru umslagi með svörtum ramma. Bréf frá sænska aðalræðismanninum fylgdi og þar kom fram að flutningaskipið hefði farist með manni og mús og Karvel kæmi ekki aftur. Guðrún Jónína, móðir Karvels, dó 25. mars 1925 og skömmu síðar birtist hún Bjarneyju dóttur sinni í draumi. „Ég skil ekkert í þessu, ég finn Karvel hvergi,“ segir hún við hana í draumnum. Endurfundir Árið 1929 var greint frá því í bandarískum blöðum að Íslendingar ætluðu að halda upp á 1000 ára afmæli Alþingis næsta ár. Fjölskylda Karvels sá þetta og í kjölfarið bárust bréf og myndir frá Karvel til móður sinnar og systkina þar sem hann segir að eiginkona sín hafi þrýst á sig að reyna að ná sambandi við fjölskylduna á Íslandi. Bjarney skrifar þegar til baka og spyr hvort hann sé að hugsa um að koma aftur heim og hvers vegna hann hafi hætt að skrifa. Hann svarar og segist ekki vera á heimleið enda sé hann í hernum. Hann segist hafa fengið malaríu og legið lengi veikur og þegar hann hafi komið aftur til Kaliforníu hafi engin bréf verið til sín. Því hafi hann haldið að hann væri öllum gleymdur og hafi ákveðið að svara á sömu lund. Margrét flutti til Danmerkur og starfaði sem vinnukona og saumakona. Þaðan lá leið hennar til Norður-Ameríku þar sem hún var í mörg ár. Þegar hún kom þaðan aftur til Ísafjarðar segir Guðrún Sigurgeirsdóttir að hún hafi sagt sér að hún hafi leitað að Karvel vítt og breitt um Am- eríku án árangurs. Á leiðinni til Íslands hafi hún gist á hóteli í New York og um nóttina hafi sér fundist eins og einhver hafi komið inn í her- bergið. Þegar hún hafi vaknað um morguninn hafi gólfið verið blautt. Hún hafi talið það merki þess að andi Karvels hafi verið þar og hann hlyti því að vera allur. Margrét giftist aldrei og telur Guðrún að hún hafi alla tíð beðið eftir Karvel. Guðrún og tvær systur hennar heimsóttu Karvel 1954 og meðan á dvöl þeirra stóð sagðist Karvel eiga mynd af móður sinni. Í næstu andrá tekur hann riffil af veggnum og segir á íslensku: „Ég skjóta æðarkollu.“ „Já,“ svarar Guðrún, „og Margrét leitaði að þér um alla Ameríku.“ Hann spyr hvort hún sé enn á lífi. „Hún er dá- in.“ Æðarkolludráp dró dilk á eftir sér
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.