Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 10.09.2006, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nýkomið í einkasölu sérlega gott 120 fm atvinnuh. með innkeyrsludyrum, sérlega góð staðsetning og óvenjurúmgóð lóð. Laust strax. V. 18,5 millj. Kaplahraun - Hf. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Höfum fengið í einkasölu mjög gott 408 fm atvinnuhúsnæði, öll eignin við Kaplahraun Hf. Eignin er á hornlóð og eru góð bílastæði að norðan- og vestanverðu. Eigninni er hæglega hægt að skipta upp í þrjú góð bil með stórum innkeyrsludyrum. Mjög góð eign í góðu ástandi. V. 62 millj. Kaplahraun - Hf. Nýkomið sérlega gott atvinnuhúsnæði með góðri lofthæð og innkeyrsludyrum, 158,3 fm endabil. Góð staðsetning, tilvalin eign fyrir fiskvinnslu, léttan iðnað, íbúð o.fl. V. 21,5 millj. Eyrartröð - Hf. Nýkomið í sölu gott 360 fm atvinnuhúsnæði. Góð lofthæð og innkeyrsludyr 4x4 metrar. Byggingarréttur, rúmgóð lóð. Góð stað- setning. Verðtilboð. Melabraut - Hf. Nýkomið í sölu mikið endurnýjað og glæsilegt 182 fm atvinnuhúsnæði, endabil, auk um 50 fm millilofts með góðum gluggum (skrifstofur, kaffistofur o.fl.), samtals 230 fm. Verslunargluggi - innkeyrsludyr 4x4 metrar. Góð staðsetning og aðkoma. Laus strax. V. 27,5 millj. Melabraut - Hf. Brekkutröð - Hf. ATVINNUHÚSNÆÐI Nýkomið nýlegt, vandað gott atvinnuhúsnæði, byggt 2005, 106,5 fm. 4 metra innkeyrsludyr, góð lofthæð, malbikað plan. Fullbúin eign. V. 15,9 millj. Kaplahraun - Hf. 162 fm atvinnuhúsnæði. Skipting eignar: neðri hæð 120 fm, efri hæð 44 fm. Um er að ræða rúmgóðan vinnslusal á fyrstu hæð með góðum innkeyrsludyrum ásamt búningsklefa og salerni, skrifstofu, kaffistofu og lager á 2. hæð. Nánari upplýsingar á skrifstofu Hraunhamars. V. 23,9 millj. Mjög fallegt og afar vel skipulagt 341 fm einbýlishús sem stendur á 1.704 fm glæsilegri lóð á frá- bærum útsýnisstað í Laugarásn- um auk 30 fm sérstæðs bílskúrs. Húsið er tvær hæðir og kjallari og er bæði sérinngangur og innangengt í kjallara. Eignin skiptist m.a. í forstofu, stórt hol, stórar stofur, borðstofu, rúmgott eldhús, fjölda herbergja auk fataherbergis, nýlega endurnýjað baðherbergi á efri hæð auk baðherbergis með sturtu í kjallara. Útgangur úr stofu og hjónaherb. á um 40 fm svalir með frábæru útsýni yfir borgina. Húsið er teiknað af Gísla Halldórssyni. Nánari uppl. veittar á skrifstofu. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Dyngjuvegur Einbýlishús í Laugarásnum á frábærum útsýnisstað Í UMRÆÐUNNI undanfarið um fangelsismál hefur gagnrýni nokk- urra stjórnarandstöðuþingmanna beinst að Birni Bjarnasyni dóms- málaráðherra vegna stöðunnar í fangelsismálum. Af því tilefni vildi ég að eft- irfarandi komi fram. Ég var skipaður for- stjóri Fangels- ismálastofnunar 1. maí 2004 en Björn hafði þá verið dómsmálaráð- herra í tæpt ár. Þann 10. s.m. fól hann stofn- uninni að skoða nánar gögn varðandi bygg- ingu nýs fangelsis á Hólmsheiði sem var þá tilbúið undir alútboð sem og að endurskoða frumvarp til laga um fullnustu refs- inga. Fangelsismálastofnun skilaði ráð- herra skýrslu, dags. 12. október 2004, um markmið í fangelsismálum og hugmyndir um heildaruppbygg- ingu fangelsiskerfisins. Þar voru gerðar athugasemdir við fyrirhug- aða byggingu fangelsis á Hólmsheiði og bent á að ekki væri gert ráð fyrir ýmsum mikilvægum þáttum s.s að fangelsið leysti ekki af hólmi Kópa- vogsfangelsið þar sem vandinn væri hvað mestur. Þá var bent á nauðsyn verulegra endurbóta á Litla-Hrauni og á Akureyri svo og að fangelsið í Kópavogi hentaði illa lang- tímaföngum en slíkar ábendingar höfðu ekki komið fram áður. Nauðsyn þess að hætta rekstri Hegning- arhússins í náinni framtíð var öllum ljós. Að ósk ráðherra út- færði stofnunin nánar þessar hugmyndir og skilaði skýrslu þess efnis 25. janúar 2005. Skýrslu um fram- kvæmdaáætlun var síð- an skilað til ráðherra 14. mars 2005. Sam- hliða þessu var, með samþykki ráðherra, unnið að frumteikningum. Þann 22. mars 2005 samþykki rík- isstjórnin framkvæmdaáætlunina og var dóms- og fjármálaráðuneytinu falin frekari útfærsla verksins. Á fundi dómsmála- og fjármálaráð- herra 25. maí s.á. var samþykkt tímaáætlun um endurbætur á Ak- ureyri og Kvíabryggju en ákveðið að vinna frekar að framkvæmd áætl- unarinnar varðandi Litla-Hraun og Hólmsheiði. Tímasetning einstakra framkvæmda réðst af lang- tímaáætlun fjárlaga og undirbúningi verksins. Til að flýta ferlinu var Stefán P. Eggertsson verkfræð- ingur ráðinn verkefnastjóri og skil- aði hann ítarlegri skýrslu í sept- ember 2005 um forathugun fangelsanna í heild. Frumáætlun fyrir uppbyggingu á Kvíabryggju lauk í október 2005 og samið við hönnuði í kjölfarið. Teikni- vinnu er nú lokið og verkið tilbúið til útboðs. Teikningum að endurbótum á fangelsinu á Akureyri lauk í ágúst 2006 og er verkið tilbúið til útboðs. Frumathugun á framkvæmdum á Litla-Hrauni lauk í ágúst 2006 svo unnt er að hefja hönnunar- og teikni- vinnu. Stefnt var að því að bjóða Fangelsismál í tíð Björns Bjarna- sonar dómsmálaráðherra Valtýr Sigurðsson fjallar um fangelsismál » Á fundi Allsherj-arnefndar tók ég sérstaklega fram að ég teldi gagnrýni á Björn Bjarnason vegna stöðu í byggingamálum fang- elsismála allsendis óréttmæta. Valtýr Sigurðsson Í GREIN í Morgunblaðinu, sem hét Fjallræða Steingríms Sigfús- sonar, fjallaði ég um samkomu VG á fjöll- um og þau ummæli Steingríms að breyta stíflunni við Kárahnjúka í minn- isvarða. Ég kallaði um- mælin veruleikafirrt ofstæki. Steingrímur birtir svargrein í Morg- unblaðinu 6. þ.m. og segir þar að nauð- synlegt sé að Birgir „fari rétt með þegar hann fjallar um afstöðu annarra manna“. Síðan reynir hann að skýra um- mæli sín á samkomunni með þeirri undarlegu aðferð að leggjast í hártoganir og útúrsnúninga á sinni eigin ræðu. Ég kann því illa að vera sak- aður um að fara rangt með. Í út- skrift af fréttinni, sem birtist í Sjónvarpinu 26. ágúst. segir orð- rétt: „og sagði (SJS) meðal annars að enn væri ekki of seint að hverfa frá því að fylla lónið. (Ég endurtek: hverfa frá því að fylla lónið). Þá yrði að vísu stíflan mikla sem við sáum áðan bæði dýr og forljótur minnisvarði um heimsku mannsins, en þeir eru nú margir slíkir vítt um veröld og hún myndi þá bara fylla það safn af minnisvörðum um mistök. Þetta kalla ég veruleikafirrt ofs- tæki. Draugabanar Steingrímur vék að fleiru um mig, meðal annars að ég sé mikill stuðningsmaður stóriðju „gott ef ekki stóriðjustefnu ríkisstjórn- arinnar eins og hún leggur sig“, sagð́ ann. Það getur verið snúið að hafa samskipti við fólk, sem fylgist ekki betur með en svo, að það bið- ur um frí í vinnunni á morgun til að mæta í jarðarför í gær. Það er búið að jarða stór- iðjustefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir, sem enn berjast við þá dauðu stefnu, eru eins og draugabanar í grínmynd, – bara leikarar. Fyrir liggur beiðni um stækkun álvers í Straumsvík. Veit Stein- grímur Sigfússon ekki að heimild fyrir þeirri stækkun er í höndum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, ekki ríkisstjórnar. Það verða engir ál- brjálaðir Sáronar úr framsókn- arflokknum eða ríkisstjórn, sem ákveða þá framkvæmd. Það gera Hafnfirðingar einir. Sama verður um hugsanlegt álver á Reykjanesi og við Húsavík. Heimamenn ráða þar, ekki ríkisstjórnin. Jafnaðarmaður Steingrímur dregur sérstaklega fram í grein sinni að ég hafi gert mér far um að halda á lofti að Samfylkingin hafi samþykkt Kára- hnjúkavirkjun. Að sjálfsögðu geri ég það. Við jafnaðarmenn eigum okkur þann draum að Ísland verði öflugt velferðarríki. Við viljum hafa efni á stuðningi við frumkvöðlastarfsemi, grunn- rannsóknir og nýsköpun. Menn- ingu og listnám alls konar. Við viljum gjaldfrjálsa leikskóla og heilsugæslu. Við viljum að aldraðir og öryrkjar hafi sæmandi laun. Við viljum auka fjölskyldu- og vaxtabætur. Við viljum styðja leigjendur með húsaleigubótum og aldraða með þjónustuíbúðum. Við viljum að landsbyggðin lifi, – ekki bara tóri. Jafnaðarmenn eru raunsæir og vita að þessir draumar og aðrir rætast ekki nema þjóðin sé rík, meira að segja moldrík. Eina stór- tæka leiðin til þess er að nýta auð- lindir landsins og auka þannig aflahlutinn, sem er til skiptanna. Því studdum við jafnaðarmenn stóriðju á Austurlandi. Fjallræða Steingríms Birgir Dýrfjörð fjallar um stóriðjustefnu » Það er búið að jarðastóriðjustefnu rík- isstjórnarinnar. Þeir, sem enn berjast við þá dauðu stefnu, eru eins og draugabanar í grín- mynd, – bara leikarar. Birgir Dýrfjörð Höfundur er í flokksstjórn Samfylkingarinnar. ÁSKRIFTARSÍMI 569 1100 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.