Morgunblaðið - 10.09.2006, Page 54
54 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÝMSIR héldu að Steingrímur J.
Sigfússon hefði varpað sprengju
inn í íslenska pólitík á flokksráðs-
fundi Vinstri grænna um daginn
þegar hann gerði hinum stjórn-
arandstöðuflokkunum
tilboð um samstarf
með það að markmiði
að mynda hér vinstri
stjórn að loknum
næstu kosningum.
Formenn flokkanna
hafa vissulega hist í
kaffiboði en nið-
urstaðan er áreið-
anlega veikari en
hann gerði sér vonir
um. Ef marka má yf-
irlýsingar formann-
anna ætla þeir að
auka samstarfið á Al-
þingi og kanna samstarfsgrundvöll
sín á milli að loknum kosningum
fái þeir til þess þingstyrk. Því
verður hins vegar hvorki haldið
fram að í þessu felist einhver ný
tíðindi né að skuldbindingarnar
séu miklar. Hugsanlega hefur það
eitt komið fréttnæmt út úr þessu
að Frjálslyndi flokkurinn er farinn
að skilgreina sig sem vinstri flokk,
en jafnvel það eru ekki nýjar frétt-
ir fyrir þá sem fylgst hafa með
málflutningi þingmanna hans á
þessu kjörtímabili.
Samstarf reynt áður
Þegar þessi atburðarás er skoð-
uð er auðvitað rétt að minna á, að
þegar Samfylkingin varð til sem
kosningabandalag fyrir kosning-
arnar 1999 var yfirlýst markmið að
sameina krafta þeirra fjögurra
stjórnarandstöðuflokka sem þá
störfuðu á Alþingi. Þá sögu þekkja
forystumenn Vinstri grænna og
Samfylkingarinnar auðvitað betur
en ég, en Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir minnti eftirminnilega á það
um daginn að Steingrímur J. Sig-
fússon og félagar hefðu dregið sig
út úr þeim viðræðum á grundvelli
djúpstæðs málefnaágreinings.
Steingrímur hefur reyndar einnig
minnt á að fyrir kosningarnar 2003
hafi hann reynt að fá fram vilja-
yfirlýsingu af hálfu hinna flokk-
anna um vinstri stjórn, en án ár-
angurs.
Einnig er rétt að benda á að fyr-
ir tveimur árum, við upphaf þing-
starfa 2004, efndu forystumenn
stjórnarandstöðuflokkanna til sam-
eiginlegs blaðamannafundar til að
kynna áform sín um samstarf. Þar
var greint frá því að flokkarnir
þrír ætluðu að koma á skipulögðu
samráði milli þingflokka sinna til
þess að stilla saman strengi sína
og gera starf stjórn-
arandstöðunnar mark-
vissara. Þessu var lýst
sem sögulegum at-
burði og átti að marka
upphaf nýrra tíma.
Við sem störfum á Al-
þingi urðum reyndar
ekki mikið varir við
þetta samstarf – fyrir
utan eitt sameiginlegt
þingmál og málþóf í
umræðum um tvö
önnur – að öðru leyti
hefur framganga
stjórnarandstöðunnar
undanfarin tvö þing verið stöðugt
kapphlaup einstakra flokka og
þingmanna um að koma sér að og
eigna sér hin og þessi mál sem
þeir hafa talið til vinsælda fallin. Í
því hefur skýrt komið fram að
enginn er annars bróðir í leik.
Loks er ástæða til að rifja upp
að ekki eru liðnir margir mánuðir
síðan slitnaði upp úr samstarfi
þessara flokka á vettvangi borg-
arstjórnar. Aðdragandi þess skiln-
aðar var reyndar búinn að vera af-
ar langur og sársaukafullur en
niðurstaðan var sú að flokkarnir
töldu það þjóna hagsmunum sínum
betur að bjóða fram hver í sínu
lagi en að standa saman. Samfylk-
ingin lýsti því reyndar yfir fyr-
irfram að samstarf við Sjálfstæð-
isflokkinn kæmi ekki til greina en
þeirri stefnu lýsti Stefán Jón Haf-
stein í blaðagrein í sumar með orð-
unum: „Slík nauðhyggja leiddi
ekkert gott af sér fyrir málstað
jafnaðarmanna við sveitarstjórn-
arkosningarnar í vor.“
Lokar Samfylkingin
engum dyrum?
Það er sjálfsagt í ljósi þessarar
reynslu sem yfirlýsingar forystu-
manna stjórnarandstöðuflokkanna
nú eru fremur veikar, sérstaklega
af hálfu Samfylkingarinnar. Ingi-
björg Sólrún tók skýrt fram í sam-
tali við Morgunblaðið að ekki væri
um kosningabandalag að ræða en
bætti við: „Við ætlum hins vegar
að stefna að því að stilla saman
strengina og sjá hvernig það svo
þróast á þinginu. Það er ekkert
meira í því en það. Við ætlum að
reyna að vera meira samstiga á
þinginu.“ Þótt komið hafi fram að
flokkarnir muni skoða samstarfs-
grundvöll að kosningum loknum
eru engir aðrir möguleikar útilok-
aðir að þessu sinni. Í ýmsum fjöl-
miðlaviðtölum hefur Ingibjörg Sól-
rún til dæmis ítrekað færst undan
því að svara spurningum um hvort
ríkisstjórnarsamstarf við Sjálf-
stæðisflokkinn komi til greina.
Hún hefur því greinilega hlustað á
ýmsa hófsama flokksfélaga sína á
borð við Stefán Jón Hafstein og
Margréti S. Björnsdóttur, sem í
júlí rituðu Morgunblaðsgreinar til
að undirstrika að slíkur möguleiki
væri raunhæfur. Hún tekur hins
vegar greinilega minna mark á
sjónarmiðum samþingmanns síns
Björgvins G. Sigurðssonar, sem í
svari við grein Margrétar lýsti
samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn
sem miklum svikum við málstaðinn
og sagði að með því væri Samfylk-
ingin ekki að uppfylla sitt sögulega
hlutverk. Björgvin hafði reyndar í
greinum í Blaðinu í vor talið sam-
starf við Sjálfstæðisflokkinn mögu-
leika í stöðunni en samstarf við
Vinstri græna fráleitt vegna öfga
þeirra og skorts á frjálslyndi, en
þau sinnaskipti hans eru auðvitað
önnur saga.
En hvað sem öllum þessum
vangaveltum líður er staðan nú sú
að kjósendur eru litlu nær um það
hvað stjórnarandstaðan ætlar sér.
Boltinn sem Steingrímur J. gaf
upp á flokksráðsfundi Vinstri
grænna er enn á lofti og ekki ljóst
hvort hann lendir innan vallar eða
utan. Endar leikurinn kannski á
sjálfsmarki?
Kaffibandalag vinstri
flokkanna – eitthvað nýtt?
Birgir Ármannsson skrifar um
samstarf stjórnarandstöðunnar » Boltinn sem Stein-grímur J. gaf upp á
flokksráðsfundi Vinstri
grænna er enn á lofti og
ekki ljóst hvort hann
lendir innan vallar eða
utan.
Birgir Ármannsson
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Í umræðu síðustu daga hefur mikið
verið deilt um þá áhættu sem Kára-
hnjúkavirkjun kanna að stafa vegna
jarðfræðilegra að-
stæðna. Nú er svo
komið að öllum er ljóst
að mannvirkin standa
ekki á traustum grunni
og því ber stjórnvöld-
um að skoða leiðir til að
draga úr hættu á stífl-
urofi og tryggja líftíma
virkjunarinnar. Ein af
þeim leiðum sem kem-
ur sterklega til greina
er að lækka hámarks-
hæð í Hálslóni úr 625
metrum í 600 metra.
Ávinningur af því kann
að vera mikill, bæði
fyrir umhverfi en ekki
síður öryggi.
Misgengi, sprungur
og almennt ástand
bergs
Ástand bergs við
Kárahnjúka hefur
reynst mun lakara en
ráð var fyrir gert.
Mörg misgengi og
sprungur hafa fundist við stíflustæði,
í jarðgöngum og í lónstæði og ljóst að
þau eru virk, þ.e. má vænta þess að
þau hreyfist þegar fargið af vatni
Hálslóns leggst á þau hrinubundið
vegna árstíðabundinnar söfnunar í
lónið. Með því að hleypa afar hægt í
lónið og lækka hámarkslónhæð
minnkar álag þar sem minna farg
þrýstir á bergið í lónstæðinu og við
stíflurnar. Þannig má draga úr hættu
á gliðnun í sprungum og þar með
aukinn leka og hugsanlegt stíflurof.
Slíkt kann að skipta sköpum fyrir ör-
yggi og hagsmuni þeirra sem búa
neðan stíflunnar. Ekki hvað síst þeg-
ar við bætist hætta á hamfarahlaup-
um.
Dregur úr hættu af
hamfarahlaupum í Jöklu
Að minnsta kosti tvisvar á öld hef-
ur Brúarjökull ruðst skyndilega fram
í miklum hamfarahlaupum, með jaka-
og aurburði sem hafa valdið breyt-
ingum á ströndinni við Héraðsflóa.
Enn er allt of lítið vitað um þessi
hlaup, stærð þeirra og eðli annað,
sérstaklega í ljósi þess að þeim kanna
að stafa veruleg hætta. Rannsóknum
Kristján Sæmundssonar og Hauks
Jóhannessonar hafa fundist ummerki
fleiri slíkra flóða á sögulegum tíma.
Samkvæmt matsskýrslu er gert ráð
fyrir að slíkt flóð verði innan 25 ára.
Lægra vatnsborð í lóninu kanna að
hafa úrslitaáhrif til að hægt sé að
bregðast rétt við og tryggja öryggi.
Þá ber að hafa í huga að eitt slíkt
hlaup gæti bundið enda á starfsemi
virkjunarinnar, jafnvel þó stóra stífl-
an stæðist áhlaup flóðs og ísjaka, nái
aurburðurinn að fylla upp í lónbotn-
inn alveg upp að inntaki virkjunar-
innar. Vitað er að bæði í hlaupum í
Jöklu árið 1890 og aftur 1963 var áin “
þykk af framburði.
Dregur úr rofhættu
Flatarmál lónsins
minnkar umtalsvert en
miðað við núverandi
hönnun Hálslóns er gert
ráð fyrir að það verði 57
ferkílómetrar að hausti
en 21 km2 að vorlagi, því
munu 36 km2 standa á
þurru með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum
vegna áfoks og upp-
blásturs. Verði há-
markshæð lónsins lækk-
uð í 600 metra í stað
625metra mun sveiflan
milli hámarks- og lág-
marksvatnshæðar í lón-
inu minnka verulega eða
úr 75 metrum í 50
metra. Því mun miklu
minna landssvæði
standa upp úr að vori
sem dregur umtalsvert
úr rofhættu og þar með
hættu á víðtækri gróð-
ureyðingu. Þrátt fyrir
yfirlýsingar hefur ekki enn fundist
raunhæfari mótvægisaðgerð en þessi,
að lækka lónhæðina.
Friðlýsta svæðið
í Kringilsárrana
Verði lónhæð lækkuð munu ómet-
anlegar jarðfræðiminjar, fag-
urgrænir töðuhraukar frá framhlaupi
Brúarjökuls árið 1890 sem eru ein-
stakir á heimsmælikvarða, að miklu
leiti varðveitast. Miðað við fulla lón-
hæð mun merkilegasti hluti þeirra
sökkva í lónið en það er sá hluti sem
er best gróinn og liggur lægst.
Þá er ljóst verði hámarkshæð lóns-
ins lækkuð munu farleiðir hreindýra
við jaðar Brúarjökuls haldast og
þannig verður hjörðunum áfram
kleift að nýta Kringilsárrana sem
burðarsvæði. Auðvitað væri enn
betra að takmarka hámarkshæð við
580 metra en þá væru fallegustu set-
hjallarnir sem mynduðust við tæm-
ingu Hálslóns hins forna fyrir nokkur
þúsund árum síðan líka ávalt uppúr.
Enn einn ávinningur er að Töfrafoss í
Kringilsá mun áfram berast í beljandi
boðaföllum fram af fossbera sínum
allt árið um kring.
Áhrif á orkuframleiðslu
Auðvitað er ljóst að það að lækka
lónhæð mun draga úr orkufram-
leiðslugetu virkjunarinnar því þarf að
bæta við af landskerfinu til að full-
nægja orkuþörf álversins á Reyð-
arfirði. Nú þegar álæðið virðist að
mestu runnið af ráðamönnum verður
vonandi að bið á fleiri álbræðslum og
því ætti að vera að hægt að nýta þá
orku sem eyrnamerkt hefur verið
stóriðju til bæta við það sem upp á
vantar verði lónhæð lækkuð við Kára-
hnjúka.
Þá kunna hraðar loftslagsbreyt-
ingar að draga úr þörfinni fyrir svo
stórt miðlunarlón þar sem vetur eru
orðnir mun mildari og bráðnun verð-
ur meirihluta ársins. Ekkert bendir
til annars en að hitastig muni heldur
fara hækkandi á næstu árum. Ef svo
heldur fram sem horfir er ekki víst að
verulega dragi úr orkuframleiðslu þó
að lónhæð verði lækkuð.
Hvað er ásættanlega áhætta er
umdeilt. Engu að síður er það skylda
stjórnvalda að skoða möguleg raun-
veruleg viðbrögð við þeirri staðreynd
Kárahnjúkavirkjun, stærsta fram-
kvæmd Íslandssögunnar, stendur
ekki á traustum stoðum og kann að
vera ógnað af stórflóðum. Einn
möguleiki er að lækka lónhæð og ná
þannig fram auknu öryggi, draga
verulega úr áhættu og náttúran fær
að njóta vafans.
Allur er
varinn góður
Ásta Þorleifsdóttir skrifar
um Kárahnjúkavirkjun
Ásta Þorleifsdóttir
» Þrátt fyriryfirlýsingar
hefur ekki enn
fundist raun-
hæfari mótvæg-
isaðgerð en
þessi, að lækka
lónhæðina.
Höfundur er jarðfræðingur.
Sagt var: Helluvatn er mikið dýpra en Selvatn.
RÉTT VÆRI: … miklu dýpra en Selvatn.
Gætum tungunnar
FÍFULIND 5, BJALLA 302 - 201 KÓP.
SÖLUSÝNING Í DAG MILLI KL. 15.00 OG 16.00
Björt og falleg 3ja herbergja 83,4 fm íbúð á 2. hæð í mjög vel
viðhöldnu fjölbýli á þessum góða stað í Kópavogi. Tvö rúmgóð
herbergi. Baðherbergi með baðkari og sturtu. Þvottahús inn af
baðherbergi. Nýlega er búið að mála húsið að utan og gang í
sameign. Stutt í alla þjónustu, skóla og verslanir.
Verð 22,1 millj.
Guðbjörg G.
Sveinbjörnsdóttir
viðskiptastjóri
gudbjorg@domus.is
s. 899 5949/440 6011
Laugavegi 97, Reykjavík, sími 440 6000
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
Ásholt - Miðbær
Mjög fallegt 130 fm, tvílyft
raðhús auk stæðis í
bílageymslu í mjög eftirsóttu
húsi með sérlega fallegum
garði. Eignin skiptist m.a. í
forstofu, snyrtingu, hol,
eldhús, stofu/borðstofu,
sjónvarpshol, þrjú herbergi
og baðherbergi. V. 39,5 m.
6077
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú og vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar