Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Rokk-söngvarinn Magni Ásgeirsson er kominn í úr-slit raunveruleika-þáttarins Rockstar: Supernova. Næsta þriðjudags- og miðvikudags-kvöld mun hann keppa um hylli hjóm-sveitarinnar ásamt þeim Lukasi, Toby og Dilönu. Magni er mjög ánægður með stöðu sína og öll þau fjöl-mörgu at-kvæði sem Ís-lendingar og fleiri hafa gefið honum. Hann bjóst við að verða sendur heim í þessari viku og þeirri seinustu. Hann hefur nú tekið upp smá-skífu með Supernova líkt og hinir kepp-endurnir, þar sem skífan þarf að vera til-búin þegar úr-slitin koma í ljós. Segir Eyrún Huld Haraldsdóttir, unn-usta Magna, að upp-tökurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig hjá honum. Icelandair hefur nú boðið Eyrúnu og nánustu fjöl-skyldu Magna til Los Angeles til að vera við-stödd úrslita-þáttinn. Fjöl-skyldan er að vonum spennt þótt sauðfjár-réttir muni kannski koma í veg fyrir ferða-lag vestur um haf. Magni kominn í úr-slit Morgunblaðið/Eggert Magni Ásgeirsson Fyrir viku urðu ein alvar-legustu á-tök milli borgara og Lög-reglunnar í Reykja-vík sem upp hafa komið lengi. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu-bílum og beitti lög-reglan sér-hönnuðum óeirða-skjöldum, kylfum, gjallar-hornum og tára-gasi til að verjast æstum múg við Skeifuna. Ung-menni, 16-18 ára, höfðu safnast saman í Skeifunni skammt frá sal Húnvetninga-félagsins þar sem fram fór teiti á vegum eldri ung-menna. Þegar lög-reglan kom á staðinn gerðu ung-mennin mikinn að-súg að lög-reglunni og litlu munaði að lög-reglan yrði undir í á-tökunum, þrátt fyrir að lögreglu-mennirnir væru um 30. Ung-lingarnir voru hins vegar 150-200. Níu ung-lingar voru handteknir og hafa alla vega tveir for-eldrar kvartað undan verk-lagi lögreglunnar. Drengur handleggs-brotnaði undan kylfu-höggum lög-reglunnar, og móðir 18 ára ung-lings fékk rangar upp-lýsingar um fanga-vist piltsins. Ingimundur Einarsson vara-lögreglu-stjóri í Reykja-vík segir að lög-reglan sé reiðu-búin að biðjast af-sökunar á mis-tökum. Ráðist á lög-regluna Prins fæddur í Japan Á þriðju-daginn fæddi japanska prins-essan Kiko svein-barn. Hún og prinsinn Akishino eiga nú þegar tvær dætur. Japanir glöddust mikið yfir fæðingunni, því drengurinn mun erfa krúnuna, en hún hefur erfst í karl-legg í 2.600 ár. Irwin stunginn til bana Ástralski krókódíla-maðurinn Steve Irwin, sem þekktur var fyrir sjónvarps-þætti sína um villt dýr, lést á mánu-daginn. Hann var að gera heimilda-mynd um sting-skötur sem hafa eitraðan brodd á halanum. Irwin var að synda þegar sting-skata stakk hann í brjóstið og hann dó. Kampusch veitir við-tal Natascha Kampusch, austur-ríska stúlkan sem var í haldi mann-ræningja í 8 ár, kom fram í sjón-varpi á miðviku-daginn. Hún lýsti þar veru sinni hjá mann-ræningjanum og hvernig henni tókst að flýja þegar hann gleymdi sér í símanum augna-blik. Stutt Ellefu ára drengur var með nokkur grömm af fíkni-efnum á sér þegar lög-reglan í Reykja-vík talaði við hann. Segist lög-reglan aldrei áður hafa haft af-skipti af svo ungu barni áður vegna fíkni-efna. For-stjóri Barna-verndar-stofu segir eitt til tvö svipuð til-vik hafa komið upp á undan-förnum árum. Drengurinn sagði fyrst að hann hefði fundið efnin og ætlaði að selja þau. Síðar sagðist hann geta út-vegað meira. Þetta þykir sýna hörkuna í fínkiefna-heiminum, að þeim sem selja fíkni-efni er alveg sama þótt það séu börn sem fá fíkni-efnin, svo lengi sem þeir fá borgað. Ellefu ára með fíkni-efni Tony Blair, forsætis-ráðherra Bret-lands, hefur stað-fest að hann muni stíga af ráðherra-stóli innan árs. Blair segir að næsti fundur hans með Verkamanna-flokkunum, sem verður haldinn eftir 3 vikur, verði hans síðasti. Miklar deilur hafa staðið undan-farið í þing-flokki Verkamanna-flokksins og þing-menn sagt af sér, því þeir voru ó-sáttir við að Blair vildi ekki segja hvenær hann myndi hætta. Blair hefur þó ekki tíma-sett nákvæm-lega hvenær hann lætur af em-bætti en hann sagðist ætla að gera það seinna, þegar það væri í þágu þjóðarinnar. „Ég tel að það sé mikil-vægt að við áttum okkur á því að það eru hags-munir þjóðarinnar sem njóta for-gangs og að við höldum áfram,“ sagði Blair. Aðstoðar-menn Blair neita því að ákveðið hafi verið að hann hætti sem leið-togi flokksins 4. maí, daginn eftir sveitar-stjórnar-kosningar í Bret-landi. En 1. maí hefur hann verið forsætis-ráðherra í 10 ár. Lík-legur eftir-maður Blairs er fjármála-ráðherrann Gordon Brown. Reuters Tony Blair Blair víkur innan árs George W. Bush Bandaríkja-forseti hefur viður-kennt til-vist leyni-legra fang-elsa, þar sem hátt-settir aðilar al-Qaeda hafa verið í haldi. Hann til-kynnti einnig að réttað yrði yfir 14 með-limum al-Qaeda hryðjuverka-samtakanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Hingað til hafa fangar sem teknir hafa verið höndum í hinu svo-kallaða stríði gegn hryðju-verkum, verið kallaðir „ólög-legir stríðs-menn“, og hefur ekki verið fylgt ákvæðum Genfar-sátt-málans við yfir-heyrslur og með-ferð á þeim. Með því að flytja hryðju-verkamennina breytist það. Stutt er í þing-kosningarnar í nóvember og er talið að með þessu skrefi hafi Bush tekist að beina um-ræðu um hryðju-verk í nýjan far-veg. Hryðju-verka-menn yfir-heyrðir Reuters George W. Bush Á miðviku-daginn töpuðu Íslend-ingar fyrir Dönum 2:0 á Laugardals-velli í undan-keppni Evrópu-mótsins í knatt-spyrnu. Helgina á undan unnu Íslend-ingar Norður-Íra 3:0 í Belfast. „Ég held að við höfum ekki verið nógu ein-beittir frá fyrstu mínútu. Það var allt til staðar til að spila góðan leik en það var erfitt við þetta að eiga þegar við fengum mark á okkur svo snemma leiks. Það sló okkur út af laginu. Það vantaði ekkert upp á bar-áttuna í liðinu og viljann en ég held að við höfum fært þeim 3 ó-dýr stig með grundvallar-mistökum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, fyrir-liði ís-lenska lands-liðsins, Íslend-ingar hafa aldrei unnið Dani og þetta var í 15. skipti sem þeir tapa fyrir þeim í 19 leikjum á 60 árum. Ísland er nú með 3 stig eftir tvo fyrstu leikina í F-riðli Evrópu-keppninnar og marka-töluna 3:2. Næsti leikur er gegn Lettum í Ríga 7. október. Morgunblaðið/Árni Torfason Eiður Smári í bar-áttunni. Danir sigruðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.