Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 10.09.2006, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 65 menning Nýr umboðsaðili fyrir Sandvik renniverkfæri á Íslandi Þann 1. september 2006 tók Fossberg ehf. upp samstarf við Sandvik Coromant og verður hér eftir einkaumboðsaðili fyrir vörur fyrirtækisins á Íslandi. Til að kynna breytingarnar bjóðum við rennismiðum til morgunverðarfundar á: Nordica hótel, mánudaginn 11. september, kl. 9:00-10:30 Þar munu tæknimenn frá Sandvik kynna vörur og þjónustu Sandvik Coromant og farið verður yfir hvernig staðið verður að sölu og þjónustu á þessum vörum. Margar spennandi nýjungar verða einnig kynntar á fundinum. B jö rg vi n Ó sk ar ss on , g sm :6 92 -7 46 4 Dugguvogi 6 Sími: 5757 600 www.fossberg.is Tveir öflugir taka höndum saman Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is Tryggðu þér einstaka borgarferð. Terra Nova býður helgarferðir í október í beinu flugi til þessarar stórkostlegu borgar í hjarta Evrópu. Tallinn er í dag afar vinsæll áfangastaður í borgarferðum, enda býður borgin einstakt mannlíf, menningu og skemmtun. Þú velur um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Tallinn og spennandi kynnisferðir með fararstjórum Terra Nova. Kr. 19.990 Tallinn í haust frá kr.19.990 - SPENNANDI VALKOSTUR Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð. 29. október. Netverð á mann. Kr. 36.734 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 15. okt. í 3 nætur á Hotel L´Ermitage með morgunmat. BRESKI leikstjórinn Ken Loach á að baki litríkan og eftirminnilegan feril. Frá því á níunda áratugnum hefur hann sent frá sér fjöldann allan af aðkallandi myndum þar sem tekist er á við mörg af viðkvæmustu og flóknustu samfélagsmálum líðandi stundar. Í sínu nýjasta verki lítur hann hins vegar um öxl, en Vind- urinn sem skekur byggið greinir frá upphafsárum borgarastríðsins á Ír- landi og þeim átökum sem gerðu Írska lýðveldisherinn að þeirri sam- félagsstofnun sem hann hefur verið þar í landi bróðurhluta tuttugustu aldarinnar. Fyrir myndina hlaut Loach Gullpálmann á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes nú í vor og hafa sum- ir litið á myndina sem hápunktinn á ferli leikstjórans. Því er ég að vísu ekki sammála – myndin hefur af ákveðna veikleika hvað formgerð og flæði varðar en hér er vissulega á ferðinni athyglisvert verk. Sagan snýst um tvo bræður, þá Damien (Cillian Murphy) og Teddy (Padraic Delaney) en sá fyrrnefndi er um það bil að halda til Lundúna í sérnám í læknisfræði þegar myndin hefst. Tom er hins vegar meðlimur í IRA og mikill baráttumaður fyrir sjálf- stæði Írlands. Damien snýst á sveif með bróður sínum eftir að hafa orðið vitni að grimmilegum aðferðum bresku nýlenduhermannanna í sinni heimasveit. Við tekur blóðug barátta sem Loach gerir vel skil en myndin er metnaðarfull og leitast við að segja umfangsmikla sögu. Frásögninni lýkur því ekki þegar friðarsamningur næst við England og Írum er veitt heimastjórn. Hér tekur við tímabil sem er bæði flókið og harmrænt, en umtalsverður hluti írsku uppreisnar- mannanna getur ekki sætt sig við þennan takmarkaða sigur og bar- áttan snýst nú inn á við, og Írar berj- ast við Íra, og bróðir við bróður. Ekki er hægt annað en að hrósa Loach fyr- ir að að fylgja sögulegum veruleika jafn langt og það tekst honum án þess að glata dramatískum slag- krafti. Veikleikarnir eru samt nokkr- ir og sérstaklega taka þeir að birtast þegar pólitískt landslagið flækist og myndin vill koma skilaboðum sínum á framfæri. Loach er mikið í mun að áhorfendur skilji um hvað málin snú- ast en því miður leiðir það til þess að samræður verða oft stirðar og heilu myndskeiðin virðast einkum þjóna kennslufræðilegu hlutverki. Þetta dregur mátt úr mynd sem að öðru leyti er vel gerð og skartar frábærum leikurum í öllum hlutverkum. Bræður munu berjast Kvikmynd IIFF. Regnboginn Leikstjórn: Ken Loach. Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Padraic Delaney, Liam Cunningham. Handrit: Paul Laverty. Bret- land, 127 mín. Vindurinn sem skekur byggið (The Wind That Shakes the Barley)  Reuters Áhugaverð Gagnrýnandi er ekki sammála því að myndin sé hápunkt- urinn á ferli leikstjórans Loach þó hún sé vissulega áhugaverð. Heiða Jóhannsdóttir Raycharles „Ray“ LaMont-agne sækir sér innblásturí reynsluna, því hann áttierfiða æsku og tók drjúg- an tíma að koma sér á framfæri sem tónlistarmaður þó allt hafi gengið honum í haginn á síðustu árum. Hann ólst upp hjá móður sinni í hópi sex systkina sem öll áttu mismun- andi feður. Faðir hans stakk af skömmu eftir að hann fæddist og næstu árin var móðir hans á ferðinni með barnaskarann, sífellt í leit að betra lífi og betri aðstæðum fyrir sig og börnin. Eins og gefur að skilja var húsnæðið sem þau þurftu að sætta sig við mis-gott og á milli þess sem þau komust í þokkalegt húsnæði bjuggu þau í tjaldi í garði kunningja, bíl eða hænsnakofa svo dæmi séu tekin. Heillaður af Stephen Stills Það kemur kannski ekki á óvart að Ray LaMontagne rakst illa í skóla – var hvað eftir annað að byrja í nýjum skóla og náði að vonum illa að sam- samast hópnum. Einhvernveginn tókst honum þó að ljúka miðskóla og að því loknu flutti hann að heiman til að standa á eigin fótum. Næstu fjögur ár fóru í ýmiskonar vinnu, en síðan fékk hann vitrun, eða svo lýsir hann þeirri lífsreynslu sinni þegar hann heyrði í Stephen Stills flytja lagið Tree Top Flyer. Um það leyti vann LaMontagne í skófabrikku og þurfti að vera árrisull. Ein morg- uninn vaknaði hann síðan við Tree Top Flyer í útvarpsklukkunni sinni og varð svo heillaður að hann mætti ekki í vinnuna þann daginn, heldur leitaði hann uppi eintak af Stills plöt- unni sem hafði að geyma einmitt þetta lag (Stills Alone) og eftir það komst ekkert annað að hjá honum en að syngja. Sjálfmenntaður söngvari LaMontagne kenndi sér sjálfur að syngja á ósköp einfaldan hátt, hann lærði utananað lögin á plötunni og fetaði sig síðan í gegnum Crosby, Stills & Nash, Bob Dylan, Joni Mitchell, Neil Young, Ray Charles og Otis Redding. Smám saman lærði hann að syngja rétt og sumarið 1999 var hann búinn að nurla saman fyrir prufuupptökum, tíu laga safn. Hann rekur söguna svo að það hafi verið ákveðið áfall fyrir hann að heyra sjálfan sig syngja, en hann komst fljótt yfir það og byrjaði að troða upp í litlum klúbb, hita upp fyrir hina og þessa. Einn af þeim sem sáu hann syngja varð svo hrifinn að hann sendi honum tölvupóst sem LaMontagne svaraði og smám saman urðu þeir pennavin- ir. Á endanum fékk pennavinurinn LaMontagne til að koma og spila á skemmtun í fyrirtækinu sem hann starfaði hjá í Portland í Maine. Þá tók lukkuhjólið að snúast því meðal gesta var fylkisstjóri Maine sem var svo ánægður með frammistöðu LaMontagne að hann bauð honum með sér á Willie Nelson og kynnti hann fyrir frammámanni hjá rétt- indafyrirtækinu Chrysalis. Réttindafyrirtæki semja við tón- listarmenn um að innheimta fyrir þá höfundarréttar- og flutningsgjöld, en gefa ekki út tónlist sjálf. Svo ánægðir voru yfirmenn Chrysalis Music þó að fyrirtækið fjármagnaði upptökur á fyrstu eiginlegu breiðskífu LaMont- agne sem fékk heitið Trouble eftir einu lagi hennar. Upptökur tóku tvær vikur og að þeim loknum hófst leit að útgefenda sem lyktaði með því að RCA tók plötuna að sér og gaf út vestan hafs haustið 2004. Rólega af stað Trouble fór rólega af stað, seldist þokkalega og með góðri stígandi, ekki síst þegar LaMontagne byrjaði tónleikaferð til að fylgja plötunni eft- ir. Hún var svo gefin út í Evrópu seint í síðasta mánuði. Tónlistin sem Ray LaMontagne spilar er ekki flókin í sjálfu sér, gríp- andi jass og blússkotin popptónlist – einkar dægileg og áferðarfalleg. Röddin er aftur á móti sérstök í meira lagi, grófur dimmur tenór löðrandi í tilfinningu og trega. Henni verður trauðla lýst, en menn grípa þó til samlíkinga við Tim Buckley eða Van Morrison. Trouble er nýkomin út hér á landi líkt og víðar í Evrópu, en eins og get- ið er nokkuð um liðið síðan platan kom út vestan hafs. Þar kom einmitt út önnur breiðskífa Ray LaMont- agne, Till the Sun Turns Black, fyrir rúmri viku. Tilfinning og tregi Tregi Raycharles „Ray“ LaMontagne syngur tregasöngva af eigin reynslu. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.