Morgunblaðið - 10.09.2006, Síða 70
70 SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
menning
Frönskunámskeið
hefjast 18. september
Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna.
Taltímar og einkatímar.
Viðskiptafranska og lagafranska.
Námskeið fyrir börn.
Kennum í fyrirtækjum.
Tryggvagata 8,
101 Reykjavík,
fax 562 3820.
Veffang: www.af.is
Netfang: alliance@af.is
Innritun í síma
552 3870
til 16. sept.
© DARGAUD
FRÁBÆRT
GROIN!
GROIN!
OG
SVO...
ÞENNAN KANN
ÉG EKKI GROIN
ÉG VERÐ AÐ FARA
GROIN
HÚN ER
HEIT
!?!
NÚ ER NÓG KOMIÐ ADDA!
HANN ER ÁGÆTUR ÞESSI
GUNNI EN EF ÞÚ SEGIR
SVONA GRÓF ORÐ AFTUR
ÞÁ....
ÞETTA GENGUR
EKKI LENGUR
AAAAHHHHHH!! HVAÐ
ERTU AÐ
GERA?
HRINGJA Í
PABBA
HANS!
GOTT KVÖLD HERRA. ÉG ER
PABBI HENNAR ÖDDU.
ÞAÐ ER KOMIÐ UPP
SVOLÍTIÐ VANDAMÁL
EFTIR AÐ GUNNI KOM Í
HEIMSÓKN TIL OKKAR
ÞETTA ER ALVEG
ÓTRÚLEGT! ÉG ÆTLAÐI
EINMITT AÐ HRINGJA Í
ÞIG OG SEGJA ÞAÐ
SAMA
BORÐAÐU
MATINN
ÞINN
NEI, ÉG ER
HÆTTUR AÐ
BORÐA
SVÍNAKJÖT
Kalvin & Hobbes
MIG DREYMDI EKKERT
SMÁ SKRÝTINN DRAUM
Í NÓTT!
ÉG VAR AÐ SLÁST
VIÐ BLÓÐÞYRSTAN
KÖTT
HVAÐ HELDURÐU AÐ
DRAUMURINN ÞÝÐI?
HANN ÞÝÐIR AÐ ÞÚ KEMUR
TIL MEÐ AÐ SOFA Á GÓLFINU
Í FRAMTÍÐINNI, FÁVITI!
Kalvin & Hobbes
AF HVERJU MÁ ÉG EKKI VAKA
LENGUR? ÞIÐ MEGIÐ ÞAÐ!
ÞETTA ER EKKI
SANNGJARNT!
LÍFIÐ ER EKKI
SANNGJARNT KALVIN
ÉG VEIT. EN AF HVERJU ER
ÞAÐ ALDREI ÓSANNGJARNT
MÉR Í HAG?
Kalvin & Hobbes
GEIMKÖNNUÐURINN, SPIFF,
ER Á FLÓTTA UNDAN
RISAVAXINNI GEIMVERU...
HANN SÉR GEIMSKIPIÐ
SITT OG HRAÐAR SÉR Í
ÁTTINA TIL FRELSIS
EN ÞAÐ ER UM SEINAN.
GEIMVERAN HEFUR NÁÐ
HONUM. ÞETTA ER BÚIÐ!
ALLT
BÚIÐ!
ÉG VAR BÚIN AÐ
SEGJA ÞÉR ÞAÐ
ÞRISVAR AÐ FRÍ-
MÍNÚTURNAR
ERU BÚNAR
Svínið mitt
Rannsóknastofa í vinnu-vernd (RIV) stendur fyr-ir fyrirlestraröð annanhvern mánudag í haust.
Guðbjörg Linda Rafnsdóttir er
stjórnarformaður RIV: „Alls verða
fluttir sex fyrirlestrar sem byggj-
ast á margvíslegum íslenskum
rannsóknarniðurstöðum sem tengj-
ast vinnuumhverfis- og vinnumark-
aðsmálum,“ segir Guðbjörg Linda.
„Fyrirlestrarnir standa öllum opnir
og kostar ekkert að sækja þá. Fyr-
irlestrarnir verða haldnir í stofu
102 í Lögbergi, húsnæði Háskóla
Íslands og hefjast kl. 12.20 og áætl-
að að hver þeirra vari í klukku-
stund.“
Næstkomandi mánudag mun Sig-
urður Thorlacius, dósent í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands, halda
fyrsta fyrirlestur haustsins, sem
ber yfirskriftina Er ekki pláss fyrir
fólk með skerta færni á íslenskum
vinnumarkaði: „Í erindi sínu mun
Sigurður einkum koma inn á þætti
sem lúta að fjölgun öryrkja á Ís-
landi undanfarin ár, orsakir þeirrar
fjölgunar, tengsl atvinnuleysis ann-
ars vegar og heilsubrests og örorku
hins vegar. Hann mun einnig fjalla
um helstu þröskulda í vegi auk-
innar atvinnuþátttöku fólks með
skerta færni á vinnumarkaði og
hvað helst sé til ráða til að bæta
þar úr,“ segir Guðbjörg Linda.
„Undanfarin misseri hefur fjölg-
un öryrkja á Íslandi verið í kast-
ljósinu enda mikið hagsmunamál
fyrir bæði einstaklinga og sam-
félag. Í þessu sambandi er nauð-
synlegt að huga að því hvort það
vinnufyrirkomulag sem tíðkast víð-
ast á Íslandi í dag henti ekki til-
teknum hópi fólks á vinnufærum
aldri,“ útskýrir Guðbjörg.
25. september verður annar fyr-
irlestur vetrarins. Þá mun dr. Sig-
rún Gunnarsdóttir rannsakandi og
þróunarráðgjafi hjá LSH velta upp
spurningunni Hafa stjórnendur
áhrif á líðan starfsmanna á Land-
spítala háskólasjúkrahúsi?, en fyr-
irlestur sinn byggir Sigrún á rann-
sóknargögnum sem hún aflaði í
tengslum við doktorsverkefni sitt í
heilbrigðisvísindum.
Hjálmar G. Sigmarsson mann-
fræðingur mun 9. október flytja
fyrirlesturinn Ég hef áhyggjur af
þessu þar sem hann ræðir um mik-
ilvægi vinnu fyrir sjálfsmynd-
arsköpun Íslendinga.
Margrét Einarsdóttir mun 23.
október velta fyrir sér spurning-
unni Til hvers löggjöf um vinnu
barna og unglinga? og dr. Árelía
Eydís Guðmundsdóttir, lektor við
viðskipta- og hagfræðideild HÍ,
mun 6. nóvember halda fyrirlest-
urinn Er góð stjórnun hluti af
vinnuvernd starfsmanna?
Síðasta fyrirlestur ársins flytur
dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor í
hjúkrunarfræði, 20. nóvember. Hún
kallar erindi sitt Af konum í ís-
lenskum raunveruleika: Heilsufar
og vinnuaðstaða hjúkrunarfræð-
inga, kennara og flugfreyja.
Rannsóknastofa í vinnuvernd er
þverfagleg rannsókna- og fræðslu-
stofa sem starfrækt er af Vinnueft-
irlitinu og Háskóla Íslands. Nánari
upplýsingar um RIV og fyrirlestr-
ana í haust má finna á slóðinni
www.riv.hi.is.
Atvinna | Fyrirlestrar annan hvern mánudag
Öryrkjar og
atvinna
Guðbjörg
Linda Rafns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1957.
Hún lauk stúd-
entsprófi frá
Mennta-
skólanum við
Sund, B.A.-prófi
í félagsfræði frá
Háskóla Íslands og mastersprófi
og síðar doktorsprófi frá Háskól-
anum í Lundi í Svíþjóð. Guðbjörg
hefur starfað við fræðslu og rann-
sóknir hjá Vinnueftirlitinu frá því
1994 og í Háskóla Íslands frá
1996, nú sem dósent. Guðbjörg
Linda er stjórnarformaður Rann-
sóknastofu í vinnuvernd.