Morgunblaðið - 10.09.2006, Side 73
borðað fulllítið (nokkuð sem hún
gerir reyndar dag hvern). Hilton
hefur hins vegar svarað fyrir sig og
segir að allt sem hún geri sé blásið
upp og það særi hana verulega.
Hún bætti því við að hún hefði
verið á höttunum eftir hamborgara
er hún var stöðvuð. Hún hefði ekki
verið búin að setja matarbita í sig
allan daginn og því verið glorsoltin.
Stefnan hefði verið tekin á hamborg-
arastaðinn In-N-Out Burger.
„Hugsanlega gaf ég aðeins of mik-
ið inn en ég var bara mjög hungruð í
þennan tiltekna hamborgara!“ lýsti
hún yfir. Hún bætti því við að hún
hefði drukkið eitt glas af hinu fræga
hanastéli Margarítu.
Ef Hilton verður sek fundin gæti
hún átt yfir höfði sér sex mánuði í
fangelsi. Líklegra er þó að hún verði
látin borga sekt, sinna samfélags-
störfum og svo skikkuð í meðferð.
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Efstastig
Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2006 73
dægradvöl
1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3
Db6 6. Be2 Rh6 7. Bxh6 gxh6 8. Dd2
Bg7 9. O-O O-O 10. Ra3 Bd7 11. Rc2
cxd4 12. cxd4 f6 13. exf6 Hxf6 14. b4 a6
15. a4 Hxf3 16. a5 Da7 17. Bxf3 Rxd4
18. Ha3 Hc8 19. Rxd4 Dxd4 20. Hd3
Df6 21. He1 Bc6 22. Hde3 He8 23. Bh5
He7 24. Hf3 Dh4
Staðan kom upp á minningarmóti
Stauntons sem fór fram fyrir skömmu
á Englandi. Enski ofurstórmeistarinn
Michael Adams (2732) hafði hvítt gegn
landa sínum og stórmeistaranum
Jonathan Levitt (2431). 25. Hxe6!
Hxe6 26. Bf7+ Kh8 27. Bxe6 hvítur
hefur nú léttunnið tafl. 27…d4 28. Hf4
Dg5 29. g3 De5 30. Bc4 h5 31. De2
Dd6 32. b5 axb5 33. Bxb5 Dc5 34.
Bxc6 Dc1+ 35. Kg2 Dxc6+ 36. Df3 og
svartur gafst upp.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
EM í Varsjá.
Norður
♠ÁKG75
♥Á103
♦103
♣752
Vestur Austur
♠D983 ♠104
♥965 ♥KG72
♦G965 ♦K8
♣84 ♣D10963
Suður
♠62
♥D84
♦ÁD742
♣ÁKG
Suður spilar 3G og fær út tíg-
ulfimmu.
Eins og landið liggur er vandalaust
að vinna þetta spil, enda vafðist það
ekki fyrir keppendum opna flokksins.
En legan er ekki alltaf svona góð og
Svíinn Fredrik Björnlund fann leið
til að tryggja níu slagi í öllum stöð-
um. Hann dúkkaði tígulkóng austurs
og drap næsta slag á tígulás. Tók síð-
an ÁK í spaða, fór heim á laufás og
spilaði tígluldrottningu og meiri tígli.
Þannig fríspilaði hann áttunda slag-
inn á tígul og sá fyrir því um leið að
vestur yrði að gefa þann níunda.
Björnlund þessi var makker Peters
Fredins, sem var sendur heim í
miðju móti fyrir agabrot gagnvart
liðinu.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Krossgáta
Lárétt | 1 gekk til þurrð-
ar, 4 romsar, 7 hreysi, 8
rödd, 9 missir, 11 efn-
islítið, 13 hræðslu, 14
hótun, 15 görn, 17 reikn-
ingur, 20 greinir, 22 legg
að velli, 23 auðskilin,
24 blóðlitað, 25 rífur í
tætlur.
Lóðrétt | 1 hnikar til, 2
árás, 3 hreint, 4 kauptún,
5 barðir, 6 nagdýr, 10
tormerki, 12 frístund, 13
eldstæði, 15 daunn, 16 lít-
illar flugvélar, 18 fnykur,
19 gengur, 20 annað, 21
dægur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 fjandmenn, 8 líður, 9 nætur, 10 fín, 11 tommi,
13 innst, 15 skort, 18 strák, 21 urt, 22 látin, 23 eykur, 24
fagurkeri.
Lóðrétt: 2 Júðum, 3 Narfi, 4 munni, 5 nýtin, 6 flot, 7
hrút, 12 mær, 14 nýt, 15 súld, 16 ostra, 17 tunnu, 18
stekk, 19 ríkur, 20 karp.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Kentárar eru í mannslíki að ofanen hestslíki að neðan. Hvaða ís-
lenskt orð samsvarar eða lýsir
skepnu af þessu tagi?
2 Nóbelsverðlaunin eru veitt fyrirafrek í öllum helstu vís-
indagreinum en ekki stærðfræði,
svo furðulegt sem það er. Hver er
ástæðan?
3 Íslandsbanki heitir nú Glitnireins og kunnugt er en hvað
merkir orðið?
4 „Á Valhúsahæðinni er verið aðkrossfesta mann,“ segir í kvæði
Steins Steinars en hvernig er nafnið
á hæðinni komið til?
5Margir hafa gaman af kross-gátum en hvar og hvenær birtist
sú fyrsta?
Spurt er…
dagbok@mbl.is
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Jan Dahl Tomasson. 2. Strákagöngin.
3. Biblían var túlkuð þannig, að aðeins
mætti éta kjöt af klaufdýrum. 4. 1.970 m.
5. Í ensku.
Sveitasöngvarinn Toby Keith hef-ur ekki einungis vakið athygli
fyrir söng, spilamennsku og plötu-
sölu heldur er hann orðinn tákn fyrir
hina íhaldssömu Ameríku; þar sem
hann veifar flaggi ótt og títt og lof-
samar þau stórkostlegu gildi sem
hafa gert Bandaríkin að fyrirmynd
annarra
ríkja í heimi
hér. Keith,
eins og svo
margir koll-
egar, hefur
nú stigið sín
fyrstu skref á framabraut kvik-
myndanna og leikur aðalhlutverkið í
kvikmyndinni Broken Bridges sem
frumsýnd var í vikunni í kvikmynda-
húsum en auk þess var myndin sýnd
á hinum og þessum herstöðvum
Bandaríkjanna fyrir tilstuðlan gervi-
hnattar. Auk Keiths koma Kelly
Preston, Burt Reynolds og Willie
Nelson fram í myndinni.
Keith segist hafa notið góðrar
leiðsagnar, bæði frá kennara en
einkum hafi Burt gamli Reynolds
verið liðlegur. Keith samdi tónlistina
fyrir myndina ásamt Randy
Scruggs en síðasta plata Keiths ber
hið skemmtilega heiti White Trash
with Money. Af þekktum lögum
Keiths má nefna „Get Drunk and Be
Somebody“, „I Love This Bar“ og
„American Soldier“.
Keith, sem er 45 ára, segist ekki
ætla að varpa sér af neinum krafti í
kvikmyndabransann en næsta mynd
ber eins og stendur vinnutitillinn
Beer for My Horses.
Reuters
Þriðja leðurblakan Bandaríski söngvarinn Meat Loaf er hreint ekki dauður úr öllum æðum og á dögunum kom út
ný plata með kappanum, Bat Out of Hell III: The Monster Is Loose. Myndin er tekin í Hong Kong þar sem Meat
Loaf var staddur við kynningu á plötunni og tók hann meðal annars lagið fyrir viðstadda af þessu tilefni.