Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 20

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarna tvo sunnu- daga hefur Morgun- blaðið leitað svara við þeirri spurningu hvort Ísland sé barnvænt samfélag. Sumir vilja meina að börn hafi sjaldan eða aldrei þjáðst af meiri depurð og að ástæðurnar séu meðal annars þær, að samfélagið þrýsti á þau að fullorðnast fyrir aldur fram, sem og stigmagnandi hraði og streita, tímaleysi, versnandi andleg og líkamleg næring, skortur á ótrufl- uðum og skapandi leik, sem hvorki útheimtir sjónvarp né tölvu, og tak- mörkuð samvera með fjölskyldunni. Aðstæður barnafólks á Norður- löndum koma nokkuð við sögu í um- ræðunni um það hvernig er að vaxa úr grasi í nútímanum. Baldur Krist- jánsson, dósent í þroskasálfræði og uppeldisgreinum við Kennaraháskóla Íslands, spyr í kafla sem hann skrifar í nýútkominni sýnisbók um norræna barnæsku, Nordic Childhoods and Early Education, hvernig það sé fyrir ung börn að alast upp á Norður- löndunum og á Íslandi. Þar beinir hann sjónum að því sem hann kallar „norræna barnamiðun“ í samfélögum Norðurlanda annars vegar og hins vegar að norræna velferðarkerfinu. Fram kemur að málefni tengd börn- um hafa lengi verið sérlega útbreidd í félagslegri og pólitískri umræðu á Norðurlöndum og Baldur veltir því meðal annars fyrir sér hvort barnið sem slíkt sé miðpunktur í félagslegri og pólitískri umræðu eða í velferðar- kerfinu hér á landi líka. „Varla, ef marka má fyrirliggjandi rannsóknir. Ísland sker sig greini- lega úr hinum Norðurlöndunum þeg- ar miðað er við hlutfall útgjalda af þjóðarframleiðslu sem varið er til barna. Árin 1996 – 1997 var það 2,35% af vergri þjóðarframleiðslu, sem er 60% af því sem varið er á hin- um Norðurlöndunum, þar sem hlut- fallið er 3,53 – 3,91%, hæst í Finn- landi,“ segir hann. Eitt dæmi um norræna barna- miðun í opinberu og daglegu lífi er stofnun embættis umboðsmanns barna, segir Baldur, en það var sett á fót í Noregi árið 1981 og á hinum Norðurlöndunum, að Finnlandi und- anskildu, um miðjan tíunda áratug- inn. Umboðsmaður barna tók til starfa á Íslandi árið 1995, en Sigrún Júlíusdóttir prófessor í félagsráðgjöf benti á það í Fjölskyldur við alda- hvörf árið 2001, að ekki hafi verið til formleg stefna í málefnum barna og unglinga á Íslandi fyrr en eftir árið 1997. Lýst eftir stefnu Jóhanna Sigurðardóttir alþingis- maður vakti líka athygli á því í að- sendri grein hér í Morgunblaðinu í apríl síðastliðnum, að ríkisstjórninni hafi verið falið árið 2001 að undirbúa heildstæða stefnu í málefnum barna og unglinga. Á grundvelli stefnumót- unarinnar átti svo að gera fimm ára framkvæmda- og aðgerðaráætlun sem leggja átti fyrir Alþingi til stað- festingar eigi síðar en á haustþingi árið 2002. „Heildarstefnumótun og framkvæmdaáætlun í málefnum barna og unglinga hefur verið í gildi í áratugi hjá hinum Norðurlandaþjóð- unum og umboðsmaður barna hefur árlega í á annan áratug kallað eftir slíkri stefnumótun hér á landi, en án árangurs,“ segir hún. Fjögur ár tók að vinna skýrslu sem lögð var fyrir Aþingi fyrir einu ári síðan og segir Jóhanna, að í henni hafi verið að finna upplýsingar um „mikla brotalöm í málefnum barna og unglinga hér á landi, en þessum hópi tilheyra um 80 þúsund landsmenn“. Og hún heldur áfram: „Gagnrýni er mikil í skýrslunni á óskilvirkni kerf- isins og að alla heildarsýn vanti í málaflokknum og skortur sé á sam- hæfingu og pólitískri stefnumótun. Kallað er einnig eftir endurskoðun á verkaskiptingu milli ráðuneyta og stofnana, sem sé orðin úrelt óskýr og óhagkvæm. Miklum agnúum er líka lýst á bóta- og velferðarkerfinu varð- andi hag barna, m.a. að bætur vel- ferðarkerfisins séu svo naumt skammtaðar að þær hrökkvi ekki fyr- ir lágmarksframfærslukostnaði – og skorti þar mikið á … Sérstaklega er nefnt að úrbóta sé þörf í málefnum fátækra barna, nýbúa, barna með geðraskanir og barna og ungmenna í vímuefnavanda,“ segir Jóhanna. Við þetta má bæta, að í skýrslu umboðsmanns barna fyrir árið 2005, sem var að koma út, er enn kallað eft- ir þessu og forsætisráðherra hvattur til þess að „leggja hið fyrsta fram heildstæða stefnu í málefnum barna og unglinga“. Reiðhallir eða BUGL? Eggert Hauksson viðskiptafræð- ingur skrifaði aðsenda grein í Morg- unblaðið fyrir tæpum tveimur vikum síðan og gerir að umfjöllunarefni leið- ara blaðsins um fjárskort og að- stöðuleysi, sem háð hefur starfsemi barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans árum saman. Leiðarahöf- undur spyr meðal annars: „Hvers vegna gengur svona hægt að koma til móts við þarfir þessa hóps? … Er það vegna þess, að þessi börn og ungling- ar eru meðal þeirra smæstu í þessu þjóðfélagi, sem ekkert eiga undir sér? Væri ekki þeim mun meiri ástæða til að sinna þeim eins og þau verðskulda?“ Og Eggert svarar: „Er svarið við spurningu leiðarahöfundar Morgunblaðsins að einhverju leyti að finna í frétt á baksíðu blaðsins sama dag? Þar segir í fyrirsögn: „330 millj- Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einmana Mörg börn finna fyrir einmanaleika, því fullorðna fólkið virðist gleyma að taka tillit til þeirra. Bernskan á vogarskálum Í HNOTSKURN »Heildarstefnumótun ogframkvæmdaáætlun í mál- efnum barna og unglinga vantar hér, en hefur verið til á Norðurlöndum í áratugi. » Samfélagið leggur mikið ásig til þess að vernda börn gegn líkamlegum skaða, en virðist hafa misst sjónar á til- finningalegum og félagslegum þörfum. » Í brennidepli eru sífellthraðari taktur í samfélag- inu og í mannlegum sam- skiptum, og að því er virðist skefjalaus neyslu- og efn- ishyggja. Svo virðist sem tilfinn- ingaleg vanræksla barna fari vaxandi, seg- ir félagsráðgjafi með 20 ára reynslu í sínu fagi. Hún segir líka að fullorðna fólkið virðist svo upptekið af sjálfu sér, að börnin vilja gleymast, skrifar Helga Kristín Einarsdóttir í þriðju og síðustu umfjöllun Morgunblaðsins um barnið í samfélagi nútímans. Annar viðmælandi ber saman uppvaxtarskilyrði á Ís- landi og á hinum Norðurlöndunum og segir að barnið sé ekki jafn mikill miðpunktur í samfélaginu hér og hefð er fyrir annars staðar í Skandinavíu. Er Ísland barnvænt samfélag? Grein III
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.