Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 45

Morgunblaðið - 08.10.2006, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 45 átt að taka í almennri atkvæðagreiðslu. Það er í raun stórlega ámælisvert, hvað Orkuveita Reykja- víkur hefur gætt þess vandlega að segja sem minnst um það hvað í vændum væri en nú blasir það við. Hér með skal fólk hvatt til þess að taka sér ferð á hendur og kynna sér vegsummerki. Skagfirðingar eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og láta íbúa sveitarfélagsins taka ákvörð- un um virkjun eða ekki virkjun. Það er engin ástæða fyrir sveitarstjórn eða stjórnmálaflokka að forðast almennar atkvæðagreiðslur um slík deilu- mál. Sú aðferð er sú eina, sem dugir til þess að koma í veg fyrir áframhaldandi „bardaga“ hér og þar um landið. Og við þann dómara er ekki hægt að deila. Ákvörðun almennings í opinni og leynilegri atkvæðagreiðslu er endanleg ákvörðun. Hið sama má segja um álver við Húsavík og jarð- varmavirkjun á Þeistareykjum. Þar eiga íbúarnir að taka þessar ákvarðanir sjálfir í almennri at- kvæðagreiðslu. Og þurfa þá ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að íbúar í „101 Reykjavík“ hafi þar mikil afskipti af málum en til þeirra er gjarnan vís- að í umræðum landsbyggðarfólks um þessi mál. Þótt þeir hinir sömu muni vafalaust segja að slíkar ákvarðanir eigi að bera undir þjóðina alla. En er það svo? Er einhver ástæða til að aðrir greiði at- kvæði um virkjun í Skagafirði en Skagfirðingar sjálfir? Er einhver ástæða til að aðrir taki þátt í ákvörðun um stækkun álvers í Straumsvík en Hafnfirðingar sjálfir? Og svo mætti lengi telja. Að vísu má segja, að það geti verið nokkuð langt gengið að efna til þjóðaratkvæðis um hrafntinn- umálið. En það er ekki óeðlilegt að gera þá kröfu að upplýst sé um slík áform með góðum fyrirvara, þannig að umræður geti farið fram og rök flutt með og á móti. Við þurfum að komast út úr bardagahugsunar- hættinum. Beint og opið lýðræði Þ að er kominn tími til að forystumenn þjóðarinnar, sem sitja á Alþingi og í ríkisstjórn, taki frumkvæði um að koma meðferð stórra ágreiningsmála í nýjan og skynsamlegri farveg. Það verða allir þreyttir á endalausum deil- um um hvort sem er Kárahnjúkavirkjun, hrafn- tinnu eða virkjun í Skagafirði. Eina leiðin er leið hins opna og beina lýðræðis. Morgunblaðið hefur í bráðum tíu ár barizt fyrir því að við Íslendingar tökum upp þann hátt að ákvarðanir í stærri málum verði teknar í atkvæða- greiðslu, hvort sem er innan sveitarfélaga eða á landsvísu. Í maímánuði 1997 keypti Morgunblaðið birtingarrétt á sérblaði, sem fylgt hafði brezka tímaritinu Economist u.þ.b. hálfu ári áður, þar sem hvatt var til þess að þróun lýðræðisins, sem að mati tímaritsins hafði stöðvazt vegna tveggja heims- styrjalda á 20. öldinni, yrði haldið áfram og stefnt yrði að því að koma á lýðræði 21. aldarinnar. Meg- inrök tímaritsins fyrir því, að almenningur ætti að taka ákvarðanir í stórum málum voru þau, að hinn almenni borgari væri nú jafn vel menntaður, jafn vel upplýstur og hefði í stórum dráttum aðgang að öllum sömu upplýsingum og kjörnir fulltrúar þjóð- anna á þingum eða sveitarstjórnum. Þegar þetta hefur verið sagt blasir við að það er rétt. Undirtektir við þessar hugmyndir voru fram- an af daufar en fyrir nokkrum árum lýsti Samfylk- ingin, sem þá var undir forystu Össurar Skarphéð- inssonar, stuðningi við þessar hugmyndir og síðan koma að því að einstakir forystumenn í Sjálfstæð- isflokki tóku undir og má þar sérstaklega nefna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa. Nú er tímabært að þeir stjórnmálamenn, sem styðja þessar hugmyndir, fylgi þeim eftir á Alþingi. Æskilegt er að um hið beina og opna lýðræði verði sett sérstök löggjöf, þótt auðvitað sé það svo, að hvert sveitarfélag fyrir sig og ríkisstjórn og Al- þingi á landsvísu geti tekið ákvarðanir um at- kvæðagreiðslu um einstök mál án sérstakrar lög- gjafar. En það mundi styrkja þessa þróun, ef sett yrði sérstök löggjöf um málið og leikreglur þannig markaðar og yrðu skýrar. Það er engin ástæða fyrir stjórnmálamennina að tregðast við. Þeir eiga að vera fegnir. Þeir lenda aftur og aftur á milli steins og sleggju í einstökum málum. Og þar að auki er augljóst að þjóð- félagsþróunin hefur orðið með þeim hætti að það steðja vissar hættur að lýðræðinu. Fulltrúar í sveitarstjórnum eiga í vök að verjast vegna ágangs öflugra byggingarfélaga og verktaka, sem reyna að hafa áhrif á ákvarðanir sveitarstjórna eins og þeir mögulega geta og beita til þess margvíslegum ráð- um. Ef grundvallarákvarðanir í skipulagsmálum væru teknar í almennum atkvæðagreiðslum í sveit- arfélögum væru fulltrúar í sveitarstjórnum lausir úr þeim snörum. Kostnaður við prófkjörin veldur því líka að ein- stakir fulltrúar á þingi eða í sveitarstjórnum geta freistast til að taka við fjárhagsstuðningi frá stór- fyrirtækjum, sem telja sig þá geta komið sjónar- miðum sínum á framfæri við þá með auðveldari hætti en ella. Umræðurnar um Kárahnjúkavirkjun hafa verið með þeim hætti að forráðamenn Landsvirkjunar rífa hár sitt á nánast degi hverjum vegna þess, að þeim þykja andstæðingar virkjunarinnar hvað eft- ir annað fara rangt með staðreyndir. Er lónið við Kárahnjúka jafnstórt Hvalfirði eða helmingi minna? Helmingi minna segja Landsvirkjunar- menn og varla erfitt að sannreyna hver sannleik- urinn er í málinu! Það væri kannski ástæða til að gefa út Hvíta bók um málið, þar sem farið yrði ofan í allar staðhæf- ingar sem fram hafa verið settar og staðreyndir málsins lagðar fram. Það væri fróðlegt að sjá, hvernig talsmenn öndverðra sjónarmiða kæmu út úr slíkum samanburði. Það er orðið aðkallandi að þjóðarforystan taki forystu og höggvi á hnútinn. Það getur enginn ver- ið andvígur því, að fólkið sjálft taki ákvörðun. Ómar Ragnarsson yrði áreiðanlega feginn ef hann teldi sig ekki þurfa að hefjast handa í Skagafirði, af þeirri einföldu ástæðu að tekin hefði verið ákvörð- un um að fólkið sjálft í Skagafirði tæki ákvörðun. Hvorki hann né aðrir gætu gert nokkrar athuga- semdir við það. Þótt Vinstri grænir hafi lítið látið til sín heyra um hið beina og opna lýðræði hlýtur þó hugmyndin sem slík að falla vel að þeirra hugmyndafræði. Af hverju lýsa þeir ekki stuðningi við beint og opið lýðræði? Ákvörðun af þessu tagi á þessum vetri mundi líka draga úr áhuga náttúruverndarsinna á sjálfstæðu framboði, sem er sú martröð, sem sækir að Vinstri grænum, sem gera sér glögga grein fyrir að enginn hinna hefðbundnu stjórnmálaflokka mundi tapa meira á slíku framboði en þeir. Tími hins opna og beina lýðræðis er kominn á Ís- landi. Þjóðfélagsþróunin og almennar umræður beinlínis kalla á að línur verði lagðar og formlegar ákvarðanir teknar um þessa málsmeðferð í erfiðum ágreiningsmálum. Allt er þetta í anda þessa lýð- ræðislega þjóðfélags, sem við viljum byggja upp. Er eftir einhverju að bíða? »Eftir þá reynslu sem við höfum fengið af deilunum umKárahnjúkavirkjun er ekkert vit í að taka frekari ákvarð- anir um virkjanir og aðrar stórframkvæmdir án þess að þjóðin sjálf taki þær ákvarðanir í beinni kosningu. rbréf Morgunblaðið/Eyþór
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.