Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 08.10.2006, Qupperneq 77
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. OKTÓBER 2006 77 menning Umsóknarfrestur 27.október 2006. www.nordiskkulturfond.org Norræni menningarsjóðurinn sækist eftir nýjum forstjóra á skrifstofunni í Kaupmannahöfn. Afþreyingarbókmenntirskrifaðar fyrir konur virð-ast bera með sér álíka svip sama hvaða öld þær eru skrifaðar á. Áður fyrr voru þær þó meiri bókmenntir, t.d. bækur Jane Aus- ten, en rauðu ástarsögurnar sem tröllriðu bókaskápum kvenna seinustu áratugi tuttugustu aldar. Markaðurinn sér mikinn gróða í að selja konum riddarann á hvíta hestinum og hefur fjöldaframleitt ástarsögur með afar slæmum les- vænlegum árangri að mati grein- arhöfundar. Árið 1996 urðu þátta- skil í ástarsöguskrifunum þegar breski rithöfundurinn Helen Fi- elding gaf út bókina Bridget Jon- es’s Diary, kom þá fram ný gerð af ástarsögum sem höfðar betur til nútímakvenna en Rauða serían. Flestar konur lásu Bridget Jones, fundu sig í henni og vildu vera hún, Miss Jones-æði gekk yfir heiminn og Sex and the City bætt- ist í hópinn. Enda fjalla þessar nýju ástarsögur iðulega um unga stórborgarkonu í lífskreppu og ástarleit, eins og Bridget Jones og persónurnar í Sex and the City.    Ólíkt rauðu ástarsögunum eruþetta glaðlegar bækur sem draga ekki upp mynd af fullkom- inni konu en líkt og rauðu ást- arsögurnar eru þær ekki raunsæj- ar. Aðalpersónunni gengur yfirleitt allt í haginn, býr í iðu stórborgar og fyrir utan vinnuna snýst lífið um að versla, hitta vin- ina, djamma, drekka og tala um karlmenn. En vegna eigin klaufa- skapar eða óvæntra atburða þarf aðalsöguhetjan að breyta lífs- mynstri sínu eða takast á við eitt- hvað ólíkt því sem hún er vön. Bókin fjallar svo um það hvernig hún leitar leiða út úr ýmsum að- stæðum sem tengjast breyting- unum og hvernig lífsviðhorfin breytast í leiðinni, yfirleitt til batnaðar. Í leit að lausn kynnist aðalpersónan karlmanni sem hún þolir ekki í fyrstu. Eins og í rauðu ástarsögunum eru þeir ímynd karlmennskunnar, Mr. Darcy- eða Mr. Big-gerðin, þeir eru í góðum stöðum og valds- mannslegir. Fyrir miðri bók upp- götvar aðalpersónan ást sína til þessa óþolandi manns og seinni helmingurinn af bókinni fer í að leita lausna á því hvernig eigi að vinna ást hans. Þegar nálgast enda bókar kemst hún að því að þessi maður ber líka ást til henn- ar og allt endar vel. Líkt og í rauðu ástarsögunum eru skila- boðin til kvenna þau að ást karl- manns sé lausn allra vandamála.    Saga af stúlku sem þarf aðslaka á. Finna sjálfa sig. Verða ástfangin. Og uppgötva hvernig straujárn er notað …“ Svona hljómar innihaldslýsingin á bókinni The Undomestic Goddess sem Sophie Konsella gaf út á seinasta ári, það þarf ekki að orð- lengja það að þegar stúlkan upp- götvar straujárnið verður hún ástfangin. Sophie Konsella er ein af Barbörum Cartland þessarar ástarsagnagerðar en henni skaut upp á stjörnuhimininn með „Sho- paholic“-bókum sínum. Önnur í þessum bókmenntageira sem hef- ur hlotið álíka frægð og Konsella er Marian Keyes.    Vissulega eru þetta yfirleittskemmtilegar bækur og góð afþreying en eins og með Rauðu seríuna er þetta nútímaævintýri þar sem það er sama hvað konan er í góðri stöðu eða þykist vera sjálfstæð þá snýst allt um að finna þann eina rétta, falla í arma hans og lifa hamingjusöm til æviloka. Bækurnar hafa líka þau klassísku einkenni ástarsagna að ef þú ert búin að lesa nokkrar þá ertu búin að lesa þær allar. Hamingjusöm til æviloka » „Bækurnar hafa líkaþau klassísku ein- kenni ástarsagna að ef þú ert búin að lesa nokkrar þá ertu búin að lesa þær allar.“ Morgunblaðið/Eyþór Bækur Bridget Jones-legar ást- arsögur höfða betur til ungra kvenna en Rauða serían. ingveldur@mbl.is AF LISTUM Ingveldur Geirsdóttir DAGSKRÁ: Sunnudag 8. okt. HÁSKÓLABÍÓ Salur 1 Kl. 16.00 Gasolin Kl. 18.00 The Secret Life of Words Kl. 20.00 The US vs. John Lennon Kl. 22.30 Mezcal HÁSKÓLABÍÓ Salur 2 Kl. 16.00 Frozen City Kl. 18.00 We Shall Overcome Kl. 20.30 Life in Loops Kl. 22.30 Daft Pink’s Electroma HÁSKÓLABÍÓ Salur 3 Kl. 18.00 The Sun Kl. 20.30 The Sweet Hereafter HÁSKÓLABÍÓ Salur 4 Kl. 22.00 The Time for Drunken Horses TJARNARBÍÓ Kl. 14.00 Anna and the Moods Kl. 16.00 Before Flying Back to the Earth Kl. 18.00 Glue Kl. 20.00 Falkenberg Farewell Kl. 22.00 Fresh Air IÐNÓ Kl. 14.00 When Children Play in the Sky Kl. 16.00 When Children Play in the Sky Kl. 18.00 Short Film Program 2 Kl. 20.00 Act Normal Kl. 22.00 The Girl is Mine Dóma um myndir Kvikmyndahá- tíðar er að finna á síðu 75. TENGLAR .............................................. www.filmfest.is Kvikmyndahátíð í Reykjavík Fréttir á SMS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.