Morgunblaðið - 15.02.2007, Side 2

Morgunblaðið - 15.02.2007, Side 2
2 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag fimmtudagur 15. 2. 2007 viðskipti mbl.is Logos fagnar aldarafmæli og styrkir lektorsstöðu við Háskóla Íslands » 13 MAGALENDING Á SPÁNI SPÆNSKA FASTEIGNAMARKAÐARINS BÍÐUR LÆKKUN OG Í VERSTA FALLI HRUN. OECD HEFUR ÁHYGGJUR >> 6 Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. *Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 29/12/06-31/01/07. E N N E M M / S ÍA Kynntu flér kosti peningamarka›ssjó›a Kaupflings í ISK, USD, EUR og GBP. Haf›u samband vi› rá›gjafa okkar í síma 444 7000. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R Ávaxta›u betur – í fleirri mynt sem flér hentar 4,3%* ávöxtun í evrum 5,8%* ávöxtun í dollurum 14,2%* ávöxtun í krónum 4,5%* ávöxtun í pundum Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is MEÐ risafjár- festingu Exista í trygginga- félaginu Sampo Group og kaup- um Glitnis banka á finnska fjár- málafyrirtæk- inu FIM á dög- unum er Finnland farið að vega mjög drjúgt í erlendu eignasafni íslenskra fyr- irtækja. Ætla má að eignir ís- lenskra félaga í finnskum fyrirtækj- um og félögum séu nú orðnar á bilinu 260–280 milljarðar eða um 25% af landsframleiðslu Íslands. Þar af er markaðsvirði eignarhlutar Exista í Sampo Group 170 millj- arðar en Glitnir reiddi fram um 30 milljarða fyrir FIM. Vopnin hvött? Líklegt má telja að með kaupunum í Sampo Group hyggist Exista og vafalaust Kaupþing banki einnig taka beinan þátt í þeirri samþjöpp- un sem flestir spá að muni verða á norrænum fjármála- og trygginga- markaði en Sampo Group situr á mjög digrum sjóði eftir söluna á bankastarfsemi Sampo til Danske Bank seint á síðasta ári. Fyrir þessi kaup var og er FL Group næststærsti hluthafinn í Finnair á eftir finnska ríkinu með 22,4% hlut. Þá á fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator, rúmlega 10% hlut í næst- stærsta farsímafyrirtæki Finnlands, Elisu. Ætla má að samanlagt verð- mæti bréfa í þessum félögum í ís- lenskri eigu sé fast að 50 millj- örðum íslenskra króna. Kaupþing banki fór fyrstur ís- lenskra félaga til Finnlands eða ár- ið 2001 þegar hann keypti fjármála- fyrirtækið Sofi sem nú heitir Kaupthing Bank Oyj og er með um- svifamikla fjármálaþjónustu í Finn- landi þótt bankinn sé töluvert minni en FIM sem Glitnir hefur keypt. Þá á Kaupþing banki 30% hlut í finnska fjárfestingafélaginu Nor- vestia og fer með meirihluta at- kvæða í félaginu. Ætla má að samanlagt verðmæti þessara eigna sem hér hafa verið taldar sé á bilinu 260–280 milljarðar en Sampo Group, Finnair, Elisa og Norvestia eru öll skráð í kauphöll- inni í Helsinki. » 8–9 Mikið umleikis í Finnlandi Verðmæti fjárfestinga íslenskra félaga líklega á bilinu 260–280 milljarðar VÍÐA um heim var Valentínusardagurinn, dagur elskenda, haldinn há- tíðlegur. Viðskipti með blóm eru þá sjaldan líflegri og eru Kínverjar þar engin undantekning. Þessi ungi maður skoðaði rósaúrvalið á blómamark- aði í Peking í gær og vonandi náði hann að heilla elskuna sína. Nú er fram- undan vertíð hjá íslenskum blómasölum vegna konudagsins nk. sunnudag. Reuters Blómleg viðskipti FL GROUP hefur farið fram á það að reglum um atkvæðisrétt hlutafjár í drykkjarvörufyrirtæk- inu Royal Unibrew verði breytt en sagt er að stjórn félagsins sé ekki sérlega áhugasöm um slíkar breytingar. FL Group á 24,4% hlut en hefur þó aðeins 10% at- kvæðisrétt en það er hámarks- atkvæðisréttur einstakra hluthafa í Royal Unibrew alveg burt séð frá því hversu stóran eignarhlut menn eiga. Verði takmörkunin felld burt aukast vitaskuld áhrif stærri hluthafa líkt og FL Group á stjórnina og þá um leið á stefnu fyrirtækisins, t.d. varðandi sam- runa og yfirtökur, og er það mat sérfræðinga að breytingin myndi styrkja gengi bréfa Royal Uni- brew. FL Group vill atkvæðisrétt í takt við eign MP Fjárfestingarbanki hefur stofnað miðlaraborð sem sérhæfir sig í ráðgjöf með hlutabréf skráð í kauphöllum Austur-Evrópu. Í því skyni hefur bankinn ráðið til sín tvo erlenda sérfræðinga sem hafa víð- tæka reynslu í greiningum fjárfest- ingarkosta á austur-evrópska markaðssvæðinu. Í ágúst sl. gerðist MP fyrstur íslenskra banka aðili að sameiginlegri kauphöll Eystrasalts- ríkjanna þriggja; Eistlands, Lett- lands og Litháens. Er bankinn orð- inn fimmti stærsti aðili kaup- hallarinnar með 4% markaðs- hlutdeild. MP með austur- evrópsk hlutabréf viðskipti fimmtudagur 15. 2. 2007 íþróttir mbl.isíþróttir Christian Zeitz hefndi sín á Loga Geirssyni >> 11 ÓLÍK VANDAMÁL LANDSLIÐA EYJÓLF SVERRISSON VANTAR LEIKI FYRIR LIÐ SITT EN SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON HAFNAR LEIKJUM » 4 betur gegn Hamri/Selfoss og er það eini bikarmeistaratitill félagsins. ÍR- ingar eru vongóðir um að Hreggvið- ur Magnússon geti leikið með liðinu í úrslitaleiknum en hann hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu - vegna tognunar í aftanverðum lær- vöðva. Hreggviður er stigahæsti leikmaður ÍR-inga í bikarleikjum liðsins til þessa en hann hefur skorað 18,5 stig að meðaltali í Lýsingarbik- arnum. Hreggviður var ekki á fundi með fréttamönnum í gær þegar úr- slitaleikir helgarinnar voru kynntir en hann hefur verið veikur undan- farna daga líkt og þeir Ólafur Sig- ÍR og Hamar/Selfoss eigast við í úr- slitum í karlaflokki en þetta er í ann- að sinn sem liðin mætast í úrslitaleik bikarkeppninnar. Árið 2001 hafði ÍR urðsson og Steinar Arason. Mikið hefur verið gert úr því að bræðurnir Jón Arnar og Pétur Ingvarssynir eru þjálfarar liðanna sem mætast í úrslitaleiknum í karlaflokki. Pétur sagði í gær að hann teldi að leikmenn beggja liða væru mikilvægustu mennirnir í úrslitaleiknum. „Við bú- umst ekki við öðru en að þetta verði spennandi leikur. Ástandið í fjöl- skyldunni er rafmagnað í aðdrag- anda leiksins en ég held að móðir okkar muni láta sjá sig - og hún verð- ur alveg hlutlaus en pabbi ætlar að yfirgefa landið á meðan leikurinn fer fram. Ég held samt að það hafi ekki verið meðvituð ákvörðun hjá hon- um,“ sagði Pétur. Jón Arnar segir að eftirvænting sé í Breiðholtinu vegna úrslitaleiksins og þá sérstaklega þar sem félagið fagni 100 ára afmæli sínu á þessu ári. „Það fá ekki allir tækifæri til þess að leika slíka úrslitaleiki á sínum ferli og ég veit að leikmenn ÍR ætla sér að njóta stundarinnar,“ sagði Jón Arn- ar þjálfari ÍR. Haukar og Keflavík eigast við í kvennaflokknum og segir Ágúst Björgvinsson þjálfari Hauka að það sé mjög langt síðan tvö efstu lið deildarinnar hafi mæst í úrslitum. „Það er mikil tilhlökkun í okkar liði og ég get lofað því að leikurinn verð- ur í hæsta gæðaflokki,“ sagði Ágúst. Jón H. Eðvaldsson þjálfari Keflavík- ur hefur aldrei áður stýrt liði í úrslit- um bikarkeppninnar. „Eftirvænting í bland við spennu er það sem ein- kennir andrúmsloftið hjá okkar liði,“ sagði Jón. Bandaríski leikmaðurinn Kesha Watson úr röðum Keflavíkur mun leika úrslitaleikinn en hún hef- ur átt við meiðsli að stríða í hné. »Nánar verður fjallað um úrslita-leiki Lýsingarbikarsins í Morg- unblaðinu á laugardaginn. ÍR-ingar vængbrotnir í „Höllinni“? ÚRSLIT í Lýsingarbikarnum í körfuknattleik ráðast á laugardag- inn í Laugardalshöll þar sem ÍR og Hamar/Selfoss eigast við í karla- flokki en Haukar og Keflavík í kvennaflokki. ÍR-ingar vonast til þess að stigahæsti leikmaður liðsins verði heill heilsu þegar mest á reynir en Hreggviður Magnússon hefur ekki leikið með liðinu að und- anförnu vegna tognunar. Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson seth@mbl.is MIKIL óánægja er hjá íslensku keppendunum á heimsmeist- aramótinu í alpagreinum í Åre í Svíþjóð með þá ákvörðun móts- stjórnar að halda undankeppni í svigi karla. Á mánudaginn var sú ákvörðun tekin að aðeins 50 stiga- hæstu keppendurnir fengju sjálf- krafa keppnisrétt í svigkeppninni og aðeins 25 keppendur til viðbótar fá tækifæri. Alls eru 100 keppendur sem verða með í undankeppninni og þar á meðal eru þrír Íslendingar, Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, Þorsteinn Ingason frá Akureyri og Reykvíkingurinn Gísli Rafn Guð- mundsson. Reglunum breytt í hálfleik Kári Ellertsson framkvæmda- stjóri Skíðasambandsins sagði í gær við Morgunblaðið að líklega hafi mótsstjórnin látið undan þrýstingi frá sjónvarpsrétthöfum HM, sem vildu stytta keppnistímann og þar með útsendingartímann. „Að okkar mati er þetta eins og að breyta leik- reglum í hálfleik í fótbolta. Okkar keppendur voru mættir til þess að takast á við heimsmeistarakeppni en ekki undankeppni fyrir HM. Guðmundur Jakobsson, sem er á keppnisstaðnum, hefur mótmælt þessari ákvörðun fyrir okkar hönd og smáríkjum sem eiga fulltrúa á HM finnst að þeim vegið. Við teljum einnig að íþróttin hafi fengið nei- kvæðan stimpil á sig með þessari ákvörðun.“ Kári segir að mjög erf- itt verði fyrir íslensku keppendurna að ná einu af 25 efstu sætunum í undankeppninni sem fram fer í dag. „Björg- vin er einn af sterkustu keppendunum í und- ankeppninni og ef hann kemst klakklaust niður þá á ég von á því að hann verði í hópi þeirra 75 sem fá tækifæri í að- alkeppninni. Þorsteinn og Gísli Rafn eiga vissu- lega möguleika en það þarf allt að ganga upp hjá þeim.“Á ferðinni Björgvin Björgvinsson. AP Íslenskur baráttuandi Grétar Rafn Steinsson á hér í baráttu við Stephen Appiah í Tyrklandi í gær í UEFA- keppninni en þar náðu Grétar og félagar hans í hollenska liðinu AZ Alkmaar jöfnu gegn Fenerbahce í Istanbúl. Yf ir l i t                                  ! " # $ %             &         '() * +,,,                     Í dag Sigmund 8 Menning 18, 48/51 Staksteinar 8 Forystugrein 30 Veður 8 Viðhorf 32 Baugur 14/15 Umræðan 32/38 Erlent 16/17 Minningar 39/45 Höfuðborgin 20 Myndasögur 52 Akureyri 20 Dagbók 53/57 Suðurnes 21 Staðurstund 54/55 Landið 21 Leikhús 50 Daglegt líf 22/29 Bíó 54/57 Neytendur 24 Ljósvakamiðlar 58 * * * Innlent  Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, for- maður leikskólaráðs Reykjavík- urborgar, segir að umhverfissvið hafi markvisst unnið „öflugt starf“ til að draga úr svifryki. Rætt hafi verið um að e.t.v. þyrfti sérstakt átak í febrúar og mars þegar svifryksmengunin væri mest. Suma daga er mengunin svo mikil við leikskólann Fálkaborg í Breiðholti að starfsmenn „fara helst ekki út“. » Baksíða  Þrír piltar á aldrinum 15–17 ára voru handteknir í gær, grunaðir um stórfelld skemmdarverk í Hafn- arfirði með því að hafa brotið rúður og beyglað allt að 30 bíla og valdið skemmdum á húsnæði í hesthúsa- hverfi, iðnaðarhúsnæði og íbúðar- húsnæði. Þeim var sleppt að loknum yfirheyrslum og telst málið upplýst. Þeir hafa komið við sögu lögregl- unnar áður. » 2  Tollgæslan í Reykjavík lagði fyrir síðustu helgi hald á langstærstu sendingu af efedríntöflum sem fund- ist hefur hér á landi, eða alls um 220.000 töflur sem rannsóknir benda til að innihaldi allar blöndu af efe- dríni og koffíni. Efnin eru vinsæl meðal sumra íþróttamanna þar sem þau þykja auka brennslu og þol en efedrín er ólöglegt hér á landi » Forsíða Erlent  Ný skýrsla Barnahjálpar Samein- uðu þjóðanna, Unicef, um velferð barna og unglinga í ríkustu löndum heims gefur til kynna að best sé ástandið í Hollandi, Svíþjóð, Dan- mörku og Finnland en verst í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Ísland var ekki með vegna þess að ýmis gögn skorti. En talsmaður rann- sóknamiðstöðvar Unicef sagði að miðað við gögnin sem bárust væri ástandið gott hérlendis. Tíðni ung- barnadauða er lægst hér og heilsufar barna almennt mjög gott. » 16  George W. Bush Bandaríkja- forseti sagði í gær að hann gæti ekki fullyrt að æðstu ráðamenn Írans hefðu sjálfir staðið fyrir því að senda vígasveitum sjía-múslíma í Írak háþróaðar sprengjur sem notaðar hafa verið gegn bandarískum her- mönnum. Hins vegar væri ljóst að ein af deildum Byltingarvarðarins, vopnasveita sem heyra undir vold- ugasta mann Írans, ajatolla Ali Khamenei, hefðu verið að verki. » 16  Segolene Royal, forsetaefni sósí- alista í Frakklandi, leggur í stefnu- skrá sinni áherslu á hækkun lægstu launa og ýmis önnur hefðbundin bar- áttumál vinstrisinna. » 17 Við höldum með þér! Er ekki kominn tími á ný þurrkublöð? Þú færð Champion-þurrkublöð með 50% afslætti ef þú kemur á næstu Olís-stöð og lætur fylla bílinn af eldsneyti. 50% afslát tur a f Cha mpion -þurrk ublöð um þegar þú læ tur fy ll’ann ! LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu handtók þrjá pilta á aldrinum 15- 17 ára í gær grunaða um stórfelld skemmdarverk á bílum og húseign- um í Hafnarfirði. Allt að 30 bílar voru skemmdir með því að rúður voru brotnar og lakkið skemmt. Þá var einnig farið að hesthúsahverfi Sörla í Hafnarfirði auk þess sem unnin voru skemmdarverk við íbúð- arhús og verksmiðjuhúsnæði við Ís- hellu. Piltarnir voru yfirheyrðir síðdegis í gær en ekki var ljóst hvað skemmd- arvörgunum gekk til eða hve mikill hlutur hvers og eins var. Hinir hand- teknu hafa komið við sögu lögregl- unnar áður. Að sögn Magnúsar Flygenrings, umsjónarmanns hesthúsahverfis Sörla, var aðkoman að húsunum ófögur. „Rúður höfðu verið brotnar í tveimur sendibílum, einum vörubíl og einni dráttarvél,“ sagði hann. Einnig voru flestar rúður brotnar í hesthúsi sem er í byggingu og þá var nýleg jeppabifreið í nágrenninu stór- skemmd. „Maður hefur aldrei séð neitt þessu líkt. Við höfum blessunarlega fengið að vera í friði fyrir svona lög- uðu hingað til.“ Magnús sagðist síðan hafa farið könnunarleiðangur um hesthúsa- hverfið en hvergi séð rúður brotnar í hesthúsum þar sem hross voru inni. „Ég held að tjónið geti skipt millj- ónum króna.“ Tryggingar eiga að bæta bílana Að sögn Hjálmars Sigurþórsson- ar, framkvæmdastjóra tjónasviðs Tryggingamiðstöðvarinnar, eiga rúðutryggingar að bæta rúðutjón þeirra fjölmörgu bifreiðaeigenda sem urðu fyrir barðinu á skemmd- arvörgunum. Varðandi skemmdarverk á húsum er það að segja að gler er tryggt samkvæmt fasteignatryggingu. Hjálmar bendir þó á að skemmdar- verk að öðru leyti séu ekki bætt, nema að þau hafi verið unnin í kjöl- far innbrots. Þetta þýðir t.d. að ef einhver úðar úr úðabrúsa á húseign, þá fæst það ekki bætt. Morgunblaðið/Júlíus Mikið tjón Skemmdir eru taldar hlaupa á milljónum eftir berserksgang skemmdarvarganna. „Maður hefur aldrei séð neitt þessu líkt“ Þrír teknir fyrir stórfelldar skemmdir á bílum og húsum Í HNOTSKURN »Skemmdir á bílum eiga aðfást bættar hjá trygginga- félögum. »Talið er að tjónið hlaupi ámilljónum króna. »Þrír piltar voru hand-teknir í gær, grunaðir um skemmdarverkin. Þeir hafa komið við sögu lögreglunnar áður vegna afbrota. »Farið var í atvinnu-húsnæði og heimili. FRAMKVÆMDIRNAR við lagn- ingu vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ í gegnum Heiðmörk hafa að mati Skógræktarfélags Reykjavíkur í för með sér verulega röskun í Heið- mörk og mun stórlega spilla trjá- gróðri sem þar er á vegum félags- ins. Þetta kemur fram í bréfi er Kristinn Bjarnason hrl. ritaði fyrir hönd Skógræktarfélags Reykjavík- ur, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, og sent hefur verið til skipulags- og byggingarsviðs borg- arinnar. Rifjaðar eru í bréfinu upp for- sendur Skipulagsstofnunar þegar hún í júní 2003 komst að þeirri nið- urstöðu að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Í for- sendum stofnunarinnar sagði m.a.: „Sýnt hefur verið fram á að fram- kvæmdin sé ekki líkleg til að hafa verulega áhrif á gróður sem ekki sé hægt að bæta með fyrirhuguðum vinnubrögðum við frágang og í ljósi samráðs sem haft hefur verið við Skógræktarfélög Kópavogs og Reykjavíkur um legu vatnslagnar.“ Í bréfinu er áréttað að núverandi framkvæmdastjóri og stjórn Skóg- ræktarfélags Reykjavíkur sé ekki kunnugt um hvort eða þá hvernig samráð hafi verið haft við félagið. Einnig er rifjað upp að sam- komulag Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar kveði á um að Reykjavíkurborg skuli gera og sam- þykkja nauðsynlegar breytingar á svæðis- og aðalskipulagi til þess að unnt sé að hefja framkvæmdir við vatnsöflun, lagnir, mannvirki og vegi. Bent er á að ljóst megi vera að hafi aðalskipulagi ekki verið breytt „þannig að gert sé ráð fyrir fyr- irhugaðri framkvæmd þá komi út- gáfa framkvæmdaleyfis samkvæmt 27. gr. skipulags- og byggingalaga ekki til álita fyrr en að þeirri breyt- ingu lokinni.“ Breyting á aðal- skipulagi forsenda VIÐHORFSKÖNNUN Capacent Gallup fyrir Íbúðalánasjóð leiðir í ljós jákvæð viðhorf Íslendinga til sjóðsins og þjónustu hans. Þá mælist mikill stuðningur við starfsemi sjóðsins í núverandi mynd. Könnunin fór fram 14. nóvember til 10. desember og var um síma- könnun að ræða. Í endanlegu úrtaki voru 1.389 manns sem keyptu fast- eign á tímabilinu júlí til október 2006. Svarendur voru 785 og svar- hlutfall 56,5%. Sjóðurinn starfi áfram í óbreyttri mynd Í janúar sl. sögðust 41% svarenda vera mjög jákvæð gagnvart Íbúða- lánasjóði og 37,6% frekar jákvæð. Þá sögðu 81,1% svarenda að sjóðurinn ætti að starfa áfram í óbreyttri mynd. Flestir aðspurðra sögðu þá að hús- næðislán ættu að vera 80–85% af kaupverði fasteignar. Jákvæði í garð Íbúða- lánasjóðs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.