Morgunblaðið - 15.02.2007, Side 19

Morgunblaðið - 15.02.2007, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2007 19 MENNING ÞAÐ þykja engar smáfréttir í djass- heiminum að von sé á Alex Riel til landsins með tríói sínu. Það eru 40 ár síðan hann kom hér fyrst og lék með Íslendingum í Tjarnarbúð, síð- an kom hann í tvígang með Niels- Henning og einu sinni með Jesper Lundgaard. Fyrir tveimur árum lék Alex öðru sinni með Íslendingi og sem betur fer fóru þeir í hljóðver og nú er platan komin út. The Reykja- vík Recordings. Þriðja skífan í skífuröðinni Noedic Design, en sú fyrsta var með Koppel, Eyþóri og Andersson kom út 2003 og nefndist The Iceland Concert. Nýja skífan er mun betri hinni fyrri og munar þar mest um trommuleik Alex Riel. Hann er kraftaverkamaður sem glæðir allt sem hann kemur nálægt nýju lífi og ekki að undra að menn á borð við Harry Edinson og Michael Brecker hafi sóst eftir að hljóðrita með honum og Bill Evans ráðið hann í tríó sitt. Eyþór Gunnarsson er löngu kominn í hóp bestu djasspí- anista Norðurlanda og á þessari plötu fer hann á kostum, hvort sem er í gullfallegum ballöðum Koppels eins og „Destination Home“ eða blús Anderssons: „The Long Way Blues For Charlie“. Það er eins og hann finni alltaf fallegustu tóna hljómagangsins í spuna sínum. Koppel er fínn saxisti, ferskur og hugmyndaríkur. Helsti galli hans er að á stundum, sér í lagi er hann leikur popplög, eins og „You Are So Beautiful“ á þessum diski, er tónn hans dálítið skerandi í anda bræð- ingsmanna af miðlungsgerð. And- ersson hinn sænski er traustur bassaleikari, þó ekki skáki hann dönsku kollegunum sínum sem skipa tríó Alex Riels. Það er Mads Vinding sem slær bassann með tríóinu á „Pass The Bebop“, en Heine Hansen er píanisti. Það var ansi gaman að því er Koppel og Alex voru hér síðast að Sigurður Flosason blés nokkur lög með Koppel – voru þeir eins og baldnir folar í samleiknum og kepptust um hylli hlustenda. Phil Woods er einn fremsti altisti djassins sem enn lifir og miklar andstæður í leik hans og Koppels. Annars vegar hinn lífs- reyndi snillingur sem kann allt og hins vegar ungmennið sem lífið blasir við og þarf að prófa allt. „How high The Moon“ er flott blás- ið og ekki er síður gaman að kons- ertinum stutta sem Koppel skrifaði fyrir Alex; „K.O.“ eða „Veitt á Signubökkum“. Tær snilld. Tríó- plata Alex hefst á „Yesterdays“ eftir Jerome Kern þar sem hinn ungi pí- anisti Heine Hansen sannar að hann þekkir Art Tatum út og inn. Þó er leikur hans mjög persónulegur og stíllinn ekki óáþekkur stíl annars ungs dansk píanista Olivers Antoun- es, er hér lék með Finn Ziegler. Jesper Lundgaard á hvern sólóinn öðrum betri, en Alex er spar á ein- leikinn – því magnaðri er rytma- leikur hans. Það er varla nokkur djasstrommari sem fer betur með burstana eða hæhattinn og alltaf styður hann einleikarann eins og best verður á kosið. Meira verður trommara varla hrósað. Það verður mikil veisla þegar Alex, Heine og Jesper spila á DOMO hinn 23. og 24 nk. og ekki spillir að enn mun Ís- lendingur leika með Alex – helsti bí- boppleikari íslenskrar djasssögu: gítaristinn Jón Páll Bjarnason. Eyþór, Koppel og Alex Riel DJASS Geisladiskar Koppel, Phil Woods og tríó Alex Riels: Pass The Bebop. Tríó Alex Riels: What Happened? Cowbell Music. Dreifing: 12 Tónar. Benjamin Koppel, Eyþór Gunnarsson, Alex Riel og Thommy Andersson: The Reykjavik Recording Vernharður Linnet VETRARHÁTÍÐ verður haldin í sjötta sinn dag- ana 22. til 24. febrúar nk. Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá og þar á meðal nokkrir, sérstaklega ætlaðir ungu fólki. Fyrir tónelsk og dreymandi ungmenni Hitt húsið verður baðað ljósum við upphaf Vetr- arhátíðar og tónar og taktar leiknir og slegnir. Fimmtudagsforleikur verður haldinn í kjallara þar sem rokkið tekur völdin, opið gólf verður á þriðju hæðinni þar sem búkarnir breika Boðið verður upp á tónleika í Þróttheimum þar sem unglingar í hverfinu fá tækifæri til að láta ljós sitt skína undir yfirskriftinni það er „yndi að vera indí“. Fyrir sundgarpa og vatnadísir KR Super Challenge Gullmót KR í sundi fer fram í Laugardalslaug 23.–25. febrúar 2007. Sem hluti af dagskrá Vetr- arhátíðar Reykjavíkur verður sérstök skemmti- dagskrá á laugardagskvöldinu kl. 19.30–21.15 með tónlist o.fl. Fyrir listunnandi ungmenni Listasýning með graffiti-þema. Sýningin er inn- blásin af Hip hop-menningunni og sýnir verk á striga, fatnað, skúlptúra, videolistaverk og fleira. Lifandi tónlist. Eitt af samstarfsverkefnum Vetrarhátíðar og frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi pas? er samkeppni sem haldin er fyrir frönskunemendur á framhaldsskólastigi. Þema keppninnar er „Frakkland með þínum augum“ og nemendur munu hafa möguleika á að tjá sig á frönsku með því að nota nánast hvaða miðil sem þeim dettur í hug. Vetrarhátíð – líka fyrir ungt fólk Morgunblaðið/Kristinn Veggjakrot Graffitiþema verður í Kartöflu- geymslunni í Ártúnsbrekkunni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.