Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 17.02.2007, Qupperneq 6
Eftir Ólaf Þ. Stephensen olafur@mbl.is NORSK stjórn- völd hækkuðu verulega tilboð sitt um viðbótar- greiðslur í þróun- arsjóð EFTA á samningafundi EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins í Bruss- el í gær. Þar með minnkaði bilið í viðræðunum verulega og lík- legt er, sam- kvæmt heimild- um Morgun- blaðsins, að sam- komulag um stækkun Evr- ópska efnahags- svæðisins náist á næstu vikum. Í samningavið- ræðunum hefur hingað til verið rætt um að Ís- land bæti um 150 milljónum króna eða um 1,6 millj- ónum evra á ári við þær 550 milljónir, sem þegar eru greiddar í styrki til fátækari ríkja ESB. Á fundinum í gær mun hins vegar hafa verið rætt um að Ísland greiddi 1,4 milljónir evra til viðbótar, eða um 125 millj- ónir króna. Krafa ESB á hendur Norðmönnum hefur verið að þeir bæti við um 70 milljónum evra árlega, eða rúmlega sex milljörðum ís- lenzkra króna. Á fundinum í gær var krafa ESB á hendur Noregi komin niður í 63 milljón evrur, en Norðmenn buðu 53 millj- ónir evra viðbótargreiðslu á ári. Tilboð um tollkvóta fyrir fisk ESB gerði Íslandi tilboð um aukið toll- frelsi á fiski í síðustu viku, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Það hljóðar upp á tollfrjálsan innflutningskvóta á m.a. humri, sem myndi fela í sér niðurfellingu tolla af fiski, sem íslenzk fyrirtæki selja til ESB, upp á allt að 700.000 evrur, eða um 62 millj- ónir króna. Ísland telur þetta tilboð skref í áttina, en þó ekki fullnægjandi. Minna bil í EES- viðræðum Í HNOTSKURN » EES-samning-urinn hefur ekki tekið gildi gagnvart Rúmeníu og Búlg- aríu, sem gengu í ESB fyrir rúmum sex vikum. » Dragist þettaástand á langinn, mun það valda erf- iðleikum í EES- samstarfinu. » ESB hefurstöðvað alla ákvarðantöku um nýja EES-löggjöf þar til samningar nást. 6 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson og Ómar Friðriksson LÖGREGLUYFIRVÖLD eru þegar byrjuð að skoða hvort boðuð kaup- stefna sem nefnist SnowGathering, stangast á við lög. Að henni stendur hópur fólks í klámmyndaiðnaði. Kaupstefnan á að fara fram hér á landi 7.–11. mars og er reiknað með að um 150 manns verði á henni. Kaupstefnan mun síðast hafa verið haldin í Austurríki. Þeir sem standa að samkomunni eru eigendur hol- lenskrar klámsíðu. Þeir sem boðað hafa komu sína eru nokkrar klám- myndaleikkonur og fulltrúar fyr- irtækja sem versla með klámefni. Á heimasíðu kaupstefnunnar er að finna myndir af síðustu kaupstefnu, en þar er bæði um að ræða klám- fengnar myndir og myndir af fólki að skemmta sér. Þar er einnig að finna upplýsingar um Ísland og tengla á heimasíður Hótel Sögu, Icelandair og Iceland Express. Einnig er þar að finna upplýsingar um dagskrá kaup- stefnunnar, en þátttakendur áforma að fara á skíði til Akureyrar, skoða Gullfoss og Geysi og fara í Bláa lónið. Á heimasíðunni segir að á Snow- Gathering gefist fólki tækifæri til að mynda viðskiptatengsl, hitta fólk og ræða viðskipti eftir að hafa notið æv- intýralegs dags í vetrarsólinni. Kaupstefnan á Íslandi verði stærri og betri en sú sem haldin var á síð- asta ári. Hörð viðbrögð Fréttir af þessari kaupstefnu hafa kallað á hörð viðbrögð, ekki síst á ýmsum bloggsíðum. Vakin er athygli á því að þessi samkoma sé haldin á baráttudegi kvenna, 8. mars og spurt hefur verið hvort þessi samkoma sé í samræmi við lög. Stígamót brugðust strax við þegar fréttir bárust af málinu. Sendu sam- tökin ríkisstjórn, öllum þingmönn- um, Lögreglustjóra höfuðborg- arsvæðis, Ríkislögreglustjóra og Borgarstjórn, bréf, þar sem vakin er athygli á fréttatilkynningu sem er að finna vefsíðu með klámefni, en í henni er boðað til kaupstefnunnar á Íslandi. Stígamót vekja athygli á því að ef heimasíður þeirra sem styrkja þessa samkomu séu skoðaðar komi í ljós að þar sé um að ræða klám í sinni gróf- ustu mynd. Augljóst sé að fjölmargir af stjórnendum risaklámframleiðslu- fyrirtækja ætli að flykkjast til Ís- lands. Markmiðið sé viðskiptalegs eðlis. Stígamót benda á að um sé að ræða nýjar víddir í kaupum og sölu á konum í íslenskum veruleika. Engir fundir á Hótel Sögu Hrönn Greipsdóttir, hótelstjóri á Hótel Sögu, sagði að hótelið tengdist þessu ekki á nokkurn hátt að öðru leyti en því að þetta væri hópur sem hefði pantað gistingu á hótelinu. Hót- elið hefði reyndar fengið upplýsingar um það fyrir 3–4 dögum hvers eðlis hópurinn væri. „Hópurinn er ekki með neina fundi hjá okkur. Þetta er eins og hver annar túristahópur sem gistir hjá okkur og borðar morg- unmat.“ Hrönn sagðist hafa haft samband við forsvarsmann hópsins þegar hún frétti af því hvers eðlis hópurinn væri. Hún sagðist hafa beð- ið um að tengill á Hótel Sögu yrði fjarlægður af heimasíðu sem hóp- urinn hefur sett upp. Hún sagðist hafa fengið yfirlýsingu frá Christinu Ponga, skipuleggjanda ferðarinnar, þar sem kæmi fram að um væri að ræða skemmtiferð. Í yfirlýsingunni kæmi einnig fram að fréttir um að hér ættu að fara fram klámmynda- tökur væru úr lausu lofti gripnar. Hrönn sagði að hótelið hefði ekki forsendur til að kanna hvað gestir þess væru að gera í ferðum sínum. Hún sagði að sér væri ekki kunnugt um að neitt hótel yfirheyrði fólk fyrir fram um hvaða erindi það ætti til landsins. Hrönn sagðist ekki hafa áhuga á að gerast einhver talskona fólks sem starfaði í klámmyndageir- anum, en hún teldi sig hafa fullvissu um að hópurinn væri ekki að koma til Íslands til að taka upp klámmyndir. Þó að margir hafi vanþóknun á þeim sem framleiða og eiga viðskipti með klámefni hafa vaknað spurn- ingar um hvernig stjórnvöld eða lög- reglan geta gripið inn í SnowGather- ing. Sumir lýsa samkomunni sem skemmtiferð en aðrir líta þetta öðr- um augum. Það er ljóst að sumar myndir sem birtar eru á heimasíð- unni af síðustu SnowGathering eru klámfengnar, en meirihluti þeirra er svipaður og sjá má á ýmsum íslensk- um heimasíðum sem fjalla um skemmtanalíf á Íslandi. Komist lögregluyfirvöld að þeirri niðurstöðu að ástæða sé til að grípa inn í myndu þau væntanlega gera það á grundvelli 210. greinar hegn- ingarlaga, en þar er fjallað um refs- ingar við því að búa til og dreifa klámi. Þar segir að allt að 6 mánaða fangelsi liggi við því „að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, út- býta eða dreifa á annan hátt út klám- ritum, klámmyndum eða öðrum slík- um hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósið- legur á sama hátt.“ Guðrún Jónsdóttir, talskona Stíga- móta, segir að ljóst sé að um mjög stóra dreifingaraðila á grófu klámi af öllu tagi sé að ræða og á vefsíðunni sé einnig að finna tilvísanir í vændi. Engin spurning sé að þetta brjóti í bága við lög og því hljóti yfirvöld að bregðast við og koma í veg fyrir kaupstefnuna. Klámkaupstefna eða skemmtiferð?  Um 150 manns í klámiðnaði á leið til Íslands  Stígamót vekja athygli lögreglu á málinu SnowGatering Kaupstefnan í Reykjavík er kynnt á netinu. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is UNGUR ökumaður skapaði mikið hættuástand á götum höfuðborgar- svæðisins með glæfralegum akstri í gærkvöldi og að sögn lögreglu mátti þakka fyrir að ekki hlaust af stór- slys. Maðurinn ók á allt að 190 km hraða og var honum veitt eftirför frá Ártúnsbrekku, um Kópavog og Breiðholt áður en tókst að stöðva hann á Sæbraut. Eftirförin hófst efst í Ártúns- brekkunni á móts við Höfðabakka á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þaðan lá leiðin vestur Miklubraut, um Skeiðarvog, austur Suðurlands- braut, yfir grasflöt við enda hennar þar sem leikskólinn Steinahlíð er, út á aðrein og á móti umferð niður á Reykjanesbraut, upp Smiðjuveg í Kópavogi, hring í iðnaðarhverfinu um græna og rauða götu, til baka og út á Stekkjarbakka, um Höfða- bakka, Fálkabakka, Arnarbakka og Álfabakka, aftur út á Reykjanes- braut og að Sæbraut við Súðarvog þar sem lögreglunni á þremur bíl- um tókst að króa ökumanninn af. Allar umferðarreglur brotnar Ríkharður Steingrímsson úti- varðstjóri kom inn í eftirförina í Breiðholtinu. Hann segir að öku- maður bifreiðarinnar hafi reynt allt sem hann hafi getað til að komast í burtu og hraðinn hafi verið allt að 190 km. Hann hafi farið yfir á rauðu ljósi, ekið á móti umferð, ekki virt hindranir og stöðvunarmerki lög- reglu og í raun brotið allar umferð- arreglur sem hægt hafi verið að brjóta. „Hann ætlaði sér aldrei að stöðva, það var augljóst á aksturs- laginu,“ segir Ríkharður. Mikil hætta Að sögn Ríkharðs var talsverð umferð þar sem eftirförin átti sér stað og erfitt að eiga við hana þar sem minnstu mistök hefðu getað valdið stórslysi. Árekstur í Breið- holtinu hefði tengst ofsaakstrinum og ökumaðurinn hefði ekið utan í kyrrstæðan bíl við Pizza Hut við Sprengisand. Lögreglan hefði þrengt að bílnum á mótum Arnar- bakka og Álfabakka og hefði munað litlu að maðurinn æki þar framan á lögreglubíl en hann hefði komist framhjá lokuninni, ekið meðfram bensínstöð Olís, yfir umferðareyju og aftur út á Reykjanesbraut. Lög- reglan á bílnum sem hóf eftirförina ók tvívegis á bifreiðina og í þriðja sinn þegar bílinn var stöðvaður. Í þessum lögreglubíl voru tveir lög- reglumenn og fundu þeir til minni- háttar eymsla eftir árekstrana. Allir lögreglubílar höfuðborgar- svæðisins voru í viðbragðsstöðu en fimm bílar tóku þátt í sjálfri eftir- förinni. Þrír menn um tvítugt voru í bílnum og voru þeir færðir á lög- reglustöð. Eftirför vítt og breitt um borgina á 190 km hraða Morgunblaðið/Júlíus Glæfraakstur Ungur maður ók bílnum og var hann ásamt tveimur farþegum færður á lögreglustöð.                                                    !        "         #  "                !          "   # $ Í HNOTSKURN »Eftirförin hófst efst í Ár-túnsbrekkunni á móts við Höfðabakka á ellefta tímanum í gærkvöldi. »Hún endaði við Súðarvogþar sem lögreglunni á þremur bílum tókst að króa ökumanninn af.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.