Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 36

Morgunblaðið - 17.02.2007, Síða 36
innlit 36 LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Tíkin Snotra flaðrar upp umgestina, hin tígulega læða,Snæfríður, deplar hinsvegar ekki auga, kettirnir Fróði og Sómi láta sér líka fátt um finnast. Naggrísnum, herra Stubb, er ekkert um þennan gestagang gefið og leitar skjóls hjá konu sinni, frú Rósu og börnunum þeirra fjór- um. Húsfreyjan á þessu skemmti- lega og óvenjulega dýragarðsheim- ili er dýralæknirinn Sif Trausta- dóttir sem ólst samt ekki upp í sveit heldur í 101 Reykjavík. Ást hennar á og umhyggja fyrir þessum íbúum hússins er augljós. „Ég hef alltaf laðast að dýrum. Mamma hefur sagt mér að hún hafi þurft að gæta mín sérstaklega þeg- ar hundar og kettir voru nálægt því ég rauk oft fyrirvaralaust að þeim og vildi kyssa þá og faðma. Það skipti engu máli þótt hundurinn væri miklu stærri en ég,“ segir Sif og hlær. „Ég átti alltaf gæludýr, margar hvítar mýs, hamstur, páfa- gauk og kisu. En hund fékk ég ekki að eiga svo það var fyrsta gæludýr- ið sem ég fékk mér þegar ég fór að búa. Gæludýrin eru mér meira virði en hin veraldlegu gæði. Þau veita mér svo mikla gleði og ekki bara mér heldur líka eiginmanni mínum, þótt honum finnist stundum nóg um fjöldann, og syni, sem nú er að verða 10 ára.“ Sif segir að nærvera og sam- skipti við gæludýr hafi góð áhrif á heilsuna, andlega sem líkamlega. „Ást þeirra er fölskvalaus, þau eru fordómalaus og trygglynd. Ég held að það sé það sem heilli mig. Nær- vera þeirra og umönnun er stór hluti af okkar heimilishaldi. Heim- ilið væri ekki samt án þeirra. Okk- ur finnst skemmtilegt að fylgjast með dýrunum og lífsháttum þeirra og ferli og ég held að ég geti sagt að það hafi breytt lífsviðhorfi okkar allra.“ Sjónvarpsteppið Glæsilegt bútasaumsteppi sem frænka Sifjar gerði, að sjálfsögðu með fullt af kisum. Dýrlegur Þennan konunglega, handgerða spegil fengu hjónin í brúðkaupsgjöf fyrir nokkrum árum. Kryddræktun Þetta basílíkum ræktar Sif sérstaklega fyrir naggrísina, herra Stubb og frú Rósu og fjölskyldu. Borðstofan Þetta fallega borðstofuborð keypti Sif í Góða hirðinum en bak við það er hluti af bókasafni heimilisins en það er eitt af því skiptir húsfreyjuna miklu máli. Forngripur Þennan ruggustól erfði húsfreyjan. Hann er í miklu uppáhaldi jafnt hjá heimilismönnum sem dýrum. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Lífsbjörg Sif dýralæknir með Snæfríði en hún bjargaði lífi læðunnar þegar átti að lóga henni og tók með heim. „Það eiga margir dýralæknar eitt slíkt gæludýr.“ Vinir Tíkin snotra og naggrísinn herra Stubbur eru góðir vinir og deila stund- um gulrót- unum. Bjart Eldhúsið er hjarta heimilisins og útsýnið guðdómlegt. Hugleiðsluhornið Hér hugleiðir Sif en hún er nýbyrjuð að læra hugleiðslu. Lengst til vinstri er síðan prjónakarfan góða. Sveitaheimili og dýragarður í borginni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.