Morgunblaðið - 17.02.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2007 63
Á DÖGUNUM var haldið í Laug-
ardalshöllinni Íslandsmeistaramót í
10 dönsum. Mótanefnd Dansíþrótta-
sambands Íslands (DSÍ) hafði veg
og vanda af skipulagi mótsins. DSÍ
er núna undir forystu nýs formanns,
Bjargar Jakobsdóttur. Umgjörð
keppninnar var mjög glæsileg og
skipti þar miklu máli hvað var lagt í
lýsingu salarins. Einnig voru sett
upp tjöld sem afmörkuðu stúkuna
frá salnum sem gerði það að verkum
að stemningin var mikið betri en oft
áður.
Fimm erlendir dómarar dæmdu á
mótinu, þau Mareanne Hougesen
frá Danmörku, dr. Martin Holder-
baum frá Þýskalandi, Gordan
Schmidt frá Svíþjóð, Grethe And-
ersen frá Noregi og David Douglas
frá Englandi.
Á Íslandsmeistaramóti í 10 döns-
um er dansað í dansi með frjálsri að-
ferð og er lagður saman árangur í
báðum greinum samkvæmisdansins.
Danspörin þurfa því að vera nokkuð
jafnvíg á báðar greinar og þau pör
sem einungis æfa aðra greinina eru
ekki með í þessu móti. Samhliða Ís-
landsmeistaramótinu var keppni í
öllum flokkum sem keppa í dansi
með grunnaðferð.
Innmars og fánahylling
Dagskrá mótsins hófst kl. 11 að
morgni með keppni í yngstu flokk-
unum. Þegar þau höfðu lokið keppni
fór fram setningarathöfn og hófst
hún með innmarsi og fánahyllingu.
Venjan er sú að keppendur ganga
inn á gólfið í keppnisklæðnaði en nú
var sá háttur hafður á að tveir
fulltrúar frá hverju dansíþrótta-
félagi gengu inn á gólfið og héldu á
skilti með nöfnum félaganna. Mér
fannst þetta ekki eins skemmtilegt
og þegar pörin koma inn á gólfið.
Það fylgir því meiri stemning. Að
fánahyllingu lokinni hélt nýr for-
maður DSÍ tölu en síðan setti forseti
ÍSÍ, Ólafur E. Rafnsson, mótið.
Keppt var í fjórum aldursflokkum
á þessu Íslandsmeistaramóti. Yngsti
flokkurinn var Unglingar II (12-13
ára). Þessi flokkur keppir að vísu í
átta dönsum. Tvö pör áttust við á
dansgólfinu. Íslandsmeistarar voru
þau Þorkell Jónsson og Malín Agla
Kristjánsdóttir í Dansíþróttafélag-
inu Gulltoppi og í öðru sæti voru þau
Pétur Geir Magnússon og Lena Rut
Sverrisdóttir frá Dansíþróttafélagi
Hafnarfjarðar. Mér fannst Þorkell
og Malín eiga sigurinn vísan. Þau
dönsuðu meira saman sem par og
kláruðu allar línur betur. Pétur Geir
og Lena Rut eru bæði mjög góðir
dansarar en hafa ekki dansað lengi
saman. Það vantaði töluvert upp á að
hún fylgdi honum í dansinum. Þýski
dómarinn, dr. Martin Holderbaum,
sem ég ræddi við eftir keppnina var
sammála mér um þetta og tók sér-
staklega fram hversu góðan rytma
Pétur Geir sýndi í s.-amerkísku
dönsunum.
Skiptist í tvennt
Í flokki Unglinga II (14-15 ára)
dönsuðu sex pör til úrslita. Sá hópur
skiptist í tvennt að mínu mati. Tvö
efstu pörin eru áberandi sterkust í
þessum hópi en þó ég segi það, hefur
orðið mikil framför hjá hinum pör-
unum. Íslandsmeistarar Unglinga II
voru þau Alex Freyr Gunnarsson og
Ragna Björk Bernburg frá Dans-
íþróttafélaginu Hvönn. Mér fannst
þau að þessu sinni vera öruggir sig-
urvegarar. Alex Freyr er mjög
öruggur og yfirvegaður á gólfinu.
Hann er stílhreinn dansari og gæti
látið hvaða dömu sem er líta vel út á
dansgólfinu. Ragna Björk er glæsi-
legur dansari en þarf að huga betur
að því að styrkja ökkla og fætur. Í
öðru sæti höfnuðu þau Sigurður Már
Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir
frá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Þau eru snaggaraleg í hreyfingum
og er gott jafnvægi á milli þeirra í
dansinum. Í þriðja sæti voru síðan
þau Björn Halldór Ýmisson og
Björk Guðmundsdóttir einnig frá
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar.
Björk er mjög ákveðinn dansari en
Björn Halldór, sem er mjög efnileg-
ur dansari, hefur ekki sömu reynslu
og Björk þarf að styrkja sig betur.
David Douglas frá Englandi sagði
mér um þennan hóp að Alex Freyr
hafi verið sigurvegari þessa hóps ef
ekki keppninnar allrar.
Í flokki Ungmenna (16-18 ára)
kepptu sjö pör. Þar er sömu sögu að
segja um tvö efstu pörin. Þau eru
mjög sterk og áttu í mikilli baráttu.
Svo fór að Íslandsmeistarar í flokki
Ungmenna urðu þau Haukur Freyr
Hafsteinsson og Denise Margrét
Yaghi frá Dansíþróttafélaginu
Hvönn og í öðru sæti þau Björn
Pálsson og Hanna Rún Óladóttir frá
Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Ég
og dómarar keppninnar vorum öll
sammála um það, að þessi pör hefðu
mjög ólíkan stíl og því mjög erfitt að
gera upp á milli þeirra. Mér fannst
persónulega Björn og Hanna sterk-
ari í standarddönsunum og Haukur
og Denise í s.-amerísku dönsunum. Í
þriðja sæti höfnuðu þau Jón Eyþór
Gottskálksson og Helga Soffía Guð-
jónsdóttir frá Dansíþróttafélaginu
Hvönn. Mér fannst þau ná vel saman
í standarddönsunum en ekki dansa
s.-amerísku dansana eins vel .
Í flokki fullorðinna eru keppendur
16 ára og eldri. Þar kepptu sömu pör
um verðlaunasætin og í flokki Ung-
menna og röðuðu þau sér í sömu
sæti.
Hafa góðan grunn
Almennt um keppnina þá sagði dr.
Martin Holderbaum að danspörin
væru með góðan grunn. Hann benti
einnig á að dansararnir og þá sér-
staklega þeir sem keppa í dansi með
grunnaðferð ættu að hafa það í huga
að það er ekki verið að dæma sporin
sjálf, heldur hvernig þau eru dönsuð.
Grethe Andersen frá Noregi hefur
komið áður til Íslands að dæma á Ís-
landsmeistaramóti. Henni fannst
áberandi hversu vel dansararnir
væru almennt klæddir. Einnig tók
hún eftir því hversu góða dansstöðu
yngstu dansararnir höfðu í keppn-
inni í dansi með grunnaðferð. Henni
hefur hingað til fundist íslensku
drengirnir sterkari en stúlkurnar en
nú hefur stúlkunum farið fram og
komið betra jafnvægi á milli par-
anna.
Keppnin tókst að mínu mati með
ágætum. Umgjörðin var glæsileg og
til fyrirmyndar. Það voru örlítil
vandræði með tónlistina í seinni
hluta keppninnar þar sem sum lögin
voru of hæg. Tímaplan stóðst að
mestu þó að það hafi þurft að gera
smá breytingar á keppninni. Óska
ég öllum dönsurum og skipuleggj-
endum keppninnar til hamingju með
vel heppnað mót.
Vel heppnað mót í Höllinni
DANS
Laugardalshöllin
Íslandsmeistaramót í samanlögðum
árangri.
ÍSLANDSMEISTARAMÓT Í DANSI
Sigurður Már og Sara Rós. Björn og Hanna Rún.
Haukur Freyr og Denise Margrét, meistarar ungmenna og fullorðinna.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Alex Freyr og Ragna Björk Íslands-
meistarar 14–15 ára.
Þorkell og Malín Agla Íslandsmeistarar 12–13 ára.
Kara Arngrímsdóttir