Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 25. 2. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 10.951 » Innlit 19.790 » Flettingar 153.741 » Heimild: Samræmd vefmæling NÝ DEILD Í PÍPULÖGN ÞETTA ERU MIKLAR FRAMFARIR FYRIR FAGIÐ, SEGIR GESTUR GUNNARSSON, KENNARI VIÐ IÐNSKÓLANN Í HAFNARFIRÐI >> 20 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 55 Veður 8 Minningar 55/59 Staksteinar 8 Menning 62/71 Blogg 8 Sjónspegill 64 Vikuspegill 16/18 Leikhús 68/69 Daglegt líf 20/39 Myndasögur 70 Þjóðlífsþankar 27 Dægradvöl 72/73 Hugsað upphátt 35 Staðurstund 74/75 Forystugrein 40 Dagbók 76/77 Reykjavíkurbréf 40 Víkverji 76 Umræðan 42/51 Velvakandi 77 Bréf 50/51 Bíó 74/77 Auðlesið efni 54 Sjónvarp 78 * * * Innlent  Ólafur Jóhann Borgþórsson víg- ist í dag til prests í Seljaprestakalli. Hann er 25 ára og verður þar með yngsti starfandi prestur landsins. Vígslan fer fram við athöfn í Dóm- kirkjunni. » Baksíða  Erindi talsmanns neytenda vegna útskriftargjalds símreikninga barst Símanum á föstudaginn var og er eftir að taka afstöðu til þess. » 4  Michael Gallager, fram- kvæmdastjóri tilbúinna rétta hjá Whole Food Markets í Bandaríkj- unum, og Valentin Dumitrescu, osta- meistari verslanakeðjunnar, heim- sóttu Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi til að kynnast framleiðslu á skyri og ostum. » 6  Úthlutað verður 100 milljónum króna úr Umhverfis- og orkurann- sóknarsjóði Orkuveitu Reykjavíkur en 95 umsóknir bárust um styrki úr sjóðnum. Heildarfjárhæð umsókna nam 450 milljónum króna. » Forsíða  Á fundum Valgerðar Sverr- isdóttur utanríkisráðherra með ráðamönnum Úganda kom fram að þeir meta mjög samstarf þjóðanna. Utanríkisráðherra sagði að þeir hefðu þakkað Íslendingum fyrir margvíslega aðstoð og óskað eftir frekari samvinnu á ýmsum sviðum. » 4  Lyfjakostnaður hefur farið ört vaxandi frá því fyrstu líftæknilyfin komu á markað árið 1996 og fyrirséð er að sú þróun haldi áfram, en að sama skapi hafa lífsgæði sjúklinga batnað svo líkja má við byltingu. Bú- ið hefur verið til kerfi til að meta jafnvægi gagnsemi og kostnaðar, en þar er sparnaður ekki meginatriði heldur að vel sé að málum staðið. » 10  Á árinu 2005 greiddi slysa- og bráðadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahúss 909.987 kr. fyrir túlka- þjónustu fyrir útlendinga en í fyrra reyndist kostnaðurinn 2.819.325 kr. Sjálfsagt eru einhverjar verðlags- breytingar milli ára og fleira en meg- inskýringin á kostnaðaraukningunni liggur í fjölda þeirra sem þurfa túlkaþjónustu. Þessar tölur koma fram í samtali við Ingibjörgu Sig- urþórsdóttur aðstoðardeildarstjóra. » 38 Erlent  Giorgio Napolitano, forseti Ítal- íu, fór þess í gær á leit við Romano Prodi að hann sæti áfram sem for- sætisráðherra en leitaði jafnframt sem fyrst eftir stuðningsyfirlýsingu þingheims við stjórn sína. Prodi sagði af sér á miðvikudag eftir ósigur í atkvæðagreiðslu á þingi. » 16 Viðskipti  Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s hefur hækkað lánshæfismat íslensku viðskiptabankanna þriggja, Landsbanka, Glitnis og Kaupþings og fá langtímaskuldbindingar þeirra einkunnina Aaa sem er hæsta ein- kunn sem fyrirtækið gefur. Kemur hækkunin til vegna breyttrar að- ferðafræði Moody’s við útreikning lánshæfis. Mat Moody’s varðandi skammtímaskuldbindingar bank- anna er óbreytt, það er P-1, sem er hæsta einkunn sem gefin er. » Baksíða VILJI Vestmannaeyinga er að allur vafi verði tekinn af hvað jarðgöng varðar áður en ákvörðun um fram- tíðarsamgöngur við Vestmannaeyjar verður tekin, að sögn Elliða Vign- issonar bæjarstjóra. Bæjarráð Vest- mannaeyja samþykkti m.a. ályktun 22. febrúar sl. um að leggja til við stjórnvöld „að óháðu ráðgjafarfyrir- tæki á sviði jarðvegsrannsókna og jarðgangagerðar verði falið að leggja mat á þörf fyrir frekari rann- sóknir vegna jarðganga milli lands og Eyja og væntanlegan kostnað af þeim ef svo ber undir“. Elliði sagði að meginniðurstaða fundar fulltrúa Siglingastofnunar og Landgræðslunnar í Vestmannaeyj- um í fyrrakvöld hefði verið sú að ekkert væri því nú til fyrirstöðu að hefja verklegar framkvæmdir við gerð ferjulægis í Bakkafjöru innan örfárra vikna. „Hvað Bakkafjöru varðar kom það berlega í ljós á fundinum að sá kost- ur er jafnvel enn nærtækari, áreið- anlegri og öflugri samgöngubót heldur en við höfum hingað til þorað að vona,“ sagði Elliði. „Samkvæmt upplýsingum frá Det Norske Veritas er sexfalt öruggara að sigla til Bakkafjöru en Þorlákshafnar og ein- ungis gert ráð fyrir að 1–2% daga á hverju ári falli ferðir alveg niður. Í mínum huga er það algerlega ljóst að samgöngubót sem þessi myndi efla vaxtar- og búsetuskilyrði í Vest- mannaeyjum enn frekar, þótt sann- arlega sé þetta ekki jafngóður kost- ur og jarðgöng.“ Opinbert hlutafélag Gert er ráð fyrir því að fyrirhuguð ferjuhöfn í Bakkafjöru verði í eigu sveitarfélaganna Vestmannaeyja- bæjar og Rangárþings eystra. Elliði segir að sveitarfélögin hafi rætt um rekstrarform hafnarinnar að beiðni stýrihóps um gerð ferjulægis í Bakkafjöru. Niðurstaðan úr þeim viðræðum hafi orðið sú að stofnað verði opinbert hlutafélag um ferju- lægið. Gert er ráð fyrir því að Vest- mannaeyjabær muni eiga 60% í fé- laginu og Rangárþing eystra 40%. Aðspurður hvort höfnin verði opin öðrum skipum en fyrirhugaðri ferju segir Elliði að það verði eigenda hafnarinnar að ákvarða notkun hennar á hverjum tíma. Vafa um göng verði eytt Ferjulægið í Bakkafjöru mundi verða í meirihlutaeigu Vestmannaeyinga Morgunblaðið/Sigurgeir Fundur Um 200 manns sóttu fund í Vestmannaeyjum þar sem niðurstöður rannsókna um möguleika á gerð ferjuhafnar í Bakkafjöru voru kynntar. VEIÐIÁHUGINN leyndi sér ekki hjá veiðimanninum unga sem var á höttunum eftir hornsílum í Kópavogs- læk á dögunum. Víst er að veiðigleðin yfir hverju föng- uðu síli er jafn gegnheil og sú sem hríslast um „stóru strákana“ á bökkum laxveiðiánna þegar hann tekur. Hornsílin finnast nánast um allt norðurhvel jarðar og halda sig ýmist í söltu vatni, ísöltu eða fersku. Þau eru yfirleitt 5–10 sentímetra löng. Morgunblaðið/Ómar Á hornsílaveiðum MIKIÐ fjölmenni er á Landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sem fer fram á Grand Hóteli í Reykjavík um helgina. Í umræðum um kosningaáherslur í gærmorgun kom meðal annars fram að aðeins einn þátttakandi mætti á landsfundinn á hjóli en aðrir komu akandi. Magnús Bergsson gat þess að mikill bílafloti hefði verið fyrir ut- an hótelið og í framhaldi spurði hann hvað margir hefðu komið gangandi á fundinn. Varð fátt um svör. Þá spurði hann hve margir hefðu tekið strætisvagn og fékk sömu viðbrögð. Í ljós kom að hann var sá eini sem hafði komið hjól- andi á fundinn en nánast allir réttu upp hönd þegar hann spurði hve margir hefðu komið á bíl. „Ég held að við ættum nú að líta okkur aðeins nær og ekki aðeins tala um hlutina heldur líka framkvæma þá,“ sagði hann og var ábendingu hans fagnað með dynjandi lófa- klappi. Einn á hjóli hjá VG Eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur gudrung@mbl.is Á ÁRINU 2005 greiddi slysa- og bráðadeild Landspítala – háskóla- sjúkrahús 909.987 kr. fyrir túlka- þjónustu fyrir útlendinga en í fyrra reyndist kostnaðurinn 2.819.325 kr. Verðlagsbreytingar milli ára og fleira kemur til en helsta skýringin liggur í fjölda þeirra sem þurfa túlkaþjónustu. Þetta kemur fram samtali við Ingibjörgu Sigurþórs- dóttur aðstoðardeildarstjóra sem Morgunblaðið birtir í dag. Hún segir einnig að aðstoð við útlendinga sé orðin mun meiri þáttur í starfi deild- arinnar en áður var og fari vaxandi. „Þetta er einn af hinum „ósýnileg- um þáttum“ í starfi okkar,“ segir Ingibjörg. Túlkaþjónustan Inter Cultural sér um að útvega túlka á 35 tungumálum fyrir slysa- og bráða- deild LSH „Við útvegum við túlka fyrir allar deildir LSH, en neyðarút- köll túlka koma langflest frá slysa- og bráðadeild,“ segir Angelica Cantu Dávila, verkefnastjóri Inter Cult- ural. Hún kveður túlkastörfin vel borguð og því ásókn í þau en 82 túlk- ar eru nú starfandi hjá fyrirtækinu. „Þeir sem starfa hjá okkur eru verktakar og eru í annarri vinnu með, alltaf má kalla í túlka á dag- vinnutíma og svo höfum við túlka á vakt á öðrum tímum. LSH hefur nafnalista yfir túlka og svo má hringja í neyðarsíma fyrirtækisins.“ Mæðravernd og ungbarnavernd útlendra kvenna er vaxandi, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. Um 20% skjólstæðinga Heilsu- gæslunnar Efra-Breiðholti eru af er- lendu bergi brotin og tala litla sem enga íslensku. „Ekkert hefur verið þýtt af fræðsluefni fyrir erlenda foreldra á vegum heilsugæslunnar, það þyrfti að gera,“ segir Solveig Jóhannsdótt- ir ljósmóðir. Hún kveður túlka- þjónustu notaða í samskiptum við erlenda foreldra en þó ekki eins mikið og þörf væri á – vegna kostn- aðar.| 38 Þörf fyrir túlkaþjónustu hefur stóraukist hjá LSH Í HNOTSKURN » Tekið hefur allt upp ífimm tíma að fá túlk og hefur meðferð þá seinkað sem því nemur. » Brýnt er að aðgangur aðfræðsluefni fyrir verðandi foreldra sé til á ýmsum tungu- málum. »Hér er ekki í boði BA-prófí túlkafræðum eins og er við háskóla víða í Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.