Morgunblaðið - 25.02.2007, Blaðsíða 22
lífshlaup
22 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
É
g er fæddur í
Palestínu 1. júlí
1939, í Tulkarm
á vesturbakk-
anum, sem þá
tilheyrði Jórd-
aníu. Við vorum
níu systkinin,
mamma sinnti heimilinu og pabbi
vann á landi afa; þar voru ræktaðir
ávextir og grænmeti. Þetta var mjög
frjósamt land og ég man hvað mér
fannst gaman að ganga um appels-
ínulundina. Í minningunni er bernska
mín björt og áhyggjulaus. En svo
komu gyðingarnir.“
Hér verða snögg umskipti í rödd
Jabali. Eins og kuldi úr vatnsglasinu
hafi setzt á raddböndin. Svo þiðna þau
aftur og hann heldur rólegur áfram:
„Ísraelsmenn höfðu heiminn á bak
við sig og þeir hröktu okkur í burtu.
Ég man að síðasta uppskeran sem við
fengum var 1948. Það var góð upp-
skera þetta ár og pabbi vann á ökr-
unum með vopnaða menn með sér.
Einn daginn þegar ég mætti í skólann
sagði húsvörðurinn að það yrði eng-
inn skóli því það þyrfti að skjóta
skjólshúsi yfir flóttamenn frá Jaffa.
En skólahald féll ekki bara niður
þennan daginn, flóttafólkinu fjölgaði
svo skólinn varð ekki skóli aftur.“
– Heyrðir þú frásagnir flóttafólks-
ins?
„Ég fékk ekki að koma inn í skóla-
húsið.
En skammt fyrir utan bæinn var
komið upp flóttamannabúðum. Þar
heyrði ég alveg hræðilega hluti;
hryllilegustu sögurnar sagði fólk frá
Der Yasin, en þar höfðu farið um
hryðjuverkasveitir undir stjórn Beg-
in, sem síðar varð forsætisráðherra
Ísraels.
Sem betur fer sá ég ekki margt
ljótt, en drengurinn ég heyrði miklu,
miklu meira en nóg af hryllingi.“
– Þú segir að pabbi þinn hafi unnið
með vopnavernd. Kom til vopnaðra
átaka?
„Já, það kom til skotbardaga.
Mönnum var auðvitað þvert um geð
að vera reknir af jörðum sínum og
gyðingar sóttu af sömu hörku og þeir
sýna enn þann dag í dag.“
– Misstir þú einhvern þér nákom-
inn í þessum átökum?
„Sem betur fer féll enginn af nán-
um ættingjum mínum. En bezti vinur
minn, sonur eins af verkamönnum
afa, féll fyrir byssukúlum gyðinga.
Hann var níu ára eins og ég.“
– Hvernig varð þér við?
„Óttinn hafði okkur auðvitað á valdi
sínu, svo bættust reiðin og sorgin við.
Þetta varð allt eitthvað svo tilgangs-
laust.“
Einn góðan veður-
dag var landið tekið
Jabali er annars hugar. Svo tekur
hann upp þráðinn aftur.
„Einn góðan veðurdag var búið að
taka landið af okkur. Þeir drógu ein-
faldlega línu og handan hennar var
megnið af landinu hans afa, sem við
áttum nú ekki meir. Ég gat ekki leng-
ur gengið mér til gleði um appel-
sínuekrurnar. “
– Hvernig leið þér þá?
„Það var mjög sérstök tilfinning að
standa þarna og horfa yfir til landsins
horfna. Smáskiki af landinu hans afa
lenti okkar megin við línuna og þar
gátum við ræktað grænmeti og ávexti
fyrir okkur. Á báðar hendur voru
arabafjölskyldur, sem líkt var komið
fyrir. Arababændurnir beittu hesti
fyrir plóginn, en gyðingabændurnir
keyrðu sínar dráttarvélar. Þetta voru
tveir nálægir en um leið gjörólíkir
heimar. Það var mikið um smygl á
báða bóga. Og við læddumst stundum
yfir línuna til þess að fá eld!“
Fjölskylda Jabali fór til Sýrlands
og beið það versta af sér í fjallaþorpi,
sem var vinsæll ferðamannastaður.
Þá sá Jabali snjó í fyrsta skipti. Fjöl-
skyldan bjó áfram í Tulkarm. En lífið
var með allt öðrum og þrengri hætti
en áður.
– Hvaða tilfinningar barstu til gyð-
inga?
Nú hugsar Jabali sig um. Hann
segir svo hægt: „Ég hata ekki gyð-
inga sem þjóðflokk. Ég hef hins veg-
ar aldrei skilið af hverju svona var
farið með okkur og af hverju þeir
njóta svo mikillar samúðar á Vest-
urlöndum sem raun ber vitni.
Vesturlandabúar horfa flestir fram
hjá því hvernig stofnun Ísraelsríkis
bitnaði á Palestínuaröbum. Og þeir
loka augunum enn fyrir ástandinu.“
Frá Palestínu til
Patreksfjarðar
Við höldum áfram að fara yfir lífs-
hlaup hans:
„Ég tók stúdentspróf 1956 og
hugði á nám í Egyptalandi, en til þess
þurfti eins árs undirbúningsnám. Ég
fór til Kúveit og tók þar próf, sem
opnaði mér dyr háskólans í Alex-
andríu. Þangað fór ég til náms í við-
skiptafræði.“
– Hvernig kunnir þú við þig í
Egyptalandi?
„Þegar til kom ekkert of vel! Ég
var vinstrisinnaður á þessum árum
og vinstrimenn voru hreint ekki vin-
sælir í Egyptalandi Nassers. Egypt-
um er tamt að gæða vald guðlegu eðli
og Nasser lét smátt og smátt taka sig
í guðatölu.
Ástandið í landinu átti ekki við mig.
Og þegar ég kom heim einn daginn
og sá starfsmann leyniþjónustunnar
við húsdyrnar, þá ákvað ég að fara.
Leyniþjónusta Nassers var með augu
á hverjum fingri og lét okkur vita af
því að fylgzt væri með hverju okkar
fótmáli. Ég fór til Íraks ásamt skóla-
bróður mínum og við héldum náminu
áfram í Bagdad. Í gegnum palest-
ínsku stúdentasamtökin fékk ég svo
styrk til náms í A-Þýzkalandi. Sósíal-
ísku ríkin voru á þessum tíma mjög
svo örlát á námsstyrki við okkur og
ég fór til Leipzig að læra hagfræði.
En námið var mjög marxismaskotið
og ég sá ekki fram á að það yrði mér
að nokkru gagni í Jórdaníu. Ég söðl-
aði því um og fór í læknisfræði. Það
nám vissi ég að mundi nýtast mér.“
En leið Jabali lá ekki til Jórdaníu.
„Í Leipzig kynntist ég góðri, ís-
lenzkri konu, Guðrúnu Finn-
bogadóttur, við fluttum til Íslands og
giftum okkur hjá bæjarfógeta. Ég
byrjaði mitt kandídatsár á Landspít-
alanum; fyrst á fæðingardeild og svo
á barnadeild.
Síðan fórum við til Patreksfjarðar,
þar sem ég starfaði í tvö ár, fyrst sem
aðstoðarhéraðslæknir og síðan hér-
aðslæknir.“
– Af hverju Patreksfjörður?
„Ég þurfti að taka hluta kandídats-
ársins úti á landi svo ég fór til land-
læknis, sem þá var Sigurður Sigurðs-
son, og hann spurði hvort ég væri
tilbúinn að fara til Patreksfjarðar. Ég
sagði bara já og fór!“
– Hvernig tóku Patreksfirðingar
því að fá araba sem héraðslækni?
„Patreksfirðingar tóku mér vel. Ég
man að ég byrjaði á því að fara út í
búð og kaupa kaffi og meðlæti og þá
hópuðust börnin að mér og fylgdu
mér í halarófu. Þau voru svo spennt
að sjá hvernig alvöruarabi liti út!“ Og
Jabali hlær við minningunni. Það er
léttara yfir honum þegar hann talar
um Patreksfjörð en Palestínu.
– Hvernig var að vera úti á landi?
„Fólkið var ágætt. Og starfið allt
öðruvísi en í borginni. Við áttum góða
daga fyrir vestan.
En ég varð að koma suður aftur til
þess að klára kandídatsárið og það
gerði ég á lyfjadeild Landakotsspít-
ala og skurðdeild Borgarspítalans.“
– Þú hefur starfað þarna á þremur
höfuðsjúkrahúsum Reykjavíkur, sem
þá voru. Fannstu einhvern mun á
spítölunum?
„Ekki annan en þann að það var
misjafnt að starfa á ólíkum deildum.
En samstarfsmenn og sjúklingar
voru hverjir öðrum líkir.“
– Nú er búið að sameina þessi
sjúkrahús í eitt. Hvað segir þú um þá
þróun?
„Satt að segja veit ég ekki nægi-
lega mikið til þess að mynda mér ein-
hverja skoðun á því.
Það eina sem ég veit er að allir
þeir, sem ég þekkti, eru ekki lengur
starfandi!“
Skrifaðu bara og
sheikinn borgar
Eftir fjögur ár á Íslandi lá leið Ja-
bali til Dubai 1972. Af hverju Dubai?
„Vinur pabba hafði farið til Dubai
og starfaði þar. Hann útvegaði mér
vinnu í sjúkrahúsi, þar sem ég starf-
aði í tvö ár. Það var mjög sér-
kennilegt að vinna þarna og satt að
segja fannst mér það leiðinlegt. Það
var allt í lagi að sinna eldra fólkinu.
Það mundi tímana tvenna; hafði þurft
að hafa fyrir hlutunum og var þakk-
látt fyrir flestar þær breytingar sem
nútímavæðingin færði þeim. Mér
fannst mjög gaman og gefandi að
spjalla við þetta fólk.
Yngra fólkið hugsaði allt öðruvísi.
Því fannst sjálfsagt að fá allt upp í
hendurnar fyrirhafnarlaust. Það
slengdi sér bara í stólinn hjá mér og
sagði: Þú átt að skrifa upp á vottorð
fyrir mig. Hvernig vottorð? spurði ég.
Um að ég þurfi að fara til London,
eða eitthvað annað. Og hvers vegna?
Skrifaðu bara eitthvað og þá borgar
sheikinn ferðina!
Ég gafst einfaldlega upp á þessu
kerfi og ég kom aftur til Íslands.“
Hér vann Jabali í hálft ár við rönt-
genlækningar og fór síðan í fram-
haldsnám í þeim í Þýzkalandi. Að því
loknu var eldri sonurinn, Fahad Fal-
ur, kominn til náms í Nancy Lorraine
í Norður-Frakklandi. Guðrún kom
þangað með yngri soninn; Ómar, og
að loknu framhaldsnáminu í Þýzka-
landi var fjölskyldan öll samankomin
í Frakklandi. Þau Jabali og Guðrún
slitu samvistir. Synir þeirra starfa
báðir við kvikmyndagerð í Reykjavík.
Í 17 ár starfaði Jabali í Nancy Lor-
raine. „Ég var aðstoðarlæknir en gat
ekki orðið fullgildur opinber embætt-
ismaður af því ég var ekki með
franskan ríkisborgararétt.“
Í miðjum klíðum var Jabali kippt
út úr sínu daglega lífi; hann veiktist,
fékk slag og lamaðist vinstra megin.
–Hvernig tókstu á afleiðingum
þess áfalls?
„Það var erfitt. Verst var að átta
sig á því hversu erfitt varð að gera
svo margt, sem ég hafði áður fram-
kvæmt umhugsunarlaust. Það var
svo margt að bögglast fyrir mér. Eitt
var að ég gat ekki ekið bíl og það kom
iðulega fyrir að ég missti af strætó af
því að ég ætlaði mér ekki nógan tíma
til þess að komast út á stoppistöð.
Mér fannst þetta allt saman ákaflega
gremjulegt í fyrstu, en svo var auðvit-
að ekki um annað að ræða en að taka
á málum og þjálfa sig upp aftur. Það
tók mig langan tíma að ná mér, en
mér tókst að verða vinnufær aftur og
fara til míns starfa í sjúkrahúsinu. Þá
gerðist það að gyðingaprófessor varð
yfirmaður deildarinnar. Þarna voru
yfirlæknarnir guðir og hann tók það
Enginn er dagur vonar
Morgunblaðið/RAX
Íslenzkur arabi Krakkarnir á Patreksfirði eltu Abdel Fattah El-Jabali í halarófu. Þau voru svo spennt að sjá hvernig alvöruarabi liti út!
Hann heitir Abdel Fattah
El-Jabali, er fæddur Pal-
estínuarabi og var 9 ára
þegar land feðranna var
tekið af fjölskyldu hans.
Eftir náms- og starfsferil
í níu löndum eyðir hann
nú efri árunum á Íslandi.
Freysteinn Jóhannsson
ræddi við Jabali um lífs-
hlaup hans og landið fyrir
botni Miðjarðarhafsins.