Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 25

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 25 Children og Völundarhúsið – El La- berinto del Fauno/Pan’s Labyrinth eru einnig meðal mynda sem líkleg- ar eru til afreka 2007. „Tres amigos“ Óháðir kvikmyndagerðarmenn settu sterkan svip á síðustu afhend- ingarhátíð og eru vissulega að gera góða hluti. Í ár eru það hins vegar þrír mexíkóskir kvikmyndaleik- stjórar og handritshöfundar sem láta heldur betur til sín taka. Þeir eru Alejandro Gonzalez Inarritu, Guillermo Del Toro og Alfonso Cuaro, gjarnan kallaðir „Vinirnir þrír“. Inarritu er leikstjóri og hand- ritshöfundur Babel, sem hlaut sjö tilnefningar; Völundarhúsið, eftir del Toro, hlaut sex, m.a. fyrir frum- samið handrit og í flokknum Besta erlenda mynd ársins. Mynd Cuar- ons, Mannsbörn – Children of Men, hafði þrjár upp úr krafsinu, m.a. fyr- ir besta handrit byggt á áður birtu efni. Í heild eru tilnefningarnar mun al- þjóðlegri en oftast áður. Í Babel tala sögupersónurnar á fimm tungu- málum og japanska hljómar ein- göngu í Bréfum frá Iwo Jima. Önnur bandarísk mynd, Apocalypto, sem tilnefnd er til nokkurra minniháttar verðlauna, er á máli frumbyggja Ameríku. Tvær leikkonur sem koma fram í myndum á öðru tungumáli en ensku eru tilnefndar: Penelope Cruz fyrir Volver og Rinko Kikuchi, sem stelur löngum köflum í Babel. Þá er hin spænsk/mexíkósk/bandaríska Völundarhúsið ein þeirra mynda, sem flestar tilnefningar fá í ár. Mjótt á munum Hvernig sem fer verður keppnin tvísýnni í kvöld en oftast áður, ég hef á tilfinningunni að 79. afhendingin verði kvöld senuþjófa og óvæntra sigurvegara. Tilnefningarnar hafa sjaldan verið dreifðari, að auki er Dreamgirls, myndin með flestar til- nefningarnar (átta, sem er óvenjulág tala), ekki í slagnum um aðalverð- launin. „Öruggir sigurvegarar“ eru því óvenjufáir. Ég spáði Helen Mirren Óskarnum eftir frumsýningu Drottningarinnar í sumar og ætla að standa við það. Það var áður en Judi Dench heillaði mig upp úr skónum í Hugleiðingum um hneyksli – Notes on a Scandal, hún er sannarlega vís með að setja strik í reikninginn í flokki aðalleikkvenna. Og þá er kom- inn tími til að vinda sér í spámanns- spjarirnar … BESTA MYND ÁRSINS Sem fyrr segir hefur AMPAS látið sér fátt um Scorsese finnast til þessa. Ég veðja á að nú verði breyt- ing á. „Loksins, loksins“ segir hann vonandi í nótt, annars liggja Danir í því. Fáar myndir leikstjórans hafa hlotið betri dóma en Þeir fráföllnu, sem fjallar um skipulagða glæpa- starfsemi, líkt og Goodfellas og Cas- ino, sem hvorug þótti verðug verð- launanna. Hún er byggð á Hong Kong-spennumyndinni Infernal Affairs – Mou gaan dou (’02), endur- unnið efni er almennt síður til þess fallið að bæta stöðu mynda í hópi út- valinna en frumsamið. Upp á móti vegur kjarnmikið, tæpitungulaust handrit Williams Monahans, frá- bært útlit og tæknivinna og leikur Leonardos Di Caprios og Martins Sheens. Þó svo að Scorsese hafi gert betur breytir það engu um að mögu- leikar hans eru miklir og Hinir frá- föllnu á firnasterka spretti. Eastwood er ólíkt farsælli en Scorsese, hefur hlotið þrjár tilnefn- ingar og unnið Óskarinn tvisvar – fyrir The Unforgiven (’93) og Million Dollar Baby, sem var tekin framyfir The Aviator Scorseses fyrir þremur árum. Bréf frá Iwo Jima gefur Ósk- arsverðlaunamyndunum hans ekk- ert eftir, það gerir Mystic River reyndar ekki heldur, en AMPAS hunsaði gjörsamlega þá minnis- stæðu mynd. Það er ekki líklegt, ef Hinir fráföllnu gleymist, að Aka- demían endurtaki leikinn frá 2004 og hampi frekar hinni margslungnu Ba- bel. Misjafnri mynd með einhverjum bestu myndskeiðum og mögnuðustu atriðum sem sáust í fyrra. Sagan af Babelsturninum í Biblíunni hermir frá því hvernig Guð dreifði mann- kyninu um allar jarðir og gaf því mörg og mismunandi tungumál. Mynd Innaritus fjallar um hnatt- væðingu og hvernig heimurinn hefur skroppið saman frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Persónurnar eru úr flestum heimshornum en tengjast á einhvern hátt innbyrðis. Babel fjallar jafnframt um hugðar- efni sem a.m.k. þeir sem komnir eru yfir miðjan aldur velta gjarnan fyrir sér: Sakleysið og hvernig og hvenær það glutrast niður. Litla ungfrú sólskin og Drottn- ingin eru dásamlegar myndir en eiga sjálfsagt minni möguleika. Litla ungfrúin eygir veika von, hún hefur hlotið afburðadóma, gnótt verð- launa, er hvers manns hugljúfi og tekur á grafalvarlegum þjóðfélags- vanda á sinn grínaktuga hátt. Nánast allar myndirnar hafa þeg- ar verið frumsýndar eða forsýndar og séðar af greinarhöfundi. Athugið að þeim sigurstrangleg- asta í hverjum flokki er stillt efst – síðan koll af kolli. Merktu þína spá í ferninginn.  The Departed – Hinir brottföllnu  Babel  Letters from Iwo Jima – Bréf frá Iwo Jima  Little Miss Sunshine – Litla ungfrú sólskin  The Queen – Drottningin Ef ég fengi að ráða: Litla ungfrú sólskin. Hverja vantar? United 93. BESTI LEIKSTJÓRI ÁRSINS Það hefur komið ljóslega fram að ég spái Martin Scorsese tvöföldum sigri í ár, fyrir mynd og leikstjórn. Sú skoðun er ekki eintóm óskhyggja né réttlætiskrafa, þungt vegur að starfsbræður hans hafa þegar valið Scorsese leikstjóra ársins fyrir Hina fráföllnu. Þeirra val ræður úrslitum á kjöri sigurvegarans í flokknum. Það er þó alls ekki einhlítt að sá sem er kjörinn af DGA verði sjálfkrafa óskarsverðlaunahafi. Keppendurnir eru allir valin- kunnir hæfileikamenn með East- wood og Innaritu í humátt á eftir Scorsese. Frears og Drottningin sjálfsagt of bresk til að hljóta um- talsverðan meðbyr hjá akademíunni. Að mínum dómi var United 93 ein besta myndin á árinu sem var að líða. Átakanleg og grípandi sviðsett heimildarmynd, líkt og nokkur fyrri verk Pauls Greengrass. Hann fjallar á hreinskilinn hátt um atburð sem snerti alla bandarísku þjóðina, það hefur sjálfsagt eitthvað að segja. Á móti honum vinnur að myndin er ekki tilnefnd sem besta mynd ársins, það eitt rýrir umtalsvert möguleika leikstjórans.  Martin Scorsese, Hinir fráföllnu  Alejandro Gonzalez Inarritu, Babel  Clint Eastwood, Bréf frá Iwo Jima  Stephen Frears, Drottningin  Paul Greengrass, United 93 Ef ég fengi að ráða: Martin Scor- sese. Hvern vantar? Kevin Macdonald Síðasti konungur Skotlands – The Last King of Scotland. BESTI KARLLEIKARI Í AÐALHLUTVERK Einn af mörgum tvísýnum flokk- um, en botninn er fenginn í málið. Þegar þessar línur eru skrifaðar (20. febrúar) er undirritaður nýkominn af forsýningu á Síðasta konungi í kvöld? Í tíu ár hefur NTV boðið upp á Skrifstofu- og tölvunám. Á þessum tíma hefur námskeiðið þróast mikið og breyst í takt við tímann og vinnumarkaðinn. Það er samdóma álit þeirra sem ljúka náminu að það sé krefjandi en umfram allt uppbyggilegt, styrkjandi og skemmtilegt. - Windows stýrikerfið - Word ritvinnsla - Excel töflureiknir - Power Point kynningarefni - Access gagnagrunnur - Internetið & Tölvupóstur Tölvunám - 96 stundir - Verslunarreikningur - Bókhald - Tölvubókhald Navision MBS® Viðskiptagreinar - 108 stundir - Tímastjórnun og markmiðasetning - Sölutækni og þjónusta - Framsögn og framkoma - Mannleg samskipti - Streitustjórnun - Atvinnuumsóknir Sjálfstyrking - 30 stundir - Auglýsingatækni - Markhópagreining - Gerð birtingaráætlana - Gagnvirk tenging forrita - Flutningur lokaverkefnis Lokaverkefni - 24 stundir Í tölvuhlutanum er lögð áhersla á þau forrit sem nemandi þarf að kunna á til að öðlast TÖK-skírteini sem er alþjóðleg viðurkenning á tölvukunnáttu hans. NTV er eini skólinn þar sem öll 7 TÖK prófin og alþjóðlegt prófskírteini er innifalið í náminu. Kenndur er sá hluti verslunarreiknings sem mest er notaður á skrifstofunni og tekin fyrir flest þau atriði sem þarf til að færa bókhald fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. NTV leggur mikið upp úr því að ná fram því besta úr hverjum og einum nemanda. Það er ekki nóg að búa yfir þekkingu og hæfileikum. Nemandinn þarf einnig að þekkja styrk sinn og veikleika, kunna að stýra tíma sínum, setja sér skýr markmið og kunna að selja öðrum hugmyndir sínar og skoðanir. „Skemmtilegasti og erfiðasti hluti námsins“ segja margir. Unnið er í 3-4 manna hópum að markaðssetningu á vöru eða þjónustu. Lokaverkefnisvinnan er skemmtileg, krefjandi og framsett á þann hátt að hún taki á flestum þáttum námskeiðsins. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 544 4500 OG Á NTV.IS Nýi tölvu- og viðskiptaskólinn - Hlíðasmára 9 - Kópavogi „Frábært og hnitmiðað!“ lýsir náminu best! Fyrir tíu árum og þremur börnum síðan fór ég af vinnumarkaði. Því fannst mér erfitt að fara að vinna aftur, ég var ekki tilbúin að takast á við nútíma skrifstofuumhverfi. Eftir Skrifstofu- og tölvunámið fékk ég strax góða skrifstofuvinnu þar sem ég er að nýta mér flest það sem kennt var í náminu. SKRIFSTOFU- & TÖLVUNÁM Bryndís Gísladóttir - Inpro ehf. Næsta námskeið: Morgunnámskeið - Alla virka daga frá kl. 8:30-12:30. Byrjar 19. mars og lýkur 30. maí. Námið gefur 10 einingar til stúdentsprófs og skiptist í 4 flokka: ATH! - Síðasta Skrifstofu- og tölvunámskeiðið á vorönn!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.