Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 31

Morgunblaðið - 25.02.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 31 Liverpool á níunda áratugnum. Kappinn var ekki í vafa um að hann myndi smellpassa inn í hópinn enda talaði hann reiprennandi ensku. Það runnu hins vegar á hann tvær grím- ur þegar hann mætti á fyrstu æf- inguna og skyldi ekki orð af því sem mönnum fór á milli. Undirgrundin er uppfull af Púl- urum á leið á Nývang. Þeir taka samviskusamlega undir með Johnny Cash í slagaranum ástsæla, Ring of Fire. Þar með er tónninn gefinn fyr- ir það sem koma skal en Nývangur er, eins og menn þekkja, einskonar hringleikahús. Hressir þremenningar eru vel nestaðir til ferðarinnar – hver með sinn lítrann af San Miguel. Spán- verji nokkur horfir á þá spyrjandi augum. „Viltu sopa?“ spyrja þeir og rétta flöskurnar í átt að honum. „Ha, nei. Ég drekk bara Estrella.“ Þetta kallar maður að vera fljótur að hugsa. Á leiðinni upp á yfirborðið heldur söngurinn áfram. „Við erum stillt- ustu stuðningsmenn landsins...,“ glymur nú um ganga. Ha? En þá er vísan botnuð. „... þegar við förum með sigur af hólmi. En þegar við lútum í gras...“ Já, hér er best að bremsa af orðbragð sem ekki hæfir Morgunblaðinu. Ekki þarf að fjölyrða um leikinn. Börsungar komust snemma yfir og virkuðu líklegir til að valta yfir gest- ina. En með hægðinni sneri Liver- pool leiknum sér í hag og vann að lokum með tveimur mörkum frá aldavinunum Craig Bellamy og John Arne Riise. Hér er freistandi að segja golfbrandara en mér skilst að Logi Ólafsson sé búinn að tæma þann brunn. Óviðjafnanlegar söngbækur Púlararnir eru margfalt færri á pöllunum en samt lætur hátt í þeim enda búnir að bera vel af olíu á tálknin. Stuðningsmenn Barca taka líka lagið annað veifið en ljóst er að söngbækur þeirra standa söng- bókum gestanna langt að baki. Orð- ið „puta“ er þó atkvæðamikið. Þeir reyna þó að hvetja sína menn allt til enda: „Vamos Lio, Vamos Ronny“ og „Vamos Guddy,“ eftir að okkar maður kemur til skjalanna. Allt kemur fyrir ekki. Þegar flautað er til leiksloka stingur David Blayne við stafni og lætur Katalónana hverfa með einni handarhreyfingu. Púlararnir eru einir eftir á pöllunum og því er ekki að neita að maður fær gæsahúð á lokastigi þegar þeir byrja: „Walk on, walk o-o-o-on, with hope in your heart... “ Liverpool-liðið er sann- arlega ekki eitt á ferð, hvorki í Barselónu né annars staðar. Sigrinum er ákaft fagnað í mið- borginni um kvöldið og eflaust langt fram á morgun. Sú athöfn var ekki við hæfi barna og viðkvæmra sála en ekki er betur vitað en allir hafi komið ósárir undan nóttu. Undirrit- aður lét sér nægja að spóka sig stundarkorn á Römblunni en náði þó að sjá undarlega sjón. Íturvaxin valkyrja hafði bersýnilega gleymt næríunum heima og einhverjir ær- ingjar léku sér að því að svipta Liv- erpool-treyjunni, sem hún var í ein- um fata, upp um hana. Lét hún sér þetta í léttu rúmi liggja og dillaði bossanum framan í vegfarendur. Allt má að sætum sigri loknum. Daginn eftir er allt öðruvísi um að litast á Römblunni. Eitthvað er eftir af Púlurum á svæðinu en lík- amlegt atgervi þeirra er heldur lak- ara en kvöldið áður, þar sem þeir sitja álútir og fá sér afréttara. En sálin er við hestaheilsu – og syngur hástöfum. Það síðasta sem ég hef af þessum hörkutólum að segja á spænskri grundu er á flugvellinum á föstudag en tvö þeirra koma í humátt á eftir mér í röðinni út í rana. Með þeim er Ameríkani sem augljóslega hefur haft spurn af leiknum. „Þetta var ekkert, lagsi,“ segja Púlararnir, brattir sem fyrr. „Bíddu bara eftir seinni leiknum á Anfield. Þar verða lyktir mála eftirfarandi,“ halda þeir áfram og teikna upp markatöflu. „Liverpool 8 - Barcelona 0.“ »Ég man þegar ég var lítill og við töp- uðum bikarleik. Mér var svo misboðið að ég sparkaði útvarpinu niður stigann. Það brotnaði í þúsund mola. orri@mbl.is Leirlistaverk til sölu - einstakt tækifæri Um er að ræða leirlistaverk eftir Kolbrúnu Björgólfsdóttur (Koggu).Verkið er eitt það stærsta verk sem unnið hefur verið á Íslandi sinnar tegundar.Verkið var unnið 1991 með sérstakri vinnslu- aðferð sem þróuð var af listaman- ninum.Aðeins 3 verk af svipaðri stærð voru unnin. Hæð verksins er u.þ.b. 165 cm. Allar nánari upplýsingar veitir Guðrún í síma 840 4044 www.lysi.is Omega-3 F I S K I O L Í A Gjöf náttúrunnar til þín Má taka með lýsi. Omega-3 fiskiolía byggir upp ónæmiskerfið á marga vegu og hefur jákvæð áhrif á: Omega-3 fiskiolía inniheldur hátt hlutfall Omega-3 fitusýra, einkum EPA og DHA sem eru okkur lífsnauðsynlegar. Fjöldi rannsókna víða um heim hafa sýnt fram á jákvæða eiginleika þeirra fyrir heilsuna. sjón hjarta og æðakerfi blóðþrýsting kólesteról í blóði liði rakastig húðarinnar minni andlega líðan námsárangur þroska heila og miðtaugakerfis á meðgöngu Lista- og menningarráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna / viðburða á sviði menningar og lista í Kópavogi. Einstaklingar, félagasamtök og stofnanir geta sótt um styrki úr sjóðnum. Unsóknum skal skilað á þar til gerðum umsóknar- eyðublöðum fyrir 25. mars nk., ásamt fylgiskjölum. Eyðublöðin fást á skrifstofu Tómstunda- og menningarsviðs Fannborg 2, 2. hæð og á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is Lista- og menningarráð Kópavogs veitir styrki til menn- ingarstarfs í Kópavogi tvisvar á ári, í október og apríl. Lista- og menningarráð Kópavogs Menningarstarf í Kópavogi         

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.