Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 34

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 34
kvikmyndir/bækur 34 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hannibal Lecter kom fram ásjónarsviðið í bókinniRauða drekanum. Síðankomu Lömbin þagna og Hannibal og nú er Uppruni Hannibals kominn bæði á bók og hvíta tjaldið. Uppruni Hannibals er í raun eins og nafnið bendir til undanfari hinna bók- anna, því hún segir frá bernsku Hannibals og æsku og endar á komu hans til Bandaríkjanna, þar sem hinar taka við. Það er svo tímanna tákn að bókin kom í kjölfar kvikmyndarinnar, en fyrri bækurnar voru allar kvik- myndaðar eftir útkomu þeirra. Það verður ekki um Harris sagt, að hann hafi haft snör handtök við sögu Hannibals. Rauði drekinn kom út 1981, Lömbin þagna kom út 1988, Hannibal 1999 og sú nýjasta kom út í fyrra. Á hvíta tjaldinu hefur Anthony Hopkins unnið ótvíræðan leiksigur – og fengið Óskarsverðlaun fyrir – með sannfærandi persónu sem er fyllilega samboðin öllu því versta í fari Hanni- bals og líka þeirri heillandi og hættu- legu heimsmennsku sem hann býr yf- ir. Í mínum huga er vart til eftir- minnilegri setning en þegar mann- ætan Hannibal Hopkins fylgist með kvalara sínum til margra ára í lok kvikmyndarinnar Lömbin þagna og segir: Ég fæ gamlan vin í kvöldmat. Lætur sig svo hverfa í mannfjöldann. Lömbin þagna er sterkasta bók Harris um Hannibal Lecter. Í Hanni- bal daprast honum flugið nokkuð og í Uppruna Hannibals fatast honum frá- sögnin frekar, sem krefst snöggtum meiri þolinmæði og umburðarlyndis af lesandanum en fyrri bækurnar. En þrátt fyrir þær gloppur fer Harris fimum höndum um spennuna og ekk- ert vantar upp á hryllinginn, þar er hvergi slegið undan, heldur stöðugt gefið í. Sitt er hvað gæfa eða gjörvileiki Í Uppruna Hannibals kemur fram, að Hannibal Lecter er af aðalsættum; fæddur í Litháen 1933, í kastala sem forfaðir hans, Hannibal grimmi, lét reisa á sínum tíma. Hannibal Lecter er áttundi afkomandinn sem ber þetta nafn. Móðir Hannibals á hins vegar rætur að rekja til Mílanó. Sex ára eignast Hannibal systurina Mischa og í bókinni tíundar Harris fyrst blíða bernsku þeirra systkina og afburðagáfur Hannibals. Þegar kem- ur að innrás Þjóðverja, flýr fjöl- skyldan kastalann og býr um sig í skógarhýsi, þar sem hún dvelur unz stríðsgæfan fellur af herjum Hitlers og sovézki herinn rekur flóttann. Þeg- ar þýzk steypiflugvél í árás á sov- ézkan skriðdreka hrapar við dvalar- stað þeirra, farast foreldrar Hannibals, kennari og þjónar. Hanni- bal og Mischa eru tekin af litháískum landráðamönnum, sem fara nú ráns- hendi um landið. Hungur sverfur að og svikararnir eta Mischa, en Hanni- bal sleppur áður en hann deilir þeim örlögum með systur sinni og er bjarg- að um borð í sovézkan skriðdreka. Drengurinn hefur misst málið og her- mennirnir fara með hann í Lecter- kastala sem nú er orðinn heimili mun- aðarleysingja. Þar er til þess tekið hversu góður Hannibal er við minni máttar, en óvæginn við þá sem láta hina kenna aflsmunar. Þegar hann er þrettán ára, kemur föðurbróðir hans, velmetinn listmálari búsettur í Frakklandi, og tekur drenginn með sér heim, þar sem hann elst upp hjá frænda sínum og japanskri eiginkonu hans. Á sinn japanska hátt tekst henni að vinna Hannibal út úr skel- inni og þegar hann rýfur þögnina, kemur í ljós að gáfur hans hafa engan hnekki beðið og hann er yngstur manna tekinn inn í læknaskóla í Frakklandi. En svo ofurseldur er hann myrkri hatursins og hefni- girninnar að hann má ekki taka gleði sína á ný. Sitt er hvað gæfa eða gjörvileiki. Blindaður af heiti um hefnd fyrir Mischa veður hann áfram í vígamóð og er svo heillum horfinn að hann lætur ekki staðar numið, þegar morðingjar Mischa eru frá, heldur heldur morðum og mannáti áfram og gengur æ lengra í geðvillu sinni og glæpum. Reyndar fremur Hannibal ekki sitt fyrsta morð í hefndarskyni fyrir Mischa, heldur hefnir hann með því fyrir móðgun við greifynjuna og dauða frænda síns. Hann er þá þrett- án ára og morðinu fylgir mannát; Hannibal gerir sér mat úr kinnum fórnarlambsins. Þar með er kominn fyrsti vísirinn að því skrímsli sem við þekkjum úr hinum bókunum og kvik- myndunum. Miskunnarlaus morð og mannát 1951 heimsækir Hannibal Lecter bernskustöðvarnar í Litháen, þar sem hann finnur jarðneskar leifar Mischa og grefur þær með viðhöfn. Einn af svikurunum, sem tóku þau systkinin á sínum tíma, starfar nú við landa- mæraeftirlit og verður komu Hanni- bals var. Hann fer á staðinn til þess að drepa hann, en þess í stað verður Hannibal honum að bana og gerir sér mat úr kinnum hans. Hefndin er sæt! Bókin segir síðan frá því hvernig Hannibal kemur fleiri morðingjum systur sinnar fyrir kattarnef. Og Harris er ekkert að tvínóna við hlut- ina heldur lýsir gjörðum Hannibals út í æsar svo hugmyndaflug lesandans kemst þar hvergi að. Það gerir hins vegar franskur lögregluforingi, sem á endanum handtekur Hannibal, en verður að sleppa honum aftur vegna skorts á sönnunum og velvildar al- mennings, sem þykir ekkert verra að gert sé upp við gamla stríðs- glæpamenn, þótt með hrottalegum hætti sé. Svo fastur verður Hannibal í þessu morðóða mannáti, að hann fyrirgerir öllu; þar á meðal sambandinu við jap- önsku vinkonu sína. En þrátt fyrir makk sitt við myrkravöldin ferst hann ekki heldur fer í bókarlok til fram- haldsnáms í Bandaríkjunum. Það er franski leikarinn Gaspard Ulliel sem fer með hlutverk Hanni- bals í myndinni um uppruna hans. Hann hefur sagt að það hafi verið allt annað en árennilegt að feta í fótspor Anthony Hopkins; hann hafi hins veg- ar getað leikið upp á eigin spýtur framan af, en eftir því sem leið á kvik- myndina og hann nálgaðist Hannibal Hopkins í aldri hlaut hann að draga vaxandi dám af persónu hans. Kvik- myndin er kunnáttusamlega gerð, reyndar nokkuð þunglamaleg, en á engu að síður sínar góðu stundir, sér- staklega hvað kvikmyndatökuna varðar. Burðarásinn; hryllingurinn, er svo hamslaus og yfirþyrmandi að það hálfa væri miklu meira en nóg. Skólapilturinn Loftur gekk svo langt, að hann hlaut að farast á myrk- urstigum. Skólapilturinn Hannibal Lecter heldur hins vegar á vit lífsins í Vesturheimi. Það má vel hafa verið öllu fyrir beztu að Loftur skyldi týn- ast, því góður galdur gat aldrei orðið hans, heldur hefði hann haldið áfram að tapa sér allt til enda, alveg eins og Hannibal Lecter. Sakamálin gerðu hann að höfundi Hannibals Thomas Harris fæddist 1940 í borginni Jackson í Tennessee, flutti með fjölskyldunni til Mississippi og nam ensku við Baylorháskólann í Waco í Texas og útskrifaðist þaðan 1964. Á skólaárunum tók hann í blaðamennsku og 1968 lá leið hans til New York, þar sem hann starfaði hjá Associated Press með sakamál sem sérgrein. Hryðjuverkin á Ólympíuleikunum í München 1972 kveiktu á rithöfund- inum í honum og 1975 kom fyrsta bókin; Svartur sunnudagur, sem segir frá því að hryðjuverkamenn hyggjast beita fyrir sig loftbelg á úrslitaleikinn í ruðningi. Bókin varð metsölubók og var kvikmynduð og hefur verið bent á að hún sé fyrsta bandaríska sagan um hryðjuverkaárás í Bandaríkjunum. 1981 kynnti hann svo Hannibal til sögunnar í bókinni Rauða drekanum. Eftir þeirri bók hafa reyndar verið gerðar tvær kvikmyndir; 1986 og 2002, þegar Anthony Hopkins var orðinn Hannibal. Bókin Lömbin þagna hefur unnið til þrennra verð- launa ( Anthony Awards Best Novel, World Fantasy Best Novel og Bram Stoker Best Novel) og Hannibal var tilnefnd til Bram Stoker-verðlauna. Allar bækurnar um Hannibal hafa verið kvikmyndaðar og Lömbin þagna vann til fimm Óskarsverð- launa; Bezta myndin, Bezti leikstjór- inn (Jonathan Demme), Bezta leik- konan (Jodie Foster), Bezti leikarinn (Anthony Hopkins) og Bezta handrit unnið úr bók (Ted Tally). Thomas Harris hefur græðzt mikið fé á bókum sínum og kvikmyndun þeirra. Það er því fátt sem rekur á eft- ir honum við ritstörfin, enda ber tím- inn sem Harris hefur varið til bók- anna með sér að hann hrapar ekki að neinu í vinnubrögðum sínum. Menn hafa tengt sögu Hannibals reynslu hans úr réttarsalnum og rannsóknum á málum fjöldamorðingja. Hefur margt verið tínt til, þegar menn benda á tengsl raunveruleikans og söguheimsins. Framleiðendur nýjustu mynd- arinnar, Dino og Martha De Laur- entiis, segir að í kynningarferð á kvik- myndinni Rauða drekanum (endurgerð 2002; Lömbin þagna var kvikmynduð 1991 og Hannibal 2001) hafi fólk iðulega spurt af hverju Hannibal Lecter væri þetta skrímsli. Í Hannibal er minnzt á systur hans Mischa og með þá vísbendingu fóru þau til Thomas Harris og stungu upp á því að hann gerði uppruna Hanni- bals skil í nýrri bók. Harris var að sögn tregur til, en lét svo tilleiðast og þegar til kom heillaðist hann svo af Hannibal sínum, að hann krafðist þess að fá að skrifa kvikmynda- handritið líka sem var auðsótt mál. Thomas Harris er maður dulur og hefur því forðast fjölmiðla eftir beztu getu. Engar persónulegar upplýs- ingar er að finna á bókarkápu eða heimasíðu hans. Peter Webber sem leikstýrði kvikmyndinni um uppruna Hannibals segir rithöfundinn hafa verið ófáanlegan út af heimili sínu í Miami og því hafi hann orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá að heim- sækja hann. Það eitt hafi verið mikil forréttindi. Webber hefur stór orð um þekk- ingu Harris og hæfileika til þess að festa sér öll smáatriði í minni. Eins og alfræðibók hefur hann sagt á einum stað. Sterkasti þráður bókarinnar Lömbin þagna og kvikmyndarinnar er samband Lecters og Sterling rann- sóknarlögreglumanns, sem Jodie Foster lék. Þrátt fyrir glervegg í mill- um þeirra tókst þeim að skila til áhorfenda því mjög svo sérstæða sambandi, sem bókin lýsti mjög vel. Í Hannibal fór Julianne Moore með hlutverk Sterling og alveg eins og sú bók stóð hinni að baki, kveikir kvik- myndin aldrei viðlíka spennu milli Lecter og Sterling og stendur þó eng- inn veggur í milli þeirra. Lömbin þagna endar á útskrift Sterling frá lögregluskólanum og samtali þeirra, þar sem Lecter fer fram á vopnahlé, en Sterling hafnar því. Í Hannibal hefur hún eftirförina um leið og hann snýr aftur til Bandaríkjanna frá Ítal- íu, tekst á endanum að ná honum, en þá gefa þau sig hvort öðru og flýja saman. Sá endir er satt að segja hálf- hallærislegur eftir það sem á undan er gengið, enda breytti Harris end- inum, þegar að kvikmyndun sögunnar kom. Þeirri spurningu hvort Harris hafi nú svipt síðustu hulunni af Hannibal Lecter má halda opinni. 2005 gerði hann tveggja bóka samning við Ban- tam Books og er Uppruni Hannibals sú fyrri, en ekkert liggur á lausu um hina. Hvor tveggja endir bókarinnar Hannibal og kvikmyndarinnar getur gagnast hugsanlegu framhaldi, ef Harris hefur lyst á því. Í bókinni læt- ur Harris þau Lecter og Sterling sjást saman í Argentínu 30 árum eftir flóttann frá Bandaríkjunum, en kvik- myndin endar hins vegar á því að leið- ir skilja og Hannibal flýgur einn til framtíðarinnar. Það má náttúrlega krydda frekar frásögnin með því sem hefur drifið á daga söguhetjanna síð- ustu 30 árin eða svo, sundur og sam- an. Sú saga getur þó varla orðið ann- að en fleiri tilbrigði við stef, sem við þegar kunnum alltof vel. Og haldi Harris uppteknum hætti kemur bók- in ekki út fyrr en 2019, þegar höfund- urinn er 79 ára. Það er spurning, hvort Hannibal Lecter lifir það af! En Harris getur allt eins látið hér staðar numið. Með Uppruna Hanni- bals hefur hann sent okkur þau skila- boð, að skrímslið sem við þekkjum fyrir eigi sér rætur í því sálarstríði, sem Hannibal tapaði í foreldramiss- inum og aðskilnaði þeirra systk- inanna. Þar með má Hannibal vera allur; dulúðin er horfin, augað alsjá- andi svo andann grunar ekkert meir. Við erum búin að fá Hannibal Lecter í kvöldmat. Sagan öll Mischa og Hannibal. Hannibal yngri: skrímslið í mótun. Skrímslið fullkomnað: Hannibal eldri. Sterling (Jodie Foster) og Hannibal. Höfundurinn Thomas Harris. Í fjórðu bókinni um Hannibal Lecter, sem þegar er komin í kvik- mynd, segir Thomas Harris frá uppruna þessarar geðvilltu mann- ætu og morðingja. Freysteinn Jóhannsson fjallar um skrímslið Hannibal og skapara þess. freysteinn@mbl.is Ég fæ gamlan vin í kvöldmat

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.