Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 46

Morgunblaðið - 25.02.2007, Side 46
46 SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Sérlega vandaðar og glæsilegar eignir fyrir þá sem vilja minnka við sig. Vandaðar íslenskar innréttingar frá Brúnás eru í öllum íbúðum, svo og tæki af viðurkenndri gerð frá Ormson auk mynddyrasíma. Flísar á böðum og innihurðir eru frá Agli Árnasyni ehf. Parket á sýningaríbúð er frá Agli Árnasyni ehf. Lyftur eru í öllum stigahúsum sem ganga niður í bílageymslu. Á aðal- hurðum verða sjálfvirkir hurðaopnarar. Svæðið er við sjóinn og þar liggja skemmtilegar gönguleiðir meðfram ströndinni. Sjóbaðs/sólbaðströnd í göngufæri. Ökuleiðir til og frá hverfinu eru greiðfarnar, stutt í Smáralind og miðbæ Garðabæjar. Stúdíó, stórar 2ja og 3ja herb. íbúðir í boði. VERÐ frá 16,0 – 42,0 millj. BÓKIÐ SKOÐUN HJÁ SÖLUFULLTRÚUM AKKURAT Ingvar Ragnarsson / 822-7300 • Þóra Þrastarsdóttir / 822-2225 Ásdís Halldórsdóttir / 897-3474 • Þórður Ingi Marelsson / 824-5002 17.JÚNÍTORG – SJÁLANDI – GARÐABÆ - 50 ÁRA OG ELDRI Upplýsingar gefa sölufulltrúar Akkurat á skirfstofu. • 594-5000 • www.akkurat.is Fullbúin sýningaríbúð í húsi nr. 5, íbúð 308! Glæsileg húsgögn og innbú frá EGG – Smáratorgi Sérlega vandað parket frá Agli Árnasyni Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Opið hús í dag milli kl. 15.00-16.00. Hraunhamar fasteignasala kynnir mjög glæsilega 96 fermetra 3ja herbergja íbúð með sérinngangi, vel staðsetta í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, tvö herbergi, eldhús, baðherbergi, þvottahús og geymslu. Fallegar innréttingar. Gólfefni eru parket og flísar. Góð afgirt verönd. Verð 25,9 millj. Jón Borgar tekur á móti áhugasömum, væntanlegum kaupendum í dag, sunnudag, milli kl. 15.00.-16.00. Laxalind 10 - Kóp. - Opið hús Glæsileg tvílyft raðhús með innbyggðum bílskúr, samtals 172 fm. Húsin afhendast í sumar, fullbúin að utan og fokheld að innan. Frábær hönnun, einstök staðsetning og útsýni. Byggingaraðili Steinval ehf. Verð 30-31 millj. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Hólmvað 38-52 - Rvk. - Glæsileg raðhús Ágústa Hauksdóttir, Freyja Sigurðardóttir, Magnús Emilsson, löggiltir fasteignasalar – Sími 520 7500 – Fax 520 7501 – www.hraunhamar.is VANRÆKSLA Sjálfstæð- isflokksins í samgöngumálum síð- ustu kjörtímabil kom berlega í ljós í samgönguáætlun fyrir næstu ár. Van- rækslan er vandræða- lega augljós fyrir Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra. Hann gerði ágæta til- raun til þess í Morg- unblaðinu á föstudag að svara gagnrýni minni og Samfylking- arinnar á metnaðar- og árangursleysi rík- isstjórnarinnar í sam- göngu- og vega- málum. Við lestur þess svars stendur það eitt eftir að von- brigði ráðherrans með lakan af- rakstur síðustu kjörtímabila eru sár. Ástæðan er fyrst og fremst metnaðarleysi sjálf- stæðismanna í sam- félagslegum málefnum. Það kemur ekki síst fram í samdrætti og niðurskurði á fé til vegamála. Því er nú, nokkrum vikum fyrir kosningar, hlaupið í það skjól af ráðherranum að skrifa pólitískan pönt- unarlista þar sem á að gera allt fyrir alla. Stærstu verkefnin eru ekki einu sinni í hinni eiginlegu áætlun, t.d. breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar, heldur eru þau sett á listann sem sérstök fjármögnun án þess að sagt sé hvað eigi í raun að gera, hvernig eða hvenær. Vegna vanrækslusyndanna er áætlunin í besta falli ótrúverðug. Hvar er til dæmis Suðurstranda- vegurinn sem átti að leggja fyrir árið 1999 og átti að vera sérstök samgönguframkvæmd vegna kjör- dæmabreytinga sem ekki hefði áhrif á aðrar framkvæmdir? Svar: Nú átta árum síðar er stefnt að því að ljúka honum árið 2018. 19 árum síðar. Er nema von að menn setji hljóða þegar ríkisstjórnin lætur eins og nú sé allt hægt? Bara velja framkvæmd úr konfektkassanum. Nei, ferðin var aldrei farin Sturla, og þið undirbjugguð ykkur ekki heldur. Nú blasir árangurs- leysið nakið við. Ég veit að það er vont. En það venst. Enda er komið að leið- arlokum í stjórnartíma hægriflokk- anna. Vonum seinna. Nýir tímar taka við þar sem viðsnúningur þró- unarinnar í átt frá engilsaxneskum ójöfnuði til norræna velferðarrík- isins hefst strax í vor. Vanrækslusyndir í samgöngumálum Björgvin G. Sigurðsson svarar grein Sturlu Böðvarssonar Björgvin G. Sigurðsson »Nú blasir árangurs-leysið nakið við. Ég veit að það er vont. En það venst. Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar í Suðurkjördæmi. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.