Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 25.02.2007, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 47 FRAMHALDSNÁM í kenn- aradeild HA til diplómu- eða meist- araprófs er nú í boði áttunda starfs- árið með aukinni fjölbreytni og nýjungum. Lestrarfræði Umfangsmesta nýj- ungin er nám í lestr- arfræði, ætlað kenn- urum á öllum skólastigum. Við skipulagningu þess hefur verið gengið út frá þeirri forsendu að læsi sé grundvall- arfærni í nútíma sam- félagi og að tækifæri til lestrarnáms teljist til mannréttinda. Þess vegna er mikilvægt að kennarar séu vel að sér um lestur og að þeir þekki aðferðir við lestr- arkennslu og rannsóknir á notagildi þeirra. Námi í lestrarfræðum er ætlað að efla kennara í starfi og auka þekk- ingu og færni í læsi og lestr- artengdum þáttum. Þeir sem braut- skrást úr náminu eiga að þekkja vel hagnýtt gildi kenninga og rann- sókna í lestrarfræðum fyrir skóla- starf. Skyldunámskeið í námsleið- inni fjalla um tengsl máls og nemanda, fyrstu skrefin í lestr- arnáminu og lestur til náms. Að auki er unnt að sækja námskeið um leshömlun sem er á sérsviði sér- kennslufræða. Kennsla í lestr- arfræðum hefst haustið 2007 og dreifist á tvö háskólaár. Leiðsögn Þá verður kennt í fyrsta skipti valnámskeið um leiðsögn kenn- aranema og kennara sem eru nýir í starfi. Rannsóknir benda til þess að fyrstu starfsár kennara séu þeim erfiðust. Með því að efla kunnáttu innan skóla við að taka á móti og veita nýbrautskráðum kennurum faglega leiðsögn í starfi má auðvelda fyrstu starfsárin, koma í veg fyrir að sumir hætti störfum og síðast en ekki síst stuðla að meiri framförum í starfinu. Þetta námskeið verður í boði á haustmisseri 2007, fáist næg þátt- taka. Kennari sem hefur áhuga á námskeiðinu þarf að innrita sig í diplómu- eða meistaranám en er í sjálfsvald sett hvort hann tekur fleiri námskeið. Kennslufræði á meistaranámsstigi Kennslufræðanám til kennslu- réttinda hefur verið ein vinsælasta námsleið háskólans síðan 1994. Það hefur oftast verið í boði annað hvert ár og hefst á ný næsta haust. Námið er ætlað einstaklingum sem hafa bakkalárpróf eða aðra menntun í kennslugreinum grunn- eða framhalds- skóla. Að námi loknu er sótt um leyfisbréf til kennslu til mennta- málaráðuneytisins. Námið hefur hingað til ekki verið á meist- aranámsstigi en verður það frá og með haust- inu 2007. Námið mun því taka ýmsum breyt- ingum, einkum þó síð- ari hluti þess sem verð- ur nú að öllu leyti sameiginlegur með meistaranáminu. Áfram verður opin námsleið á bakkalárstigi ætluð iðnmeisturum og öðrum sem ekki geta innritast í meistaranám á há- skólastigi. Fyrirkomulag kennslufræð- anámsins er þannig að kenndar eru 15 einingar á háskólaári og er því hægt að taka 30 eininga nám á tveimur árum. Þeir sem hafa meiri menntun en bakkalárpróf og iðn- meistarar, sem hafa haft nema, þurfa í sumum tilvikum aðeins að taka fyrra árið til að geta sótt um leyfisbréf fyrir framhaldsskóla- kennslu. Aukin fjölbreytni Fyrstu starfsár diplómu- og meistaranámsins var einungis í boði nám með áherslu á stjórnun skóla- stofnana og sérkennslufræði. Þessi áherslusvið verða áfram en nú er tekið upp það fyrirkomulag að kenna sérhæfð námskeið annað hvert ár í stað árlega. Sameining kennslufræðináms til kennsluréttinda og meistaranáms skapar möguleika á aukinni fjöl- breytni, t.d. að bjóða áherslusvið um leiðsögn í skólastarfi, hlutverk um- sjónarkennara og skólaþróun- arfræði, auk sérstaks námskeiðs um kynjajafnrétti og fjölmenningu vor- ið 2009. Þá má nefna námskeið þar sem lögð er áhersla á siðfræði og lífsleikni. Til að auka fjölbreytni námsins er verið að undirbúa fleiri áherslusvið en þau sem hér eru nefnd. Ennfremur er möguleiki á að sníða framhaldsnámið að áhugasvið- um einstaklinga. Það er hægt að gera með þrennu móti: Nemandi getur tekið sérhæfð námskeið í öðr- um innlendum háskólum, farið utan til skiptináms á vegum HA eða sótt um að taka einstaklingssniðið sér- fræðinámskeið við HA. Þannig stunduðu nemendur á yfirstandandi háskólaári nám í kennslufræði myndlistar. Fyrirkomulag námsins Fyrirkomulag svokallaðs diplóm- unáms er þannig að hægt er að taka 15 eininga próf (Dipl.Ed.) á einu til tveimur árum og 30 eininga próf (Dipl.Ed.) á einu ári eða lengri tíma. Enn fremur er hægt aða taka 60 eininga meistarapróf (M.Ed.) á tveimur til fjórum árum eða lengri tíma eftir atvikum. Þetta gildir jafnt um nýja námið í lestrarfræðum sem eldra nám á öðrum sviðum. Framhaldsnámið er þannig að kennt er í nokkrum kennslulotum á hverju misseri en þess á milli hafa kennarar og nemendur samskipti, á WebCT, með tölvupósti og símleiðis. Umsóknarfrestur um ofangreint framhaldsnám við kennaradeild HA rennur út 15. mars nk. Lestrarfræði og fleiri nýjungar Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar um lestrarfræði sem nýjung í framhaldsnámi við kennaradeild Háskólans á Ak- ureyri, sem jafnframt býður upp á fleiri nýjungar »Námi í lestrarfræð-um er ætlað að efla kennara í starfi og auka þekkingu og færni í læsi … Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Höfundur er prófessor og braut- arstjóri framhaldsnáms við kenn- aradeild Háskólans á Akureyri. TENGLAR .............................................. Nánari upplýsingar og námskrá eru á heimasíðu Háskólans á Akureyri: www.unak.is. Fréttir á SMS , Höfum fengið í einkasölu glæsilegt einbýli á þessum frábæra stað. Eignin er 340 fm að stærð en þar af er mjög góður 62 fm tvöfaldur bílskúr og 100 fm 3ja herbergja séríbúð á jarðhæð. Eignin er í mjög góðu standi að utan og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin, m.a. er nýbúið að skipta um allar þakrennur o.fl. Eignin er sérlega vel staðsett á hraunlóð á besta stað í bænum. V. 67 millj. Sölumaður Hraunhamars verður á staðnum. Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sævangur 47 - Hf. - Glæsilegt einbýli Opið hús í dag, sunnudag, milli kl. 15.00-16.00 Markarvegur 5, Fossvogi, einbýli Opið hús í dag kl. 14-16 Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Glæsilegt einbýlishús við Markarveg í Fossvogi. Húsið er á tveimur hæðum og bílskúr stendur sér. Sérlega falleg arkitektahönnuð lóð með lágvöxnum gróðri, lýsingu og pöllum. Náttúrusteinflísar á gólfum og falleg innrétting í eldhúsi. Útgangur úr borðstofu og stofu út í garð. Á efri hæð er hol og þrjú rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi. Húsið er sérlega bjart og aðlaðandi og lóðin er í sérflokki. Ásett verð 75 millj. Allir velkomnir að skoða húsið í dag kl. 14-16, Sölumaður Höfða á staðnum. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. GULLENGI 13, 3.H.TH. OPIÐ HÚS Í DAG KL. 15 OG 17 Til sýnis í dag mjög glæsileg 127 fm. 4ra – 5 herb. Íbúð á 3.hæð (efstu) í þessu 6 íbúða húsi sem er staðsett innarlega í botnlanga. Allar inn- réttingar mjög vandaðar og allt innréttað í stíl, þ.e innréttingar, hurðir og fl. Massívt Iberaro parket á gólfum. Glæsilegt eldhús með borðkrók í útskotsglugga. 3 rúmgóð herbergi og svalir út frá svefnherbergi. Stór- ar stofur, aðalstofa, borðstofa og sjónvarpsstofa. Svalir frá stofu með fallegu útsýni suður-austur-norður. Þvottahús innan íbúðar. Nýstands- ett baðherbergi. SJÓN ER SÖGU RÍKARI. Verð 29,7 millj. Garðar og Heiðrún taka á móti þér og þínum í dag á milli kl. 15 og 17. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal, löggiltur fasteignasali. BYGGINGARLÓÐ ÓSKAST Í KÓPAV. Vatnsendasvæðið, Kórar, Rjúpnahæð austur-vestur. Hef verið beðinn að útvega byggingarlóð fyrir ákveðinn fjársterkan aðila. Þau svæði sem koma til greina er Þingahverfið og Hvörfin við Vatnsenda ásamt Kórahverfinu. Óskað er eftir lóð undir einbýlishús á einni hæð ásamt því að leyfi væri fyrir kjallara að hluta eða öll leyti. Nánari upplýsingar gefur Ólafur B Blöndal, löggiltur fasteignasali. GSM 6-900-811 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast.Sími 588 4477 Fjárfestar – Tækifæri Til sölu í einni heild 7 nýjar, glæsilegar 2ja og 3ja herbergja íbúðir í nýju, glæsilegu lyftuhúsi ásamt 3 stæðum í bílskýli. Allar íbúðirnar eru í leigu til trausts aðila. Fullbúnar og fullinnréttaðar með öllum húsgögnum og húsbúnaði. Upplýsingar gefa Bárður í síma 896 5221 og Ingólfur í síma 896 5222 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.