Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 61

Morgunblaðið - 25.02.2007, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 2007 61 Mercedes Benz 280C. Benz Sport Edition árgerð 1995. Mint condition og Custom rims. 850 þús. Endilega hringið í síma 892 2659. M. BENZ E220 CDI SKRÁÐUR ‘05 (módelár ‘06). Flottur díselbíll, fæst á frábæru verði 4.400 þús., vel útbúinn, Elegance, t.d. parktrónik, olíufíring, símabúnaður, nýjasti liturinn coba- nite. Óaðfinnanlegur bíll. Sími 893 2878. Ford Transit 1983. Mjög góður hús- bíll til sölu, fullgerður að innan, ek. 52.320 km. Einnig með Dodge 1989, ófullgerður að innan, en lítið ekinn. Uppl. í síma 892 9064/565 0264. FORD F350 Crew Cab Lariat 6,0 dísel turbo, ek. 22 þ. km. Dökkblár/ silver. 4 d. Sj.sk., samlitt pallhús. Uppl. 893 4409. einar@bel.is Dodge RAM 1500, árg. 2003, ek. 85 þús.,, næsta skoðun 2007. Skráður 6 manna. HEMI Magnum V8 5.7 ltr, 345 hestöfl. Heilsársdekk á 20” krómfelgum, pallhús og vetrardekk á 17” felgum fylgja. Verð 2.640 þ.kr. Ath. skipti á 38" jeppa. Nánari upplýsingar: Nýja Bílahöllin, s. 567-2277 Audi A6 2.4 árg. ‘06. Ek. 12 þús. km. Mikið af aukabúnaði. Eins og nýr að öllu leyti. Verð 4.950 þús., 4.450 þús. stgr. Ath sk. á ód. Sími 863 9443. Aldrei betra verð! Verðhrun á dollar og þú gerir reyfara- kaup: 2006-2007 bílar: Jeep Grand Cherokee frá 2.600, Ford Explorer frá 2.690, Porsche Cayenne frá 5.990, Toyota Tacoma frá 1.990, Ford F150 frá 1.750, F350/RAM3500 dísel 4x4 frá 3190, Toyota Fjcruiser torfærujeppi frá 3.390. Benz ML350 frá 4.190. Nýr 2007 Benz ML320 Dísel! Þú finnur hvergi lægra verð. Nýjir og nýlegir bílar frá USA og Evrópu allt að 30% undir mar- kaðsverði. 30 ára traust innflutnings- fyrirtæki. Íslensk Ábyrgð. Bílalán. Fáðu betra tilboð í síma 552 2000 eða á www.islandus.com Bílar óskast Óska eftir bíl á ca 100 þús. staðgr. Óska eftir góðum sparneytnum bíl á ca 100 þús. kr. staðgreitt, verður að vera í góðu lagi, mog@veidi.is og sími 896 9496. Bílar Subaru árg. '99, ek. 130 km. Subaru Legacy Station '99, ek. 130 þús. km, bsk., 4x4, dráttarkrókur, fullkominn fjölskyldubíll. Mjög vel með farinn. Fæst á 700 þús. á sama stað BMW 730IA '89 á 150 þús. S. 823 3175. Vinnuvélar Til sölu múrbrotstæki. Til sölu Brokk robot 180 á beltum með fjar- stýringu, sagir, brotvélar og kjarna- borsvélar. Lítill flutningabíll með lyftu. Einnig mini-grafa ásamt kerru. Uppl. í síma 893 2963. Þjónustuauglýsingar 5691100 ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Fréttir á SMS FRÉTTIR Pera vikunnar: Meðaltal þriggja talna er 23. Tvær talnanna hafa meðaltalið 27. Hver er þriðja talan? Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12 mánudaginn 5. mars. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavogur.is, en athugið að þessi Pera verður ekki virk þar fyrr en eftir hádegi hinn 26. febrúar. Þessi þraut birtist á vefnum fyrir kl. 16 þann sama dag ásamt lausn síðustu þrautar og nöfnum vinningshafanna. Stærðfræðiþraut Digranes- skóla og Morgunblaðsins BANDALAG íslenskra náms- manna (BÍSN) fagnar ákvörðun menntamálaráðherra um aukið framlag til rannsókna við Há- skóla Íslands. Ljóst er að það er löngu tímabært að auka framlag ríkisins til háskólastigsins og styrkja þannig enn betur eina mikilvægustu stoð samfélagsins, segir í ályktun. „BÍSN kallar á sama tíma eftir auknu framlagi til annarra há- skóla í landinu, enda er það ekki á nokkurn hátt réttlætanlegt að mismuna háskólum með þessum hætti. Sitjandi ríkisstjórn hefur engan veginn sinnt skyldu sinni gagnvart háskólasamfélaginu á undanförnum misserum. Á sama tíma og stúdentum í landinu hef- ur fjölgað verulega hefur fjár- framlag til skólanna ekki aukist að sama skapi. Þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir ráðherra til að halda öðru fram með villandi framsetningu upplýsinga og stað- reynda. Stjórn BÍSN væntir þess að það skref sem nú hefur verið stigið til móts við fjárhagsvandræði HÍ sé hið fyrsta af mörgum til þess að leysa vandamál háskólastigsins. Ekki er séð að það sé á nokkurn hátt réttlætanlegt að mismuna háskólum með þessum hætti. Rík- isvaldið ákvað á sínum tíma að fara áður ókunnar leiðir í upp- byggingu háskólastigsins og ber því vissulega ábyrgð á því að sjá til þess að allir aðilar sitja við sama borð er kemur að fjár- framlagi hins opinbera til starf- seminnar,“ segir í ályktuninni.BÍSN vill aukið framlag til há- skólastigsins FUNDUR í Verkalýðsfélaginu Hlíf skorar á Alþingi að samþykkja hækkun á skattleysismörkum þann- ig að tekjuskattur komi ekki á um- samin lágmarkslaun stéttarfélaga innan Alþýðusambands Íslands. Þau laun eru nú kr. 125.000 á mán- uði. Í ályktun frá Hlíf segir: Sívax- andi skuldabyrði og versnandi hag- ur láglaunafólks krefst þess að þessi hækkun taki sem fyrst gildi, helst eigi síðar en í ársbyrjun 2008. Fundurinn hvetur verkafólk og aðra láglaunamenn til að kjósa þann stjórnmálaflokk í alþing- iskosningunum í vor sem gerir þessa nauðsynlegu skattabreytingu að stefnumáli sínu. Þá samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað er á Alþingi að full- gilda á yfirstandandi þingi ILO- samþykkt nr. 158 sem tryggir launafólki lágmarksmannréttindi við uppsagnir úr starfi, en slík ákvæði vantar í íslenska löggjöf. Fullgildi Alþingi ekki fyrrgreinda samþykkt mun Hlíf leggja til að sambærileg ákvæði og í henni eru verði sett í kröfugerð verkalýðs- félaganna við gerð næstu heild- arkjarasamninga. Hvetja til hækkunar skattleysis- marka ÍÞRÓTTABANDALAG Reykjavík- ur og Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis standa saman að sjóði sem hefur það að markmiði að styrkja ungt og efnilegt íþrótta- fólk í Reykjavík. Úthlutað var úr sjóðnum í fjórða skiptið fyrir skemmstu. Veittir voru styrkir vegna nítján afreksverkefna íþróttafélaganna í Reykjavík. Heildarupphæð styrkjanna að þessu sinni var 2.230.000 krónur. Þá var einnig skrifað undir samning við sundkonuna Ragn- heiði Ragnarsdóttur úr sunddeild KR sem veitir henni 50.000 króna styrk á mánuði út árið til und- irbúnings fyrir Ólympíuleikana 2008. Ragnheiður stefnir mark- visst að þátttöku á Ólympíu- leikunum í sundi 2008. Hún tekur þátt í mörgum mótum á erlendri grundu á árinu til að vinna sér inn þátttökurétt og undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana og heims- meistaramótið. Styrkurinn léttir vonandi undir í þeim mikla kostn- aði sem hlýst af slíkri mótaþátt- töku, segir í fréttatilkynningu. Á heimslistanum er Ragnheiður í 44. sæti í 50 metra skriðsundi og 28. sæti á Evrópulistanum í sömu grein. Í 100 metra skrið- sundi er hún í 49. sæti á heims- listanum og í 32. sæti á Evrópu- listanum. Afrekssjóður SPRON og ÍBR veitti auk þess af þessu tilefni rúmlega 400 reykvískum íþrótta- mönnum og konum á aldrinum 13–22 ára viðurkenningu fyrir Ís- landsmeistaratitla sína. Alls fengu íþróttamenn frá 42 fé- lögum og deildum í Reykjavík viðurkenningu. Úthlutað úr afrekssjóði SPRON og ÍBR NÝVERIÐ var dregið í jólaleik MasterCard, Draumaferðin, en hann stóð frá 15. október til 31. des- ember 2006 og til að taka þátt í honum þurfti aðeins að nota Mast- erCard-kort á tímabilinu. Aðalvinningshafinn er Guðlaug Þorsteinsdóttir, Reykjavík. „Guð- laug hefur mjög gaman af því að ferðast þó að hún hafi ekki getað látið alla sína ferðadrauma rætast frekar en aðrir. Hún segist þó reyna að ferðast sem mest, hefur t.d. farið í tvær helgarferðir á síð- ustu fjórum árum,“ segir í frétt frá MasterCard. Við sama tækifæri voru dregnir út 5 aukavinningar, en það voru 100.000 króna MasterCard- ferðaávísanir. Þá hlutu: Áslaug Sigurðardóttir, Reykjavík Ásta Nína Benediktsdóttir, Kópavogi Guðmundur Símonarson, Reykjavík Ingunn Óladóttir, Bessastaðahreppi Sigrún Dóra Bergsdóttir, Reykjavík Hægt er að lesa meira um vinn- ingshafana á www.kreditkort.is. Hrepptu ferða- ávísanir í jólaleik Dráttur F.v.: Gunnlaugur Sveinsson, útibússtjóri hjá Glitni Hafnarfirði, Linda Óskarsdóttir, þjónustustjóri hjá Glitni Hafnarfirði, Guðlaug Þorsteins- dóttir vinningshafi, Helga S. Sigurgeirsdóttir, forstöðumaður þjónustusviðs MasterCard og Hermann J. Hjartarson, markaðsfulltrúi hjá MasterCard. GUÐSÞJÓNUSTA verður kl. 11 í dag í Árbæjarkirkju. Fyrir altari þjónar sr. Þór Hauksson – Krizstina Kalló Szklenár orgelleikari, kirkju- kórinn leiðir almennan safn- aðarsöng. Sunnudagaskólinn á sama tíma í safnaðarheimilinu. Á eftir er boðið upp á hressingu. Sjá nánar www. arbaejarkirkja.is Í blaðinu í gær sagði ranglega að þessi guðsþjónusta færi fram í Borg- arneskirkju og er beðist velvirðingar á því. LEIÐRÉTT Árbæjarkirkja en ekki Borgarneskirkja VÁTRYGGINGAFÉLAG Íslands, VÍS, og bifreiðaumboðið Hekla hafa undirritað samstarfssamning um forvarnarmál sem miðar að því að fækka atvikum sem leiða til óhappa eða tjóna í starfsemi Heklu. Samningurinn felur í sér að á næstu mánuðum mun vinnuhópur með fulltrúum beggja fyrirtækja gera úttekt á starfsemi Heklu og greina umfang og ástæður óhappa sem orðið hafa hjá félag- inu á síðustu misserum. Þegar sú greining liggur fyrir mun hóp- urinn gera tillögur um og inn- leiða breytingar á vinnufyr- irkomulagi og starfsferlum sem eru til þess fallnar að draga úr eða fyrirbyggja óhöpp á næstu 12 mánuðum samkvæm þeim mark- miðum sem sett verða. Það er síðan verkefni í framtíð- arsamskiptum VÍS og Heklu að fylgjast reglulega með þeim ár- angri sem næst í öryggismálum og hvort hann er samkvæmt þeim markmiðum sem sett hafa verið. Hekla semur við VÍS um forvarnastarf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.