Morgunblaðið - 03.06.2007, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Tímamótaverk Toms Kitwoods komið út á íslensku
Jón Snædal öldrunarlæknir
Hér eru sett fram ný viðhorf til
heilabilunar þar sem áhersla er
lögð á mikilvægi persónumiðaðrar
umönnunar fyrir lífsgæði þeirra
sem greinast með heilabilun og
framþróun sjúkdómsins.
Þetta er bók fyrir alla sem vinna
við umönnun fólks með heilabilun
og nemendur í heilbrigðisvísindum
en nýtist einnig öðrum sem vilja
dýpka skilning sinn á heilabilunar-
sjúkdómum.
LÖGGÆSLUMYNDAVÉLAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR
L
öggæslumyndavélum
var fyrst komið fyrir í
miðbæ Reykjavíkur ár-
ið 1997 í tilraunaskyni
en að verkefninu stóðu
Lögreglan í Reykjavík,
Reykjavíkurborg,
dómsmálaráðuneytið og Póstur og
sími.
Vélarnar eru átta talsins og ná yf-
ir eftirtalda staði:
Lækjartorg, Hafn-
arstræti, Austurstræti,
Austurvöll, Ingólfs-
torg, Geirsgötu,
Tryggvagötu og Lækj-
argötu.
Vélarnar eru hreyf-
anlegar og ná því yfir
talsvert rúmt svæði.
Síðar hafa bæst við
eftirlitsmyndavélar á
rauðum ljósum í borg-
inni og í merktum og
ómerktum lög-
reglubílum, sem sagt
bæði fastar og hreyf-
anlegar. Allar vélarnar
eru tengdar við upptökutæki og eru
upptökurnar geymdar í tiltekinn
tíma.
Heilindi ekki dregin í efa
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir um-
ræðu hafa skapast um það á sínum
tíma hvort löggæsluvélarnar í mið-
bænum hafi verið nauðsynlegar. Af
því tilefni fór Persónuvernd, eða for-
veri þeirrar stofnunar, yfir málið og
settar voru skýrar reglur, m.a. um
það í hvaða tilgangi mætti nota vél-
arnar, hversu lengi lögreglan mætti
geyma upptökur, í hvaða tilvikum
mætti skoða efni úr vélunum og svo
framvegis. Eftirlit með þessu er
bæði í höndum lögreglunnar og Per-
sónuverndar og Stefán segir aldrei
hafa komið upp mál þar sem dregið
hafi verið í efa að lögreglan hafi farið
eftir reglum sem gilda um rafræna
vöktun. „Myndir úr vélum okkar
hafa aldrei verið settar á Netið eða
komist í hendur almennings meðan
efnið er eingöngu í okkar vörslu. Að
vísu hefur það gerst
eftir að mál eru lengra
komin í kerfinu. Í þeim
tilvikum eru þessar
upptökur hluti af gögn-
um í ákveðnum málum
og þar með komin í
hendur fleiri aðila, þ.e.
sakborninga og verj-
enda.“
Stefán segir lög-
reglu leggja sig í líma
við að framfylgja regl-
unum. „Við tökum
þetta verkefni mjög al-
varlega enda myndi
það skaða okkar hags-
muni verulega ef við
færum ekki eftir settum reglum. Það
er númer eitt, tvö og þrjú.“
Stefán segir löggæslumyndavél-
arnar hafa margsannað gildi sitt á
umliðnum tíu árum. „Myndavél-
arnar gera það að verkum að lög-
reglan getur verið með augu á fleiri
stöðum en ella. Auðvitað leysa þær
einar og sér ekki þann vanda sem við
er að etja í miðborginni og koma
aldrei í staðinn fyrir sýnilega lög-
gæslu en þær auðvelda lögreglu
klárlega starf sitt og auka við-
bragðsflýti.“
Steinar Adolfsson, formaður
Landssambands lögreglumanna,
lýsti í samtali við fréttastofu útvarps
Morgunblaðið/Júlíus
Eftirlit Löggæslumyndavélarnar í miðbæ Reykjavíkur eru vaktaðar í eftirlitsmiðstöð lögreglunnar. Á álagstímum sitja tveir lögreglumenn við skjáina.
BETUR SJÁ AUGU EN AUGA
Ofbeldisglæpir hafa
verið tíðir um helgar í
miðborg Reykjavíkur.
Svo tíðir að margir eru
uggandi um öryggi sitt.
Löggæslumyndavélar
eru eitt af þeim tækjum
sem lögreglan hefur til
að stemma stigu við of-
beldinu. Þær eru átta
en til stendur að fjölga
þeim um helming. En
hafa þessar mynda-
vélar skilað árangri?
Væri ástandið enn
verra án þeirra? Hafa
þær fælingarmátt?
Hvernig eru vélarnar
vaktaðar og hvaða regl-
ur gilda um meðferð
efnis sem tekið er upp?
Og hvað um persónu-
verndarsjónarmiðin?
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Ljósmyndir Júlíus Sigurjónsson
julius@mbl.is
Stefán Eiríksson