Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Tímamótaverk Toms Kitwoods komið út á íslensku Jón Snædal öldrunarlæknir Hér eru sett fram ný viðhorf til heilabilunar þar sem áhersla er lögð á mikilvægi persónumiðaðrar umönnunar fyrir lífsgæði þeirra sem greinast með heilabilun og framþróun sjúkdómsins. Þetta er bók fyrir alla sem vinna við umönnun fólks með heilabilun og nemendur í heilbrigðisvísindum en nýtist einnig öðrum sem vilja dýpka skilning sinn á heilabilunar- sjúkdómum. LÖGGÆSLUMYNDAVÉLAR Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR L öggæslumyndavélum var fyrst komið fyrir í miðbæ Reykjavíkur ár- ið 1997 í tilraunaskyni en að verkefninu stóðu Lögreglan í Reykjavík, Reykjavíkurborg, dómsmálaráðuneytið og Póstur og sími. Vélarnar eru átta talsins og ná yf- ir eftirtalda staði: Lækjartorg, Hafn- arstræti, Austurstræti, Austurvöll, Ingólfs- torg, Geirsgötu, Tryggvagötu og Lækj- argötu. Vélarnar eru hreyf- anlegar og ná því yfir talsvert rúmt svæði. Síðar hafa bæst við eftirlitsmyndavélar á rauðum ljósum í borg- inni og í merktum og ómerktum lög- reglubílum, sem sagt bæði fastar og hreyf- anlegar. Allar vélarnar eru tengdar við upptökutæki og eru upptökurnar geymdar í tiltekinn tíma. Heilindi ekki dregin í efa Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir um- ræðu hafa skapast um það á sínum tíma hvort löggæsluvélarnar í mið- bænum hafi verið nauðsynlegar. Af því tilefni fór Persónuvernd, eða for- veri þeirrar stofnunar, yfir málið og settar voru skýrar reglur, m.a. um það í hvaða tilgangi mætti nota vél- arnar, hversu lengi lögreglan mætti geyma upptökur, í hvaða tilvikum mætti skoða efni úr vélunum og svo framvegis. Eftirlit með þessu er bæði í höndum lögreglunnar og Per- sónuverndar og Stefán segir aldrei hafa komið upp mál þar sem dregið hafi verið í efa að lögreglan hafi farið eftir reglum sem gilda um rafræna vöktun. „Myndir úr vélum okkar hafa aldrei verið settar á Netið eða komist í hendur almennings meðan efnið er eingöngu í okkar vörslu. Að vísu hefur það gerst eftir að mál eru lengra komin í kerfinu. Í þeim tilvikum eru þessar upptökur hluti af gögn- um í ákveðnum málum og þar með komin í hendur fleiri aðila, þ.e. sakborninga og verj- enda.“ Stefán segir lög- reglu leggja sig í líma við að framfylgja regl- unum. „Við tökum þetta verkefni mjög al- varlega enda myndi það skaða okkar hags- muni verulega ef við færum ekki eftir settum reglum. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Stefán segir löggæslumyndavél- arnar hafa margsannað gildi sitt á umliðnum tíu árum. „Myndavél- arnar gera það að verkum að lög- reglan getur verið með augu á fleiri stöðum en ella. Auðvitað leysa þær einar og sér ekki þann vanda sem við er að etja í miðborginni og koma aldrei í staðinn fyrir sýnilega lög- gæslu en þær auðvelda lögreglu klárlega starf sitt og auka við- bragðsflýti.“ Steinar Adolfsson, formaður Landssambands lögreglumanna, lýsti í samtali við fréttastofu útvarps Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Löggæslumyndavélarnar í miðbæ Reykjavíkur eru vaktaðar í eftirlitsmiðstöð lögreglunnar. Á álagstímum sitja tveir lögreglumenn við skjáina. BETUR SJÁ AUGU EN AUGA Ofbeldisglæpir hafa verið tíðir um helgar í miðborg Reykjavíkur. Svo tíðir að margir eru uggandi um öryggi sitt. Löggæslumyndavélar eru eitt af þeim tækjum sem lögreglan hefur til að stemma stigu við of- beldinu. Þær eru átta en til stendur að fjölga þeim um helming. En hafa þessar mynda- vélar skilað árangri? Væri ástandið enn verra án þeirra? Hafa þær fælingarmátt? Hvernig eru vélarnar vaktaðar og hvaða regl- ur gilda um meðferð efnis sem tekið er upp? Og hvað um persónu- verndarsjónarmiðin? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Ljósmyndir Júlíus Sigurjónsson julius@mbl.is Stefán Eiríksson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.