Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 33

Morgunblaðið - 03.06.2007, Síða 33
rískur ríkisborgari. Hann starfaði m.a. sem ráðgjafi fyrir bandaríska sjóherinn. Auk þess var hann upp- finningamaður, hafði fundið upp að- ferð til að spila margar grammó- fónsplötur hverja á eftir annarri, líka peningatalningavél og stykki sem var síðar notað í bandaríska geimflug. Hann fékk tvenn verðlaun fyrir störf sín í þágu bandaríska sjó- hersins. Síðar flutti hann 1958 til Bretlands og stofnaði þar tæknifyr- irtæki sem Bandaríkjamenn fólu honum að koma á laggirnar. Við það starfaði hann til dauðadags.“ Myndin í gyllta rammanum sem mér hafði orðið svo starsýnt á í upp- hafi var máluð af föður Katrínar átta ára gömlum og sýnir að hann hefur verið afar fallegur drengur. Melabúðin og Fáksárin Af dótturinni Katrínu, sem ég sit andspænis og hefur gefið mér kaffi og fínasta meðlæti, er það að segja að hún hefur haldið sambandi við föðurfólk sitt. Vera föðursystir hennar er löngu látin og Belinda dóttir hennar dó nú í apríl „Michael dó aðeins 21 árs úr blóð- tappa en ég á ennþá frændfólk í Bretlandi, fjarskyldari ættingja sem búa í Skotlandi og koma stundum hingað. Einn frændi minn er mér mjög minnisstæður. Hann hét Sid- ney Cotton, hann og faðir minn voru bræðrasynir. Sidney var mikill æv- intýramaður og fífldjarfur á stríðs- árunum, ævisaga hans hefur komið út. Einu sinni gerði Churchill boð fyrir hann og ætlaði að ávíta hann fyrir fífldirfsku í flugi og sagði: „Ert þú maðurinn sem gerir allan þennan usla?“ Sidney svaraði: „Nei herra, hann heitir Adolf Hitler.“ Guðmundur Júlíusson, maður Katrínar, er af mörgum þekktur sem verslunarmaður. Hann keypti Kjörbúð Vesturbæjar á Melhaga 2 og hóf þar verslunarrekstur en síð- an bætti hann Melabúðinni við. Síð- ar seldi hann kjörbúðina en Mela- búðin er í dag þekkt sem ein besta sælkeraverslun Reykjavíkur. „Melabúðin minnir mig stundum á félagsmiðstöð,“ segir Katrín sem lengi vel hafði á hendi uppgjör fyrir verslunina og vann einstaka sinnum á kassanum þar. „En strákarnir eru nú alveg búnir að taka þetta yfir eins og fram kom áðan,“ bætir hún við. Þriðja drenginn, Snorra Örn, eignuðust þau Katrín og Guð- mundur 1970. „Ég helgaði mig heimilinu meðan strákarnir voru litlir. Ég hafði sjálf alist upp á miklum ferðalögum og af þeim sökum ekki átt völ á að festa rætur sem barn og unglingur og saknaði þess. Ég var líka einbirni, hvorugt foreldra minna eignuðust fleiri börn. Öryggi heimilisfestunnar var mér því frá upphafi búskaparins mjög ofarlega í huga. Ég vildi að strákarnir mínir gætu alist upp við rótfestu í umhverfi þar sem þarfir fjölskyldunnar sætu í fyrirrúmi. Þetta tókst og ég er mjög ánægð með það. Nú eigum við Guðmundur fjögur barnabörn, allt stelpur, sem okkur er mjög annt um. Árin sem ég var í hestamennsk- unni og starfaði að félagsmálum Fáks voru ein þau bestu í lífi mínu. Vinirnir sem ég eignaðist á þeim vettvangi hafa verið mér mjög mik- ils virði. Það myndaðist þar sterkur kjarni sem í raun er eins og ein stór fjölskylda. Ég er enn í fulltrúaráði og firmakeppnisnefnd Fáks – það gefur mér mikið. Líf mitt hefur verið tilbreyt- ingaríkt og margsinnis hefur blásið á móti. En ég hef fengið mikinn styrk – fyrir það er ég þakklát. Hver hlekkur tengist í lífinu, líkt og stórt púsluspil þar sem hvert stykki fellur inn í myndina. Það er einsog einhver öfl stýri manni á lífs- leiðinni og ég trúi að það sé í ein- hverjum tilgangi gert.“ Tahlia Katrín Stella stillir upp tík- inni Thaliu fyrir sýningarþjálfun. Amma Katrín Thorsteinsson móð- uramma og nafna söguhetjunnar gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 33 ferðavernd Ferðamannabólusetningar og ráðgjöf www.ferdavernd.is Ferðavernd býður upp á bólusetningar og ráðgjöf til ferðamanna. Þjónustan er í umsjón Helga Guðbergssonar, læknis. Vinnuna annast læknar og hjúkrunarfræðingar. Mikilvægt er að panta bólusetningu og leita ráðgjafar tímanlega áður en haldið er utan. Tímapantanir í síma: 535 77 00
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.