Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 42
borg í deiglu 42 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gamli tíminn Austurstræti 1898/99, Aðalstræti 6 í götumynninu. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is M illi verzlunarhúss konungsverzlunar- innar og nyrzta húss Innrétting- anna við Aðalstræti stóð í þann tíma moldarkofi; mó- geymsla, reistur 1752, en um alda- mótin 1800 var byggður lítill skúr á lóðinni númer sex og lóðin að öðru leyti lögð til kartöflugarðs, sem náði frá Aðalstræti og þar upp undir sem Mjóstræti er nú. Grjót af þessum stað hafði verið flutt þangað, sem dómkirkjan skyldi standa við Austurvöll, og var notað til hennar. Johanne Sophie Vigfússon, ekkja Guðbrands Vigfússonar lyfsala, stóð fyrir lyfsölu að Nesi við Sel- tjörn eftir mann sinn, en þegar Oddur Thorarensen tók þar við, festi hún kaup á lóðinni Aðalstræti 6 og byggði þar íbúðarhús. Til þess liggja rætur hússins Efstasund 99. Hús Sophie var 15x9 álnir, grind- arhús hlaðið múrsteini, borðaklætt með timburþaki og tjargað. Ekki er til lýsing á húsinu innanstokks, en 1838 keypti Þórður Jónasson, háyfirdómari, húsið og tíu árum síðar lét hann lengja það um sex álnir til suðurs. 1850 er Kristján Kristjánsson, land- og bæjarfógeti, eigandi hússins. Vestan við það var garður og 1874 voru tvö geymslu- hús risin á lóðinni. Sigurður Jónsson, járnsmiður eignaðist Aðalstræti 6 1892 og lét sama ár hækka það um eina hæð og klæða þak og hliðar með báru- járni. Sigurður var með smiðju í bakhúsi og 1903 byggði hann tvö hús á lóðinni; járnsmiðju og íbúðar- hús sem hann seldi Bjarnhéðni Jónssyni, járnsmið. Bjarnhéðinn keypti svo smiðjuna og rak hana til 1920. Eftir það var Vélsmiðjan Héðinn stofnuð og rekin þarna til 1942. Lóðinni var skipt milli smiðjunnar, sem fékk efri hlutann, og fram- hússins, sem Sigurður Jónsson seldi Guðmundi Bjarnasyni klæð- skera 1916. Guðmundur bjó á efri hæðinni, rak verzlun á neðri hæð- inni og klæðskeraverkstæði í bak- húsi. Guðmundur lézt 1939 og arf- leiddi KFUM að húsinu. 1943 er því lýst svo, að á neðri hæð séu tvær sölubúðir, saumastofa, skrif- stofa og gangur og sex íbúðar- herbergi á efri hæðinni, eldhús, klósett og gangur. Geymslukjallari var undir hluta hússins. KFUM seldi svo Árvakri hf. Aðalstræti 6, sem sló lóðum saman með Héðni til að reisa Morgunblaðshöllina. Valt á leiðinni inn í Efstasund Öll hús á Aðalstrætislóðinni voru rifin til að rýma fyrir Morgunblaðs- húsinu og framhúsið var flutt inn í Efstasund. Í apríl 1952 fær Ingólfur Guð- mundsson, húsasmíðameistari, einn Hólakotsbræðra, lóð nr. 99 við Efstasund, samkvæmt ályktun bæj- arráðs frá 28. september 1951. Ing- ólfur keypti húsið af lóðinni Aðal- stræti 6. Sonur Ingólfs, Aðalsteinn, man vel þegar húsið var flutt á grunninn við Efstasund. Á leiðinni varð það óhapp að húsið valt af vagninum hjá Hörpu við Skúlagötu, en því var komið á vagninn daginn eftir og haldið áfram. „Þetta voru óhemju traustir viðir og húsið lét ekkert á sjá við veltuna. Það virtist þola hvað sem var,“ segir Að- alsteinn. Í Efstasundi þurfti að fjarlægja tré af lóðinni og þau setti Ingólfur niður hjá sumarbústað sínum í Sel- ási. Aðalsteinn segir endursmíð hússins á grunninum í Efstasundi hafa tekið sinn tíma, en sett var á það viðbygging með herbergi niðri, stigagangi og eldhúsi uppi. Húsið er svo tekið út á nýja staðnum í árslok 1953 og er þess þá ekki get- ið að það sé aðflutt, heldur sagt nýtt. Þá eru einnig talin á efri hæð; fimm íbúðarherbergi og baðher- bergi með klósetti og niðri tvær sölubúðir og geymslur. Þegar Ing- ólfur endurbyggði húsið í Efsta- sundi var gluggum efri hæðar breytt, en verzlunargluggar á neðri hæð héldu sér. Ingólfur Guðmundsson bjó á efri hæð hússins með fjölskyldu sína og rak verzlun á neðri hæðinni. Þann- ig var það lengi, að búið var á efri hæðinni en verzlunarrekstur niðri; m.a. var Matvælabúðin þar til margra ára. Nú er neðri hæðin líka íbúð. Á efri hæðinni í Efstasundi 99 búa Eygló Guðnadóttir og Kristinn Gunnarsson með þremur drengjum sínum, en tvö elztu systkinin eru flogin úr hreiðrinu. „Þetta var 1998. Okkur lá á að finna hús, við vorum blönk, með börn og á götunni. Og ég var ófrísk,“ segir Eygló, þegar þau rifja upp samferð sína með húsinu. „Ég man hvað húsið var hallær- islegt á myndum fasteignasölunnar, einhvern veginn svo uppmjór og asnalegur kofi. Ég fletti oft framhjá því, en á endanum hugsaði Morgunblaðið/Ómar Glöð í gömlu Eygló Guðnadóttir og Kristinn Gunnarsson með þremur sonum sínum; Eysteini, Smára og Hlyni. Á veggnum er gamall bókakápu- pappír og undir stiganum er „frystikistan hennar ömmu“ enn í fimmtugu fjöri og hefur einskis þarfnast nema affrystingar reglulega. Morgunblaðið/Ómar Uppgert Efstasund 99 er nú komið til hálfs til fyrra horfs. 1886 Húsið fremst á myndinni er Aðalstræti 6 Sagan er svo lokkandi Við Efstasund er gam- alt hús að skipta um ham og færast til fyrra horfs. Flest elztu húsin í Reykjavík standa í Kvosinni og þar hjá; þau sem ekki hafa verið flutt í Árbæjarsafn. Elzta hús þess utan er Efstasund 99, sem áður stóð í Aðalstræti 6, en var fært, þegar Morg- unblaðshúsið reis á þeirri lóð. Svo seigt var húsið að það sá hvergi á því eftir veltu á Skúla- götunni. Í HNOTSKURN »Morgunblaðið var ekkifyrsta blaðið í Aðalstræti 6. Í eldra húsinu var skrifstofa fyrsta blaðsins sem gefið var út í Reykjavík; Reykjavíkur- póstsins, sem hóf göngu sína 1846. Þórður Jónasson var aðalritstjórinn og kom blaðið út í þrjú ár. »Dóttir Þórðar; María, gift-ist Óla Finsen og sonur þeirra var Vilhjálmur Finsen, stofnandi Morgunblaðsins 1913 og fyrsti ritstjóri þess. Vilhjálmur Finsen var löngu horfinn frá Morgunblaðinu, þegar Árvakur reisti Morg- unblaðinu samastað á bernskuslóð móður hans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.