Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 43

Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 43
ég með mér að það gerði ekkert til að fara og skoða. Og þá kom nú svolítið annað hús í ljós. Við skoðuðum efri hæðina og þegar við sáum alla skápana í eld- húsinu og svo herbergi fyrir okkur öll og líka tvíburana, sem voru á leiðinni, ákváðum við að kanna mál- ið betur. Við fengum húsasmíða- meistara til þess að skoða húsið fyrir okkur og hann sagði að þó ekki væri nema bara fyrir lóðina, þá ættum við grípa tækifærið. Svo væri húsið langt í frá ónýtt! Þegar þarna var komið sögu töldum við augljóst að húsið væri eldra en frá 1953 og þegar við gerðum athugasemd við það ártal í plöggum fasteignasölunnar, var okkur sagt að húsið væri skráð í kerfinu, þegar það var sett niður við Efstasund, en sennilegast væri það frá 1906!“ „Við gerðum tilboð í efri hæð hússins, það voru settar á hana 8,4 milljónir, en því var hvíslað að okk- ur að það væri hægt að lækka verðið og það gekk eftir. Við keypt- um hæðina á 7,6 milljónir. Þessi viðskipti voru öll hin vinalegustu og seljendurnir reyndust okkur vel í hvívetna.“ „Húsið var orðið anzi framlágt þegar við fluttum inn og viðhald aðkallandi en við vorum skítblönk og trössuðum alla hluti eins lengi og hægt var. Aðalatriðið var að okkur leið vel í húsinu. Þegar tvíburarnir voru litlir sváfu þeir ekkert á nóttunni og þess vegna fórum við til kíróp- raktors, sem okkur var sagt að væri nauðsynlegt þegar um keis- arabörn er að ræða. Móðir kíróp- raktorsins var miðill og hún fór að tala um mjög gamalt hús í sam- bandi við okkur, þar sem enn gengi um gott fólk frá fyrri tíð. Við hugs- uðum svo sem ekkert sérstakt um það.“ „En svo komu kunningjahjón okkar að norðan í heimsókn og gistu og þau urðu margs vör. Þetta olli okkur engum áhyggjum, en við vorum forvitin og fengum miðil á staðinn. Hann sagði ekkert nema gott hér á ferðinni. Enda hefur okkur alltaf liðið rosalega vel hérna.“ Ekki frá 1953, ekki 1906, heldur 1825 „Svo kom að því, að við fórum að huga að endurbótum á húsinu. Þetta var haustið 2002 og um líkt leyti hafði samband við okkur Freyja Jónsdóttir, sem skrifaði greinar um gömul hús í Fast- eignablað Morgunblaðsins. Hún sagðist vilja skrifa um Efstasund 99 og fræddi okkur á því að húsið væri frá 1825 og hefði staðið á lóð- inni Aðalstræti 6. Á dauða okkur áttum við von en ekki því að við byggjum í friðuðu húsi úr Kvosinni. Enginn hafði minnzt á það við okkur og það kom hvergi fram í neinum pappírum, þegar við keyptum.“ „Þessar upplýsingar snertu ein- hverja sérstaka strengi í okkur. Það var eins og sagan kallaði til okkar á einhvern hátt. Sagan er svo lokkandi! Ég er afskaplega mikið fyrir gamla hluti. Mér finnst allt gamalt svo spennandi,“ segir Eygló. „Eins og sjá má á makavalinu,“ skýtur Kristinn inn í og hlær. „Ég er risaeðla í hugsun.“ „Þegar við settumst niður til þess að velta málinu fyrir okkur, voru eiginlega tveir möguleikar í stöðunni. Það kom alveg til greina að rífa húsið, okkur var sagt að það yrði auðvelt að fá friðunina af því, eða gera við það. Þegar við höfðum kynnzt sögu hússins, fannst okkur ekki annað koma til greina en að endurnýja það í sinni gömlu mynd, þótt við vissum vel að það væri botnlaust dæmi bæði í tíma og pen- ingum.“ Í hitteðfyrra var svo byrjað á austurgaflinum, sem var mest að- kallandi og nú er framhliðin nýbú- in. Í samráði við eiganda neðri hæðarinnar lögðu Eygló og Krist- inn upp með áætlun um eina hlið á ári. Næst verður farið í vesturgafl- inn. Þau segjast hafa verið svo heppin að fá til starfa iðnaðarmenn sem njóta trausts á þessu sviði og standa undir því. Þeir leyfðu hús- ráðendum að vinna ýmislegt, meðal annars rifu þau forskalninguna ut- an af og máluðu glugga, sem spar- aði þeim peninga. Samstarfið við húsfriðunarnefnd hefur verið gott. Þau segjast reikna með að ytra byrðið og þakið fari í 20 milljónir. Það eru gluggarnir sem hleypa verðinu upp. Þau hafa fengið styrki frá Húsa- friðun og Reykjavíkurborg; sá fyrr- taldi er skattfrjáls en hinn ekki. Þau vona, að styrkirnir dugi fyrir því sértæka og segjast hafa komið þolanlega út úr gaflinum, en hliðin er spurningarmerki. Húsafriðun lagði þeim til sömu upphæð í fram- hliðina og gaflinn, þótt hliðin sé mun meiri, 14 gluggar og hurð á móti fjórum gluggum á gaflinum. Reykjavíkurborg hækkaði hins veg- ar sinn hlut. „Þetta er svona dæmi þar sem maður hefur tilfinningu fyrir útkomunni en vill ekki skemma fyrir sér með því að reikna allt til enda!“ En þau Eygló og Kristinn eru ekki bara að breyta og bæta að utanverðu. Þau hafa líka tekið til hendinni innanhúss. Þau segjast reyndar hafa fengið fátt teikninga af húsaskipan innanstokks. „En það kemur ekki að sök. Við fáum að ráða ferðinni innanhúss og þótt freistandi sé að færa þar allt í sem upprunalegast horf, þá er það ekki inni í myndinni kostnaðarins vegna. Við erum líka að koma okkur upp heimili en ekki safni.“ „Hér var fjórfalt á öllum veggj- um; menn voru ekkert að fjarlægja eldra, þegar nýtt kom á. Og inni í veggjum höfum við fundið eitt og annað, peninga og geitungabú. Hér hölluðu flest gólf og hornin voru skökk. Þetta er endalaust möndl að koma hlutunum heim og saman.“ Fyrsta herbergið sem þau tóku í gegn var svefnherbergið og nú er baðherbergið undir. Og trú hefð hússins, settu þau peninga í vegg- ina, en geitungunum gáfu þau eng- in grið! „Þetta er alvöru,“ segir Kristinn. „Þegar ég var að festa klósettið, þá brotnuðu tvær skrúfur. Það hef ég ekki séð gerast í Bykótimbrinu eða þá Húsasmiðjunni. Timbrið sem við kaupum í dag er svampur við hliðina á þessu gamla, góða.“ „Það er ofsalega gaman að fikra sig áfram hér inni. En gallinn er, að þegar við erum einu sinni byrj- uð, þá getum við hvergi stoppað. Þetta er eilífðarverkefni.“ Meiriháttar hús Á neðri hæð Efstasunds 99 búa Margrét Hermannsdóttir og Ómar Herbertsson með tveimur börnum. Margrét segist hafa frétt sögu hússins, þegar hún keypti neðri hæðina fyrir sjö árum og ekki hafi hún spillt fyrir kaupunum! Þá var búið að breyta neðri hæðinni í íbúð. „Þetta er meiri háttar hús og af- skaplega gott að búa hér,“ segir Margrét og lýsir sérstakri ánægju með að húsið skuli nú vera að taka á sig sína eldri mynd. Samtöl við Aðalstein Ingólfsson, Margréti Hermannsdóttur, Eygló Guðnadóttur og Kristin Gunnarsson. Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma, Skuggsjá 1986. Freyja Jónsdóttir: Efstasund 99, Fast- eignablað Morgunblaðsins 12. nóvember 2002. Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin - byggingarsaga mið- bæjar Reykjavíkur. Torfusamtökin 1987.                                              !     "         !    #$ &  #$  &   '!         #$ (  $           $ )) *  "$ !   +   &        !$, *  - !            %*  "$! ,  *  - !          (   # $ &                                  !          !" # !    !     #$       % &    $% &    ( )*  + ,&    ' (     )* " ' (      ' (    + ' (    "     " "      . /  $  . /  $     ,      ,    -  &  .%&   / /     0  $  ! . %   1*$ 0 / " )$%  Einu sinni var Í þessum búningi var Efstasund 99 áður en endurbæturnar hófust. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 43 Þetta kort er unnið eftir upplýsingum Minjasafns Reykjavíkur. Í Kvosinni standa enn um 60 hús byggð fyrir 1915, en um 650 í borginni allri. Miðað er við 1915 því eftir brunann það ár var bannað að byggja timburhús í miðbænum. Hús í Reykjavík reist 1852 og fyrr BIB is a progressive four-year, full-time business programme taught in English for students aged 15+ -20 who are preparing for further business studies in a global environment WWW.VERSLO.I S BIB BACCALAUREATE IN INTERNATIONAL BUSINESS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.