Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 55

Morgunblaðið - 03.06.2007, Page 55
hans fordæmi, sem JK taldi að ekki myndi koma til, verði öðrum fram- bjóðendum til eftirbreytni. Flaggað í hálfa stöng JK segir að ég kenni ríkisstjórn- inni um snjóflóð og grjóthrun á vegi hér vestra. Þetta er framsókn- arhundalógík. Úrbætur í vestfirsk- um samgöngumálum hafa verið skelfilega hægfara, loforð svikin og framkvæmdum hefur seinkað. Að Bolvíkingar með sína rússnesku Ós- hlíðarrúllettu skuli ekki löngu vera búnir að fá jarðgöng sýnir tak- markalausa fyrirlitningu stjórnvalda á lágmarksmannréttindum. Þegar þurfti að slá á þá þenslu sem Kára- hnjúkavirkjun olli í sumar fannst ríkisstjórninni – með þrjá ráðherra úr kjördæminu – nærtækast að fresta vegaframkvæmdum og út- boðagerð hér. Þegar þeir sem gerst vita um ástand vega og fram- kvæmdaþörf hér um slóðir, sem eru tvímælalaust starfsmenn Vegagerð- arinnar á Ísafirði, Patró og Hólma- vík, flögguðu af þessu tilefni í hálfa stöng fengu þeir bágt fyrir frá Sturlu samgönguráðherra. Að sunka Einhver skarpgreindasti og best meinandi einstaklingur hér við Djúp, séra Baldur í Vatnsfirði, fyrr- um prófastur, sagði eitt sinn að sín ánægjulegustu prestsverk væru að jarða framsóknarmenn. „Það er svo gaman að heyra þá sunka, góði.“ Í síðustu skoðanakönnun sunkaði Framsókn niður fyrir átta prósent og er ég að vona að mín skrif eigi einhvern þátt í því. En þótt Mbl. út- nefni mig til þess hlutverks að kasta rekunum á Framsókn er því nú samt svo varið, eins og með refinn, sem ég vil lágmarka skaðsemi af en ekki út- rýma, að það sama á við um hana: Það þarf að halda henni utan rík- isstjórnar, lágmarka skaðsemina, en varðveita þó fáein eintök fyrir kom- andi kynslóðir. Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 55 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Viltu fjárfesta á einum áhugaverðasta og arðvænlegasta fasteignamarkaði í Evrópu? Proxima Finance kynnir Búlg- aríu. Gullnar strendur, iðandi mannlíf, ódýrt að lifa og samkvæmt spám er landið að verða eitt mest sótta ferða- mannaland í Evrópu. Kynntu þér málið á www.bulg- aria.is og hafðu samband við trausta aðila sem hafa mikla reynslu af sölu og fjárfestingum í Búlgaríu. Fáðu kynningu: Ingvar Ragnarsson 822 7300 Eiríkur Hilmarsson 822 7303 BÚLGARÍA – FRÁBÆRT TÆKIFÆRI FYRIR FJÁRFESTA OG EINSTAKLINGA Proxima Finance ltd. í samstarfi við Akkurat fasteigna- sölu kynna vandaðar eignir við baðstrendur Svarta- hafsins í Búlgaríu. Proxima – þinn tengiliður við Búlgaríu! – www.bulgaria.is Við Svartahafið Villa Karen • 24 íbúðir • Sjávarútsýni • Við bæinn Sozopol • Einkasundlaug • Panorama-útsýni • Verð frá 7,9 milljónum ísl kr. Íslenskur byggingaraðili Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.