Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 66
66 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Á ður fyrr tóku íslensk- ir sjófarendur ofan og gjörðu bæn áður en haldið skyldi frá landi. Þótt hugur væri djarfur og til í flest var bát- urinn nefnilega lítill en hafið stórt og ferðin þar af leiðandi mjög svo óviss. En hönd almættisins þótti örugg og traust. „Guð í hjarta, Guð í stafni, gefur fararheill“, var sannfæring þeirrar tíðar. Og í þeirri bjargföstu trú ýttu menn úr vör. Ekki veit ég hvaða bænir um ræðir nákvæmlega, eflaust hafa þær verið margar og á ýmsa lund, en í tilefni sjómannadagsins lang- ar mig að birta þrjár, enda við hæfi þar sem jafnframt er upp runninn trínitatis. Um 100 ár eru á milli þeirra, hverrar um sig. Sú fyrsta nefnist Sjóferða- mannsbæn, og er úr bænakveri sr. Bjarna Arngrímssonar (1768- 1821), líklega frá 1798. Þar segir: Almáttugi Guð. Þú ert sá vísi og góði höfuðskepnanna herra og undir eins minn faðir. Í trausti þinnar náðarríku handleiðslu byrja ég nú, veik og hjálpar þurfandi mannskepna, þessa hættusömu sjóferð. Þú þekkir bezt þær hættur sem mér og voru litla skipi búnar eru af óstöðugu sjávarins hafi, er af- málar mér dauðans ímynd á hverri öldu, sem rís um kring þessi veiku skipsborð er bera mitt líf. Æ! vertu nú lífs míns verndari, minn leiðtogi og minn bezti föru- nautur, því hverjum skyldi ég þora að trúa fyrir mér, ef ekki þér. Minn almáttugi faðir og trúfasti lífgjafari. Banna þú þínum skepn- um, vindi og sjó að granda mínu og vor allra lífi, þá hlýða þær. Gef oss forsjálega að geta séð við öllum fyrirsjáanlegum hætt- um, af blindskerjum, boðum, grynningum og öðru, en afvend sjálfur þeim óþekktu. Uppljúk þinni mildu hendi og send oss þína blessun; bjóð sjávarins af- grunni að opna sitt ríka skaut, til að uppfylla vorar nauðþurftir. Þér fel ég mig með skipi og varnaði, leið oss alla farsællega og vernda oss við öllu tjóni, þá viljum við lofa og prísa þína gæzku, sem svo dásamlega annast þín börn. En sé það þinn náðugur vilji, að þessi reisa skuli verða vor dauða- gangur, ó, svo gef mér og oss öll- um velviðbúnum að mæta voru síðasta; í þínum höndum er vort líf; gjör þú við oss eftir þinni vel- þóknan, ver þú aðeins vor faðir og gef oss eilífa hvíld og sælu hjá þér fyrir vors blessaða meðalgangara Jesú Krists forþénustu sakir. Amen. Næst er bæn sr. Odds V. Gísla- sonar (1836-1911), en hún kom fyrst á prenti í maí 1892. Þar seg- ir: Í nafni Guðs föður, sonar og heilags anda. Almáttugi Guð, ég þakka þér að þú hefur gefið mér líf og heilsu svo ég geti unnið mín störf í sveita míns andlits. Drottinn minn og Guð minn. Þegar ég nú ræ til fiskveiða og finn vanmátt minn og veikleika bátsins gegn huldum kröftum lofts og lagar, þá lyfti ég upp til þín augum trúar og vonar og bið þig í Jesú nafni að leiða oss á djúpið, blessa oss að vorum veið- um og vernda oss, að vér aftur farsællega heim til vor náum með þá björg sem þér þóknast að gefa oss. Blessa þú ástvini vora, og leyf oss að fagna aftur samfundum svo vér fyrir heilags anda náð sam- huga flytjum þér lof og þakk- argjörð. Ó, Drottinn, gef oss öllum góð- ar stundir, skipi og mönnum í Jesú nafni. Amen. Þrátt fyrir ýmsar breytingar tímans, og sumar ekki á betri kantinn, er ég ekki í nokkrum vafa um að enn eru til þeir ein- staklingar á 21. öld sem biðja áður en lagt er úr höfn á djúpið. Og ég er ekki einn um að vera þessarar skoðunar. T.d. er mér kunnugt um að sóknarprestur Norðfirð- inga, Sigurður Rúnar Ragn- arsson, gerði eina sjóferðabæn í bundnu máli fyrir nokkrum árum, sem farið hefur í mörg skip þar eystra og víðar. Og meistari Sig- urbjörn Einarsson biskup gekk þessa ekki dulinn heldur, um trúarþel íslenskra fiskimanna á geimöld, því árið 2003 komu út eftir hann nokkrar sjóferðabænir, á vegum Orðs dagsins á Akureyri. Hann fær að eiga lokaorðið, og segir: Drottinn minn og Guð minn. Ég leysi festar og legg frá landi í því trausti, að þú sleppir ekki hendi af skipi og mönnum. Vak yfir mér og öllu hér, yfir búnaði og tækjum, yfir hugsun og handtökum og öllum viðbrögðum innanborðs. Þig vil ég muna, þér vil ég fylgja og treysta heilagri umsjón og forsjá þinni. Hjálpa mér til þess. Í Jesú nafni. Amen. Með blessunar- og ham- ingjuóskum. Sjómannabænir Sjómannadagurinn heilsar eitt árið enn og er það vel og dýrmætt að Íslendingar minnist þannig róta sinna er liggja í hinum bláa akri. Sigurður Ægisson gerir í þessum pistli að um- talsefni sjóferðabænir gamla og nýja tímans. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA Um sjómannadag finnst mér við hæfi að minnast míns gamla formanns og læriföður er fæddist í Litla-Bæ 9. febrúar 1920 (látinn 27. apríl ’07), en fluttist að Sjólyst 5 ára. Litla- bæjarbræður voru Kristinn, Valdi- Jón Guðmundsson ✝ Jón Maríus Guð-mundsson fædd- ist í Vestmanna- eyjum 9. febrúar 1920. Hann lést á Sjúkrahúsi Vest- mannaeyja 27. apríl 2006 og var jarð- sunginn frá Landa- kirkju í Vest- mannaeyjum 6. maí sama ár. mar, Guðmundur og Magnús sem fórst í Land-Eyjunum. Syst- urnar voru Jónína og Kristín sem bjó lengst í Litla-Bæ hjá föður sínum. Jón telur að bæjarar hafi verið kúnstugir og sérvitrir. Þeirra þekktastir eru Ási í Bæ og Kristinn R. í Madrid, hálfbróð- ir Ása. Ástgeir Guð- mundsson var báta- smiður, góður og gerði stundum við úr á kvöldin. Ólafur var þekktur fyrir að smíða fjölda skjökkbáta með færeysku lagi. Hann smíðaði t.d. þrjá kappróðrarbáta, fyrir Sjó- mannadagsráð Vestmannaeyja. Bæjarar er afkomendur Ögmundar í Auraseli, sem var talinn göldr- óttur. Þegar hann kom í Land-Eyj- ar, var hann með fjölskyldu sína á flótta undan Skaftáreldum, en komst ekki nema í Land-Eyjar vegna veikra barna sinna. Í Land- Eyjum fékk hann leyfi til að reisa kotið Aurasel. Móðir Jóns, Jóhanna Jónsdóttir, kom undan Austur-Fjöllunum, frá Rauðsfelli. Hún var úr stórum systkinahópi, systir hennar var Kristín kona Óla Fúsa. Bróðir Jóns var Magnús Knútur sem dó tæplega fertugur, ókvæntur og barnlaus. Glíma Jóns í Sjólyst við sjóinn byrjaði snemma. Leikvöllurinn var Tangafjaran með sínum klöppum og sandi. Í fjörunni voru reistir flóð- garðar sem var reynt að verja á að- fallinu. Auðvitað fór allt á bólakaf þegar flæddi. Það var vel sloppið að blotna aðeins í fæturna. Sjö til átta ára fór Jón að snúast í kringum afa sinn þegar hann vann við viðgerðir á bátum undir Hellrum. Þegar skipt var um borð í súðbyrðingi fékk Jón það hlutverk að halda við með slag- hamri að utan þegar sá gamli hnoð- aði inn í bátnum. Jón fékk vasaúr í fermingargjöf og var grafið á það. Veiðimennskan byrjaði með að dorga murta á bryggjunum, engum til gagns nema helst köttunum. Hvað sem öðru líður er líklegt að hér hafi kviknað neistinn sem þarf til að verða fengsæll formaður. Jón var mjög upptekinn við sjávarsíð- una enda varla tími til að sækja skólann. Þá komu sér vel hin tíðu mánaðarfrí. Þau eru orðin nokkuð mörg mánaðarfríin í þessum mán- uði, Nonni minn, átti pabbi hans þá til að segja. Vinsælar voru krærnar til leikja, sem reistar voru á pöllum sem stóðu á steyptum stólpum sem náðu langt út í sjó, en á fjörunni var kom- ist þarna um þurrum fótum. Þá áttu menn til að skjótast undir palla til að svara kalli náttúrunnar eða til að staupa sig. Á flóðinu var Atlants- hafið undir krónum ómengað. Þá var upplagt að opna lúgu á gólfinu og ausa upp sjó til fiskþvottar fyrir ✝ Jóhann BragiBaldursson fæddist í Reykjavík 2. janúar 1957. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 16. maí síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Matt- hildur Finn- bogadóttir, f. í Presthúsum í V- Skaftafellssýslu 21. september 1922, og Baldur Sigurðsson, f. á Grund á Jök- uldal í N-Múlasýslu 22. maí 1923. Systkini Jóhanns eru: 1) Hörður Guðjónsson, f. 3. júní 1946, 2) Börn þeirra eru Eygló Auður, f. 26. desember 1979, og Sigurður Baldur, f. 6. október 1981. Önnur kona Jóhanns er Guð- finna Bjarnadóttir, f. 27. desem- ber 1962. Börn þeirra eru: Bjarni, f. 22. mars 1990, og Anika Maí, f. 30. maí 1992. Þriðja kona Jóhanns er Andrea Hilmarsdóttir, f. 6. nóvember 1965. Sonur þeirra er Bjartur Hrafn, f. 23. október 1999. Jóhann stundaði sjómennsku frá unga aldri en menntaði sig sem dúklagningamaður og vann við þá iðn til margra ára. Útför Jóhanns var gerð frá Fossvogskapellu í Reykjavík 24. maí. Þorgerður Bald- ursdóttir, f. 13. nóv- ember 1948, 3) Sig- urður Óli, f. 12. september 1953, 4) Gísli, f. 9. janúar 1955, 5) Kristinn Óskar, f. 2 febrúar 1958, 6) Heimir, f. 11. september 1960, 7) Hlín, f. 27. janúar 1962, 8) Þórdís, f. 27. janúar 1962, 9) Vilborg, f. 14. febr- úar 1963, og 10) Sól- veig, f. 12. nóv- ember 1965. Jóhann kvæntist Vilborgu S. Arinbjarnar, f. 21. mars 1958. Sá andans andardráttur sé óslítandi þáttur á milli mín og þín. Þá barnslegt hjarta biður, þín blessun streymir niður. Ég fer til þín, kom þú til mín. (Valdimar Briem) Elsku pabbi minn. Ég var heppinn að eiga þig, því þú varst langskemmtilegastur. Takk fyrir að hafa farið með mér í bíó og út að hjóla. Takk fyrir allar skemmtilegu uppákomurnar. Ég bið Guð að passa þig. Ég mun alltaf elska þig, elsku klári pabbi minn. Megi hljóður engill friðar vaka yf- ir þér. Þinn sonur, Bjartur Hrafn Hafðu gullið áfram grafið og gerðu eitthvað nýtt. Þó þrautirnar þyngjast, þá þakkaðu Guði því við tekur vorið hlýtt. (Jóhann Bragi) Ég hitti Jóa 3. júní ’97 heima hjá vini mínum. Jói hafði strax sterk áhrif á mig. Nærvera hans hreif mig og mig langaði að kynnast honum. Hann varð strax mikill þáttur inn í mitt líf. Hann var fróður og kunni vel að halda áhuga mínum vakandi á sögum sínum og tilvitnunum úr bók- um og ljóðum. Við gengum saman þungar þraut- ir, svo að ég vitni í ljóðið hans, og ég þakka Guði fyrir vorið hlýtt. Mest þakka ég Guði fyrir að þrátt fyrir þungar þrautir og orrustur, þá stóðum við upp, og stóðum uppi sem vinir. Okkur var gefið margt sem ekki öllum er gefið. Besta gjöfin er litli drengurinn okkar, hann Bjartur Hrafn, sem er 7 ára núna. Jói var mjög skemmtilegur pabbi og Bjart- ur unni honum svo heitt og þeir voru miklir félagar og duglegir að gera margt saman. Jói var hugmyndarík- ur og uppátækjasamur og hann fann alltaf upp á einhverju spennandi að gera. Það er mikill missir að hafa hann ekki til staðar, hann var hand- laginn og duglegur. Hann kunni að gleðja börn, gaf þeim tíma og kunni margar sögur. Oft sat hann með börn í kringum sig og aldrei urðu þau leið á uglusögunni hans. Jói var skemmtilegur, átti góða kímnigáfu og hló mikið. Ég á eftir að sakna þess að deila með honum litlu og stóru sigrunum í lífi Bjarts, að heyra hláturinn og gleðina þegar ég sagði honum frá sniðugu gull-orðun- um sem Bjartur hefur sagt. Bjartur er með skemmtilegt ímyndunarafl Jóhann Bragi Baldursson Nú ertu farinn, farinn frá oss, hvílir hjá Drottni okkar besta. Þetta ljóð færðu í staðinn fyrir kveðjukoss sem þó myndi vera það besta. Við elskum þig öll. Við elskum þig mikið, ekkert fær því breytt. Hvíldu nú í friði í Drottins höll, þar sem lífið þig hefur nú svikið. Votta ástvinum samúð mína, Guð blessi ykkur. Eðvarð Freyr HINSTA KVEÐJA ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför, PÁLS HALLDÓRSSONAR. Ragnheiður Kristjánsdóttir, Þórhallur Pálsson, Guðný Pálsdóttir, Halldóra Pálsdóttir. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.