Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 71

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 71
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 71 stjörnuspá júní Með sólina í tvíburunum verða samskipti aðalþemað. Eftir fyrstu vikuna virðist allt ganga þér í hag þegar þú nálgast það sem þú vilt. En 9. júní birtast einhver ljón á veginum. Mundu þá að það er alltaf hægt að fara aðra leið. Þann tólfta ættirðu að taka skapandi áhættu og vinna með hæfileikaríku fólki. Fimm- tándi júní kemur með nýtt tungl í tvíburum sem ýtir undir já- kvæð samskipti við vini og listamanninn í sjálfum þér. Þig gæti langað að gera eitthvað sem skiptir virkilegu máli. Forðastu rifrildi og reyndu að semja við fólk. Í kringum 21. júní verða fjölskyldan og heimilið í aðalhlutverki. Farðu varlega með vökva svo ekki verði slys. Rafmagn og vatn fer ekki saman. Hrútur 21. mars - 20. apríl Peningar setja svip sinn á mánuðinn og þú munt tala um þá. Ekki verða hissa þótt hitni í kolunum, bæði í byrjun mánaðar og um hann miðjan. Einhverjar breytingar munu hins vegar koma þér virkilega á óvart. Einhverjir lenda í mjög erótísku sambandi og aðrir eiga í ástarsambandi við mat eða veraldlega hluti. Frá og með 5. júní verður heimilið undir smásjánni. Gest- ir og einhver kaup munu koma til sögunnar, auk þess sem fjár- málin komast á hreint. Starfið mun líka sýna á sér nýja mynd og taka þeim breytingum sem þú óskaðir eftir. Mars kemur inn í merkið þitt hinn 23. júní og það gefur þér orku. Þú verður að höndla hana rétt svo ekki myndist spenna milli þín og annarra. Naut 20. apríl - 21. maí Sólin er í merkinu þínu. Til hamingju með afmælið, tvíburi! Þig mun langa að leggja áherslu á sjálfan þig nú í byrjun mánaðar. Sólin heimtar það. Og ýmislegt mun gerast hjá þér í einkalífinu. Það er líklegt að ástin taki völdin og þá kemur einhver á óvart sem þú þekkir nú þegar, jafnvel vinnufélagi. Venus kemur inn í ljónið þann 5. júní og þá verður gaman! Passaðu þig samt að bregast ekki of hart við bæði 5. og 9. júlí. Þá gætu orðið uppá- komur og breytingar sem koma á óvart. Nýtt tungl kemur inn í merkið þitt 15. júní. Þá munu ný sambönd ráða ríkjum í lífi þínu og þú ættir að rækta þau upp á framtíðina. Vertu varkár þann 19. þegar samskiptin verða ekki þau bestu milli þín og vinanna. Tvíburi 21. maí - 20. júní Hlutirnir verða ekki eins og þeir eiga að sér að vera fyrstu viku mánaðarins. Andrúmsloftið er strekkt og þú lendir í próf- raunum eða leiðinlegu fólki. Eftir það ættir þú að fá nýjar frétt- ir en skalt bíða til 9. júlí til að taka ákvörðun í sambandi við þær. Þú verður nefnilega að fara yfir hlutina áður og þarft jafn- vel að breyta vinnuaðferðum. Þú ættir að líta inn á við þegar nýtt tungl kemur inn í tvíburamerkið 15. júní. Listræn tjáning þarf að fá pláss í lífi þínu og athugaðu hvort heilsan er jafn góð og þú áleist. 21. júní verða sumarsólstöður og sólin í þínu merki. Til hamingju með afmælið, krabbi! Vertu með vinum og gerðu eitthvað skemmtilegt, eins og að skipuleggja ferðalag. Krabbi 21. júní - 22. júlí Með sólina í tvíburum einbeitir þú þér að vinum, hópum og sameiginlegum áhugamálum. Þegar Venus smeygir sér inn í merkið þitt hinn 5. júní verður þú í essinu þínu, út um allt að skemmta þér og skemmta öðrum, en mest að lifa lífinu. Vertu viss um að vera ekki útkeyrður í mánaðarlok. Í annarri viku júní verður þú frekar ýktur og hvatvís, og spurning hvort þú getur nýtt þá orku á jákvæðan hátt. Hvað finnst þér skipta máli? Hlustaðu á hjartað! Þú kemst á ið með nýju tungli í tví- burum 15. júní og ferð jafnvel í ferðalag með vinum eða að heimsækja vini. Fullt tungl kemur inn í steingeit á síðasta degi mánaðarins. Þá geta faldar tilfinningar komið upp á yfirborðið. Ljón 23. júlí - 23. ágúst Frami og ábyrgð eru þér ofarlega í huga nú þegar sólin er í tví- buramerkinu. Í því sambandi gætir þú þurft að hafa einhver samskipti við yfirboðara. Þú munt endurskipuleggja skyldur þínar eða taka þér ný verkefni á hendur sem fela í sér aukna ábyrgð. Málglatt fólk kemur einnig við sögu og það skiptir gjarna oft um skoðun. Heimilið og fjölskyldan skipa stóran sess í upphafi mánaðar, og þú ættir að búa þig undir gestagang og fréttir er varða þá sem þér þykir vænst um. Þú verður mögu- lega tilfinningaríkur, en munt horfa til framtíðar. Nýtt tungl í tvíburum 15. júní muna koma á breytingum á framabrautinni, og þá borgar sig að gera eitthvað í málunum. Meyja 23. ágúst-23. september Sólin er komin í tvíburamerkið og það fær þig til að beina sjón- um þínum að því besta í lífinu: ástinni, lífsnautn, börnum og sköpun. Einhver leiðindaæsingur gæti látið á sér kræla í upp- hafi mánaðar og líklegt að hann tengist peningum. Viðskipta- félagar munu koma þar að, en þú skalt bíða eftir 9. júní til að gera út um málin, en þá mun samruni sólar og Úranusar styðja þig. Sólin kemur inn í krabbamerkið 21. júní, á sumarsól- stöðum. Þá mun áherslan aukast á heilsu og vinnu. Það getur verið að þú takir að þér ný verkefni. Fullt tungl verður í stein- geit á síðasta degi mánaðarins. Þá er líklegt að tilfinningarnar taki yfirhöndina. Reyndu að hemja þig eins og þú getur. Vatnsberi 21. janúar - 19. febrúar Fyrir Vogina þýðir sól í tvíburum að sambönd við útlönd, ferða- lög og nám eru þeim ofarlega í huga. Vogin gæti líka þurft að eiga við æst og tilfinningaríkt fólk, kannski systkini eða ná- granna. Það gæti tekið sinn tíma fyrir það að róast, en Vogin kann á það. Vogin á marga vini og þeir komast öll í stuð þegar Venus fer inn í Ljónsmerkið 5. júní. Þá verður mikið um veislu- höld fram yfir miðjan mánuð. Skapandi kona sem veit hvað hún vill mun hafa mikil áhrif á fólk. 12. júní munt þú leita nýrrar leiðar og takast það með hjálp ástvina. 15. júní er nýtt tungl fullt af orku sem smitar út frá sér. Þú þarft að breyta aðstæðum og nú hefurðu tækifærið og orkuna sem þú þarft. Vog 23. september-22. október Nú er sólin í tvíburum sem þekktir eru fyrir samskiptahæfi- leika. Þá munt þú sýna vinum og samstarfsmönnum sérstaka athygli. Það verða einhver átök heima við. Fólk er yfirhöfuð æst og þú ert það líka. Búðu þig undir að komast að einhverju mikilvægu um vin sem þú áleist þig þekkja mjög vel. Frá og með 5. júní kemurðu hreinlega öllu í verk, en reyndu samt að monta þig ekki af því. Við samruna sólar og Úranusar 9. júní virðist þér skyndilega ljóst hvað þú vilt gera næst í lífinu. Ef þú þarft að stofna til sambanda þá skaltu gera það 12. júní. Reyndu samt að ýta ekki á eftir fólki. Góðir hlutir – og vel und- irbúnir – gerast af sjálfu sér. Bogmaður 22. nóvember-21. desember Nú ætlar þú að einbeita þér að fjölskyldunni, heimilinu og lífinu þar. Ekki síst þar sem samskipti þín við vinnuna og yfirmenn eru ekki að gera sig þessa dagana. Aldrei að vita nema það verði til að þú skiptir um stefnu á þeirri braut. Ef þú þarft að semja um stöðu þína skaltu bíða með það til 9. júní þegar samruni verður milli sólar og Úranusar. Þetta ætti allt að vera komið á hreint 12. júní. Þremur dögum seinna er nýtt tungl í tvíburum og þá ríður á að byrja á einhverju nýju og spennandi með fjöl- skyldunni sem helst tengist heimilinu beint. Börn og elskhugar gætu orðið treg í taumi. Nú skaltu sýna hversu fær þú ert í sam- skiptum. Vertu þolinmóður og þá verður allt eins og þú vilt. Fiskar 20. febrúar - 20. mars Með sólina í tvíburum munu fjármálin vera ofarlega á baugi hjá þér, með áherslu á samvinnu og samruna. Ef til vill er nú rétti tíminn til að gera alvöru úr sambandi sem lengi hefur verið duflað við. Svolítil óreiða er í kringum þig sem nær hámæli 9. júní við samruna sólar og Úranusar. Það gæti mögulega tengst leyndarmáli sem kemur í ljós. Bíddu þar til um hægist og farðu þá yfir peningamálin. Frami og ábyrgð koma einnig til sög- unnar. Leggðu eins mikið af mörkum og þú getur og þú munt fá viðurkenningu fyrir það. Ef þú þarfnast aðstoðar, þá færðu hana 12. júní. Gáfulegt er að gera nýjar áætlanir í fjármálum með nýju tungli í tvíburum 15. júní. Sporðdreki 23. október-21. nóvember Vinnan, dagleg rútína og heilsan verða í brennidepli hjá þér þennan mánuðinn. Þú ert kannski þreyttur og minniháttar kvillar að hrjá þig, en búðu þig undir að tilfinningarnar muni taka yfirhöndina, bæði líkamlega og andlega. Kannski það tengist gömlu leyndarmáli sem kemur upp á yfirborðið. Þú munt finna til þarfar að sinna skapandi og andlegum málum. Þú ætti að hlýða því kalli og fá þannig útrás. Hinn 15. júní kemur nýtt tungl inn í tvíburamerkið og þá er upplagt að hefja nýja rútínu sem bæði snýr að peningum og heilsu. Hlustaða þá á fé- laga sem hafa reynslu á þessu sviði, fáðu hjá þeim ráð og til- einkaðu þér þau. Þá er bara ósköp bjart framundan. Steingeit 22. desember - 20. janúar Fellihýsi Mjög vel með farið fellihýsi til sölu. Coleman Cheyanne, árg. 2000. Stór sólarsella, heitt vatn, fortjald, geymslukassi að framan, ferða- klósett, útvarp og cd spilari. Eitt með öllu. Uppl í síma 863 6103. Til sölu Eagle Talon 4WD Turbo, beinskiptur, leður, topplúga. Góður bíll í fínu standi. Verðhugmynd 690 þús. Upplýsingar í síma 891 9293. Suzuki jimny árg. '99 ek. 77 þús. km. Mjög vel með farinn Suzuki jimny og vel útlítandi. Einstak- lega lítið keyrður miðað við árgerð. Er að flytja til útlanda og vantar að losna við bílinn sem fyrst. Uppl. í síma 861 7927. Range Rover, dísel, árg. 06/2004. Ek. 84 þús. eyðsla 11.9 L, vel útbúinn ferðabíll með krók. Verð 8.400.000 kr., tilboð 7.990.000 kr., skipti. Einnig hugsanlega á íbúðarhúsnæði í Rvk. Uppl. í síma 663 0644. Opel Astra OPC, árg. '06, ek. 14 þús. km Opel Astra OPC til sölu. Upplýsingar í sima 698 7808. Opel Astra 1,8 árg. 2005, ek. 49 þús. Verð 1,550 þúsund. Upplýsingar í síma 660-1022 Húsbíll til sölu Einn með öllu. Sími 893 9857 Gott verð! Ford Explorer XLT. Árg 04/04, ek. 65 þ. km. Nýsölu- skoðaður án ath., næsta skoðun '09. Ásett 2.500 þ. en fæst gegn yfirtöku láns, 1980 þ.+sþ. Afb. láns 38 þ., m. Bílasala Íslands, 510 4900. Ford F-150 Til sölu árg. 2005, ekinn 27.000 km. Verð: tilboð, áhv. 2.800 þús. Ath. öll skipti. Upplýsingar í síma 867 1335. 19” VW Touareg felgur. Hef til sölu felgur fyrir VW Touareg, 275/45 R19. Felgurnar eru sem nýjar en dekkin slitin. Verð aðeins 139 þús. S: 899 9377 eða ingof@simnet.is. Dísel, sjálfskiptur KIA Sportage 2005. Svartur, ekinn 38 þús. Topp ástand. Uppl. í síma 861 3840. Bílar Til sölu Ford Explorer XLT. Árg. ´04, ekinn 69 þ. km. 31" dekk, 7 manna, sjálfsk., leðuráklæði, dráttar- kúla, cruise control, loftkæling o.fl. Skoðaður ´09. Verð 2.790 þús. Uppl. í síma 694 8710. Fréttir í tölvupósti FRÉTTIR Byggðaþing á Hvanneyri SAMTÖKIN Landsbyggðin lifi efnir til byggðaþings á Hvann- eyri í samvinnu við Landbúnaðarháskólann, laugardaginn 9. júní kl. 14–18. Magnús B. Jónsson, prófessor, verður ráð- stefnustjóri. Framsöguerindi flytja: Jafnrétti til náms um allt land: Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Nýt- ing landsins: Jónatan Hermannsson, lektor við Landbún- aðarháskóla Íslands. Nytjar sjávarfangs og vatna, fjölbreyti- leiki í ferðaþjónustu: Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla. Mikilvægi háhraðanets og upplýsingatækni fyrir allar byggð- ir: Jón Baldur Lórenz, forstöðumaður tölvudeildar Bænda- samtaka Íslands. Þjóðlendumálið, staða þess og framhald: Guðný Sverrisdóttir, sveitarstjóri í Grenivík. Pallborð verður í gangi mest allan þingtímann þar sem skiptast á framsöguerindi og fyrirspurna- og umræðutímar. Þinginu lýkur með hátíðarsamkomu um kvöldið. Frekari upplýsingar á heimasíðu Landsbyggðin lifi www.landlif.is Sunnudaginn 10. júní, kl. 10–13, verður aðalfundur Lands- byggðin lifi haldinn með venjulegum aðalfundarstörfum, stjórnarkosningu, starfsáætlun o.s.frv. Rithöfundar og ráð- herra á skákmóti í Vin SUMARÆVINTÝRASKÁKMÓT Skákfélags Vinjar og Hróks- ins verður haldið mánudaginn 4. júní kl. 13 í Vin, Hverfisgötu 47. Meðal keppenda verða þingmenn, ráðherra og rithöf- undar, auk skákmeistara og áhugamanna á öllum aldri. Heið- ursgestur á mótinu er Björgvin G. Sigurðsson, nýskipaður viðskiptaráðherra. Tefldar verða 5 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma og eru veglegir vinningar fyrir alla keppendur frá bóka- forlaginu Sögum. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Boðið verður upp á veitingar fyrir keppendur og áhorfendur. Vin er athvarf Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir. Hrókurinn hefur haldið uppi skáklífi í Vin sl. 4 ár með viku- legum æfingum. Reglulega eru haldin stórmót og hafa margir góðir gestir heimsótt athvarfið. Starf skólagarðanna í Reykjavík að hefjast INNRITUN í Skólagarða Reykjavíkur hófst 1. júní. Gróð- ursetning stendur yfir frá 7.-15. júní og mæta börnin alla fyrstu dagana og fá aðstoð við að gróðursetja grænmetið. Ráðlagt er að hverjum garði sé sinnt að minnsta kosti 2-3 sinnum í viku. Skólagarðarnir hafa að markmiði að kenna börnum um- gengni við gróður og ræktun. Hverjum einstaklingi er út- hlutað garði og fræi, útsæði og grænmetisplöntum til rækt- unar. Með börnunum starfa leiðbeinendur við ræktunina. Aðaláherslan er á umhirðu garðanna en öðru hverju um sum- arið eru haldnir leikjadagar eða farið í ferðir, t.d. í Fjöl- skyldu- og húsdýragarðinn, bíó o.fl. Haldnar eru sumarhá- tíðir í hverjum garði með grilli og ýmsum skemmtunum. Í lokin er afhent viðurkenning fyrir sumarstarfið. Starfsemin hefst 7. júní og lýkur um 17. ágúst. Innritað er í hverjum garði fyrir sig. Verðið er 3.000 kr. Innritun 8-12 ára barna stendur yfir 1. júní og 4.-5. júní. Inn- ritun eldri borgara: 5. júní. Morgunblaðið/ÞÖK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.