Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 73

Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 73 Félagsstarf Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Vor- ferð Bandalags kvenna í Hafnarfirði. Áætlað er að fara í dagsferð 9. júní. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði um kl. 11. Hvetjum félagskonur BKH að mæta í ferðina. Skráning í ferðina og uppl.: Karin, formaður BKH, s. 555-2574 og Sigrún Jóhannesd., s. 695-1976. Bólstaðarhlíð 43 | Ferð að Skógum undir Eyjafjöllum verður farin fimmtudaginn 21. júní kl. 12.30 frá Bólstaðarhlíð 43. Safnið skoðað og gengið um staðinn. Kaffihlaðborð í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Skrán- ing í síma 535-2760. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. Vitatorgs verður farin fimmtudaginn 7. júní kl. 13. Farið verður um Álftanes í Heiðmörk og nágrenni veitingar verða í Kríunesi við Elliðavatn, síðan keyrt um Rauðhóla og Hafravatn. All- ir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Sjómannadagurinn 3. júní. Guðsþjónusta kl. 11 í Árbæj- arkirkju. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Ester Ólafsdóttir. Kirkjukór- inn leiðir safnaðarsöng. Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir pré- dikar. Lofgjörð og fyrirbænir í lok samkomu og kaffisala að henni lok- inni. Allir velkomnir. Ath. síðasti skráningardagur í grillveislu sem verður 10. júní. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Spiluð verður félagsvist í sumar, alla mánudaga klukkan 13. Púttvöllur og krikket alla góðviðrisdaga. Molakaffi. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Þriðjudaginn 5. júní verður farið á sýningar í Menningarmiðstöð Gerðubergs. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning hjá for- stöðumanni í síma 586 8014 eftir há- degi. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 6. júní verður farið í Áskirkju. Skráning á skrifstofu eða í síma 587-2888. Hraunbær 105 | Kirkjuferð í Áskirkju kl. 14. Kaffiveitingar í boði sókn- arnefndar og kvenfélags kirkjunnar. Verð 300 kr. Brottför kl. 13.30 frá Hraunbæ. Norðurbrún 1 | Handverkssýning verður haldin sunnudaginn 3. júní og 4. júní kl. 14-17. Margt fallegra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Vorferð Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Dagný Þóra Óskarsdóttir og Margrét Árnadóttir, héldu tombólu við verslun Samkaupa við Hrísalund og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, alls 7.941 kr. dagbók Í dag er sunnudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16, 2.) Rannsóknarmiðstöð umsamfélags- og efnahags-mál (RSE) stendur fyrirráðstefnu um samkeppn- ishindranir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Yfirskrift ráðstefn- unnar er Myndun samkeppnishindr- ana á markaði og aðgerðir til að ryðja þeim úr vegi. Birgir Tjörvi Pétursson er fram- kvæmdastjóri RSE: „Mikilvægt er að eðlileg samkeppni sé til staðar á markaði, en víða í samfélaginu virðist sem samkeppni skorti eða sé ekki mjög virk,“ segir Birgir Tjörvi. „Ráð- stefnan er haldin til að varpa ljósi á hvað orsakar helst samkeppnishindr- anir á markaði og hvaða aðgerðir geti komið að gagni við að ryðja þessum hindrunum úr vegi. Á ráðstefnunni verður kynnt ný skýrsla RSE eftir Þorstein Siglaugsson hagfræðing, sem fjallar um leiðir til að greina samkeppnisumhverfi og meta sam- keppnishindranir.“ Opnunarerindi ráðstefnunnar flyt- ur Todd J. Zywicki, lagaprófessor við George Mason-háskóla í Virginíu: „Hann stýrði áður stefnumótun hjá Samkeppniseftirliti Bandaríkjanna (FTC) og mun gefa okkur innsýn í bandaríska samkeppnislöggjöf, hvernig hún hefur gefist og hvaða þróunar megi vænta í framtíðinni,“ segir Birgir Tjörvi. „Bandaríkjamenn hafa verið frumkvöðlar í löggjöf á sviði samkeppnismála og þróunin í Evrópu hefur tekið mið af því sem gerist vestanhafs. Það verður því fróðlegt að hlýða á sjónarmið Zywicki um ávinning af bandarískri sam- keppnislöggjöf og hvaða straumar séu líklegir til að berast hingað til lands í þessum málum.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, mun flytja er- indi á ráðstefnunni undir yfirskrift- inni Samkeppniseftirlitið og hið op- inbera. Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður þar sem þátt taka, auk Páls Gunnars Pálssonar, Ari Ed- wald, forstjóri 365-miðla, Gylfi Arn- björnsson, framkv.stj. Alþýðu- sambands Íslands, og fræðimennirnir Birgir Þór Runólfsson frá HÍ og Guð- rún Johnsen frá HR. Fundarstjóri er Heimir Örn Herbertsson hrl. hjá LEX og aðjúnkt við HR. Ráðstefna þriðjudagsins er haldin í HR við Ofanleiti frá kl. 9 til 11.30. Sjá nánar á ww.rse.is og www.hr.is. Viðskipti | Ráðstefna um leiðir til að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum Víða skortir samkeppni  Birgir Tjörvi Pétursson fædd- ist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1992, út- skrifaðist frá lagadeild HÍ 1998 og hlaut lögmannsrétt- indi 1999. Birgir hefur lengstum starfað við lögmennsku frá náms- lokum, hann er einn stofnenda RSE þar sem hann hefur verið fram- kvæmdastjóri frá upphafi. Sam- býliskona Birgis Tjörva er Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur og eiga þau tvö börn. Söfn Lyfjafræðisafnið | Lyfjafræðisafnið við Nes- tröð á Seltjarnarnesi verður opið í sumar á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Leiklist Gamli Lækjarskóli | Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Limbó í Gamla Lækjarskóla. Leikstjóri er Jón Ingi Hákonarson. Limbó samanstendur af 7 stuttverkum eftir fimm unga höfunda. Miða- pantanir í síma 848-0475 og kostar miðinn 1.500 kr. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið verður í Borgarnesi 23.-24. júní kl. 13-17, í safn- aðarheimili Borgarneskirkju. Farið verður í helstu stillingaratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin tekin fyrir o.fl. Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leið- beinandi Pálmi Guðmundsson. Börn Brúðubíllinn | Forsýning á Brúðubílnum í Hall- argarðinum, Fríkirkjuvegi 11, mánudaginn 4. júní kl. 14. Frumsýning í Árbæjarsafni, þriðjudaginn 5. júní kl. 14. ÍSBJÖRNINN Knútur fær sér sundsprett í dýragarðinum í Berlín á föstudaginn. Knútur hefur vakið mikla athygi frá því hann kom í heim- inn, enda hið mesta krútt, en hann vex hins vegar mjög hratt. Húnninn er orðinn 28 kíló og næstum hálfs árs gamall, og stutt er í að starfsfólki í garðinum stafi hætta af honum. Reuters Knútur í sundi FRÉTTIR Í KJÖLFAR skipulagsbreytinga hjá embætti ríkislögreglustjóra sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn hafa nýir yfirmenn verið ráðnir til embættisins. Það eru Sigríður B. Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislög- reglustjóri, Páll E. Winkel, aðstoð- arríkislögreglustjóri, og Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Markmið skipulags- breytinganna er fyrst og fremst að auka skilvirkni embættisins, bæta yfirsýn yfir lögreglumál, skerpa á ábyrgð yfirmanna og gera hana sýnilegri en áður. Skipurit einfaldað Skipurit embættisins hefur verið einfaldað og meginstoðum þess hef- ur verið fækkað úr fimm í þrjár. Staða vararíkislögreglustjóra hef- ur verið lögð niður en til urðu tvö ný embætti aðstoðarríkislög- reglustjóra með skýrt afmörkuð verkefni. Undir annað þeirra fellur almenn löggæsla og öryggi en hinn einbeitir sér að lögræði- og stjórn- sýsluþáttum embættisins. Sér- stakur framkvæmdastjóri sér síðan um rekstur embættis ríkislög- reglustjóra. Sigríður B. Guðjónsdóttir var skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri og staðgengill ríkislögreglustjóra þegar nýtt skipurit tók gildi 1. jan- úar síðastliðinn. Sigríður hefur starfað hjá embætti ríkislög- reglustjóra frá 1. september 2006 við verkefni sem lúta meðal annars að nýskipan lögreglumála, gerð ár- angursstjórnunarsamnings milli dómsmálaráðuneytis og embættis ríkislögreglustjóra og stofnun greiningardeildar embættisins. Páll E. Winkel, hefur verið skip- aður aðstoðarríkislögreglustjóri og mun hann stýra stjórnsýslusviði embættisins. Undir Pál falla starfs- mannamál, samræming og innra eftirlit, forvarnir og fjölmiðla- samskipti, tölfræði, útgáfumál og þróunarverkefni, tæknimál, rann- sóknir og lögfræðileg málefni. Jónas Ingi Pétursson, var ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar 2007. Undir rekstrarsvið falla fjár- mál og rekstur, einkennis- og bún- aðarmál lögreglu, rekstur bíla- miðstöðvar, upplýsingatæknimál og skrifstofuhald. Sigríður, sem fædd er 1969, lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1993. Hún starfaði hjá ríkisskattstjóra frá 1993 til 1995 og lagði stund á framhaldsnám í lögfræði við Kaup- mannahafnarháskóla frá 1995 til 1996. Sigríður fékk námsleyfi árið 2000 og lauk meistaranámi í Evr- ópurétti frá háskólanum í Lundi 2002. Hún lauk stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins 2004 og stundaði nám á vegum samtaka evrópskra lögregluskóla um lög- reglusamvinnu í Evrópu frá 2004 til 2005. Sigríður var skipuð skatt- stjóri Vestfjarðaumdæmis árið 1996. Árið 2002 var hún skipuð sýslumaður á Ísafirði. Páll E. Winkel, sem fæddur er fæddur 1973, lauk námi frá laga- deild Háskóla Íslands árið 2000. Samhliða námi starfaði hann sem lögreglumaður við embætti sýslu- mannsins í Kópavogi og lögreglustjórans í Reykjavík. Páll var framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna árin 2005 til 2007 þegar hann var ráðinn yfirmaður stjórn- sýslusviðs ríkislögreglustjóra. Áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins árin 2001 til 2005. Jónas Ingi Pétursson, sem fædd- ur er 1972, lauk B.A. prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA prófi við Norwegian School of Management í Osló árið 2002. Jónas starfaði á rekstrar- og fjármálaskrifstofu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins frá árinu 2002. Skipulagsbreytingar Nýju yfirmennirnir og Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri. Frá vinstri Jónas Ingi Pétursson, Sigríður B. Guðjónsdóttir, Haraldur Johannessen og Páll E. Winkel. Nýir yfirmenn ráðnir hjá embætti ríkislögreglustjóra Breytingar á skráningu inn í Stað og stund SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund í Morgun- blaðinu að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttinga- forritið Púkann til að lesa yfir text- ann og gera nauðsynlegar breyt- ingar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirlesinn. Morgunverðarfundur um unglinga SAMSTARFSHÓPURINN Náum áttum heldur fræðslufund um sumartím- ann í lífi ungmenna á Grand hóteli þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 8.15 til 10. Fundarstjóri er Bergþóra Valsdóttir. Erindi halda Ragnar Örn Pét- ursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ, Hervör Alma Árna- dóttir félagsráðgjafi og Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks. Opnar umræður verða í lok fundarins. Þátttökugjald er 1.500 kr. sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er inni- falinn í gjaldinu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.