Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 73

Morgunblaðið - 03.06.2007, Qupperneq 73
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 73 Félagsstarf Bandalag kvenna í Hafnarfirði | Vor- ferð Bandalags kvenna í Hafnarfirði. Áætlað er að fara í dagsferð 9. júní. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði um kl. 11. Hvetjum félagskonur BKH að mæta í ferðina. Skráning í ferðina og uppl.: Karin, formaður BKH, s. 555-2574 og Sigrún Jóhannesd., s. 695-1976. Bólstaðarhlíð 43 | Ferð að Skógum undir Eyjafjöllum verður farin fimmtudaginn 21. júní kl. 12.30 frá Bólstaðarhlíð 43. Safnið skoðað og gengið um staðinn. Kaffihlaðborð í Drangshlíð undir Eyjafjöllum. Skrán- ing í síma 535-2760. Allir velkomnir. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554-1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. S. 554-3438. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. Vitatorgs verður farin fimmtudaginn 7. júní kl. 13. Farið verður um Álftanes í Heiðmörk og nágrenni veitingar verða í Kríunesi við Elliðavatn, síðan keyrt um Rauðhóla og Hafravatn. All- ir velkomnir óháð aldri. Uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Sjómannadagurinn 3. júní. Guðsþjónusta kl. 11 í Árbæj- arkirkju. Prestur sr. Þór Hauksson. Organisti Ester Ólafsdóttir. Kirkjukór- inn leiðir safnaðarsöng. Fríkirkjan Kefas | Almenn samkoma kl. 20. Helga R. Ármannsdóttir pré- dikar. Lofgjörð og fyrirbænir í lok samkomu og kaffisala að henni lok- inni. Allir velkomnir. Ath. síðasti skráningardagur í grillveislu sem verður 10. júní. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Spiluð verður félagsvist í sumar, alla mánudaga klukkan 13. Púttvöllur og krikket alla góðviðrisdaga. Molakaffi. 20.30, en í Gjábakka á mið- vikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félagsstarf eldri borgara í Mos- fellsbæ | Þriðjudaginn 5. júní verður farið á sýningar í Menningarmiðstöð Gerðubergs. Lagt verður af stað frá Hlaðhömrum kl. 13. Skráning hjá for- stöðumanni í síma 586 8014 eftir há- degi. Hraunbær 105 | Miðvikudaginn 6. júní verður farið í Áskirkju. Skráning á skrifstofu eða í síma 587-2888. Hraunbær 105 | Kirkjuferð í Áskirkju kl. 14. Kaffiveitingar í boði sókn- arnefndar og kvenfélags kirkjunnar. Verð 300 kr. Brottför kl. 13.30 frá Hraunbæ. Norðurbrún 1 | Handverkssýning verður haldin sunnudaginn 3. júní og 4. júní kl. 14-17. Margt fallegra muna. Vitatorg, félagsmiðstöð | Vorferð Hlutavelta | Þessar ungu stúlkur, Dagný Þóra Óskarsdóttir og Margrét Árnadóttir, héldu tombólu við verslun Samkaupa við Hrísalund og styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, alls 7.941 kr. dagbók Í dag er sunnudagur 3. júní, 154. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.“ (Sálm. 16, 2.) Rannsóknarmiðstöð umsamfélags- og efnahags-mál (RSE) stendur fyrirráðstefnu um samkeppn- ishindranir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík þriðjudaginn 5. júní næstkomandi. Yfirskrift ráðstefn- unnar er Myndun samkeppnishindr- ana á markaði og aðgerðir til að ryðja þeim úr vegi. Birgir Tjörvi Pétursson er fram- kvæmdastjóri RSE: „Mikilvægt er að eðlileg samkeppni sé til staðar á markaði, en víða í samfélaginu virðist sem samkeppni skorti eða sé ekki mjög virk,“ segir Birgir Tjörvi. „Ráð- stefnan er haldin til að varpa ljósi á hvað orsakar helst samkeppnishindr- anir á markaði og hvaða aðgerðir geti komið að gagni við að ryðja þessum hindrunum úr vegi. Á ráðstefnunni verður kynnt ný skýrsla RSE eftir Þorstein Siglaugsson hagfræðing, sem fjallar um leiðir til að greina samkeppnisumhverfi og meta sam- keppnishindranir.“ Opnunarerindi ráðstefnunnar flyt- ur Todd J. Zywicki, lagaprófessor við George Mason-háskóla í Virginíu: „Hann stýrði áður stefnumótun hjá Samkeppniseftirliti Bandaríkjanna (FTC) og mun gefa okkur innsýn í bandaríska samkeppnislöggjöf, hvernig hún hefur gefist og hvaða þróunar megi vænta í framtíðinni,“ segir Birgir Tjörvi. „Bandaríkjamenn hafa verið frumkvöðlar í löggjöf á sviði samkeppnismála og þróunin í Evrópu hefur tekið mið af því sem gerist vestanhafs. Það verður því fróðlegt að hlýða á sjónarmið Zywicki um ávinning af bandarískri sam- keppnislöggjöf og hvaða straumar séu líklegir til að berast hingað til lands í þessum málum.“ Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, mun flytja er- indi á ráðstefnunni undir yfirskrift- inni Samkeppniseftirlitið og hið op- inbera. Í lok ráðstefnunnar verða pallborðsumræður þar sem þátt taka, auk Páls Gunnars Pálssonar, Ari Ed- wald, forstjóri 365-miðla, Gylfi Arn- björnsson, framkv.stj. Alþýðu- sambands Íslands, og fræðimennirnir Birgir Þór Runólfsson frá HÍ og Guð- rún Johnsen frá HR. Fundarstjóri er Heimir Örn Herbertsson hrl. hjá LEX og aðjúnkt við HR. Ráðstefna þriðjudagsins er haldin í HR við Ofanleiti frá kl. 9 til 11.30. Sjá nánar á ww.rse.is og www.hr.is. Viðskipti | Ráðstefna um leiðir til að ryðja úr vegi samkeppnishindrunum Víða skortir samkeppni  Birgir Tjörvi Pétursson fædd- ist í Reykjavík 1972. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1992, út- skrifaðist frá lagadeild HÍ 1998 og hlaut lögmannsrétt- indi 1999. Birgir hefur lengstum starfað við lögmennsku frá náms- lokum, hann er einn stofnenda RSE þar sem hann hefur verið fram- kvæmdastjóri frá upphafi. Sam- býliskona Birgis Tjörva er Erla Kristín Árnadóttir lögfræðingur og eiga þau tvö börn. Söfn Lyfjafræðisafnið | Lyfjafræðisafnið við Nes- tröð á Seltjarnarnesi verður opið í sumar á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis. Leiklist Gamli Lækjarskóli | Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Limbó í Gamla Lækjarskóla. Leikstjóri er Jón Ingi Hákonarson. Limbó samanstendur af 7 stuttverkum eftir fimm unga höfunda. Miða- pantanir í síma 848-0475 og kostar miðinn 1.500 kr. Frístundir og námskeið www.ljosmyndari.is | Ljósmyndanámskeið verður í Borgarnesi 23.-24. júní kl. 13-17, í safn- aðarheimili Borgarneskirkju. Farið verður í helstu stillingaratriðin á stafrænni myndavél, ýmis góð ráð gefin til að ná betri myndum. Tölvumálin tekin fyrir o.fl. Námskeiðið kostar 12.900 kr. Skráning á www.ljosmyndari.is. Leið- beinandi Pálmi Guðmundsson. Börn Brúðubíllinn | Forsýning á Brúðubílnum í Hall- argarðinum, Fríkirkjuvegi 11, mánudaginn 4. júní kl. 14. Frumsýning í Árbæjarsafni, þriðjudaginn 5. júní kl. 14. ÍSBJÖRNINN Knútur fær sér sundsprett í dýragarðinum í Berlín á föstudaginn. Knútur hefur vakið mikla athygi frá því hann kom í heim- inn, enda hið mesta krútt, en hann vex hins vegar mjög hratt. Húnninn er orðinn 28 kíló og næstum hálfs árs gamall, og stutt er í að starfsfólki í garðinum stafi hætta af honum. Reuters Knútur í sundi FRÉTTIR Í KJÖLFAR skipulagsbreytinga hjá embætti ríkislögreglustjóra sem tóku gildi 1. janúar síðastliðinn hafa nýir yfirmenn verið ráðnir til embættisins. Það eru Sigríður B. Guðjónsdóttir, aðstoðarríkislög- reglustjóri, Páll E. Winkel, aðstoð- arríkislögreglustjóri, og Jónas Ingi Pétursson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs. Markmið skipulags- breytinganna er fyrst og fremst að auka skilvirkni embættisins, bæta yfirsýn yfir lögreglumál, skerpa á ábyrgð yfirmanna og gera hana sýnilegri en áður. Skipurit einfaldað Skipurit embættisins hefur verið einfaldað og meginstoðum þess hef- ur verið fækkað úr fimm í þrjár. Staða vararíkislögreglustjóra hef- ur verið lögð niður en til urðu tvö ný embætti aðstoðarríkislög- reglustjóra með skýrt afmörkuð verkefni. Undir annað þeirra fellur almenn löggæsla og öryggi en hinn einbeitir sér að lögræði- og stjórn- sýsluþáttum embættisins. Sér- stakur framkvæmdastjóri sér síðan um rekstur embættis ríkislög- reglustjóra. Sigríður B. Guðjónsdóttir var skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri og staðgengill ríkislögreglustjóra þegar nýtt skipurit tók gildi 1. jan- úar síðastliðinn. Sigríður hefur starfað hjá embætti ríkislög- reglustjóra frá 1. september 2006 við verkefni sem lúta meðal annars að nýskipan lögreglumála, gerð ár- angursstjórnunarsamnings milli dómsmálaráðuneytis og embættis ríkislögreglustjóra og stofnun greiningardeildar embættisins. Páll E. Winkel, hefur verið skip- aður aðstoðarríkislögreglustjóri og mun hann stýra stjórnsýslusviði embættisins. Undir Pál falla starfs- mannamál, samræming og innra eftirlit, forvarnir og fjölmiðla- samskipti, tölfræði, útgáfumál og þróunarverkefni, tæknimál, rann- sóknir og lögfræðileg málefni. Jónas Ingi Pétursson, var ráðinn framkvæmdastjóri rekstrarsviðs ríkislögreglustjóra þann 1. janúar 2007. Undir rekstrarsvið falla fjár- mál og rekstur, einkennis- og bún- aðarmál lögreglu, rekstur bíla- miðstöðvar, upplýsingatæknimál og skrifstofuhald. Sigríður, sem fædd er 1969, lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands 1993. Hún starfaði hjá ríkisskattstjóra frá 1993 til 1995 og lagði stund á framhaldsnám í lögfræði við Kaup- mannahafnarháskóla frá 1995 til 1996. Sigríður fékk námsleyfi árið 2000 og lauk meistaranámi í Evr- ópurétti frá háskólanum í Lundi 2002. Hún lauk stjórnunarnámi frá Lögregluskóla ríkisins 2004 og stundaði nám á vegum samtaka evrópskra lögregluskóla um lög- reglusamvinnu í Evrópu frá 2004 til 2005. Sigríður var skipuð skatt- stjóri Vestfjarðaumdæmis árið 1996. Árið 2002 var hún skipuð sýslumaður á Ísafirði. Páll E. Winkel, sem fæddur er fæddur 1973, lauk námi frá laga- deild Háskóla Íslands árið 2000. Samhliða námi starfaði hann sem lögreglumaður við embætti sýslu- mannsins í Kópavogi og lögreglustjórans í Reykjavík. Páll var framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna árin 2005 til 2007 þegar hann var ráðinn yfirmaður stjórn- sýslusviðs ríkislögreglustjóra. Áður starfaði hann sem lögfræðingur hjá Fangelsismálastofnun ríkisins árin 2001 til 2005. Jónas Ingi Pétursson, sem fædd- ur er 1972, lauk B.A. prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MBA prófi við Norwegian School of Management í Osló árið 2002. Jónas starfaði á rekstrar- og fjármálaskrifstofu dóms- og kirkju- málaráðuneytisins frá árinu 2002. Skipulagsbreytingar Nýju yfirmennirnir og Haraldur Johannessen ríkis- lögreglustjóri. Frá vinstri Jónas Ingi Pétursson, Sigríður B. Guðjónsdóttir, Haraldur Johannessen og Páll E. Winkel. Nýir yfirmenn ráðnir hjá embætti ríkislögreglustjóra Breytingar á skráningu inn í Stað og stund SÚ breyting hefur verið gerð á skráningu í Stað og stund í Morgun- blaðinu að nú birtist skráningin á Netinu um leið og skrásetjari stað- festir hana. Skrásetjari getur nýtt sér þann möguleika að nota leiðréttinga- forritið Púkann til að lesa yfir text- ann og gera nauðsynlegar breyt- ingar. Einnig hefur verið gerð sú breyting að hægt er að skrá atburði í liði félagsstarfs og kirkjustarfs tvo mánuði fram í tímann. Allur texti sem birtist í Morgunblaðinu er yfirlesinn. Morgunverðarfundur um unglinga SAMSTARFSHÓPURINN Náum áttum heldur fræðslufund um sumartím- ann í lífi ungmenna á Grand hóteli þriðjudaginn 5. júní nk. kl. 8.15 til 10. Fundarstjóri er Bergþóra Valsdóttir. Erindi halda Ragnar Örn Pét- ursson, íþrótta- og tómstundafulltrúi í Reykjanesbæ, Hervör Alma Árna- dóttir félagsráðgjafi og Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri Samfoks. Opnar umræður verða í lok fundarins. Þátttökugjald er 1.500 kr. sem þarf að staðgreiða. Morgunmatur er inni- falinn í gjaldinu. Fundurinn er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.