Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 84

Morgunblaðið - 03.06.2007, Side 84
84 SUNNUDAGUR 3. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ WWW.SAMBIO.IS PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2:15 - 4:15 - 6:15 - 7:20 - 8:15 - 10:15 - 10:30 B.i. 10 ára DIGITAL MR. BEAN´S HOLIDAY kl. 2 - 4 B.i. 7 ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 2 LEYFÐ DIGITAL 3D / KRINGLUNNI PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10 B.i.10.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 VIP kl. 2 - 6 - 10 ZODIAC kl. 3 - 6 - 9 B.i.16.ára THE REAPING kl. 10:10 B.i.16.ára GOAL 2 kl. 1:40 - 3:50 - 6 B.i.7.ára BLADES OF GLORY kl. 2 - 6 - 8.10 B.i.12.ára ROBINSON FJÖLSKYLDAN m/ísl. tali kl. 1:50 - 4 LEYFÐ / ÁLFABAKKA VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS „Besta Pirates myndin í röðinni! Maður einfaldlega gæti ekki búist við meira tilvalinni afþreyingarmynd á sumartíma.“ tv - kvikmyndir.is „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ 30.000 manns á 7 dögum Stærsta 5 daga sumar opnun allra tíma á íslandi MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI Á EFTIRTALDAR SÝNINGAR laugardag og sunnudag og mánudagSparBíó* 450kr PIRATES 3 KL. 14:00 Í ÁLFABAKKA OG Á AK. ZODIAC KL. 15:00 Í ÁLFABAKKA BLADES OF GLORY KL. 14:00 Í ÁLFABAKKA OG KL. 14:00 Í KEFLAVÍK www.SAMbio.is GOAL 2 KL. 13:40 Í ÁLFABAKKA MEET ROBINS. KL. 13:50 Í ÁLFABAKKA OG KL 14:00 Á AKUREYRI LÍKT OG í samskiptummanna almennt kemursitt hvað uppá í samstarfihljómsveita og margar eru ekki sterkari en svo að þær hrökkva í sundur um leið og eitt- hvað bjátar á. Svo eru þær hljóm- sveitir sem styrkjast við það að ganga í gengum erfiðleika, verða betri líkt og fór með sveitina Grails, sem mjög er mærð meðal áhuga- manna um þungt neðanjarðarokk, einskonar síð-síðrokk. Grails, sem er tæplega tíu ára gömul sveit, byrjaði sem heimaverkefni gít- arleikarans Alex Hall, en hann var búinn að fá sig fullsaddan af hljóm- sveitum eftir að hafa spilað pönk ár- um saman. Meðleigjandi Halls heyrði upptökur með honum og taldi hann þó á að finna sér félaga til að vinna hugmyndir með. Hall fór því af stað og leitaði nú í aðra gerð af músík en hann hafði áður stundað því þeir sem hann fékk með sér voru hagvanir í spunakenndri þjóðlagatónlist, fiðluleikarinn Tim- othy Horner, sem gerði garðinn frægan með þeirri ágætu sveit Jac- kie-O Motherfucker, bassa- og pí- anóleikarinn William Slater, sem er klassískt menntaður, slagverks Em- il Amos og gítarleikarinn Paul Spitz. Sveitin fékk nafnið Laurel Canyon og tróð upp undir því nafni nokkrum sinnum áður en haldið var í hljóðver. Týndur, horfinn, harmafregn Laurel Canyon sendi frá sér tvær stuttskífur 2000 og 2001 og í kjöl- farið var henni boðið að vera með í Neurot-útgáfuklíkunni, sem þykir mikill heiður. Fyrsta Neurot-skífan með sveitinni kom svo út 2003 undir nýju nafni, Grails, enda Laurel Ca- nyon-nafnið orðið ónothæft eftir að kvikmynd með sama nafni naut hylli. Um líkt leyti gekk Paul Spitz úr skaftinu og í hans stað kom spunarokkgítarleikarinn Zak Riles. Þessari fyrstu skífu Grails, The Burden of Hope, var vel tekið, gríð- arlega vel tekið reyndar, en þó greinilegt að sveitin var enn að mót- ast. Næsta skífa, Redlight, var stórt skref framávið, en í kjölfar hennar flosnaði Timothy Horner upp frá sveitinni og frá flestu í lífinu reynd- ar, því hann hvarf sjónum manna í þoku geðtruflana og fíkniefnaneyslu og hefur víst ekki sést í langan tíma. Hvar hann er, veit enginn. Þessi hörmungartíðindi höfðu mikil áhrif á sveitarmenn, sem von- legt er, en þeir gáfust þó ekki upp, héldu sínu striki í tónleikahaldi, en tónlistin þyngdist heldur við þetta, fiðluhljómurinn hvarf og í stað hans komu þyngri gítarar og rafmögnuð klifun. Gömul sýra Í tónleikaferð um Evrópu til að kynna Redlight komst Grails í sam- band við aðstandendur Southern- plötuútgáfunnar ensku sem buðu sveitinni að taka upp plötu í Latitu- des-útgáfuröðinni, en sú snýst um að fá hljómsveitir til að sleppa fram af sér beislinu og taka upp eitthvað óvenjulegt sem síðan er gefið út í mjög takmarkaðri útgáfu. Gails-félagar tóku þessu kosta- boði og úr varð að þeir tóku upp þrjú lög, klassískar perlur af sýrðu rokki sem komu út 2005 undir nafn- inu Latitudes: Interpretations of Three Psychedelic Rock Songs from Around the World. Amos Hall valdi lögin, en þau komu hvert úr sinni áttinni: eitt lag frá bandarísku þjóðlagarokksveitinni Byrd, annað frá bresku furðufuglunum í Gong og svo loks eitt lag frá japönsku rokk- sveitinni sérkennilegu Flower Tra- vellin’ Band. Jarðlitarokk Upptökulotan hristi sveitina vel saman og markaði henni nýja stefnu eins og heyra mátti á næsta verkefni, tveim tólftommum sem gefnar voru út undir nafninu Black Tar Prophecies og komu síðan út á einum disk á síðasta ári. Andrúms- loft er allt orðið drungalegra og stemmningin dapurlegri, tónlistin tilraunakenndari og um leið talsvert þyngri, vitnað í Black Sabbath og Led Zeppelin, án þess þó menn séu að týna sér í einhverri fortíð- arhyggju, aukinheldur sem kryddað er vel með krátrokki (Popol Vuh). Frábær plata. Fyrir stuttu kom svo út ný Gra- ils-skífa, fyrsta eiginlega breið- skífan frá því Horner hvarf sjónum manna. Á henni heldur sveitin kúrs- inum frá síðustu skífu en þó með til- brigðum – til að mynda er á plöt- unni lag sem kalla mætti fjörugt, en slíkt hefur ekki heyrst á Grails- plötu til þessa. Slagverk setur sterkan svip á plötuna, ekki síður en skældir og bjagaðir gítarar og fyrir vikið hefur tónlistin mun víðari skírskotun en ella, fleiri litir á spjaldinu og meira líf í myndinni, þó enn séu jarðarlitir í forgrunninum. Þung framúrstefna Bandaríska sveitin Grails hefur gengið í gegnum sitt hvað um dagana, en verður bara betri við mótlætið, eins og heyra má á hennar nýjustu plötu. Framúrstefna Eftirlifendur í Gails. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíassson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.